worghal skrifaði:rapport skrifaði:Held að við séum sammála um vandamálið... að þarna sé barn sem er að beita aðra ofbeldi og skólinn segist ekki geta gert neitt nema hafa samband við foreldrana...
Það er barnavernd, félagslegt kerfi og ýmis úrræði í Kópavogi... það getur ekki verið að bærinn sé búinnað gefast upp... er það?
Er bærinn ekki að komast svolítið ódýrt frá þessu?
Ætti bærinn ekki að tryggja að foreldranir þekki sitt hlutverk, átti sig á vandanum og vinni með skólanum að því að þessi drengur fái uppeldi og verði nýtur þjóðfélagsþegn?
Og hvað þá að tryggja þessari stúlku alla þá aðstoð og hjálp til að draga úr áhrifum þessa glæps á hennar líf, að hún losni einhverntíman úr þessu helvíti að þurfa að umgangast þennan dreng og endurupplifa glæpinn og áhrif hans.
Þó að drengurinn sé ekki sakhæfur þá á stúlkan skilið að málið sé tekið fyrir og glæpurinn gegn henni sé viðurkenndur, staðfestur ... o.þ.h.
Að sleppa því ferli alfarið er einhveskonar samstaða með glæpamanninum... og er galið... þannig á kerfið ekki að virka.
eitt af vandamálunum er að mörg börn í dag upplifa sig sem ósnertanleg ef þau gera eitthvað af sér og á sama tíma öskra foreldrar "krakkinn minn mundi aldrei gera svona".
það þarf virkilega að endurskoða þetta ósakhæfi barna eða jafnvel koma ábyrgðinni almennilega á foreldra.
Það er eins og að í hvert skipti sem eitthvað gerist þá keppist fólk og þá forkólfar stofnana og félagsþjónustu við að fría sig ábyrgð í stað þess að leita lausna.
Það er verið að spara aurinnog kasta krónunni með því að taka ekki á svona vandamálum.
Jú, það hafa gerst ömurlegir atburðir á stofnunum þar sem börn hafa verið vistuð eftir að hafa verið tekin af heimilum en það má og á að læra af því og gera betur. Án efa gerði vist á þessum heimilum einhverjum gott, bjargaði einhverjum frá ömurlegum aðstæðum og bjargaði enn öðrum frá því að verða fyrir ofbeldi og einelti frá þessum krökkum sem voru á villigötum.
Það er rangt að kenna þolendum á þessum heimilum um meðferðina sem þau fengu en hvort það var til betra úrræði eð ahvort þeim hefði verið betur borgið heima hjá sér... það er óráðið.
Eftir situr að þegar grunnskóli sem "úrræði" er hættur að virka þá þarf að vera til annarskonar "úrræði" sem tekur við og svo annarskonar "úrræði" eftir það og svo koll af kalli þar til seinasta úrræðið er bara sjálfræðissvipting og geðdeild.
Vinnuskóli í formi lýðháskóla sem gæfi einingar til náms, t.d. í iðngreinum, listgreinum o.þ.h. væri líklega geggjað úrræði fyrir marga.
Það yrði hugsanlega eftirsóknarvert að komast þar inn og útskrifast.
Það er virkilega oft þannig að fólk með, köllum það "fjölbreytilegan" bakgrunn verður frábært og ómissandi á sínum vinnustað og sínu nærsamfélagi því að það er hokið að reynslu í erfiðum samskiptum... því það var sjálft svo erfitt og getur sett sig í ótrúlegustu mál og aðstæður.
Hver nennir að eiga bara "vanilla" vini?