Heilsuþráður
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 836
- Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
- Reputation: 149
- Staða: Ótengdur
Heilsuþráður
Mér datt bara í hug að stofna þráð með þessum titli. Man ekki eftir slíkum áður.
Vettvangur fyrir spurningar, svör, ráð og reynslu.
Það er allt undir, líkamsrækt, heilsuráð, þyngdarstjórn, bætiefni osfv...
Vettvangur fyrir spurningar, svör, ráð og reynslu.
Það er allt undir, líkamsrækt, heilsuráð, þyngdarstjórn, bætiefni osfv...
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
Ég væri til í að fá ráð hvernig ég get minnkað þyngdina um sirka 15kg fyrir áramót án þess að kaupa rándýran aðgang að líkamsræktarstöð.
Er alveg búinn að missa tökin á þyngdinni eftir að hafa lent í áföllum í fyrra. Greinilega sótti í matinn til að lyfta skapinu upp. En nú þarf björgunarhringurinn að fara.
Er alveg búinn að missa tökin á þyngdinni eftir að hafa lent í áföllum í fyrra. Greinilega sótti í matinn til að lyfta skapinu upp. En nú þarf björgunarhringurinn að fara.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 216
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 81
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
falcon1 skrifaði:Ég væri til í að fá ráð hvernig ég get minnkað þyngdina um sirka 15kg fyrir áramót án þess að kaupa rándýran aðgang að líkamsræktarstöð.
Er alveg búinn að missa tökin á þyngdinni eftir að hafa lent í áföllum í fyrra. Greinilega sótti í matinn til að lyfta skapinu upp. En nú þarf björgunarhringurinn að fara.
Þú brennir ekki af þér vont mataræði er frasinn.
Passaðu skammtastærðirnar. Forðastu sælgæti ef þú getur og reyndu að forðast sykraða gosdrykki. Áfengi er líka eitthvað sem þú vilt stilla í hóf.
Ef þú getur minnkað inntökuna um 100 kaloríur á dag þá þarftu að brenna 700 kaloríum minna á viku og 36500 kaloríum á einu ári.
Þetta er kannski ekki alveg svona einfalt í raunveruleikanum en orðum þetta svona.
Segjum að þú færir fjórum sinnum í viku í ræktina. Á hverri æfingu brennirðu kannski 500 kaloríum ef þú tekur þokkalega á því. Mögulega gætirðu brennt meiru en þá ferðu kannski sjaldnar.
Bara með því að passa inntökuna ertu búinn að bæta einni æfingu við vikuna.
Hreyfing er þáttur í þessu en mundu að það er auðveldara að sleppa eftirréttinum en að brenna honum.
Ef þú vilt ekki borga líkamsræktarstöð þá er eina ráðið að fara út og ganga/skokka/hjóla/synda.
Eða vera duglegur að bjóðast til þess að hjálpa fólki að flytja.
Re: Heilsuþráður
falcon1 skrifaði:Ég væri til í að fá ráð hvernig ég get minnkað þyngdina um sirka 15kg fyrir áramót án þess að kaupa rándýran aðgang að líkamsræktarstöð.
Er alveg búinn að missa tökin á þyngdinni eftir að hafa lent í áföllum í fyrra. Greinilega sótti í matinn til að lyfta skapinu upp. En nú þarf björgunarhringurinn að fara.
Helmingaðu allar máltíðir og labbaðu 10k skref á dag, ég fór í að helminga máltíðir í covid, þegar allar ræktir voru lokaðir því ég var að nálgast þriggjastafa tölu (sagði no no not gonna happen) droppaði 8-10 kílóum á no time og er í dag að rokka 87-90 í dag.
Ekki að velta sjálfan mig samt með því fannst mér allavega.
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
rostungurinn77 skrifaði:falcon1 skrifaði:Ég væri til í að fá ráð hvernig ég get minnkað þyngdina um sirka 15kg fyrir áramót án þess að kaupa rándýran aðgang að líkamsræktarstöð.
Er alveg búinn að missa tökin á þyngdinni eftir að hafa lent í áföllum í fyrra. Greinilega sótti í matinn til að lyfta skapinu upp. En nú þarf björgunarhringurinn að fara.
Þú brennir ekki af þér vont mataræði er frasinn.
Passaðu skammtastærðirnar. Forðastu sælgæti ef þú getur og reyndu að forðast sykraða gosdrykki. Áfengi er líka eitthvað sem þú vilt stilla í hóf.
Ef þú getur minnkað inntökuna um 100 kaloríur á dag þá þarftu að brenna 700 kaloríum minna á viku og 36500 kaloríum á einu ári.
Þetta er kannski ekki alveg svona einfalt í raunveruleikanum en orðum þetta svona.
Segjum að þú færir fjórum sinnum í viku í ræktina. Á hverri æfingu brennirðu kannski 500 kaloríum ef þú tekur þokkalega á því. Mögulega gætirðu brennt meiru en þá ferðu kannski sjaldnar.
Bara með því að passa inntökuna ertu búinn að bæta einni æfingu við vikuna.
Hreyfing er þáttur í þessu en mundu að það er auðveldara að sleppa eftirréttinum en að brenna honum.
Ef þú vilt ekki borga líkamsræktarstöð þá er eina ráðið að fara út og ganga/skokka/hjóla/synda.
Eða vera duglegur að bjóðast til þess að hjálpa fólki að flytja.
Einmitt, Bjór sértaklega og sykraðir Gosdrykkir eru 2 hlutir sem ber að forðast, einning brauð, pasta og kartöflur.
Ég var komin í 120 kg eftir Covit, hætti að drekka bjór og fór frekar í þurt hvítvín ef ég fæ mér. Hætti alveg brauði og borðaði lítið af kartöflum, pasta er ekki mitt Núna er ég 85 kg, fór ekki í ræktina en mikið í göngutúra
Bætt við , þetta gerði ég á ca 16 mánuðum
Síðast breytt af einarhr á Lau 15. Jún 2024 13:47, breytt samtals 2 sinnum.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Heilsuþráður
Ég er antisportisti sem einhvernvegin looka healthy.
Fór á eitthvað námskeið "macros" fyrr á árinu og þurfti að logga allt sem ég át í appið "my fitness pal" komst að því að ég borða of lítið og lífi á kaffi, sódavatni og nachos... ef ég fengi ekki aðgang að mötuneyti þá mundi ég ekki lifa það af milli grillveðra.
Fór að elda kjöt í stærri skömmtum og nota svo í léttari rétti og borða oftar.. Virðist hafa gert eitthvað fyrir mig.
Það þarf að huga vel að mataræðinu, maður er það sem maður borðar
Fór á eitthvað námskeið "macros" fyrr á árinu og þurfti að logga allt sem ég át í appið "my fitness pal" komst að því að ég borða of lítið og lífi á kaffi, sódavatni og nachos... ef ég fengi ekki aðgang að mötuneyti þá mundi ég ekki lifa það af milli grillveðra.
Fór að elda kjöt í stærri skömmtum og nota svo í léttari rétti og borða oftar.. Virðist hafa gert eitthvað fyrir mig.
Það þarf að huga vel að mataræðinu, maður er það sem maður borðar
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 836
- Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
- Reputation: 149
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
falcon1 skrifaði:Ég væri til í að fá ráð hvernig ég get minnkað þyngdina um sirka 15kg fyrir áramót án þess að kaupa rándýran aðgang að líkamsræktarstöð.
Er alveg búinn að missa tökin á þyngdinni eftir að hafa lent í áföllum í fyrra. Greinilega sótti í matinn til að lyfta skapinu upp. En nú þarf björgunarhringurinn að fara.
Nokkrir punktar:
(hef verið 100kg er núna 70kg)
ekki drekka hitaeiningar
ekki borða nema þú sér svangur - frasinn að morgunverður sé mikilvægast máltíðin er BULL - byrjaðu ekki að borða
hvern dag fyrr en þú verður svangur
Reyndu að borða lítið/ekkert á kvöldin
leggðu á minnið (eða skrifaðu) hvað þú borðar yfir daginn, klappaðu þér á öxlina ef vel gengur, ef ekki einsettu þér að gera betur næsta dag.
það er ok að gleyma öllum reglum 1 til 2 daga í viku
það er fínt að fara í ræktina þó brennslan þar sé ekki að fara að gera mikið. Stærri vöðvar auka þó daglega brennslu. Það er líka gaman að sjá axlirnar stækka og bumbuna minka í speglinum!
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
falcon1 skrifaði:Ég væri til í að fá ráð hvernig ég get minnkað þyngdina um sirka 15kg fyrir áramót án þess að kaupa rándýran aðgang að líkamsræktarstöð.
Er alveg búinn að missa tökin á þyngdinni eftir að hafa lent í áföllum í fyrra. Greinilega sótti í matinn til að lyfta skapinu upp. En nú þarf björgunarhringurinn að fara.
Myndi persónulega byrja á sálfræðing, það er rosalega vanmetið hvað það getur hjálpað þér mikið að takast á við hausinn.
Svo myndi ég mæla með að vera meðvitaður hvað þú ert að borða.
Passa þig að verða ekki svangur, hlusta á sjálfan þig.
Þegar þú verður svangur þá gerist tvennt, það hægist á brennslunni og líkaminn fer að öskra á einföld kolvetni.
Instant orku.
Gangi þér vel.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 323
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 21
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
falcon1 skrifaði:Ég væri til í að fá ráð hvernig ég get minnkað þyngdina um sirka 15kg fyrir áramót án þess að kaupa rándýran aðgang að líkamsræktarstöð.
Er alveg búinn að missa tökin á þyngdinni eftir að hafa lent í áföllum í fyrra. Greinilega sótti í matinn til að lyfta skapinu upp. En nú þarf björgunarhringurinn að fara.
Skipta út einni til tveim máltíðum á dag fyrir meal replacment shake, mæli persónulega með huel https://uk.huel.com/. Notaði 400 kal meal replacment til að skafa af mér tæð 20kg á einu ári. Mæli með að halda þig í 1800-2000 cal ef þú ert í kring um meðal hæð, það er hörku kött í kaloríur fyrir flesta en alveg öruggt magn. Mæli líka sterklega með MyFitnessPal, mjög góð leið til að fylgjast með kaloríum og læra inná hvað er mikið af kaloríum í því sem þú ert að borða.
Síðast breytt af Prentarakallinn á Lau 15. Jún 2024 16:39, breytt samtals 1 sinni.
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Heilsuþráður
Það sem virkar og virkaði fyrir mig var að byrja að koma mér í rútínu og betrumbæta mataræði og æfingar jafnt og þétt skref fyrir skref.
Ég hugsa hlutina í dag frekar til lengri tíma en að vera í átaki og þrauka. Ég nenni allavegana ekki að standa í einhverju extreme æfingarprógrammi og borða mat sem mér finnst ekki góður. Við erum reyndar öll rosalega misjöfn þannig að maður verður líka að þekkja sjálfan sig hvaða æfingar maður nennir að stunda og hvaða mat maður getur borðað án þess að gefast upp.
Kreatín,Prótein,vítamín og lýsi eru mín bætiefni. Tek æfingar 4-5 sinnum í viku og fókusinn hefur aldrei verið þyngdarstjórn heldur að borða hollari mat og hreyfa sig og halda liðamótum góðum svo maður endi ekki sem kyrrsetumanneskja sem getur ekki hreyft sig
Ég hugsa hlutina í dag frekar til lengri tíma en að vera í átaki og þrauka. Ég nenni allavegana ekki að standa í einhverju extreme æfingarprógrammi og borða mat sem mér finnst ekki góður. Við erum reyndar öll rosalega misjöfn þannig að maður verður líka að þekkja sjálfan sig hvaða æfingar maður nennir að stunda og hvaða mat maður getur borðað án þess að gefast upp.
Kreatín,Prótein,vítamín og lýsi eru mín bætiefni. Tek æfingar 4-5 sinnum í viku og fókusinn hefur aldrei verið þyngdarstjórn heldur að borða hollari mat og hreyfa sig og halda liðamótum góðum svo maður endi ekki sem kyrrsetumanneskja sem getur ekki hreyft sig
Just do IT
√
√
Re: Heilsuþráður
Frá minni reynslu: hættu öllu ruslfæði(nammi og snakki) og borðaðu bara skyndibita í spar, t.d. þegar þú ert úti með kunningjumi. Hef ekki borðað nammi í marga mánuði í röð núna og langar aldrei aftur til baka.
Hreint skyr er einnig ofurfæða. Bættu frosnum berjum og aðeins af vatni við og láttu standa í smá tíma. Ert kominn með próteinríka og bragðgóða máltíð á lítið.
Hreint skyr er einnig ofurfæða. Bættu frosnum berjum og aðeins af vatni við og láttu standa í smá tíma. Ert kominn með próteinríka og bragðgóða máltíð á lítið.
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
Ég breytti um lífstíl eftir að ég komst að því sem kom fram í eftirfarandi rannsókn.
https://en.wikipedia.org/wiki/China%E2% ... rd_Project
Bókin The China study er samantekt á þessari rannsókn.
https://en.wikipedia.org/wiki/The_China_Study
Ég persónulega er 90% plant based núna. En viðurkenni að ég borða of mikið af nammi
Svo er rosalega mikið af efni um mataræði hérna.
https://www.youtube.com/@TheRealTruthAboutHealth/videos
https://en.wikipedia.org/wiki/China%E2% ... rd_Project
Bókin The China study er samantekt á þessari rannsókn.
https://en.wikipedia.org/wiki/The_China_Study
The China Study: The Most Comprehensive Study of Nutrition Ever Conducted and the Startling Implications for Diet, Weight Loss and Long-term Health
Ég persónulega er 90% plant based núna. En viðurkenni að ég borða of mikið af nammi
Svo er rosalega mikið af efni um mataræði hérna.
https://www.youtube.com/@TheRealTruthAboutHealth/videos
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
Ég hef aldrei átt við aukaþyngd, en hvað ég ét hef áhrif á hvernig mér líður, hverju ég nenni, hvernig ég hugsa. Annars er intermittent fasting besta tólið sem ég hef reynslu af. S.s. að fasta.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
falcon1 skrifaði:Ég væri til í að fá ráð hvernig ég get minnkað þyngdina um sirka 15kg fyrir áramót án þess að kaupa rándýran aðgang að líkamsræktarstöð.
Er alveg búinn að missa tökin á þyngdinni eftir að hafa lent í áföllum í fyrra. Greinilega sótti í matinn til að lyfta skapinu upp. En nú þarf björgunarhringurinn að fara.
Hættir eða dregur úr því að borða sykur. Það er lausnin.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
Laga mataræðið, sleppa óþarfa sætindum og einföldum kolvetnum og passa að vera ekki að éta of mikið. Þá ertu kominn 80% leiðarinnar. Hin 20% eru svo að lyfta lóðum og hreyfa sig meira.
Alls ekki rocket science.
Alls ekki rocket science.
Re: Heilsuþráður
Hissa að enginn sé búinn að nefna vatn sem er sennilega mikilvægasta "fæðubótarefnið".
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Heilsuþráður
Á mínum yngri árum gat ég hámað í mig skyndibita í allar máltíðir og tjuggað lítra af sykruðu kóki með og Mars í eftirrétt, allt án þess að fitna því ég hreyfði mig reglulega. Ath. ég var aldrei í íþróttum, þetta voru bara hjólreiðar/körfubolti/fótbolti með vinum.
Svo eltist maðurinn og fékk bitsjslapp í andlitið þegar ég komst að því að núna þyrfti ég að passa mataræðið OG hreyfa mig reglulega til að halda mér í siðsamlegu formi.
Að því sögðu mæli ég alls ekki með bætiefnum. Í mínum huga snýst þetta um KISS. Einfaldleikinn rúlar. Allt í hófi. Drekka vatn reglulega. Hreyfa sig reglulega. Sleppa mesta sykrinum (segi 'mesta' því það er sykur í öllu). Borða grænmeti og ávexti reglulega.
Og svo mikilvægast af öllu: leyfa sér skyndibita og smá óhollustu inn á milli, ef þú vilt.
Svo eltist maðurinn og fékk bitsjslapp í andlitið þegar ég komst að því að núna þyrfti ég að passa mataræðið OG hreyfa mig reglulega til að halda mér í siðsamlegu formi.
Að því sögðu mæli ég alls ekki með bætiefnum. Í mínum huga snýst þetta um KISS. Einfaldleikinn rúlar. Allt í hófi. Drekka vatn reglulega. Hreyfa sig reglulega. Sleppa mesta sykrinum (segi 'mesta' því það er sykur í öllu). Borða grænmeti og ávexti reglulega.
Og svo mikilvægast af öllu: leyfa sér skyndibita og smá óhollustu inn á milli, ef þú vilt.
Re: Heilsuþráður
Það eru mjög mikið að góðum ráðleggingum í þessum þræði, og gaman að sjá. Hérna eru mínir 2 aurar.
Eins og aðrir hafa sagt, þá skiptir matarræðið meiru en hreyfingin, auka brennslan í öflugri æfingu er bara lítill partur af orkunni sem þarf til þess að reka líkamann dagsdaglega. Að koma sér í form, þ.e.a.s. ná upp styrk og þoli, hækkar brennsluna almennt, líkaminn verður betri í að nota orkuna.
Mínar ráðleggingar eru að finna hreyfingu sem þú hefur gaman af og getur þægilega komið fyrir, ganga meira í daglegu lífi, hjóla, skreppa í sund o.s.f.v. Og í samhengi við það taka á matarræðinu, að borða heilbrigðara er stór plús, en meira skiptir að halda í skefjum hversu mikið maður innbyrðir.
Eins og aðrir hafa sagt, þá skiptir matarræðið meiru en hreyfingin, auka brennslan í öflugri æfingu er bara lítill partur af orkunni sem þarf til þess að reka líkamann dagsdaglega. Að koma sér í form, þ.e.a.s. ná upp styrk og þoli, hækkar brennsluna almennt, líkaminn verður betri í að nota orkuna.
Mínar ráðleggingar eru að finna hreyfingu sem þú hefur gaman af og getur þægilega komið fyrir, ganga meira í daglegu lífi, hjóla, skreppa í sund o.s.f.v. Og í samhengi við það taka á matarræðinu, að borða heilbrigðara er stór plús, en meira skiptir að halda í skefjum hversu mikið maður innbyrðir.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Heilsuþráður
Það var tvennt sem virkaði vel fyrir mig síðast þegar ég "fór í átak".
1. Hætta að borða nammi og drekka gos.
2. 16-8. Fasta í 16 tíma borða í 8. Ég gerði það þannig að ég borðaði á milli kl. 12 á hádegi og 8 á kvöldin og fastaði þar á milli.
Annað sem ég gerði en er ekki nauðsynlegt og getur haft öfug áhrif:
Ég vigtaði mig á hverjum degi og skrifaði vigtina niður. Passaði mig á því að vigta mig alltaf á svipuðum tíma til að fá sem réttustu niðurstöðuna, þyngdin getur rokkað um 1-2kg eftir því hvenær dags þú mælir. Um leið og ég fór að sjá lækkandi vigt hafði það jákvæð áhrif og löngunin í að léttast varð sterkari en löngunin í sykur og þ.a.l. hætti ég fljótt að hugsa um sykur.
En þyngdartapið er ekki alltaf bein leið niður, suma daga fór þyngdin upp og stundum stóð hún í stað í nokkra daga, þetta getur haft neikvæð áhrif og orðið til þess að maður gefst upp.
1. Hætta að borða nammi og drekka gos.
2. 16-8. Fasta í 16 tíma borða í 8. Ég gerði það þannig að ég borðaði á milli kl. 12 á hádegi og 8 á kvöldin og fastaði þar á milli.
Annað sem ég gerði en er ekki nauðsynlegt og getur haft öfug áhrif:
Ég vigtaði mig á hverjum degi og skrifaði vigtina niður. Passaði mig á því að vigta mig alltaf á svipuðum tíma til að fá sem réttustu niðurstöðuna, þyngdin getur rokkað um 1-2kg eftir því hvenær dags þú mælir. Um leið og ég fór að sjá lækkandi vigt hafði það jákvæð áhrif og löngunin í að léttast varð sterkari en löngunin í sykur og þ.a.l. hætti ég fljótt að hugsa um sykur.
En þyngdartapið er ekki alltaf bein leið niður, suma daga fór þyngdin upp og stundum stóð hún í stað í nokkra daga, þetta getur haft neikvæð áhrif og orðið til þess að maður gefst upp.
Re: Heilsuþráður
Ég var eitthvað um daginn með áhyggjur af blóðfitu og því öllu þar sem síðustu tvö ár hafa ekki verið þau bestu þegar kemur að matarræði en þar sem allar tölur voru fullkomnar fyrir tveimur árum þa var læknirinn ekkert eitthvað að taka mikið undilr þessar áhyggjur. En hans ráð til þess að halda þessum gildum og flest öllu öðru í þokkalegu lagi eru trefjar og hreyfing.
Örugglega alveg fínn startpunktur hjá þér að byrja á því, auka trefjar og svo taka göngutúra. Fara bara rólega í þetta, ég reyndi í einhverju bríaríi að hætta alveg í nammi t.d. og það entist ekkert lengi. Er að ná meiri árangri með því bara að minnka það sem ég fæ mér og löngunin minnkar náttúrulega.
Örugglega alveg fínn startpunktur hjá þér að byrja á því, auka trefjar og svo taka göngutúra. Fara bara rólega í þetta, ég reyndi í einhverju bríaríi að hætta alveg í nammi t.d. og það entist ekkert lengi. Er að ná meiri árangri með því bara að minnka það sem ég fæ mér og löngunin minnkar náttúrulega.
Síðast breytt af agnarkb á Mán 17. Jún 2024 19:44, breytt samtals 1 sinni.
Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Re: Heilsuþráður
TL;DR: Ef þú hreyfir þig lítið í vinnu, borðaðu minna af kolvetnum (sérstaklega einföldum) en flestir íslendingar gera upp á þyngdarstjórnun. Borðaðu meira grænmeti - það tekur langan tíma að melta og fyllir í maga. Hreyfðu þig upp á heilsuna. Það hjálpar líka mörgum (sérstaklega fólki með matarfíkn) að velja betri mat þ.s. dópamín er í meira jafnvægi.
Ég hef þurft að díla við yfirþyngd meira en flestir. Var 175 kg þegar ég var þyngstur. Hef ekki verið minna en 100 kg síðan ég var 12 ára. Hef prófað allskyns átök í gegnum mín 34 ár af offitu, og er orðinn nokkuð stabíll núna, en því miður í alltof mikilli þyngd ennþá. Ég er enn offitusjúklingur; 185 cm og 125 kg +/- 3 kg þegar þetta er skrifað, verið á þessu bili í 2 ár núna. Því hef ég sterkar skoðanir um þetta, þ.s. ég hef þurft að gerast sófasérfræðingur í næringarfræði vegna minnar eigin heilsu.
Stutta svarið mitt er: Upp á þyngdarstjórnun skiptir mataræði 90% máli. Upp á heilsuna að gera, þá skiptir hreyfingin líklegast jafnmiklu eða meira máli. Hreyfing getur að e-u leyti bætt upp fyrir lélegt mataræði ef hún er rétt tímasett.
Ef það vantar quick fix til að léttast (sem ég hugsa að sé best beitt í alvarlegri offitu), þá er líklega það sem virkar best af öllu að sniðganga fullkomlega kolvetni í einhvern tíma. Ég gerði það í eitt og hálft ár ásamt lotuföstu og fór úr 165 kg í 107 kg. Það besta við þetta er að (sérstaklega í upphafi) virðist litlu máli skipta hversu mikið af hitaeiningum maður innbyrðir; maður léttist samt. Líkaminn er svo yfirgengilega lélegur að brenna fitu fyrir í fyrstu orku að það er mikil ofbrennsla af fitu til að tryggja nægt framboð af ketónum fyrstu mánuðina.
Í hálft ár á eftir borðaði ég eitthvað smáræði af kolvetnum í formi flókinna kolvetna, og svo smám saman fór ég að borða venjulega aftur (Covid). Ég þyngdist hægt or rólega þangað til ég náði minni núverandi þyngd og þá hætti ég að þyngjast því matarlystin hvarf. Ef ég missi einhver 1-2 kíló núna verð ég glorhungraður þar til ég næ aftur þessari þyngd, og ef ég þyngist um 1-2 kíló þá minnkar matarlystin mín allsvakalega.
Það er eins og einhver hafi stillt hjá mér thermostat sem áður var ekki til staðar. M.ö.o. þá virðist lágkolvetnafæði í þetta langan tíma hafa lagað eitthvað í mínu kerfi sem var brotið. Því miður er það enn of hátt stillt, en mér sýnist ég gæti tekið aðra rispu og verið á mjög ströngu mataræði í einhvern tíma og vonandi lækkað stillipunktinn niður í einhverja heilbrigða tölu. Einnig voru allar blóðprufur hjá mér eftir þessa 2ja ára rispu "upp á tíu - þú ættir að ramma þetta inn" sagði læknirinn sem hélt trúlega að ég væri kominn með krabbamein því hann pantaði ótrúlega ítarlegar prufur af allskonar. Hef fengið spurningu 2x frá heimilislækni hvers vegna það var pöntuð svona yfirgripsmikil blóðransókn, og svo comment um það hvað allar tölur hafi litið vel út.
Mér finnst í raun galið að það sé ekki einhver lágkolvetna inngripsmeðferð fyrir fólk sem er komið með byrjunareinkenni sykursýki II eða jafnvel bara full-blown. Það er basically hægt að laga þetta á 3-6 mánuðum með því að sneiða algjörlega hjá kolvetnum, þ.s. vandamálið er bara að frumurnar þínar eru hættar að hlusta á insúlín (það er enginn staður eftir til þess að geyma þessar umframsykrur). Fólk er sett á insúlín (með tilheyrandi þyngdaraukningu) og er í alvöru talað að missa útlimi og deyja úr áunninni sykursýki sem er læknanleg.
Út fyrir sértilfelli eins og mig (mikil offita, metabolic syndrome / forveri sykursýki II / sykursýki II / matarfíkn eða óheilbrigt samband matar og dópamíns), þá er búið að setja fram ýmis góð svör hérna. Forðastu mikið unna fæðu. Forðastu einföld kolvetni, nema þú sért á leið út að hreyfa þig. Ekki drekka hitaeiningar. Borðaðu slatta prótein (flestir borða of lítið af því). Þú verður saddur lengur af próteini og fitu heldur en kolvetnum. Ef þú ert með ákveðin mynstur sem láta þig borða óhollt (t.d. fyrir framan sjónvarpið), prófaðu að mynda þér nýja venju eins og að drekka te í staðinn, eða jafnvel stunda létta líkamsrækt á meðan. Hreyfðu þig til heilsubætingar, en ekki búast við því að þú léttist við það, nema það sé þess valdandi að þú borðir betur eða minna.
Vonandi er þetta sundurlausa raus einhverjum gagnlegt.
Ég hef þurft að díla við yfirþyngd meira en flestir. Var 175 kg þegar ég var þyngstur. Hef ekki verið minna en 100 kg síðan ég var 12 ára. Hef prófað allskyns átök í gegnum mín 34 ár af offitu, og er orðinn nokkuð stabíll núna, en því miður í alltof mikilli þyngd ennþá. Ég er enn offitusjúklingur; 185 cm og 125 kg +/- 3 kg þegar þetta er skrifað, verið á þessu bili í 2 ár núna. Því hef ég sterkar skoðanir um þetta, þ.s. ég hef þurft að gerast sófasérfræðingur í næringarfræði vegna minnar eigin heilsu.
Stutta svarið mitt er: Upp á þyngdarstjórnun skiptir mataræði 90% máli. Upp á heilsuna að gera, þá skiptir hreyfingin líklegast jafnmiklu eða meira máli. Hreyfing getur að e-u leyti bætt upp fyrir lélegt mataræði ef hún er rétt tímasett.
Ef það vantar quick fix til að léttast (sem ég hugsa að sé best beitt í alvarlegri offitu), þá er líklega það sem virkar best af öllu að sniðganga fullkomlega kolvetni í einhvern tíma. Ég gerði það í eitt og hálft ár ásamt lotuföstu og fór úr 165 kg í 107 kg. Það besta við þetta er að (sérstaklega í upphafi) virðist litlu máli skipta hversu mikið af hitaeiningum maður innbyrðir; maður léttist samt. Líkaminn er svo yfirgengilega lélegur að brenna fitu fyrir í fyrstu orku að það er mikil ofbrennsla af fitu til að tryggja nægt framboð af ketónum fyrstu mánuðina.
Í hálft ár á eftir borðaði ég eitthvað smáræði af kolvetnum í formi flókinna kolvetna, og svo smám saman fór ég að borða venjulega aftur (Covid). Ég þyngdist hægt or rólega þangað til ég náði minni núverandi þyngd og þá hætti ég að þyngjast því matarlystin hvarf. Ef ég missi einhver 1-2 kíló núna verð ég glorhungraður þar til ég næ aftur þessari þyngd, og ef ég þyngist um 1-2 kíló þá minnkar matarlystin mín allsvakalega.
Það er eins og einhver hafi stillt hjá mér thermostat sem áður var ekki til staðar. M.ö.o. þá virðist lágkolvetnafæði í þetta langan tíma hafa lagað eitthvað í mínu kerfi sem var brotið. Því miður er það enn of hátt stillt, en mér sýnist ég gæti tekið aðra rispu og verið á mjög ströngu mataræði í einhvern tíma og vonandi lækkað stillipunktinn niður í einhverja heilbrigða tölu. Einnig voru allar blóðprufur hjá mér eftir þessa 2ja ára rispu "upp á tíu - þú ættir að ramma þetta inn" sagði læknirinn sem hélt trúlega að ég væri kominn með krabbamein því hann pantaði ótrúlega ítarlegar prufur af allskonar. Hef fengið spurningu 2x frá heimilislækni hvers vegna það var pöntuð svona yfirgripsmikil blóðransókn, og svo comment um það hvað allar tölur hafi litið vel út.
Mér finnst í raun galið að það sé ekki einhver lágkolvetna inngripsmeðferð fyrir fólk sem er komið með byrjunareinkenni sykursýki II eða jafnvel bara full-blown. Það er basically hægt að laga þetta á 3-6 mánuðum með því að sneiða algjörlega hjá kolvetnum, þ.s. vandamálið er bara að frumurnar þínar eru hættar að hlusta á insúlín (það er enginn staður eftir til þess að geyma þessar umframsykrur). Fólk er sett á insúlín (með tilheyrandi þyngdaraukningu) og er í alvöru talað að missa útlimi og deyja úr áunninni sykursýki sem er læknanleg.
Út fyrir sértilfelli eins og mig (mikil offita, metabolic syndrome / forveri sykursýki II / sykursýki II / matarfíkn eða óheilbrigt samband matar og dópamíns), þá er búið að setja fram ýmis góð svör hérna. Forðastu mikið unna fæðu. Forðastu einföld kolvetni, nema þú sért á leið út að hreyfa þig. Ekki drekka hitaeiningar. Borðaðu slatta prótein (flestir borða of lítið af því). Þú verður saddur lengur af próteini og fitu heldur en kolvetnum. Ef þú ert með ákveðin mynstur sem láta þig borða óhollt (t.d. fyrir framan sjónvarpið), prófaðu að mynda þér nýja venju eins og að drekka te í staðinn, eða jafnvel stunda létta líkamsrækt á meðan. Hreyfðu þig til heilsubætingar, en ekki búast við því að þú léttist við það, nema það sé þess valdandi að þú borðir betur eða minna.
Vonandi er þetta sundurlausa raus einhverjum gagnlegt.
Síðast breytt af orn á Þri 18. Jún 2024 18:47, breytt samtals 1 sinni.