Umferðin í Reykjavík

Allt utan efnis
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf SolidFeather » Sun 07. Feb 2021 22:06

rapport skrifaði:En þegar ég sé hvernig nýja Suðurlandsbraut á að verða þá er ég ekki sammála. Það er of lítið af stæðum þarna fyrir og þessu hús munu bara fara stækkandi þarna.


Hvar er best að sjá hvernig suðurlandsbrauting á eftir að líta út?
Síðast breytt af SolidFeather á Sun 07. Feb 2021 22:06, breytt samtals 1 sinni.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf mjolkurdreytill » Sun 07. Feb 2021 23:43





ingibje
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Mán 15. Jún 2009 16:52
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf ingibje » Mán 08. Feb 2021 00:17

Sallarólegur skrifaði:
Viggi skrifaði:Langmest mengunin sem er að valda loftslagsbreytingum kemur frá stórverksmiðjum í asíu og indlandi og öllum þróunarríkjunum sem pæla varla neitt í loftslagsmálum og stórskipaumferð sem brenna svartolíu. Þannig að þetta er soldið mikið propaganda með bílaumferðina að hún sé að rústa loftslaginu :)


Hvaðan færðu þær tölur? Mér finnst þessi umræða oft á svo lágu plani. Allskonar staðreyndavillum haldið fram og það á alltaf einhver annar að taka á vandamálinu. Ergo, ekkert gerist neins staðar. Hvorki hér á landi né annars staðar.

"Nei þetta er sko hinn sem veldur útblæstri. Aldrei ég sko. Vondu útlendingarnir."

https://www.epa.gov/ghgemissions/global ... sions-data

https://www.eea.europa.eu/data-and-maps ... r-capita-1


þú ert á helvíti lágu plani þarna og bara komin út í rugl, per capita tölur eru auðvita þróuðu löndunum og hvað þá fámennum löndum mjög mikið í óhag og algjör þvæla troða per capita tölu í umræðuna. það vantar svo marga hluti til að taka til greina inn í þessi rit að þau eru bara bull.

umræðan er sú að það má ekki framleiða ál né neitt á íslandi, frekar á að framleiða það í kína eða miðausturlöndum þar sem rafmagnið er framleitt með steinolíu eða kolum. það er framleitt eftir eftirspurn, og menn sem hugsa um umverfið hljóta vilja nota umhverfisvæna orku til að framleiða frekar enn kol eða olíu.

umhverfismál eru yfirhöfuð á bara skítaplani, að halda það að greiða úr umferð hérna í reykjavík sé að fara marka einhvað spor í mengun er bara bull.
ásamt því að rafmagnsbíla/tvígengisbíla væðing íslendingar er á mikilli siglingu.

Staðreyndinn er sú að einkabíla/Vinnubíla eigendur greiða miklu miklu meir heldur enn lagt er í gatnakerfið, vegagerðina og öllum sem koma að vegum að einhverju leiti. það ættu að vera nægir peningar til að gera mislæg gatnamót og greiða aðeins úr þessu áður enn menn menga bara enn meira með bíla í lausagang allan daginn, fastir í umferð.


i7 2600k - Asus P8P67 Pro - Corsair 1600MHz 8GB - GTX 480 - Corsair HX 850w - Corsair 60gb ssd - Asus VG236H 120Hz 3D


mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf mjolkurdreytill » Mán 08. Feb 2021 10:40

rapport skrifaði:Umferðin á nóttunni þarf að stoppa við öll sömu umferðarljósin og þá er fólk pirrað því það er svo ógeðslega tilgangslaust að stoppa útum allt þó engin umferð sé, ljósin illa samstillt o.s.frv.



Ljósin í borginni eru ágætlega samstillt. Það er ekkert stórmál að keyra Miklubrautina í lítilli umferð frá ljósunum á Grensásvegi og niður að Klambratúni. Þar detta inn gangbrautirnar sem geta tekið taktinn úr þessu. Ef umferðin er ekki þeim mun meiri er ekkert stórmál að komast niður á Granda án þess að stoppa.

Vandamálið er frekar margur höfuðborgarbúinn sem virðist ekki hafa neinn skilning á flæði og er bara í keppni að stoppa á næstu rauðu ljósum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf appel » Mán 08. Feb 2021 12:08

mjolkurdreytill skrifaði:
rapport skrifaði:Umferðin á nóttunni þarf að stoppa við öll sömu umferðarljósin og þá er fólk pirrað því það er svo ógeðslega tilgangslaust að stoppa útum allt þó engin umferð sé, ljósin illa samstillt o.s.frv.



Ljósin í borginni eru ágætlega samstillt. Það er ekkert stórmál að keyra Miklubrautina í lítilli umferð frá ljósunum á Grensásvegi og niður að Klambratúni. Þar detta inn gangbrautirnar sem geta tekið taktinn úr þessu. Ef umferðin er ekki þeim mun meiri er ekkert stórmál að komast niður á Granda án þess að stoppa.

Vandamálið er frekar margur höfuðborgarbúinn sem virðist ekki hafa neinn skilning á flæði og er bara í keppni að stoppa á næstu rauðu ljósum.


Hámarkshraði á Sæbraut er t.d. 60 km/klst. Ef þú keyrir á 60 km hraða þar þá stoppar þú á öllum ljósum, því ljósin eru stillt miðað við að þú keyrir á 50 km hraða!
Spurning hvort það ætti ekki að tjúna þetta miðað við raunveruleikann, ekki wishful thinking.


*-*


mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf mjolkurdreytill » Mán 08. Feb 2021 13:49

Bíll sem byrjar í kyrrstöðu og hraðar í 60 mun aldrei ná meðalhraðanum miðað við eðlilegar vegalengdir og tíma. Til þess aðná 60 þyrfti að aka hraðar en leyfilegur hámarkshraði og til hvers væri þá hámarkshraðinn?

Veit ekki af hverju þú ert að væna mig um einhverja óskhyggju. Þú veist að ljósin eru samstillt og fyrir hvaða hraða en neitar að sætta þig við það.Það er óskhyggja.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 825
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf jericho » Mán 08. Feb 2021 13:57

appel skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:
rapport skrifaði:Umferðin á nóttunni þarf að stoppa við öll sömu umferðarljósin og þá er fólk pirrað því það er svo ógeðslega tilgangslaust að stoppa útum allt þó engin umferð sé, ljósin illa samstillt o.s.frv.



Ljósin í borginni eru ágætlega samstillt. Það er ekkert stórmál að keyra Miklubrautina í lítilli umferð frá ljósunum á Grensásvegi og niður að Klambratúni. Þar detta inn gangbrautirnar sem geta tekið taktinn úr þessu. Ef umferðin er ekki þeim mun meiri er ekkert stórmál að komast niður á Granda án þess að stoppa.

Vandamálið er frekar margur höfuðborgarbúinn sem virðist ekki hafa neinn skilning á flæði og er bara í keppni að stoppa á næstu rauðu ljósum.


Hámarkshraði á Sæbraut er t.d. 60 km/klst. Ef þú keyrir á 60 km hraða þar þá stoppar þú á öllum ljósum, því ljósin eru stillt miðað við að þú keyrir á 50 km hraða!
Spurning hvort það ætti ekki að tjúna þetta miðað við raunveruleikann, ekki wishful thinking.



Ertu með source á að ljósin séu samstillt á 50 km/klst hraða? Vonandi ertu líka upplýstur um að almennt er ekki hægt að samstila umferðarljós í báðar áttir samtímis (ef það er ekki jafnt bil á milli gatnamóta).
Síðast breytt af jericho á Mán 08. Feb 2021 14:08, breytt samtals 1 sinni.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf appel » Mán 08. Feb 2021 14:09

Best er auðvitað að það sé gervigreind sem stýrir umferðarflæði, ekki tímarofar á götuljósum.

Það er t.d. skynjari á götuljósum við Stekkjarbakka/Álfabakka, þannig að ef engin umferð er og þú kemur að rauðu ljósi þá skiptist yfir á grænt.


*-*

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 825
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf jericho » Mán 08. Feb 2021 14:40

Hér sést hvaða ljós eru umferðarstýrð (líkt og á Stekkjarbakka/Álfabakka):
https://reykjavik.is/thjonusta/midlaeg- ... erdarljosa

Þarna sést líka að t.d. á Bústaðavegi kemur aðeins grænt eftir þörfum á hliðargötum, þ.e.a.s. Bústaðavegur er skilgreindur sem aðalstefna sem þýðir að það logar grænt á Bústaðavegi ef engin bílaumferð er til staðar.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf netkaffi » Mán 08. Feb 2021 14:51

Fínt að gera umferðina hægari. Má líka dreifa henni.




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf netkaffi » Mán 08. Feb 2021 15:13

GullMoli skrifaði:Ég persónulega fékk upp í kok af strætó yfir menntaskóla árin mín, frekar legg ég fyrr af stað á einkabíl en að sitja (líklegast standa) beltislaus í kínverskri dauðagildru. Getið skoðað klippur á Youtube af því hvernig farþegar kastast til í strætisvögnum þegar slys verður.
Strætó er vonlaust fyrir flesta. M.a. vegna þess að þú þarft að bíða í hálftíma í nístingsfrosti, eða hagléli og roki, jafnvel af því bílstjórinn keyrir framhjá þér. Sko, það er verið að fantasera um að gera strætó vinsælann, hann verður aldrei vinsæll á meðan það eru ekki einu sinni upphituð skýli.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf vesley » Mán 08. Feb 2021 15:41

appel skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:
rapport skrifaði:Umferðin á nóttunni þarf að stoppa við öll sömu umferðarljósin og þá er fólk pirrað því það er svo ógeðslega tilgangslaust að stoppa útum allt þó engin umferð sé, ljósin illa samstillt o.s.frv.



Ljósin í borginni eru ágætlega samstillt. Það er ekkert stórmál að keyra Miklubrautina í lítilli umferð frá ljósunum á Grensásvegi og niður að Klambratúni. Þar detta inn gangbrautirnar sem geta tekið taktinn úr þessu. Ef umferðin er ekki þeim mun meiri er ekkert stórmál að komast niður á Granda án þess að stoppa.

Vandamálið er frekar margur höfuðborgarbúinn sem virðist ekki hafa neinn skilning á flæði og er bara í keppni að stoppa á næstu rauðu ljósum.


Hámarkshraði á Sæbraut er t.d. 60 km/klst. Ef þú keyrir á 60 km hraða þar þá stoppar þú á öllum ljósum, því ljósin eru stillt miðað við að þú keyrir á 50 km hraða!
Spurning hvort það ætti ekki að tjúna þetta miðað við raunveruleikann, ekki wishful thinking.


Akkúrat þetta. Ef þú lendir á gulu á 60km hraða þá er komið rautt á næsta ljós þegar þú kemur þar. Hinsvegar ef þú ert á 80km hraða þá rennur þú á grænu nánast undantekningarlaust yfir þau öll í takt. Hinsvegar brýtur maður þá lögin og því enginn ábóti af því...
Þegar ég var að vinna í miðbænum sem barþjónn/dyravörður var ég oft að keyra á tómri sæbraut heim um 5-6 á morgnanna og fattaði þetta þá með ljósin.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf rapport » Mið 29. Maí 2024 19:45

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... rsvaedinu/

Þetta hefur held ég aldrei verið svona slæmt og undanfarna viku eða tvær.

Skólarnir eru búnir og samt endalaus örtröð og stíflur.

Er í alvöru ekkert plan nema "borgarlína" ?




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf arons4 » Mið 29. Maí 2024 22:24

rapport skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/29/miklar_umferdartafir_a_hofudborgarsvaedinu/

Þetta hefur held ég aldrei verið svona slæmt og undanfarna viku eða tvær.

Skólarnir eru búnir og samt endalaus örtröð og stíflur.

Er í alvöru ekkert plan nema "borgarlína" ?

Extra slæmt undanfarna daga vegna framkvæmda, sem þeir virðast alltaf þurfa að byrja á um 14:30 áður en síðdegistraffíkin byrjar.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf rapport » Mið 29. Maí 2024 22:40

arons4 skrifaði:
rapport skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/29/miklar_umferdartafir_a_hofudborgarsvaedinu/

Þetta hefur held ég aldrei verið svona slæmt og undanfarna viku eða tvær.

Skólarnir eru búnir og samt endalaus örtröð og stíflur.

Er í alvöru ekkert plan nema "borgarlína" ?

Extra slæmt undanfarna daga vegna framkvæmda, sem þeir virðast alltaf þurfa að byrja á um 14:30 áður en síðdegistraffíkin byrjar.


Samt, borgin er ekki með nein önnur plön nema þrengja gatnamót og borgarlínu... svo ég viti til.

Það þyrfti stórátak í að fækka imferðaljósum með því að fækja þverunum og vinstri beygjum, hafa gönguljós en t.d. fækka innkeyrslum inn í sum hverfi sbr. Hlíðarnar frá Kringlumýrarbraut, inn að Langholthverfið og Laugardal of mikið að hafa veranir og vinstri beygjur allstaðar sbr. Skeiðarvog, Holtaveg, Dalbraut, Laugarnesveg, Kirkjusand og Kringlumýrarbraut.

Það má fækka þessum götum og þétta byggðina. Allur Grafarvogur er með þrjár aðkomu, Grafarholt í raun eina.

Borgin er einstaklega máttlaus og duglaus í þessu



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf appel » Mið 29. Maí 2024 23:27

Það hafa ekki verið neinar alvöru framkvæmdir hvað umferðarmannvirki varðar á höfuðborgarsvæðinu í langan tíma og menn eru forviða á því að allt sé í stöppu!

Síðan ég byrjaði að keyra þá man ég eftir þessum framkvæmdum:

Miklubraut/Hringbraut (mislæg gatnamót + hálf-slaufa)
Miklubraut/Skeiðarvog (mislæg gatnamót + hálf-slaufa)
Vesturlandsveg/Höfðabakki (mislæg gatnamót + slaufa)
Reykjanesbraut/Nýbýlavegur/Breiðholtsbraut (mislæg gatnamót + slaufa)
Reykjanesbraut/Fífumhvammsvegur (mislæg gatnamót + slaufa)
Reykjanesbraut/Arnarnesvegur (mislæg gatnamót, hringtorg)
Reykjanesbraut/Stekkjarbakki (mislæg gatnamót, hálf-slaufa)

Hinsvegar eru allar þessar framkvæmdir orðnar meira en 20 ára gamlar, og engar nýjar hafa verið gerðar síðan þá. Það er ekki nema þú farir út fyrir kjarna höfuðborgarsvæðisins að þú finnir framkvæmdir við mislæg gatnamót.

Hef alltaf hlegið að þessu bulli að hægt er að gera mislæg gatnamót á Reykjanesbrautinni til Keflavíkur sem fer ekki neitt en það er ekki hægt að gera neitt á höfuðborgarsvæðinu.
roadtonowhere.png
roadtonowhere.png (2.64 MiB) Skoðað 4242 sinnum

Heimskan í fyrirrúmi á Íslandi.

Kjósið bara annað næst, ef þið haldið þessu vitgranna fólki sem er á móti einkabílnum í embætti þá fáið þið það sem kjósið. Sama á við þetta bull fólk á Alþingi sem er skítsama um höfuðborgarsvæðið og vill bara senda alla peningana í vegaframkvæmdir á landsbyggðinni þar sem 100 bílar á dag keyra um.
Síðast breytt af appel á Mið 29. Maí 2024 23:30, breytt samtals 2 sinnum.


*-*


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 30. Maí 2024 00:05

appel skrifaði:
...

Kjósið bara annað næst, ef þið haldið þessu vitgranna fólki sem er á móti einkabílnum í embætti þá fáið þið það sem kjósið. Sama á við þetta bull fólk á Alþingi sem er skítsama um höfuðborgarsvæðið og vill bara senda alla peningana í vegaframkvæmdir á landsbyggðinni þar sem 100 bílar á dag keyra um.


NKL. Við værum ekki endalaust með þessa mannfjandsamlegu viðrinisborgarstjórn ef úthverfafólk hætti að kjósa gegn eigin hagsmunum.

Á hinn bóginn er borgarbúum vorkunn, því ekki er einu sinni treystandi á Sjallana í þessu efni.

Helvítis fokking fokk!




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf Mossi__ » Fim 30. Maí 2024 03:08

appel skrifaði:Þvaður.


Hvenær í ósköpunum hefur landsbyggðin nokkurn tímann verið sett í forgang á einhverju?!

Það hefur bara aldrei nokkurn tímann gerst.

Og dæmið sem þú gefur er reykjanesbrautin.. fjölfarnasti vegurinn á landinu.. og að auki hefur rangt fyrir þér því þessi gatnamót liggja að byggð í hvassahrauni..

.. ég veit ekki hvað það urðu mörg alvarleg og dauðaslys á reykjanesbraut áður en stjórnvöld sættust á að tvöfalda hana (og athugaðu að sú framkvæmd hefur ekki enn verið lokið, og sú bið hefur verið áratuga löng ollið mörgum slysum.. því það er ekki hægt að tvöfalda 2km kafla).

Miðað við hvað hún var hættuleg einföld, þá vil ég ekki vita hvernig staðan á henni væri í dag með auknum umferðarþunga.

Taktu eftir því að í hvert sinn sem þú tjáir þig þá talar þú út um rassgatið á þér.



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf ekkert » Fim 30. Maí 2024 07:57

Rafmagnshjólið mitt hefur enn ekki borgað sig sjálft í bensínkostnaði á þessu eina ári sem ég hef átt það en þvílík lífsgæði það eru að nota hjólastígana okkar, finna ilminn af fyrstu laufum asparinnar, bjóða kettinum í dalnum góðan dag og sjá hvað fuglarnir í fjörunni eru að bardúsa á leið í vinnuna.

Ekki er verra að vita að ég er ekki fyrir þeim á bílabrautunum sem þurfa að nota bifreið.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf gnarr » Fim 30. Maí 2024 10:40



"Give what you can, take what you need."


halipuz1
spjallið.is
Póstar: 430
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf halipuz1 » Fim 30. Maí 2024 11:01

Göngubrýr / göng, hvar er þetta? Vegagerðin bauð borginni á sínum tíma að gera göngubrýr yfir miklubraut hjá klambratúni og þar en borgin neitaði.

Svo eitt með íslendinga og hvernig þeir keyra þá var ég í mjóddinni og það tók mig um 40 mín að komast úr henni því fólk var að fara yfir á grænu og stífla gatnamótin því það var "grænt" hey ég fer bara og stífla allt. Einhver annar lent í þessu?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6395
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf worghal » Fim 30. Maí 2024 11:18

halipuz1 skrifaði:Göngubrýr / göng, hvar er þetta? Vegagerðin bauð borginni á sínum tíma að gera göngubrýr yfir miklubraut hjá klambratúni og þar en borgin neitaði.

Svo eitt með íslendinga og hvernig þeir keyra þá var ég í mjóddinni og það tók mig um 40 mín að komast úr henni því fólk var að fara yfir á grænu og stífla gatnamótin því það var "grænt" hey ég fer bara og stífla allt. Einhver annar lent í þessu?

það er svo oft sem ég finn mig knúinn til að stoppa á grænu bara svo ég stífla ekki gatnamótin þar sem ég veit að rauða er að koma, en þá fara tveir á næstu akgrein yfir og stífla samt :fly


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


halipuz1
spjallið.is
Póstar: 430
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf halipuz1 » Fim 30. Maí 2024 11:47

worghal skrifaði:
halipuz1 skrifaði:Göngubrýr / göng, hvar er þetta? Vegagerðin bauð borginni á sínum tíma að gera göngubrýr yfir miklubraut hjá klambratúni og þar en borgin neitaði.

Svo eitt með íslendinga og hvernig þeir keyra þá var ég í mjóddinni og það tók mig um 40 mín að komast úr henni því fólk var að fara yfir á grænu og stífla gatnamótin því það var "grænt" hey ég fer bara og stífla allt. Einhver annar lent í þessu?

það er svo oft sem ég finn mig knúinn til að stoppa á grænu bara svo ég stífla ekki gatnamótin þar sem ég veit að rauða er að koma, en þá fara tveir á næstu akgrein yfir og stífla samt :fly


það er best practice að vera ekki að stífla gatnamót bara því það er grænt og þú mátt fara. Kallast bara almenn skynsemi í umferð. En það eru allir að drífa sig svo mikið :Þ



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf Daz » Fim 30. Maí 2024 12:24

Það er brot á umferðarlögum (26. Gr, 10 mgr.) að fara yfir ljósastýrð gatnamót ef ljóst er að ekki er hægt að komst yfir áður en grænt ljós kviknar í gagnstæða átt.
Reyndar líka brot að taka af stað ef umferð er ennþá föst inná gatnamótunum.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf Henjo » Fim 30. Maí 2024 16:55

appel skrifaði:Það hafa ekki verið neinar alvöru framkvæmdir hvað umferðarmannvirki varðar á höfuðborgarsvæðinu í langan tíma og menn eru forviða á því að allt sé í stöppu!

Síðan ég byrjaði að keyra þá man ég eftir þessum framkvæmdum:

Miklubraut/Hringbraut (mislæg gatnamót + hálf-slaufa)
Miklubraut/Skeiðarvog (mislæg gatnamót + hálf-slaufa)
Vesturlandsveg/Höfðabakki (mislæg gatnamót + slaufa)
Reykjanesbraut/Nýbýlavegur/Breiðholtsbraut (mislæg gatnamót + slaufa)
Reykjanesbraut/Fífumhvammsvegur (mislæg gatnamót + slaufa)
Reykjanesbraut/Arnarnesvegur (mislæg gatnamót, hringtorg)
Reykjanesbraut/Stekkjarbakki (mislæg gatnamót, hálf-slaufa)

Hinsvegar eru allar þessar framkvæmdir orðnar meira en 20 ára gamlar, og engar nýjar hafa verið gerðar síðan þá. Það er ekki nema þú farir út fyrir kjarna höfuðborgarsvæðisins að þú finnir framkvæmdir við mislæg gatnamót. Get líka ímydað mér að þeir byggðu þetta á sama tíma og þeir endurnýjuðu eða tvöfölduðu Reykjanesbrautina, þó svo ég viti það ekki alveg.

Hef alltaf hlegið að þessu bulli að hægt er að gera mislæg gatnamót á Reykjanesbrautinni til Keflavíkur sem fer ekki neitt en það er ekki hægt að gera neitt á höfuðborgarsvæðinu.
roadtonowhere.png
Heimskan í fyrirrúmi á Íslandi.

Kjósið bara annað næst, ef þið haldið þessu vitgranna fólki sem er á móti einkabílnum í embætti þá fáið þið það sem kjósið. Sama á við þetta bull fólk á Alþingi sem er skítsama um höfuðborgarsvæðið og vill bara senda alla peningana í vegaframkvæmdir á landsbyggðinni þar sem 100 bílar á dag keyra um.


Auðvitað talsvert auðveldara að byggja svona útá miðju Reykjanesi en í miðri borg. Þarna eru engar lagnir í jörðinni, enginn endalaus umferð alla daga úr öllum áttum, enginn skortur á plássi. Get líka ímyndað mér að þeir byggðu þessi gatnamót á sama tíma og þeir tvöfölduðu reykjanesbruatina, þó svo ég viti það ekki.

Það er hægt að byggja öll sú mannvirki sem manni dettur í hug, en umferðin endar alltaf alveg eins. Það er aldrei langt í næsta flöskuháls sem stoppar allt, og aldrei langt í næsta bíllslys sem gerir það sama.

Held að mér finnst sorglegast að fólk sem tekur strætó þarf að dúsa í sömu örlögum og þeir sem kjósa einkabíllinn, að eyða parti af lífinu sínu í umferðarhelvíti.