rapport skrifaði:gnarr skrifaði:Mislæg gatnamót í borgum bara virka ekki. Þau þurfa að vera þar sem er lítil umferð. Alveg magnað hvað fólk á erfitt með að skilja það.
Höfðabakkabrú gæti ekki verið hringtorg...
Ef þú vilt eingöngu nota hamar, þá er eins gott að öll þín vandamál séu naglar.
Með því að einblína svona á að bílar verði að geta keyrt á 100km/h allstaðar og að ekkert megi hægja á þeim, þá verður það til þess að ALLIR verða að nota bíla í allt sem þeir gera.
Segjum að það séu 100.000 manns sem vilja á hverjum degi fara frá svæði A yfir á svæði B á einum klukkutíma.
Dæmi 1.
Ef bíll er eina leiðin þarna á milli, þá þýðir það að circa 95.000 (ef við gerum ráð fyrir að slatti geti samnýtt bílferðina) bílar þurfa að fara frá svæði A yfir á svæði B á einum klukkutíma. Þetta þýðir að það fara 95.000 bílar inná vegakerfið á sama tímanum og allt stíflast.
Dæmi 2.
Ef strætó, sporvagnar og reiðhjól eru sett í forgang þá getur allt fólkið sem langar ekki að ferðast á bíl (circa 50% samkvæmt skoðanakönnunum) nýtt þá ferðamáta.
Segjum að 100% af þessum 50% vilji ferðast með strætó, þá þarf 500 strætisvagna fyrir þessar 50.000 manneskjur sem vilja ekki vera á bíl.
þá þurfa 48.000 bílar að fara inná vegakerfið á sama tímanum og það er miklu meira pláss fyrir fólk sem vill keyra.
Raunveruleikinn er samt sá að 20-30% vilja nota strætó eða sporvagna, sem væru þá circa 200-300 vagnar og þá væru það circa 47.800 bílar sem færu inná vegakerfið á þessum tíma.
um 10-15% vilja hjóla, 10-15% vilja ganga og 5-10% vilja nota rafskútur og álíka faratæki.
Það þarf engann stærðfræðisnilling til þess að sjá að það að fækka bílum á götunni er miklu áhrifaríkara fyrir alla en að bæta við "einni akrein í viðbót" eða en einum mislægum gatnamótum.
Mislæg gatnamót og fleiri akreinar fyrir einkabíla gera alla aðra samgöngumáta erfiðari og ýtir þar af leiðandi undir enn meiri notkun á einkabílum, sem veldur ennþá meiri umferð.
TLDR;
Ein akrein í viðbót eða ný mislæg gagnamót hjálpa þér ekki að komast hraðar á milli staða.