Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Lau 10. Feb 2024 13:53

GunZi skrifaði:https://strokkur.raunvis.hi.is/gps/SENG_4hrap.png

Sýnist það vera nokkuð skýrt að það verður annað gos. Svartsengi er byrjað að rísa aftur. :( Úff ég vona að hraunið flæði í aðra átt þá.


Sýnist á fyrstu gögnum að hraðinn á þenslunni sé svipaður og síðast. Það þýðir að næsta eldgos verður eftir þrjátíu daga með skekkjumörkum upp á átta daga í hvora áttina.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf appel » Lau 10. Feb 2024 13:58

Rafmagnslaust og heitavatnslaust. Þetta er algjört disaster. Greinilega ekkert redundancy á þessum dreifikerfum og ráða ekki við neina aukna eftirspurn, þ.e. raforkukerfið. Það þarf að fara í saumana á þessu, ekki bara á suðurnesjum heldur allsstaðar, einkum fyrir höfuðborgarsvæðið... hvernig ætlar höfuðborgarsvæðið að tækla samskonar í framtíðinni?


*-*

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 688
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Henjo » Lau 10. Feb 2024 15:37

Appel, ég er alveg sammála þér með hælisleitendur og útlendinga, og i raun vill eg fara lengra. Og byrja umræðuna á núverandi húsnæðiskort á höfuðborgarsvæðinu, og hvað við höfum bara ekkert efni eða pláss fyrir alla þess grindvíkinga. Mér finnst að við ættum að loka á reykjanesið alveg og koma í veg fyrir að þessir reykjanesingjar reyna koma með öll sín vandamál hingað a höfuðborgarsvæðið. Það er nóg af vandamálum hérna nú þegar.

Annars þarf síðan að huga að framtíðarógnum fyrir höfuðborgarsvæðið, ef hinn kerfin fara að gjósa, t.d. hjá heiðmörk þá erum við í veseni með bara t.d. grunnvatn fyrir höfuðborgarsvæðið.



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1338
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Stuffz » Lau 10. Feb 2024 15:49

spurning hvort að eiga eitthvern svona búnað myndi flýta fyrir að kljúfa í sundur hraunbreiður fyrst rörin undir eru hvort eð er ónýt?

6x100 Metrar.. þyrfti nokkrar umferðir og slettuhætta á meðan aðgerð stæði.

líka gagnast til að rjúfa hliðar og beina straumi í annann farveg, erum í hálfgerðu stríði við þessar Náttúruvár :-k



Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Lau 10. Feb 2024 16:25

jardel skrifaði:Jæja gosinu lokið. Ætli það gjósi meira þarna á þessu ári? Er þetta ekki búið í bili?


Eins og þetta er núna. Þá verður eldgos í Svartsengi á uþb 30 daga fresti í mjög langan tíma. Væntanlega verða flest gosin við Sundhnúksgíga og síðan norðan við Grindavík. Þetta gæti færst til en það er engin jarðskjálftavirkni sem bendir til þess þessa stundina.




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Hizzman » Lau 10. Feb 2024 16:51

rapport skrifaði:
Hizzman skrifaði:
rapport skrifaði:Flóttafólk er að halda atvinnulífinu gangandi, það skortir svo fólk.

Jú, alltaf örfáir fávítar sem skemma fyrir og fáránlega flókið og dýrt kerfi fyrir hælisleitendur (fóttafólk fer bara yfirleitt að vinna og lifa).

xD er búið að vera með þetta ráðuneyti nánast frá því Össur hætti...


Hvernig getur fólkið sem ber ábyrgð á innviðunum notað það sem afsökun að innviðirnir séu morknir og ráði ekki við eitt né neitt?



það hefur ekki náðst að breyta lögum, VG hefur verið að hamla því. Þetta er bara skrípaleikur sem er ekki sæmandi.

Ráðherrann verður að fylgja lögum.


Að gera lögin verri og ómannúðlegri er akkúrat ekki lausnin.

Þú getur rétt ímyndað þér hversu stór hluti þessara 20 milljarða eru laun til Íslendinga... við viljum ekki endilega hætta að borga þessa 20 milljarða, við viljum bara að þeir framleiði meira virði fyrir samfélagið og það er ekki gert með þessum tillögum sem hafa verið ræddar.


Ef ég skildi rétt, var meiningin með lagafrumvarpinu að færa okkar regluverk nær því sem er í okkar nágrannalöndum. Þú veist ef til vill betur?

Talandi um að nýta féið betur væri sennilega best að setja upp og reka flóttamannabúðir í Rwanda. Við gætum mögulega hjálpað tugum þúsunda þannig með þessum 20.000 milljónum.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Lau 10. Feb 2024 17:30

Samkvæmt Almannavörnum sem voru í sjónvarpinu áðan. Þá verður heitavatnsleysi á Reykjanesi í heila viku vegna þess að lögnin fór í sundur. Það var einhverntímann talað um að kaupa stóra rafmagnskatla (eða olíukatla) til að hita vatn sem varaleið en mig er farið að gruna að það hafi kannski ekki verið gert.
Síðast breytt af jonfr1900 á Lau 10. Feb 2024 17:30, breytt samtals 1 sinni.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf falcon1 » Lau 10. Feb 2024 18:05

Menn höfðu 3 ár til að finna út og byggja varaleið fyrir heita vatnið en lítið sem ekkert var gert. Nú er staðan þannig að við á Suðurnesjum þurfum að vera í köldum húsum að minnsta kosti næstu viku en má alveg búast við enn lengri tíma. Vonandi kemur hlýnun jarðar til bjargar og við fáum góðan hita yfir frostmarki á næstunni.

Ps. tók eftir því að það sló þögn á mannskapinn þegar fréttamaður á blaðamannafundinum spurði hvort það væru til plön ef rafmagnið myndi steikjast líka. Ef það gerist þá erum við fucked!




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Manager1 » Lau 10. Feb 2024 18:19

falcon1 skrifaði:Ps. tók eftir því að það sló þögn á mannskapinn þegar fréttamaður á blaðamannafundinum spurði hvort það væru til plön ef rafmagnið myndi steikjast líka. Ef það gerist þá erum við fucked!

Það er hægt að undirbúa sig fyrir mjög margt sem getur gerst, en að bæði heitt vatn og rafmagn fari af stórum parti af landinu, það er erfitt að hafa einhverskonar varaleið fyrir slíkar hamfarir og eflaust mjög dýrt að viðhalda slíku.

En það sem mér finnst slæmt í þessu er að varapípan sem var tengt inná í gær og átti að þola það að fá yfir sig hraun hafi ekki þolað það, hún hefur væntanlega ekki verið grafin nógu djúpt eða eitthvað slíkt, það er bölvað klúður finnst mér.

Hvernig er hitaveitan þarna byggð upp, væntanlega ekki lokað kerfi með framrás og bakrás (túr og retúr)? Því ef svoleiðis væri fyrir hendi væri e.t.v. hægt að setja upp einhverskonar kyndistöð sem myndi sjá um að halda vatninu í hringrásinni heitu. Slíkar hitaveitur eru á mörgum stöðum á landinu sem eru á köldum svæðum.




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf nonesenze » Lau 10. Feb 2024 18:50

það má eyða milljörðum í kaffihús en ekki hægt að hafa backup til að hafa heitt vatn hjá 30.000 manns. nei ég er bara svona að djóka sko.. ehemm


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf rapport » Lau 10. Feb 2024 20:24

Svona pælingar voru á bakvið þráðinn sem ég bjó til um "samfelldan rekstur"... sem hefði kannski átt að heita "áfallaþol".

Það er eins og það sé aldrei hugsað fyrir því að fjárfesta í varaleiðum og umfram afkastagetu, til að mæta akkúrat svona ástandi.

Það eru örugglega engin viðmið um hvað það verður að vera til mikið af olíu í landinu að lágmarki ef til heimstyrjaldar kæmi, eða matur, eða lyf eða nokkuð annað.

Við ætlum bara að redda þessu ef eitthvað kklikkar.

Innviðirnir okkar ráða ekki einusinni við að byggja nægilega mikið af húsnæði, við ráðum ekki við að úthluta lóðum nógu hratt.... úff, nú fer að sjóða á mér af pirring yfir skammsýni stjórnvalda.




strepsils
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Sun 07. Jún 2020 01:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf strepsils » Lau 10. Feb 2024 20:36

rapport skrifaði:nú fer að sjóða á mér af pirring yfir skammsýni stjórnvalda.

Hvað með í staðin fyrir að hækka skatta til að gera allt landið að doomsday preppað þá getur þú bara ráðstafað þínum eigin pening í prepp. Og átt t.d. rafstöð, eitthvað af olíu, mat, vatn og hvað annað sem þig langar, og í eins marga mánuði og þig langar :D



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 688
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Henjo » Lau 10. Feb 2024 21:17

strepsils skrifaði:
rapport skrifaði:nú fer að sjóða á mér af pirring yfir skammsýni stjórnvalda.

Hvað með í staðin fyrir að hækka skatta til að gera allt landið að doomsday preppað þá getur þú bara ráðstafað þínum eigin pening í prepp. Og átt t.d. rafstöð, eitthvað af olíu, mat, vatn og hvað annað sem þig langar, og í eins marga mánuði og þig langar :D


Lol skulu segja öllu þeim tugþúsundum sem búa á Reykjanesi með að redda þessu bara með því að breyta sér í domsday preppers. í raun skulum bara hætta að viðhalda rafkerfinu í landinu þvi allir geta bara verið með dísel generator í bílkskúrnum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf appel » Lau 10. Feb 2024 21:26

Varðandi hitaveitukerfi, hví er ekki hægt að vera með fallback kerfi sem væri þá hringrásarkerfi. Þannig væri heitt vatn sem fer inn í hús leitt aftur til baka á einn stað. Markmiðið er að geta safnað vatninu saman, jafnvel hita það upp aftur, og leiða það aftur inn í hringrásina.

Ef heitt vatn hættir að berast frá virkjunum þá geta bæjir notast við svona hringrásarkerfi, sett vatnið í svona boiler, kynt með olíu, og haldið þá hita á húsum.
En einn kosturinn er einnig að halda hringrásinni í gangi í stað þess að vera með staðnað vatn í pípum sem er líklegra til að frjósa.

Allavega er svona boiler dæmi mjög algengt erlendis.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf rapport » Lau 10. Feb 2024 21:36

Ef svona shit væri að gerast annarstaðar í heiminum þá væru pólitískir hausar að fjúka...

Innviðaráðuneyti sem pælir ekki í svona fyrr en eftirá?

Fjármálaráðuneyti sem er með tóma hamfarasjóði?

Forsætirsráðuneyti sem ætlar almenningi að taka skellinn í stað bankanna/lánveitenda.

Og auðvitað er það utanríkisráðherrann sem hefur gengt þessum hlutverkum undanfarna áratugi benti á það augljósa, innviðirnir spurngnir ef þeir eru á annað borð til staðar.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf appel » Lau 10. Feb 2024 22:56

rapport skrifaði:Ef svona shit væri að gerast annarstaðar í heiminum þá væru pólitískir hausar að fjúka...

Innviðaráðuneyti sem pælir ekki í svona fyrr en eftirá?

Fjármálaráðuneyti sem er með tóma hamfarasjóði?

Forsætirsráðuneyti sem ætlar almenningi að taka skellinn í stað bankanna/lánveitenda.

Og auðvitað er það utanríkisráðherrann sem hefur gengt þessum hlutverkum undanfarna áratugi benti á það augljósa, innviðirnir spurngnir ef þeir eru á annað borð til staðar.


Vandinn er líka að einsog í orkumálum að umhverfisverndaröfgar hafa haft neikvæð áhrif til að tryggja þessa innviði. Það megi ekkert gera til að efla orkuinnviði landsins því þá er það svo mikil umhverfisverndarpólitík.

Við sjáum einnig svona kolvitlausar pólitískar áherslur í öðrum málaflokkum sem gera einnig illt verra.

Ég veit að það eru ekki allir sammála mér, en ég hef sterka skoðun á þessu, að íslenskur almenningur er að bera svakalega þunga bagga útaf algjörri vitlausu í stjórnmálunum. Þetta kemur fram víða, t.d. í rafmagnsleysinu fyrir 2 vikum þegar umferðaröngþveiti skapaðist og leystist ekki úr fyrr en um kvöldmatarleyti.

Við erum með gott viðbragð, en það á ekki að þurfa treysta eingöngu á viðbragðsaðila þegar hægt er að plana hlutina þannig að það þarf lítið viðbragð.


*-*

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Moldvarpan » Lau 10. Feb 2024 23:06

Ég held að það séu fleirri sammála þér en þú heldur, margir tjá sig ekki lengur vegna þess hvernig samfélagið hefur þróast.

Ég spái því að sjálfstæðisflokkurinn fái sterkt umboð í næstu kosningum. Það þarf að fara virkja meira. Það þarf að taka á flóttamannavandanum.
Það þarf að styrkja innviði og vera með varaleiðir. Í það minnsta að efla þá allavegana rafkerfið svo það ráði við meira.

Þetta eru allt staðreyndir. Evrópa er ein um að reyna að taka á móti flóttamönnum. Aðrar heimsálfur taka almennt ekki við flóttamönnum.

Þetta þarf að stoppa, þetta er komið í óefni. Ein heimsálfa getur ekki séð um alla flóttamenn heimsins. Við munum drekkja okkur sjálfum við að reyna slíka vitleysu.

Ég er sammála bjarna ben með margt. Ég er sammála fiskikóngnum með margt.

En þetta á kannski ekki heima í þessum þræði.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Lau 10. Feb 2024 23:17

Mér sýnist að lækkun á GPS stöðinni Skipastígahraun sé í kringum 40 til 50mm (mismunandi eftir hvaða tímaskali er notaður). Þetta er talsverð lækkun. Sýnist einnig á nýjustu gögnum að það sem voru tvær til þrjár sillur séu núna komnar í eitt stórt hólf. Líklega hefur það gerist í atburðinum þann 10. Nóvember 2023 en ekki sést almennilega fyrr en núna í gögnunum.




jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1763
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Sun 11. Feb 2024 13:23

Ef þetta er að lækka er þá ekki langt í næsta gos?




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf falcon1 » Sun 11. Feb 2024 13:44





Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 11. Feb 2024 16:36

jardel skrifaði:Ef þetta er að lækka er þá ekki langt í næsta gos?


Það eru um þrjátíu dagar í næsta eldgos. Skekkjumörk eru um átta dagar í hvora áttina. Þenslan virðist vera núna um 15mm/á dag.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 11. Feb 2024 16:43

Það var að koma inn jarðskjálfti hjá mér. Hugsanlega var hann fyrir sunnan á Reykjanesinu.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 11. Feb 2024 16:52

Staðsetning á þessum jarðskjálfta er við Flatey á Skjálfanda. Sjálfvirk stærð er Mw3,1.



Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Oddy » Sun 11. Feb 2024 17:44

Ég fann þennan á Akureyri



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf appel » Sun 11. Feb 2024 21:50

Finnst þetta mjög athyglisvert, að leggja veg yfir nýrunnið hraun.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... vikurvegi/

Ég hefði alltaf ímyndað mér að þetta sé hættulegt, þetta gæti enn verið fljótandi.


*-*