appel skrifaði:Þarna tala ég um mislæg gatnamót frá álverinu að Keflavík. Ég nefni að nauðsyn er á 3 þarna, já, við Vogar og Grindavík algjörlega, og einum stað í viðbót upp á þá fámennu byggð sem er þarna meðfram (sumarbústaðir??), en allt umfram það er bara offjárfesting, hefur ekkert með "framtíðarsýn" eða "fyrirhyggju" að gera, ef það væri svo þá hefðu menn jú auðvitað haft fyrirhyggju fyrir eldgosum þarna.
En hef samt gaman af því að þú ert að verja svona mikið þessi mislægu gatnamót á þessum kafla á meðan aðrir kaflar í vegakerfinu eru langt í frá með jafn mörg, t.d. bara suðurlandsvegur, vesturlandsvegur, etc.
Svo er merkilegt að þú viljir ekki mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu þar sem mesta þörfin er fyrir þau.
En þú nefnir hringtorg, "einsog þau dugi eitthvað!!"... en já þau eru víst notuð við aðal-afleggjaran inn í keflavík, og reyndar alveg restina af Reykjanesbrautinni frá Keflavík og að flugstöðinni. Þrátt fyrir margfalt meiri umferð.
Það var ákveðið að byggja hraðbraut. Hraðbrautir þurfa mislæg gatnamót. Það skiptir engu máli hversu mikilli umferð þau eru að þjóna af og á. Öll umferðin um Reykjanesbrautina fer um þau. Reykjanesbrautin í Keflavík er innanbæjar, með mun minni umferðarhraða, þar sem er mun eðlilegra að hafa hringtorg.