Hæ.
Er að láta mér detta í hug, hvað ætli það kosti að taka eitthvað basic flugpróf og leigja rellu og taka einhverja sunnudags rúnta útá land ?
Þetta eru eitthvað kringum 2 milljónir að taka svona basic próf ?
Á hvaða skala er kostnaður við þetta hobby eins og að leigja rellu yfir helgi eða álíka ?
Væntanlega ekki of gamall, á fertugsaldri.
Einhver hérna flugmaður ?
Re: Einhver hérna flugmaður ?
Kannski fisflug sé eitthvað fyrir þig?
Ekki sama drægnin, en samt örugglega gaman.
https://fisflug.is/velknuin-fis/laerid-ad-fljuga/
Ekki sama drægnin, en samt örugglega gaman.
https://fisflug.is/velknuin-fis/laerid-ad-fljuga/
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 232
- Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
- Reputation: 29
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver hérna flugmaður ?
Þetta er ekki alveg út í bláinn hjá þér, miðað við hvað strákurinn minn segir. En númer eitt tvö og þrjú er að fara fyrst til fluglæknis og láta hann tékka þig í gegn áður en þú ferð að spreða.
Og miðað við þá þekkingu sem ég hef, þá ertu ekkert að fara að leigja rellu, þú þarft að kaupa hlut í einni með tilheyrandi aukakostnaði. Og mögulega ekkert komast þá helgi sem þú varst búinn að plana vegna veðurs.
Og miðað við þá þekkingu sem ég hef, þá ertu ekkert að fara að leigja rellu, þú þarft að kaupa hlut í einni með tilheyrandi aukakostnaði. Og mögulega ekkert komast þá helgi sem þú varst búinn að plana vegna veðurs.
Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver hérna flugmaður ?
Hef alveg eitt í heimskulegra. Og keyri á gömlum bíl.
En rakst á félag eins og geirfugl. Pæla hvað menn hafa verið að gera í þessum málum.
En rakst á félag eins og geirfugl. Pæla hvað menn hafa verið að gera í þessum málum.
Re: Einhver hérna flugmaður ?
Tók PPL á sínum tíma fyrir um 16 árum síðan hjá flugskóla Íslands. Kostaði um 1m á sínum tíma. Sýnist geirfugl tala um 2m núna.
Ég elska að fljúga, en eignaðist krakka rétt eftir námið ók skírteinið rann út. Hef ekki enn komið mér af stað aftur, einna helst af því mér fannst ekki vera margir staðir sem komu til greina til að fara á. Eflaust fleiri staðir en ég veit um en ég var ekki nógu lengi til að detta inn í social hlutann, og fékk því ekki insider info.
Þrátt fyrir það sé ég engan vegin eftir því að hafa lært. Það var eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert.
Mig minnir að verðið per klst sé um 30k hjá geirfugl.
Ég myndi segja sð þú ættir hiklaust að bóka kynnisflug hjá geirfugl og spyrja kennarann spjörunum úr.
Sammála með fluglækninn, lenti í smá hiksti, betra að klára þann pakka áður en þú ferð of lang í námi. Btw, ef þú ert með eitthvað sem mun útiloka þig frá PPL, EKKI fara til fluglæknis, ef hann “fellir þig” útilokar það þig frá fis ef ég man rétt. Amk spyrja einhvern kennara eða álíka áður til að halda þeim glugga opnum.
Ég elska að fljúga, en eignaðist krakka rétt eftir námið ók skírteinið rann út. Hef ekki enn komið mér af stað aftur, einna helst af því mér fannst ekki vera margir staðir sem komu til greina til að fara á. Eflaust fleiri staðir en ég veit um en ég var ekki nógu lengi til að detta inn í social hlutann, og fékk því ekki insider info.
Þrátt fyrir það sé ég engan vegin eftir því að hafa lært. Það var eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert.
Mig minnir að verðið per klst sé um 30k hjá geirfugl.
Ég myndi segja sð þú ættir hiklaust að bóka kynnisflug hjá geirfugl og spyrja kennarann spjörunum úr.
Sammála með fluglækninn, lenti í smá hiksti, betra að klára þann pakka áður en þú ferð of lang í námi. Btw, ef þú ert með eitthvað sem mun útiloka þig frá PPL, EKKI fara til fluglæknis, ef hann “fellir þig” útilokar það þig frá fis ef ég man rétt. Amk spyrja einhvern kennara eða álíka áður til að halda þeim glugga opnum.
Re: Einhver hérna flugmaður ?
Bróðir minn er flugmaður sem er í dag captain. Hann æfði sig á litla fluvél sem frændi min átti og spilaði haugan helling af flightsimulator meðan hann var bara að vinna við hjúkrun í landsspítala. Get spurt hann að þessu jonsig. Ef þú hefur virkilega áhuga á þessu.
hef ekkert að segja LOL!
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver hérna flugmaður ?
Semboy skrifaði:Bróðir minn er flugmaður sem er í dag captain.
Takk félagi.
Já, hef aðallega áhuga á amateur hlutanum hvað það er að kosta. Ekki skipta um starfsframa
Síðast breytt af jonsig á Mið 13. Mar 2024 07:23, breytt samtals 1 sinni.