Já, ég vil að aðal barattumálið verði kosning um að komast í ESB þar sem hinn almenni Íslendingur fengi loksins að njóta stöðugleika, betri kjara í fjármögnun húsnæðis, líklega yrðu erlendir bankar, markaðir og jafnvel tryggingar aðgengilegri og mun ódýrari, matvara ódýrari og aðgengilegri.
Þvert á það sem Áslaug Arna sagði þá er framework um nýsköpun í EU mun lengra komið en hér á Íslandi þar sem örfáir moldríkir "venture capitalists" virðast halda á öllum spilunum og stjórna því svolítið hvað fær að vaxa og hvað ekki hér innanlands.
Þá yrði regluverk um fjárfestingar og stjórnun lífeyrissjóðanna líklega hertar til muna og bruðlið og vitleysan þar vonandi hverfa og skila lífgeyrisþegum ábata, hærri greiðslum og jafnvel möguleikum á að hætta fyrr að vinna.
Þá yrði líka opnara á að allir Íslendingar og þá sérstaklega þeri sem eru á eftirlaunum og örorku ferðist um og búi annarstaðar innan EU, en fái þá lægri greiðslur og njóti trygginga í viðkomandi landi sem íbúar þess.
Held að póst og bögglaþjónustur megi ekki rukka aukagjöld við flutninga milli EU landa.
Stærri og aðgengilegri markaður fyrir íslensk fyrirtæki, hreinlega því allt gjaleyrirbras hættir og fólk treystir betur viðskiptum við Ísland, enn fyrirtæki sem fá hroll við að hugsa um ISK.