Samgöngumál

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2538
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Samgöngumál

Pósturaf Moldvarpan » Sun 04. Ágú 2024 05:45

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/08/03/leggur_til_lausn_vid_samgonguvandanum/

Hvernig leggst þetta í fólk?

Mikið af fólki á eftir að hneykslast á þessu án þess að hugsa þetta aðeins.

Þetta fyrirkomulag sem við höfum verið með virðist ekki duga til, við þurfum að endurskoða þessa nálgun.

Hvaða leið væri best að fara í að bæta samgöngur landsins til lengri tíma?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7502
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1166
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf rapport » Sun 04. Ágú 2024 08:12

Þetta + innbyggðir hraðatakmarkarar...

Samgöngur eru að fara út í einhverja algjöra vitleysu.

https://www.autoexpress.co.uk/news/1035 ... d%20models.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf littli-Jake » Sun 04. Ágú 2024 09:56

Æi er þetta málið? Við erum þegar að borga himinhá gjöld fyrir að komast á milli staða en minnst af því endar í vegakerfinu. Afhverju ætti það að breytast við þetta? Og hver segir að með þessu hækki gæðin eitthvað? Það verða sömu starfsmenn og sömu verktakar í þessu og eru nú þegar hjá Vegagerðinni. Afhverju ætti malbikið til dæmis að verða eitthvað betra? Það er ekki eins og það sé að fara að vera samkeppni á sviði vegaframkvæmda.

Og svo er það þetta með að láta túristana borga. Þeim er þegar farið að fækka því það er allt svo dýrt hérna. Ekki það að ég myndi nú ekki sakna þeirra mjög mikið og efast stórlega um að þeir séu að skila svona miklu eins og margir vilja meina. En mér finnst þetta hljóma voða mikið eins og en eitt skrefið til að flæma þá endanleg í burtu.

Eina sem ég sé í þessu er að með því að vera ekki með þetta undir ríkinu verða ekki lengur höft á því hversu mikið má borga efstu mönnum í laun. Það er nú aldeilis að fara að laga ástandið.....


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf GuðjónR » Sun 04. Ágú 2024 10:18

Skattar, tollar, olíufjöld, kílómetragjald og svo einkavæða viðhald og framkvæmdir til að borga meira fyrir það sama?
Þetta er galið.



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2538
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf Moldvarpan » Sun 04. Ágú 2024 10:22

littli-Jake skrifaði:Æi er þetta málið? Við erum þegar að borga himinhá gjöld fyrir að komast á milli staða en minnst af því endar í vegakerfinu. Afhverju ætti það að breytast við þetta? Og hver segir að með þessu hækki gæðin eitthvað? Það verða sömu starfsmenn og sömu verktakar í þessu og eru nú þegar hjá Vegagerðinni. Afhverju ætti malbikið til dæmis að verða eitthvað betra? Það er ekki eins og það sé að fara að vera samkeppni á sviði vegaframkvæmda.

Og svo er það þetta með að láta túristana borga. Þeim er þegar farið að fækka því það er allt svo dýrt hérna. Ekki það að ég myndi nú ekki sakna þeirra mjög mikið og efast stórlega um að þeir séu að skila svona miklu eins og margir vilja meina. En mér finnst þetta hljóma voða mikið eins og en eitt skrefið til að flæma þá endanleg í burtu.

Eina sem ég sé í þessu er að með því að vera ekki með þetta undir ríkinu verða ekki lengur höft á því hversu mikið má borga efstu mönnum í laun. Það er nú aldeilis að fara að laga ástandið.....


Ég er ekki hlynntur vegtollum. Vonandi er hægt að útfæra þetta án þeirra.

En afhverju getur Vegagerðin ekki verið opinbert hlutafélag eins og t.d. RARIK eða ISAVIA?

Þá hafa þessi félög í raun sjálfstæðan rekstur sem pólitíkin er þá ekki að stjórna.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7502
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1166
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf rapport » Sun 04. Ágú 2024 12:04

Moldvarpan skrifaði:
Ég er ekki hlynntur vegtollum. Vonandi er hægt að útfæra þetta án þeirra.

En afhverju getur Vegagerðin ekki verið opinbert hlutafélag eins og t.d. RARIK eða ISAVIA?

Þá hafa þessi félög í raun sjálfstæðan rekstur sem pólitíkin er þá ekki að stjórna.


Ég væri hrifnari að því að sameina allar samgöngustofnanir, sjó, land og loft... svo að tæki og tækni sé betur samþætt o.þ.h.

Að hafa svo alla stjórnun stofnunarinnar, ranbsóknir og skipulag á fjárlögum en leyfa rekstur innviða með gjaldtöku... en þannig að tekjur af viðkomandi "innvið" ættu að standa undir honum... að takmarkað væri hversu miklar tekjur mættu færast milli liða.

Þetta kæmi í veg fyrir að auk ar tekjur mundu blása út báknið, því laun o.þ h. væri á fjárlögumen fjármögnun viðhalds og framkvlmda yrði í samræmi við tekjur.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 67
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf falcon1 » Sun 04. Ágú 2024 14:13

Galin hugmynd! Hvernig væri að öll þessi gjöld og skattar sem bifreiðaeigendur eru að greiða nú þegar fari 100% í vegakerfið en ekki í einhver önnur óskyld verkefni?




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 67
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf falcon1 » Sun 04. Ágú 2024 14:13

Ps. svo þarf að taka á þessari rányrkju í bílastæða öppunum.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2346
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf Gunnar » Sun 04. Ágú 2024 14:17

falcon1 skrifaði:Galin hugmynd! Hvernig væri að öll þessi gjöld og skattar sem bifreiðaeigendur eru að greiða nú þegar fari 100% í vegakerfið en ekki í einhver önnur óskyld verkefni?

Ég myndi halda að peningurinn sem fæst frá þessum gjöldum og sköttum sé of hár til að nýta aðeins í vegakerfið þótt ég hafi ekki hugmynd.



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2538
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf Moldvarpan » Sun 04. Ágú 2024 14:56

Gunnar skrifaði:
falcon1 skrifaði:Galin hugmynd! Hvernig væri að öll þessi gjöld og skattar sem bifreiðaeigendur eru að greiða nú þegar fari 100% í vegakerfið en ekki í einhver önnur óskyld verkefni?

Ég myndi halda að peningurinn sem fæst frá þessum gjöldum og sköttum sé of hár til að nýta aðeins í vegakerfið þótt ég hafi ekki hugmynd.


Það hefur verið reynt, sá drullupollur kallast ríkissjóður og það eru pólitíkusar sem að stjórna honum.

Það þarf að koma þessum málaflokki út fyrir pólitík. Það hefur verið fullreynt held ég. Þetta endar alltaf á sama stað.

Og er sammála Rapport með að setja allar samgöngur saman. Ég var ekki búinn að hugsa þetta svo stórt. En það getur verið enn hagkvæmara.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf GuðjónR » Fim 08. Ágú 2024 18:58

Þessu tengt:
dv.is skrifaði:Frá árinu 2015 hefur ríkið innheimt um 750 milljarða tekjur vegna ökutækja.
Á sama tíma hafa um 290 milljarðar runnið til vegamála og því má segja að innviðaskuldin sem safnast hefur upp á þessu tíu ára tímabili nemi alls um 460 milljörðum.


https://www.dv.is/eyjan/2024/8/8/vegake ... askuldina/



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf Revenant » Fim 08. Ágú 2024 20:17

Samkvæmt fjárlögum 2024 eru tekjur af ökutækjum og eldsneyti 63,3 ma.kr (u.þ.b. 5% af tekjum) en útgjöld til samgönguframkvæmda 32,6 ma.kr.

Mynd

Restin fer að dekka útgjöld upp á 1.478 ma.kr. (50-60% er heilbrigðiskerfið ásamt félags- og tryggingarmálum). Áhugavert er að skoða hver útgjöldin okkar fara í

Mynd

Ég held að flestir séu sammála um að auka útgjöld til samgönguframkvæmda en fátt um svör hvar á að skera niður á móti (eða hækka skatta).




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf Manager1 » Lau 10. Ágú 2024 19:05

Moldvarpan skrifaði:En afhverju getur Vegagerðin ekki verið opinbert hlutafélag eins og t.d. RARIK eða ISAVIA?

Þá hafa þessi félög í raun sjálfstæðan rekstur sem pólitíkin er þá ekki að stjórna.

Tekjur af skattlagningu eldsneytis eru ómissandi fyrir ríkissjóð og þessvegna er ekki hægt að reka Vegagerðina eins og RARIK eða ISAVIA.

Á öðrum stað í þessum þræðir kemur fram að tekjur af skattlagningu eldsneytis eru margfaldar á við það sem er lagt í vegakerfið á hverju ári, ef Vegagerðin væri ohf. rynnu þessir milljarðar sem fást með skattlagningu eldsneytis ekki beint í ríkissjóð heldur til Vegagerðarinnar, sem myndi þá nota þá alla í að laga vegina, en eftir situr ríkissjóður með sárt ennið.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf GuðjónR » Mán 12. Ágú 2024 12:59

Þungaflutningar leiða af sér slit á vegum sem enginn sá fyrir á sínum tíma, segir innviðaráðherra um ástandið á vegakerfinu.

Gaslýsing eða heimska? Ég held að öllum hafi verið ljóst, þegar strandflutningar lögðust af og gámaflutningar voru færðir yfir á vegakerfið, að það myndi stórauka slit á vegunum.
Viðhengi
IMG_9028.png
IMG_9028.png (1.39 MiB) Skoðað 3238 sinnum



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2538
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf Moldvarpan » Mán 26. Ágú 2024 07:43

Manager1 skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:En afhverju getur Vegagerðin ekki verið opinbert hlutafélag eins og t.d. RARIK eða ISAVIA?

Þá hafa þessi félög í raun sjálfstæðan rekstur sem pólitíkin er þá ekki að stjórna.

Tekjur af skattlagningu eldsneytis eru ómissandi fyrir ríkissjóð og þessvegna er ekki hægt að reka Vegagerðina eins og RARIK eða ISAVIA.

Á öðrum stað í þessum þræðir kemur fram að tekjur af skattlagningu eldsneytis eru margfaldar á við það sem er lagt í vegakerfið á hverju ári, ef Vegagerðin væri ohf. rynnu þessir milljarðar sem fást með skattlagningu eldsneytis ekki beint í ríkissjóð heldur til Vegagerðarinnar, sem myndi þá nota þá alla í að laga vegina, en eftir situr ríkissjóður með sárt ennið.


Finnst þessi rök engan vegin halda vatni. Opinber hlutafélög geta hæglega greitt arf til eiganda sinna, en það hefur ekki verið gert hingað til, heldur notað fjármagn til fjárfestinga. Stækkun á flugvelli og stækkun raforkudreifikerfisins.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/08/26/dyr_og_omarkviss_tekjuoflun/

Nú liggur svo við, að það er verið að fara sjá fullt af vegtollum, útaf því að það fjármagn sem kemur inn vegna bíla, rennur aldrei í það verkefni sem það á að renna í.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf GuðjónR » Mán 26. Ágú 2024 08:24

Þetta er sturlun.

Einka­bíll á leið milli Seltjarn­ar­ness og Hafn­ar­fjarðar gæti mögu­lega borgað vegatoll fjór­um sinn­um á hvorri leið, 1.600 krón­ur alls. Vegatoll­ar bæt­ist við all­ar aðrar álög­ur á bíla og um­ferð sem nemi um 95 millj­örðum króna á ári, en Run­ólf­ur seg­ir að inn­an við þriðjungi þess fjár sé varið til sam­göngu­mann­virkja á land­inu öllu.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf jericho » Mán 26. Ágú 2024 13:59

GuðjónR skrifaði:Þetta er sturlun.

Einka­bíll á leið milli Seltjarn­ar­ness og Hafn­ar­fjarðar gæti mögu­lega borgað vegatoll fjór­um sinn­um á hvorri leið, 1.600 krón­ur alls. Vegatoll­ar bæt­ist við all­ar aðrar álög­ur á bíla og um­ferð sem nemi um 95 millj­örðum króna á ári, en Run­ólf­ur seg­ir að inn­an við þriðjungi þess fjár sé varið til sam­göngu­mann­virkja á land­inu öllu.


Sá sem á þessa fullyrðingu, hvaðan fær viðkomandi þessar upplýsingar? Liggur eitthvað fyrir?



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


thorhs
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf thorhs » Mán 26. Ágú 2024 15:28

Þetta kemur amk fram hér, veit ekki hvort það sé frumheimildin:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... gin=helstu



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf jericho » Mán 26. Ágú 2024 16:08

Ég einmitt sá þessa grein líka, en sé hvergi tilvísanir í frumvarp eða aðrar heimildir. Tek þessu með miklum fyrirvara. Skkil ekki hvernig viðkomandi fékk það út að það þyrfti að greiða veggjald fjórum sinnum á hvorri leið frá Seltjarnarnesi í Hafnarfjörð. Vilti bara leita mér upplýsinga og fact-tjekka þetta.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf Daz » Mán 26. Ágú 2024 16:50

jericho skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta er sturlun.

Einka­bíll á leið milli Seltjarn­ar­ness og Hafn­ar­fjarðar gæti mögu­lega borgað vegatoll fjór­um sinn­um á hvorri leið, 1.600 krón­ur alls. Vegatoll­ar bæt­ist við all­ar aðrar álög­ur á bíla og um­ferð sem nemi um 95 millj­örðum króna á ári, en Run­ólf­ur seg­ir að inn­an við þriðjungi þess fjár sé varið til sam­göngu­mann­virkja á land­inu öllu.


Sá sem á þessa fullyrðingu, hvaðan fær viðkomandi þessar upplýsingar? Liggur eitthvað fyrir?


Hreinar ágiskanir frá greinarhöfundi. Svosem búið að skjalfesta einhverjar hugmyndir, en á bak við þær hugmyndir eru engar ákveðnar útfærslur eða upphæðir.

Miðað við upphæðina 14 milljarðar (á ári) má samt auðveldlega reikna með að þetta muni kosta hvern einstakling tugi þúsunda á ári, hvort sem það verður beint eða óbeint.



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2538
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf Moldvarpan » Þri 27. Ágú 2024 08:32

Daz skrifaði:
jericho skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta er sturlun.

Einka­bíll á leið milli Seltjarn­ar­ness og Hafn­ar­fjarðar gæti mögu­lega borgað vegatoll fjór­um sinn­um á hvorri leið, 1.600 krón­ur alls. Vegatoll­ar bæt­ist við all­ar aðrar álög­ur á bíla og um­ferð sem nemi um 95 millj­örðum króna á ári, en Run­ólf­ur seg­ir að inn­an við þriðjungi þess fjár sé varið til sam­göngu­mann­virkja á land­inu öllu.


Sá sem á þessa fullyrðingu, hvaðan fær viðkomandi þessar upplýsingar? Liggur eitthvað fyrir?


Hreinar ágiskanir frá greinarhöfundi. Svosem búið að skjalfesta einhverjar hugmyndir, en á bak við þær hugmyndir eru engar ákveðnar útfærslur eða upphæðir.

Miðað við upphæðina 14 milljarðar (á ári) má samt auðveldlega reikna með að þetta muni kosta hvern einstakling tugi þúsunda á ári, hvort sem það verður beint eða óbeint.


Þetta er akkúrat það sem er svona scary við þetta... pólitíkusar stjórna þessari vitleysu. Þetta gæti alveg verið "raunhæfur" möguleiki fyrir stjórnmálamenn. Það er ekki hægt að útiloka að eitthverjum nefndum myndi detta þetta í hug.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7502
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1166
Staða: Ótengdur

Re: Samgöngumál

Pósturaf rapport » Þri 27. Ágú 2024 10:34

Kostnaðurinn við að koma á vegtollakerfi er mjög dýr og sérstaklega fyrir einstaklinga... sem er galið.

Mér þætti eðlilegra að ríkið innheimti ákveðið kílómetragjald en svo gæti bæjarfélag bætt við "útsvari" ofaná til að standa undir vegagerð innanbæjar.

Að láta einstaklinga kaupa þetta og borga hitt, setja upp númerskanna, myndavélar, innheimtukerfi og svo semja við MOTUS um innheimtu ofl. ofl. það mun verða til þess að allir verða ríkir nema þeir sem áttu að fá peninginn...

Hugsanlega er það planið hjá þessum pólitíkusum, að fóðra vasa vina sinna...

En á sama tíma og fólk er að syrgja að geta ekki lengur farið frjálst ferða sinna að vinsælum ferðamannastöðum vegna gjaldtöku landeigenda... þá er stórskrítið að hugs atil þess að fólki finnist OK að þurfa borga fyrir að keyra niður Ártúnsbrekku til að komast í Kringluna.

Að mismuna fólki eftir póstnúmerum er líka klikkun... þetta meikar engan sens.,