Skerðing á heilbrigðisþjónustu

Allt utan efnis

jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skerðing á heilbrigðisþjónustu

Pósturaf jonfr1900 » Mán 01. Júl 2024 22:47

Graven skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Graven skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Sjálfstæðismenn eru að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þetta er hluti af þeim áætlunum.


Ertu með einhverjar heimildir fyrir því eða ertu bara að tala með rassgatinu eins og venjulega? Ertu með álpappírshattinn á hausnum þegar þú skrifar þetta? Heyrðirðu þetta á útvarp Saga? Býrðu á Íslandi yfirleitt? Hefurðu borgað skatta á ævinni? Ef þú býrð ekki á Íslandi og hefur aldrei borgað skatta þar, hvað kemur þér við hvað gerist þar? Þú vilt frekar sjúga kerfið einhverstaðar annarstaðar hvort sem er.


Hérna (pdf skjal, stjornarradid.is)

Heilbrigðiskerfi sem virkar (xd.is, 2024)

Einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: 20 ára saga í máli og myndum (heimildin.is, 2018)

Heilbrigðismál (sus.is, engin dagsetning)

Nóg af gögnum um það hvað er á áætlun hjá sjálfstæðisflokknum.


Þú túlkar þetta mjög frjálslega, haltu þér bara við það sem er að gerast í Danmörku, kannski að þeir kokgleypi ruglið uppúr þér.


Nei. Ég sé hvað er að gerast. Hvað þetta fólk gerir skiptir meira máli en hvað það segir.

Einkarekin heilsugæsla tekur starfsfólk frá þeirri opinberu (Heimildin/Stundin, 2017)



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Skerðing á heilbrigðisþjónustu

Pósturaf daremo » Mán 01. Júl 2024 23:51

Þetta er frekar slæmt. Flest læknisþjónusta sem ég hef fengið allt mitt líf hefur verið í gegnum þessar vaktir. Smávægileg vandamál sem þarf samt að leysa strax.. Augnasýking og bakflæði t.d.
Hvað gerir maður núna, á maður að bíða í 2-3 vikur eftir tíma hjá heimilislækni svo maður getur losnað við svona smávægilega kvilla?


arons4 skrifaði:
„Óþrjótandi aðgangur að læknum milli fjögur og sex eins og var, þar sem allir gátu droppað inn með hvað sem er, það er ekki í boði lengur. Það sem við erum að gera er í raun og veru að færa síðdegisvaktirnar yfir á daginn.“

Ég reyndi nú einusinni að nýta mér síðdegisvaktina á heilsugæslunni í salahverfi(sem er einkarekin).

Hringdi kl 8 um morguninn til að biðja um að komast að á síðdegisvaktinni og var þá frekar beðinn að koma á dagvaktinna sem ég náði ekki sökum vinnu sem ég útskýrði, en konan í símanum ætlaði ekki að veita mér pláss á síðdegisvaktinni. Sagði þá að þetta væri ekkert vesen ég myndi bara fara á læknavaktina, við það breytist tónninn í henni og hún biður mig að hinkra, það verði hringt í mig.

Svo hringir hjúkrunarfræðingur í mig og sama raulan byrjar aftur, hvort ég geti ekki komið á dagavaktina frekar og tekið mér bara frí í vinnunni til þess, ég útskýri að það er ekki kostur með svo litlum fyrirvara fyrir svo lítið tilefni. Enn þrjóskast hún við að reyna að koma mér uppeftir á dagvaktina þegar ég segi að þetta sé ekkert mál, ég fari bara á læknavaktina, og aftur breytist tónninn og þá loksins hægt að koma mér að á síðdegisvaktinni, en þó með mjög dónalegum tón.

Það sem ég tók úr þessari reynslu er að það virðist hafa mikil áhrif á arðsemi heilsugæslunnar að leyfa sjúklingum að nota síðdegisvaktina, en þó skárra en að missa þá til læknavaktarinnar.



Ég er skráður í Salarhverfi og hef aldrei lent í neinu svona. Hef alltaf notað vaktina hingað til. Þau náðu þó að redda þér eftir allt saman, ertu viss um að þú hafir ekki verið dónalegur til að byrja með?
Það borgar sig að vera almennilegur og kurteis í samskiptum við alla þá sem veita þér þjónustu.
Síðast breytt af daremo á Mán 01. Júl 2024 23:52, breytt samtals 1 sinni.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skerðing á heilbrigðisþjónustu

Pósturaf dadik » Þri 02. Júl 2024 11:23

Umræðan um að það sé verið að ganga af heilbrigðiskerfinu dauðu er stórfurðuleg. Hér má sjá gögn frá Hagstofunni:

https://www.hagstofa.is/talnaefni/efnahagur/fjarmal-hins-opinbera/utgjold-til-heilbrigdismala/

Útgjöldin hafa aukist um 20% á föstu verðlagi frá 1998. Athugið að þetta er á mann! Á þessu tímabili fjölgaði íslendingum úr 272 þúsundum í 383 þúsund.

Þannig að útgjöldin hafa ekki einungis haldið í við rúmlega 111 þúsund manna fólksfjölgun, heldur hefur hún líka aukist um 20% á mann á föstu verðlagi.
Viðhengi
heilbrig-is-tgj-ld-hins-opinbera-mann.png
heilbrig-is-tgj-ld-hins-opinbera-mann.png (84.74 KiB) Skoðað 2785 sinnum


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Skerðing á heilbrigðisþjónustu

Pósturaf Moldvarpan » Þri 02. Júl 2024 12:08

Með öðrum orðum, þetta er ekki bein skerðing, heldur þarf heilbrigðisþjónustunan að sinna fleirrum.

Og þá er verið að leita nýrra leiða til að nýta fjármagnið sem best.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Skerðing á heilbrigðisþjónustu

Pósturaf jericho » Þri 02. Júl 2024 15:29

Það blasir við önnur mynd þegar maður skoðar útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu:
Mynd
source

Við vorum fremst meðal norðurlandaþjóðanna um tíma (2000-2004) og fylgdum þeim ágætlega til 2010. Ef það lendum við í mikilli skuld og erum ekki að leggja aukið fé til heilbrigðismála árin 2010-2019 í samræmi við þjóðarframleiðslu. Takið svo eftir fallinu hjá öllum árið 2022.

[edit] bætti við Finlandi eftir á, en gleymdi að uppfæra source-linkinn. Hér er hann ef einhver er áhugasamur
Síðast breytt af jericho á Þri 02. Júl 2024 15:58, breytt samtals 2 sinnum.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

rostungurinn77
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Skerðing á heilbrigðisþjónustu

Pósturaf rostungurinn77 » Þri 02. Júl 2024 15:55

jericho skrifaði:Það blasir við önnur mynd þegar maður skoðar útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu:
Mynd
source

Við vorum fremst meðal norðurlandaþjóðanna um tíma (2000-2004) og fylgdum þeim ágætlega til 2010. Ef það lendum við í mikilli skuld og erum ekki að leggja aukið fé til heilbrigðismála árin 2010-2019 í samræmi við þjóðarframleiðslu. Takið svo eftir fallinu hjá öllum árið 2022.


Eru augun að blekkja mig eða er ekki þessi toppur þarna í endann árið 2020 og -21?

Af hverju ætli það geti verið?

Ef þú svo dregur línu frá 2019 beint til 2022 þá er hún væntanlega flöt eða örlítið hallandi upp á við?

Nema augun séu að blekkja mig.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Skerðing á heilbrigðisþjónustu

Pósturaf depill » Þri 02. Júl 2024 17:10

jericho skrifaði:Það blasir við önnur mynd þegar maður skoðar útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu:
Mynd
source

Við vorum fremst meðal norðurlandaþjóðanna um tíma (2000-2004) og fylgdum þeim ágætlega til 2010. Ef það lendum við í mikilli skuld og erum ekki að leggja aukið fé til heilbrigðismála árin 2010-2019 í samræmi við þjóðarframleiðslu. Takið svo eftir fallinu hjá öllum árið 2022.

[edit] bætti við Finlandi eftir á, en gleymdi að uppfæra source-linkinn. Hér er hann ef einhver er áhugasamur


Þetta er ekki fall, landsframleiðsla Ísland í USD 2020 = 21,57 milljarðar, 2022 = 28,06. Þetta eru covid áhrif þar sem efnahagurinn okkar er mjög háður túrisma. Það var ekki gefið í á milli 2018 - 2020, heldur féll landsframleiðsla úr 26 í 22 milljarða. Við erum svo lítil að við erum með frekar óstöðugt efnahagslíf, þannig ekkert óeðlilegt að þetta sveiflst, enn það er ekki hægt að tala um "fall", heldur leiðréttingu eftir Covid.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Skerðing á heilbrigðisþjónustu

Pósturaf jericho » Þri 02. Júl 2024 17:19

depill skrifaði: það er ekki hægt að tala um "fall", heldur leiðréttingu eftir Covid.


Já já - fall... niðursveifla... hrun... ég er bara að benda á að línurnar fóru hratt niður hjá öllum löndunum. En sammála með ástæðuna (covid)



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Skerðing á heilbrigðisþjónustu

Pósturaf arons4 » Þri 02. Júl 2024 22:41

daremo skrifaði:Þetta er frekar slæmt. Flest læknisþjónusta sem ég hef fengið allt mitt líf hefur verið í gegnum þessar vaktir. Smávægileg vandamál sem þarf samt að leysa strax.. Augnasýking og bakflæði t.d.
Hvað gerir maður núna, á maður að bíða í 2-3 vikur eftir tíma hjá heimilislækni svo maður getur losnað við svona smávægilega kvilla?


arons4 skrifaði:
„Óþrjótandi aðgangur að læknum milli fjögur og sex eins og var, þar sem allir gátu droppað inn með hvað sem er, það er ekki í boði lengur. Það sem við erum að gera er í raun og veru að færa síðdegisvaktirnar yfir á daginn.“

Ég reyndi nú einusinni að nýta mér síðdegisvaktina á heilsugæslunni í salahverfi(sem er einkarekin).

Hringdi kl 8 um morguninn til að biðja um að komast að á síðdegisvaktinni og var þá frekar beðinn að koma á dagvaktinna sem ég náði ekki sökum vinnu sem ég útskýrði, en konan í símanum ætlaði ekki að veita mér pláss á síðdegisvaktinni. Sagði þá að þetta væri ekkert vesen ég myndi bara fara á læknavaktina, við það breytist tónninn í henni og hún biður mig að hinkra, það verði hringt í mig.

Svo hringir hjúkrunarfræðingur í mig og sama raulan byrjar aftur, hvort ég geti ekki komið á dagavaktina frekar og tekið mér bara frí í vinnunni til þess, ég útskýri að það er ekki kostur með svo litlum fyrirvara fyrir svo lítið tilefni. Enn þrjóskast hún við að reyna að koma mér uppeftir á dagvaktina þegar ég segi að þetta sé ekkert mál, ég fari bara á læknavaktina, og aftur breytist tónninn og þá loksins hægt að koma mér að á síðdegisvaktinni, en þó með mjög dónalegum tón.

Það sem ég tók úr þessari reynslu er að það virðist hafa mikil áhrif á arðsemi heilsugæslunnar að leyfa sjúklingum að nota síðdegisvaktina, en þó skárra en að missa þá til læknavaktarinnar.



Ég er skráður í Salarhverfi og hef aldrei lent í neinu svona. Hef alltaf notað vaktina hingað til. Þau náðu þó að redda þér eftir allt saman, ertu viss um að þú hafir ekki verið dónalegur til að byrja með?
Það borgar sig að vera almennilegur og kurteis í samskiptum við alla þá sem veita þér þjónustu.

Alls ekki, er alltaf mjög kurteis.

Ég nota öðru hvoru vaktina og það er ekkert vesen, en þetta eina skipti sem ég þurfi að nota það eftir kl 16:00 þá voru viðbrögðin svona. Reyndar einusinni lent í því að læknanemi gleymi að panta blóðprufu þannig ég fór í fýluferð og þurfti að fara aftur seinna.

Fannst bara skondið að um leið og læknavaktin var nefnd þá var ekkert mál að koma mér fyrir þegar það var svo gott sem ómögulegt annars.