TikTok bannað í BNA eftir nokkra mánuði líklegast

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5818
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1084
Staða: Tengdur

TikTok bannað í BNA eftir nokkra mánuði líklegast

Pósturaf appel » Mið 13. Mar 2024 23:17

Þetta virðist hafa verið í deiglunni lengi, allt frá því Trump var forseti. Og nýlega var þingið með yfirheyrslur, m.a. yfir forstjóra TIkTok sem reyndist vera frá Singapúr þó bandarískir þingmenn spurðu hvort hann væri í kínverska kommúnistaflokknum. Forstjóri TikTok þráneitaði að vera handbendi kínverska kommúnistaflokksins og kínverskra stjórnvalda.

En nú er dagurinn í dag og bandaríska þingið samþykkti að banna TikTok í bandaríkjunum, nema ByteDance sem er kínverska móðurfélagið samþykki að selja þennan arm af sér, sem er TikTok í BNA. Líklegast er að þetta verði að lokum samþykkt. Enda skil ég ekki hvernig BNA geta leyft kínverskum öppum að dominera á sínum markaði þegar kínversk stjórnvöld hafa frá upphafi bannað eiginlega allar amerískar netþjónustur. What goes around comes around segi ég nú bara.

https://www.reuters.com/technology/us-h ... 024-03-13/

Áhugavert er einnig að sjá kínversk stjórnvöld mótmæla
https://edition.cnn.com/2024/03/13/busi ... index.html


Auðvitað eru þetta átök milli BNA og Kína núna, en einsog í dæmi BNA gegn Huawei þá gæti ekki liði langur tími þar til TikTok appið væri fjarlægt í Evrópu. Ég er viss um að BNA vita sitthvað um þetta tiktok app einsog þeir gerðu um Huawei.


*-*


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 321
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: TikTok bannað í BNA eftir nokkra mánuði líklegast

Pósturaf Trihard » Fim 14. Mar 2024 00:13

Ef það verður bannað hér mun ég samt ekki installa því




Semboy
Kerfisstjóri
Póstar: 1207
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: TikTok bannað í BNA eftir nokkra mánuði líklegast

Pósturaf Semboy » Fim 14. Mar 2024 00:33

Þetta mun ekki verða bannað. Bara drama ekkert annað. Ég sjálfur hef aldrei notað tiktok.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1411
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 103
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: TikTok bannað í BNA eftir nokkra mánuði líklegast

Pósturaf Stuffz » Fim 14. Mar 2024 02:53

Leiðtogar hins frjálsa heims hafa talað "Now Obey!"


Intel NUC Hades Canyon (2018), Nvidia Shield Android TV, (2017) Xiaomi 4K Projector (2019)
Myndavél: Insta360 X5 (2025), ACE Pro (2023), Skydio 2 (2020)
Rafskjótar: E-20 (2024 Byrjanda), KS-16S (2019 Everyday), KS-S22 (2022 Offroad), EB Commander (2022 Long Range)
Áhugamál: Heimspeki, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð