Er ekki svol´tið mikið um það að rekstrarþjónustusamningar fari bara ofaní skúffu eftir að þeir hafa verið gerðir?
https://www.dv.is/frettir/2023/12/19/st ... -fra-2006/
Þetta er svo metnaðarlaust en er þetta ekki allt of algengt?
Managed services
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Managed services
Hljómar amk eins og Advania hafi ekki mikið verið að sinna þessu
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Managed services
rapport skrifaði:Er ekki svol´tið mikið um það að rekstrarþjónustusamningar fari bara ofaní skúffu eftir að þeir hafa verið gerðir?
https://www.dv.is/frettir/2023/12/19/st ... -fra-2006/
Þetta er svo metnaðarlaust en er þetta ekki allt of algengt?
Warning, incoming rant:
Ef við yfirfærum flest útboð yfir á t.d. heimilisþrif, sem sannarlega er hægt að kaupa sem aðkeypta þjónustu, þá fara langflest útboð svona fram:
Útboðslýsing skrifaði:Þjónustukaupa dreymir um fallegt heimili, þar sem rykkornin aldrei falla. Núverandi heimili er bara í meðallagi, ekkert sérstaklega mikið drasl, en þrjú börn á aldrinum 11 til 15.
Æskilegt væri að þurrkað væri af 2x í viku, skúrað 1x í viku, og að heimilistæki eins og ofnar væru þrifin aðra hverja viku.
Þvott þarf að þvo daglega, sömuleiðis uppvask og röðun í uppþvottavél.
Athugið að síðan 2006 vantar 3 glugga á húsið, einn af þeim snýr að þungri umferðargötu og því mikið ryk og sandur sem kemur þar inn.
Bjóðandi skal bjóða í samkvæmt neðangreindu formi.
Verðmat gildir 99,5% og hárlitur 0,5%.
Form:
1x Uppvask á fjögurra mánaða fresti, hámark 1klst unnið í senn; Verð: _______ Kr.
Nú hlaupa til allir sem geta boðið, og bjóða í 1 klst vinnu á 4 mánaða fresti, eða 15 mínútur að mánuði að meðaltali.
Það er það eina sem útboðið fór fram á.
Það að hafa tugi blaðsíðna um væntingar og þrár sem einhvern formála í útboðslýsingu, bara til þess að hafa svo raunkröfur að engu og að láta bjóðanda fylla út eina eða tvær línur í excel skjali um einingarverð sem er ekki í neinu samhangi við útboðslýsingu er bara allt of fáránlega algengt.
Að öllu jafna hefur svo bjóðandi samband við verkkaupa, og bíður upp á auka þjónustu til að uppfylla drauma og þrár, og oftar en ekki svarar verkkaupi: "Nei takk, of dýrt, tími því ekki."
En svo, tveimur árum seinna, þegar enginn hefur skúrað, þvegið þvott, eða þurrkað af, kemur upp mygla í húsinu, og það kemst í fréttirnar.
Og þá segja allir: "Úff... hann Jói Hreingerningarmaður var nú með þetta hús í Þrif-as-a-Service, þetta er svo metnaðarlaust."
En... Jói gerði það sem honum var borgað fyrir að gera, og jafnvel meira til, en eigandi hússins vildi bara ekkert borga fyrir nein þrif.
Í sumum tilfellum, þá býr jafnvel annar hreingerningarmaður á heimilinu, og hann ætlar sko að láta ljós sitt skína líka.
Og alltaf þegar Jói bendir á að nú sé kominn tími til að skúra, þá hoppar viðkomandi upp og segir: "Nei takk, ég sé um að skúra, sjáumst næst."
Viðkomandi skúrar samt bara aldrei.
En einusinni missti hann blauta tusku á gólfið, og hugsaði með sér: "þetta er svona næstumþví eins og að skúra, merkjum þá bara við að ég hafi skúrað á þessu ári."
Næst þegar Jói hreingerningarmaður mætir, og bendir aftur á að það þurfi að skúra, verður viðkomandi reiður og segir Jóa að hætta að skipta sér af þessu, þetta sé ekki hans mál, ekki partur af samningnum, og hann geti nú bara farið og vaskað upp í þennan klukkutíma sem hann hefur, takkfyrirbless.
Þannig að þegar maður heyrir af svona málum, hvort sem um er að ræða þjónustufrávik eða öryggisfrávik, eða jafnvel bara óánægju með samning, þá þarf að spyrja sig að því hvar er rót vandans í þessu?
(Fyrir utan að það sem að jafnaði kemur fram í fréttamiðlum er yfirleitt bara 2,5% af sannleikanum og restin er guesswork og uppfylling.)
Ég er amk búinn að sjá svona samninga/samningsdrög/útboð nógu oft til þessa að ég hugsa bara með mér: Þetta er leiðindamál, en það er ekki nokkur leið að hægt sé að mynda sér almennilega skoðun á þessu út frá fréttaflutning einum og sér.
Það er yfirleitt vilji hjá flestum ef ekki öllum þjónustuaðilum að sinna rekstrarsamningum eins vel og verkkaupi vill greiða fyrir, því það eykur bara líkurnar á því að samningurinn sé framlengdur og verður grunnur að löngu viðskiptasambandi.
Mkay.
-
- Nörd
- Póstar: 102
- Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
- Reputation: 27
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Managed services
Fullkomlega orðað hjá þér Natti, fólk á það til að gleyma að samningar eru tvíhliða og þú getur ekki farið út fyrir samninginn bara því þér finnst það ætti að vera gert á þann hátt...þess vegna eru til samningar, einmitt til að koma í veg fyrir þau atvik.
Fyrir öll þau dæmi sem þjónustuaðili hefði geta farið út fyrir samning því hann var ósammála um uppsetningu og hefur arguably "betri" leið til að framkvæma hlutinn, þá eru einnig aðilar sem myndu fara út fyrir samninginn og geri hlutina verri.
Samningar eru til staðar svo það sé algjörlega á hreinu hvað verður unnið og hvernig, sem getur orðið að vandamáli eins og þú minnist á þegar samningurinn byggist á lélegum upplýsingum og væntingum.
Fyrir öll þau dæmi sem þjónustuaðili hefði geta farið út fyrir samning því hann var ósammála um uppsetningu og hefur arguably "betri" leið til að framkvæma hlutinn, þá eru einnig aðilar sem myndu fara út fyrir samninginn og geri hlutina verri.
Samningar eru til staðar svo það sé algjörlega á hreinu hvað verður unnið og hvernig, sem getur orðið að vandamáli eins og þú minnist á þegar samningurinn byggist á lélegum upplýsingum og væntingum.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7582
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1191
- Staða: Tengdur
Re: Managed services
Strákurinn skrifaði:Fullkomlega orðað hjá þér Natti, fólk á það til að gleyma að samningar eru tvíhliða og þú getur ekki farið út fyrir samninginn bara því þér finnst það ætti að vera gert á þann hátt...þess vegna eru til samningar, einmitt til að koma í veg fyrir þau atvik.
Fyrir öll þau dæmi sem þjónustuaðili hefði geta farið út fyrir samning því hann var ósammála um uppsetningu og hefur arguably "betri" leið til að framkvæma hlutinn, þá eru einnig aðilar sem myndu fara út fyrir samninginn og geri hlutina verri.
Samningar eru til staðar svo það sé algjörlega á hreinu hvað verður unnið og hvernig, sem getur orðið að vandamáli eins og þú minnist á þegar samningurinn byggist á lélegum upplýsingum og væntingum.
Þetta hljómar eins og léleg þjónusta.
Samningar verða að þróast með tímanum í takt við breytingar í tækni, getu þjónustuaðila og þörfum kaupanda.
Í þessu strætódæmi finnst mér liggja fyrir að Strætó helt að þeir væru að kaupa þjónustu sem þeir fengu ekki, by far.
Og Advania fékk mánaðarlega peningaáskrift fyrir minimum effort, jafnvel viðhalda stöffi sem réttast hefði verið að útleiða því það var úrelt og óöruggt.
Mér finnst það vera mestmegnis á ábyrgð þjónustsala að eyða svona óvissu, það er hann sem er sérfræðingurinn.
-
- Nörd
- Póstar: 102
- Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
- Reputation: 27
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Managed services
rapport skrifaði:Strákurinn skrifaði:Fullkomlega orðað hjá þér Natti, fólk á það til að gleyma að samningar eru tvíhliða og þú getur ekki farið út fyrir samninginn bara því þér finnst það ætti að vera gert á þann hátt...þess vegna eru til samningar, einmitt til að koma í veg fyrir þau atvik.
Fyrir öll þau dæmi sem þjónustuaðili hefði geta farið út fyrir samning því hann var ósammála um uppsetningu og hefur arguably "betri" leið til að framkvæma hlutinn, þá eru einnig aðilar sem myndu fara út fyrir samninginn og geri hlutina verri.
Samningar eru til staðar svo það sé algjörlega á hreinu hvað verður unnið og hvernig, sem getur orðið að vandamáli eins og þú minnist á þegar samningurinn byggist á lélegum upplýsingum og væntingum.
Þetta hljómar eins og léleg þjónusta.
Samningar verða að þróast með tímanum í takt við breytingar í tækni, getu þjónustuaðila og þörfum kaupanda.
Í þessu strætódæmi finnst mér liggja fyrir að Strætó helt að þeir væru að kaupa þjónustu sem þeir fengu ekki, by far.
Og Advania fékk mánaðarlega peningaáskrift fyrir minimum effort, jafnvel viðhalda stöffi sem réttast hefði verið að útleiða því það var úrelt og óöruggt.
Mér finnst það vera mestmegnis á ábyrgð þjónustsala að eyða svona óvissu, það er hann sem er sérfræðingurinn.
Ef það bara væri svo einfalt.
Ef aðili fer á bifvélaverkstæði til að laga ljós og bifvélavirkinn bendir honum á að bremsurnar séu ónýtar en hann týmir ekki að skipta þeim út og lendir svo í bílslysi vegna bremsa, er bifvélavirkinn ábyrgur eða eigandi bílsins? (Kannski lélegt dæmi þar sem ég *held* að bifvélavirkinn gæti neitað bílnum á götuna í þessu tilfelli)
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7582
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1191
- Staða: Tengdur
Re: Managed services
Strákurinn skrifaði:Ef það bara væri svo einfalt.
Ef aðili fer á bifvélaverkstæði til að laga ljós og bifvélavirkinn bendir honum á að bremsurnar séu ónýtar en hann týmir ekki að skipta þeim út og lendir svo í bílslysi vegna bremsa, er bifvélavirkinn ábyrgur eða eigandi bílsins? (Kannski lélegt dæmi þar sem ég *held* að bifvélavirkinn gæti neitað bílnum á götuna í þessu tilfelli)
Það er allt annað ef þjónustuaðili (ISO vottaður) gæti sýnt fram á rekjanleika athugasemda og atvika/úrbóta yfir samningstímann...
Skv. fréttini þá vantaði allt slíkt.
Þar með voru að mati Persónuverndar, bæði fyrirtækin brotleg. Advania hafi lofað að fylgja tilteknum öryggisstuðlum í samningi sínum við Strætó, en til að uppfylla þá staðla hafi þurft að tryggja öryggi svo sem með vöktun og atvikaskráningu. Breyti engu þó að slík þjónusta hafi ekki verið tiltekin berum orðum í samningi. Strætó hefði svo haft fullt tilefni til að bregðast fyrr við og eins að tryggja að Advania væri að uppfylla áðurnefnda staðla sem sem með því að gera mat á upplýsingaöryggisáhættu.