Umferðin og dauðaslys
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7502
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1166
- Staða: Ótengdur
Umferðin og dauðaslys
https://www.visir.is/g/20242583115d/-vi ... sa-throun-
Ef við færum í EU þá fengum við án efa styrki til að koma vegakerfinu í lag líkt og Pólland, Króatía og fleiri.
Það vantar líka fleiri pitstop með klósettum og hleðslustöðvum svo ferðalög geti gengið vel fyrir sig.
En það er margt gott búið að gerast en alltaf er verið að spara aurinn og byggja göng einhverstaðar þar sem enginn er að deyja en plássið er ekki með ferska ávexti í einhverjar vikur á ári.
Ef við færum í EU þá fengum við án efa styrki til að koma vegakerfinu í lag líkt og Pólland, Króatía og fleiri.
Það vantar líka fleiri pitstop með klósettum og hleðslustöðvum svo ferðalög geti gengið vel fyrir sig.
En það er margt gott búið að gerast en alltaf er verið að spara aurinn og byggja göng einhverstaðar þar sem enginn er að deyja en plássið er ekki með ferska ávexti í einhverjar vikur á ári.
Re: Umferðin og dauðaslys
Vonandi fáum við að fara í EU einhverntíma en á meðan peningavaldið ræður þá er víst einhvern bið eftir því. við borgum bara og borgum á meðan við bíðum
-
- Græningi
- Póstar: 43
- Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
- Reputation: 5
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
Vona að við setjum eins mörg göng útum allt og malbikum meira útá land heldur en að malbika reykjavík 50+ sinnum yfir áður en smá malarstígur í vestfjörðum fær malbik, var að keyra um í Færeyjum í fyrra og við erum með allt niður um okkur þegar það kemur að gatnakerfi okkar meða við þau í Færeyjum.
Re: Umferðin og dauðaslys
prufa
Síðast breytt af Skari á Mið 12. Jún 2024 07:56, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2538
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 474
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
Það er rosalega auðvelt að kenna alltaf vegunum um.
Aðal vandamálið er að fólk er að keyra oft eins og fífl. Virðir ekki sitt líf né annara.
Þótt að allir vegir væru eins flottir og Formúlu 1 braut, þá myndu samt vera dauðsföll. Það er því miður partur af umferðinni.
Aðal vandamálið er að fólk er að keyra oft eins og fífl. Virðir ekki sitt líf né annara.
Þótt að allir vegir væru eins flottir og Formúlu 1 braut, þá myndu samt vera dauðsföll. Það er því miður partur af umferðinni.
Re: Umferðin og dauðaslys
Moldvarpan skrifaði:Það er rosalega auðvelt að kenna alltaf vegunum um.
Aðal vandamálið er að fólk er að keyra oft eins og fífl. Virðir ekki sitt líf né annara.
Þótt að allir vegir væru eins flottir og Formúlu 1 braut, þá myndu samt vera dauðsföll. Það er því miður partur af umferðinni.
Gatan orðin slett, góð og ótrúlega örugg
Sumir: þÁ fæ Ég Að kEyrA miKiÐ hRAÐar!
Var það ekki fyrra þegar það kom fyrirspurn á alþingi hvort það væri ekki hægt að hækka t.d. hámarkshraðan á Reykjanesbrautinni og sambærilegum hraðbrautum sem er verið að byggja uppí 120khm. Því var síðan svarað af vegagerðinni eða eitthv og sagt að það væri algjörlega ekki til boða.
Annars væri áhugavert að sjá hvort það sé ástæða fyrir þessari aukninga slysa eða að þetta sé bara algjör óheppni.
Síðast breytt af Henjo á Mið 12. Jún 2024 12:37, breytt samtals 1 sinni.
-
- Kóngur
- Póstar: 6373
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 456
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
Henjo skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Það er rosalega auðvelt að kenna alltaf vegunum um.
Aðal vandamálið er að fólk er að keyra oft eins og fífl. Virðir ekki sitt líf né annara.
Þótt að allir vegir væru eins flottir og Formúlu 1 braut, þá myndu samt vera dauðsföll. Það er því miður partur af umferðinni.
Gatan orðin slett, góð og ótrúlega örugg
Sumir: þÁ fæ Ég Að kEyrA miKiÐ hRAÐar!
Var það ekki fyrra þegar það kom fyrirspurn á alþingi hvort það væri ekki hægt að hækka t.d. hámarkshraðan á Reykjanesbrautinni og sambærilegum hraðbrautum sem er verið að byggja uppí 120khm. Því var síðan svarað af vegagerðinni eða eitthv og sagt að það væri algjörlega ekki til boða.
Annars væri áhugavert að sjá hvort það sé ástæða fyrir þessari aukninga slysa eða að þetta sé bara algjör óheppni.
Vill benda á 37. gr umferðalaga
Ákveða má hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 km á klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil sjónarmið um umferðaröryggi eigi gegn því. Á vegum með aðskildar akstursstefnur þar sem hámarkshraði hefur verið ákveðinn hærri en 90 km á klst. er umferð gangandi, hjólandi og léttra bifhjóla í flokki I ekki heimil, enda séu gangstéttir, göngustígar, hjólastígar eða aðrar leiðir til staðar.
Það er leyfilegt að setja hraðatakmörk alla leið í 110 EF aðstæður standast kröfur. Þá væri til dæmis hægt að hækka hámarkshraða um part af bláfjöllum og um reykjanesbraut.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Umferðin og dauðaslys
worghal skrifaði:Henjo skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Það er rosalega auðvelt að kenna alltaf vegunum um.
Aðal vandamálið er að fólk er að keyra oft eins og fífl. Virðir ekki sitt líf né annara.
Þótt að allir vegir væru eins flottir og Formúlu 1 braut, þá myndu samt vera dauðsföll. Það er því miður partur af umferðinni.
Gatan orðin slett, góð og ótrúlega örugg
Sumir: þÁ fæ Ég Að kEyrA miKiÐ hRAÐar!
Var það ekki fyrra þegar það kom fyrirspurn á alþingi hvort það væri ekki hægt að hækka t.d. hámarkshraðan á Reykjanesbrautinni og sambærilegum hraðbrautum sem er verið að byggja uppí 120khm. Því var síðan svarað af vegagerðinni eða eitthv og sagt að það væri algjörlega ekki til boða.
Annars væri áhugavert að sjá hvort það sé ástæða fyrir þessari aukninga slysa eða að þetta sé bara algjör óheppni.
Vill benda á 37. gr umferðalagaÁkveða má hærri hraðamörk á vegum, þó eigi hærri en 110 km á klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil sjónarmið um umferðaröryggi eigi gegn því. Á vegum með aðskildar akstursstefnur þar sem hámarkshraði hefur verið ákveðinn hærri en 90 km á klst. er umferð gangandi, hjólandi og léttra bifhjóla í flokki I ekki heimil, enda séu gangstéttir, göngustígar, hjólastígar eða aðrar leiðir til staðar.
Það er leyfilegt að setja hraðatakmörk alla leið í 110 EF aðstæður standast kröfur. Þá væri til dæmis hægt að hækka hámarkshraða um part af bláfjöllum og um reykjanesbraut.
Já það var akkúrat verið að vitna í þessa grein og sjá hvort það væri ekki hægt að nýta hana. En þetta var svarið:
"Eins og staðan er nú uppfyllir enginn vegur á Íslandi skilyrði fyrir 110 km/klst. hámarkshraða. Engin áform eru því af hálfu Vegagerðarinnar að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 km/klst. næstu árin.
Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur hefur verið nefnd sem kostur fyrir hækkaðan hámarkshraða og uppfyllir brautin á köflum nokkur skilyrði fyrir 110 km/klst. hámarkshraða, en önnur atriði sem nefnd eru hér á eftir gera það að verkum að ekki kemur til greina að hækka hámarkshraða þar í 110 km/klst.
Næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði norðan og sunnan brautarinnar uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði til að leyfa hærri hraða. Til að heimila 110 km/klst. yrði að tryggja að lágmarki 18 m breitt svæði án hindrana beggja vegna brautarinnar til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur. Sem dæmi má nefna að norðan brautarinnar eru ljósastaurar sem gætu valdið slysi yrði ekið á þá. Unnið er að því að skipta þessum staurum út fyrir öruggari staura en þeirri vinnu er ekki lokið.
Miðjusvæðið milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfyllir ekki heldur skilyrðin. Á miðjusvæðinu hefur verið unnið að uppsetningu vegriðs til að koma í veg fyrir að ökutæki geti farið yfir á akbraut með gagnstæða akstursstefnu. Segja má að sú vinna sé aðeins hálfnuð þar sem vegrið hefur einungis verið sett upp meðfram öðrum vegkanti, að jafnaði þeim megin sem vegkantur liggur hærra í landi. Ekki liggur fyrir hvenær unnt verður að ljúka uppsetningu vegriðs í miðdeili.
Til viðbótar má geta þess að enn hefur hjólreiðafólki ekki verið tryggð örugg leið milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur og því ekki hægt að banna hjólreiðar á brautinni. "
Síðast breytt af Henjo á Mið 12. Jún 2024 13:00, breytt samtals 2 sinnum.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7502
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1166
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
Í svari Henjo opinberast hversu illa er staðið að þessum framkvæmdum hér á landi. Það væri tilvalið að hafa breytilegan hámarkshraða m.v. aðstæður á Reykjanesbraut og hámark 110 en hinu opinbera er nokk sama um þessa aðal samgönguleið næstum allra túrista, 30þ. manna byggðarlags og allflestra sem vinna á vellinum.
Sama gildir um Suðurlandsveg, þar keyrir megnið af túristunum.
Það er auðvelt að kenna bílstjórunum alltaf um en augljóslega eru vegirnir flestir sub-par í hönnun og illa við haldið.
Sama gildir um Suðurlandsveg, þar keyrir megnið af túristunum.
Það er auðvelt að kenna bílstjórunum alltaf um en augljóslega eru vegirnir flestir sub-par í hönnun og illa við haldið.
-
- has spoken...
- Póstar: 180
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 76
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
rapport skrifaði:Í svari Henjo opinberast hversu illa er staðið að þessum framkvæmdum hér á landi. Það væri tilvalið að hafa breytilegan hámarkshraða m.v. aðstæður á Reykjanesbraut og hámark 110 en hinu opinbera er nokk sama um þessa aðal samgönguleið næstum allra túrista, 30þ. manna byggðarlags og allflestra sem vinna á vellinum.
Sama gildir um Suðurlandsveg, þar keyrir megnið af túristunum.
Það er auðvelt að kenna bílstjórunum alltaf um en augljóslega eru vegirnir flestir sub-par í hönnun og illa við haldið.
Ef ég er að mæla þetta rétt þá eru þetta 27 km frá Njarðvík að álverinu í Straumsvík.
Tímasparnaðurinn sem fæst af því að meðalhraðinn væri 110 km/klst í stað 90 km/klst er alveg heilar 3 mínútur og 12 sekúndur.
Þá á eftir að gera ráð fyrir þeim töfum sem kunna að hljótast af því að koma með umferð á hærri hraða inn á svæði með lægri hraða (gatnamót/hringtorg). Það bætast óhjákvæmilega færri bílar í röðina ef hraðinn er lægri en hærri.
Ég held að túristarnir lifi þetta af.
Restin af liðinu er svo föst á Reykjanesbrautinni í Hafnarfirði lungan af aksturtímanum. Hækkaður hámarkshraði á Reykjanesbrautinni er að fara að gera mun minna fyrir þau en t.d. fækkun bíla í umferðinni.
Síðast breytt af rostungurinn77 á Mið 12. Jún 2024 16:16, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7502
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1166
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
True, ég er að falla í gildru sem ég hef sjálfur dissað oft...
Þetta er eitthvað hitamál og pirr hjá mér núna þegar ég keyri brautina daglega...
Það tekur í raun enga stund að keyra brautina m.v. tímann sem það tekur að þræða umferðina innanbæjar sem gengur nánast ekkert á álagstímum.
Þetta er eitthvað hitamál og pirr hjá mér núna þegar ég keyri brautina daglega...
Það tekur í raun enga stund að keyra brautina m.v. tímann sem það tekur að þræða umferðina innanbæjar sem gengur nánast ekkert á álagstímum.
Re: Umferðin og dauðaslys
Ekki gleyma að það er líka bara chill að keyra á 90 í stað 110, og ef eithvað gerist. t.d. túristi ákveður að stoppa og taka myndir þá er mun auðveldara að bregðast við. Auk þess mun minna álag á bíllinn og minni eldsneytiseyðsla (og mun minni rafmagseyðsla ef það er þannig bíll)
Er sjálfur á I10 og fer aldrei hraðar an 90kmh. Ef ég er kominn uppí 100 eða 110 þá er mótorinn kominn vel yfir 3þús snúninga. Ætla reyna forðast slíkt. Ég er jafnvel það grófur að ef það er enginn umferð á þjóðveginum þá keyrir ég oft bara á 80. Það er góða lífið ef þú spyrð mig.
Lenti í klikkaðari hálku á Reykjanesbrautinni í vetur og neyddist til að keyra á 60 fram og til baka (allir bílar voru á þeim hraða) það var svoldið hægt, en eyðslan á bílnum fór niður fyrir 3 lítra (er orðinn þreyttur á að heyra að maður á að keyra á 90 því þá sko eyðir bíllinn minnst)
Er sjálfur á I10 og fer aldrei hraðar an 90kmh. Ef ég er kominn uppí 100 eða 110 þá er mótorinn kominn vel yfir 3þús snúninga. Ætla reyna forðast slíkt. Ég er jafnvel það grófur að ef það er enginn umferð á þjóðveginum þá keyrir ég oft bara á 80. Það er góða lífið ef þú spyrð mig.
Lenti í klikkaðari hálku á Reykjanesbrautinni í vetur og neyddist til að keyra á 60 fram og til baka (allir bílar voru á þeim hraða) það var svoldið hægt, en eyðslan á bílnum fór niður fyrir 3 lítra (er orðinn þreyttur á að heyra að maður á að keyra á 90 því þá sko eyðir bíllinn minnst)
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 628
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 67
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
rapport skrifaði:Það tekur í raun enga stund að keyra brautina m.v. tímann sem það tekur að þræða umferðina innanbæjar sem gengur nánast ekkert á álagstímum.
Hafandi búið lengi á Reykjanesinu að þá finnst mér núorðið orðið óþolandi að koma á Höfuðborgarsvæðið í alla umferðina í dag, þetta hefur versnað alveg stórkostlega síðustu 5 árin eða svo. Maður gat nánast tímasett mestu umferðarteppurnar um morguninn og svo seinnipartinn en núna er þetta bara umferðarkaós nánast allan daginn.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7502
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1166
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
falcon1 skrifaði:rapport skrifaði:Það tekur í raun enga stund að keyra brautina m.v. tímann sem það tekur að þræða umferðina innanbæjar sem gengur nánast ekkert á álagstímum.
Hafandi búið lengi á Reykjanesinu að þá finnst mér núorðið orðið óþolandi að koma á Höfuðborgarsvæðið í alla umferðina í dag, þetta hefur versnað alveg stórkostlega síðustu 5 árin eða svo. Maður gat nánast tímasett mestu umferðarteppurnar um morguninn og svo seinnipartinn en núna er þetta bara umferðarkaós nánast allan daginn.
Ég bjó á Ásbrú 2007-2010 og keyrði brautina daglega, rétt náði einhverjum mánuðum á "einfaldri" braut og það var svo ótrúlega mikill munur að fá tvöföldunina að það var draumur og allir höguðu sér og voru tillitsamir.
Í dag eru leigubílarnir einna verstir, hanga á vinstri á 100 og safna röð fyrir aftan sig. Líka sendibílstjórar sem eru að þenja jafnvel smærri kassabíla með lyftu til að fara fram úr túrista sem er á 90.
Ég er á ferðinni rétt um 7 til að sleppa við umferðina og reyni að haga heimferð þannig að hún sé ekki á milli 14:45 og 16:45 því þá er maður í bænum milli 15:30 og 17:30 og þá er umferðin hreinlega galin.
Þessi umferðaljós við Kaplakrika skemma svakalega flæðið og maður spyr sig af hverju það er ekki splæst í hringtorg þarna líkt og er sitt hvoru megin í Fjarðarhrauninu.
Svo er Ofanbyggðavegur búinn að vera á áætlun Vegagerðarinnar hátt í 10+ ár en bæjarfélögin virðast hafa drepið þær hugmyndir.
Ég hef tröllatrú á Hringtorgum, man ekki eftir alvarlegum árekstri í/við hringtorg en þó að ég þurfi stundum að bíða t.d. hér við Bauhaus þá er ekki hægt annað en að dást að því hvað þetta deilir afkastagetunni vel á milli og yfirleitt er það sú átt sem þarf mest á forgangi að halda sem fær hann.
-
- ÜberAdmin
- Póstar: 1333
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 99
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
slæmt umferðar ár
feginn að ég nota ekki bíl
feginn að ég nota ekki bíl
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
Re: Umferðin og dauðaslys
Stuffz skrifaði:slæmt umferðar ár
feginn að ég nota ekki bíl
Engar áhyggjur, meðan við hvernig umferðarmenninginn okkar er að þróast, með fleiri jeppum og þúsund hestafla Teslum þá er líklegra með hverju ári að þú verðir drepin af bíll þótt þú sért bara labbandi eða hjólandi.
-
- ÜberAdmin
- Póstar: 1333
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 99
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
Henjo skrifaði:Stuffz skrifaði:slæmt umferðar ár
feginn að ég nota ekki bíl
Engar áhyggjur, meðan við hvernig umferðarmenninginn okkar er að þróast, með fleiri jeppum og þúsund hestafla Teslum þá er líklegra með hverju ári að þú verðir drepin af bíll þótt þú sért bara labbandi eða hjólandi.
held þetta tengist langvarandi gosóróanum á tímabilinu, í hæðsta máta óeðlileg tölfræði
ef allir keyrðu hjóluðu og/eða löbbuðu með hlífarnar sem ég nota vanalega utan-hverfis þá hefði ég enn minni áhyggjur.
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
-
- has spoken...
- Póstar: 180
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 76
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... i_aratugi/
Maður er oft fljótur að gleyma og sérstaklega atburðum sem snerta mann sjálfan ekki persónulega
Banaslysið við Skaftafell var vegna sérstakra hálkuskilyrða, sama gildir að ég held líka um slysið á Grindavíkurvegi.
Sjötta banaslysið á þessu ári varð við Vík í Mýrdal þar sem jeppi og dráttarvél rákust saman. Það slys var sagt vera vegna hálkuskilyrða sem mynduðust.
https://heimildin.is/grein/20659/
Auk þess létust tveir í slysi í Eyjafirði í lok Apríl. Orsök þess slys var að öllum líkindum glæfraakstur.
Í þremur af þessum slysum létust tveir einstaklingar.
Maður er oft fljótur að gleyma og sérstaklega atburðum sem snerta mann sjálfan ekki persónulega
Fimm létust í umferðinni á ellefu daga tímabili á fyrstu sextán dögum ársins. Aldrei hafa fleiri látist í bílslysum á fyrstu dögum ársins, en skrá Samgöngustofu yfir banaslys nær aftur til ársins 1973.
Einn lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi á þriðjudag. Tveir létust í slysi á þjóðvegi 1 skammt vestan við Skaftafell 12. janúar og tvennt í slysi á Grindavíkurvegi 5. janúar. Öll slysin hafa því orðið utan þéttbýlis.
Banaslysið við Skaftafell var vegna sérstakra hálkuskilyrða, sama gildir að ég held líka um slysið á Grindavíkurvegi.
Sjötta banaslysið á þessu ári varð við Vík í Mýrdal þar sem jeppi og dráttarvél rákust saman. Það slys var sagt vera vegna hálkuskilyrða sem mynduðust.
https://heimildin.is/grein/20659/
Auk þess létust tveir í slysi í Eyjafirði í lok Apríl. Orsök þess slys var að öllum líkindum glæfraakstur.
Í þremur af þessum slysum létust tveir einstaklingar.
-
- ÜberAdmin
- Póstar: 1333
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 99
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
rostungurinn77 skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/01/18/svartasta_byrjun_ars_i_aratugi/
Maður er oft fljótur að gleyma og sérstaklega atburðum sem snerta mann sjálfan ekki persónulegaFimm létust í umferðinni á ellefu daga tímabili á fyrstu sextán dögum ársins. Aldrei hafa fleiri látist í bílslysum á fyrstu dögum ársins, en skrá Samgöngustofu yfir banaslys nær aftur til ársins 1973.
Einn lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi á þriðjudag. Tveir létust í slysi á þjóðvegi 1 skammt vestan við Skaftafell 12. janúar og tvennt í slysi á Grindavíkurvegi 5. janúar. Öll slysin hafa því orðið utan þéttbýlis.
Banaslysið við Skaftafell var vegna sérstakra hálkuskilyrða, sama gildir að ég held líka um slysið á Grindavíkurvegi.
Sjötta banaslysið á þessu ári varð við Vík í Mýrdal þar sem jeppi og dráttarvél rákust saman. Það slys var sagt vera vegna hálkuskilyrða sem mynduðust.
https://heimildin.is/grein/20659/
Auk þess létust tveir í slysi í Eyjafirði í lok Apríl. Orsök þess slys var að öllum líkindum glæfraakstur.
Í þremur af þessum slysum létust tveir einstaklingar.
Já hálka er ekkert nýtt á íslandi, fólk virðist hinsvegar eitthverra "sérstakra-atburðra-tímasetningar-lega" meira utanvið sig en vanalega, idk kannski að hlusta / með hugann við spennandi fréttir af eitthverju sem þjóðin hefur staðið með öndina í hálsinum yfir þennann síðastliðinn vetur eða frá fyrsta grindavíkurgosinu.. allavegana byrjaði þetta í framhaldinu af því svo sögulega samhent.
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
-
- Vaktari
- Póstar: 2538
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 474
- Staða: Ótengdur
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Umferðin og dauðaslys
Umferðareftirliti á Íslandi er ekki sinnt....ég er búinn að vinna sem vörubílsstjóri núna í 4 ár.
Ég hef einu sinni verið stoppaður....útaf því að ég flautaði á lögreglubíla sem voru að spjalla á milli bíla á gatnamótum.
Ég gaf þeim eitt lítið píp og þeir voru algjörlega brjálaðir (það var ekkert í gangi þarna) þeir voru að taka af stað og vildu bara geta lagt útí á götu og spjallað á milli bíla.
Það hefur aldrei verið athugaður farmur hjá mér, aldrei athugað eitt né neitt.
Ef þetta væri í Evrópu þá ætti ég von á því að vera stöðvaður amk einu sinni í viku og allt athugað.
Það er alveg haugur af fólki sem fylgist ekki með neinu í umferðinni, ljóslaust, gefur ekki um stefnuljós, heldur á símanum þó það sé í teslum (kann ekki að tengja við bílinn?).
Skiptir um akreinar á gatnamótum, keyrir á vinstri akgreinum á undir hámarkshraða þó fullt af fólki sé á eftir því.
Ég hringdi nýlega inn til 112 vegna ökutækis sem var með skoðun 2014, ennþá í umferðinni..........
Það er svo langur listi af hlutum sem eru ekki í lagi en aðal ástæðan er skortur af eftirliti, ef lögreglan og samgönguyfirvöld myndu vilja fækka dauðaslysum þá þarf að sinna þessum hlutum.
Ég hef einu sinni verið stoppaður....útaf því að ég flautaði á lögreglubíla sem voru að spjalla á milli bíla á gatnamótum.
Ég gaf þeim eitt lítið píp og þeir voru algjörlega brjálaðir (það var ekkert í gangi þarna) þeir voru að taka af stað og vildu bara geta lagt útí á götu og spjallað á milli bíla.
Það hefur aldrei verið athugaður farmur hjá mér, aldrei athugað eitt né neitt.
Ef þetta væri í Evrópu þá ætti ég von á því að vera stöðvaður amk einu sinni í viku og allt athugað.
Það er alveg haugur af fólki sem fylgist ekki með neinu í umferðinni, ljóslaust, gefur ekki um stefnuljós, heldur á símanum þó það sé í teslum (kann ekki að tengja við bílinn?).
Skiptir um akreinar á gatnamótum, keyrir á vinstri akgreinum á undir hámarkshraða þó fullt af fólki sé á eftir því.
Ég hringdi nýlega inn til 112 vegna ökutækis sem var með skoðun 2014, ennþá í umferðinni..........
Það er svo langur listi af hlutum sem eru ekki í lagi en aðal ástæðan er skortur af eftirliti, ef lögreglan og samgönguyfirvöld myndu vilja fækka dauðaslysum þá þarf að sinna þessum hlutum.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það