Hvað eru jólin ef maður notar ekki tímann í smá internetgrúsk?
https://www.stjornarradid.is/fjarlog-fy ... /fylgirit/
Það eru þarna "yfirlit 1" sem sýnir tekjur og svo "yfirlit 4" sem sýnir gjöldin.
Að bæta við einni formúlu aftanvið sem reiknar % af heild skapar svolítið spes sýn á hlutina.
Skattar á tekjur og hagnað eru um 1/3 (33,7%) af tekjum ríkissins:
- 20,7% tekjuskattur einstaklinga
- 8,8% tekjuskattur lögaðila
- 3,8% fjármagnstekjuskattur
Virðisaukaskattur einn og sér 31,2% af tekjum ríkisins
Öll vörugjöld eru 7% (áfengisgjald er þar inni og er langhæðst, 2%. Næst kemur Olíugjald 1,1%)
Tryggingagjöld eru í heildina 10,4% af tekjum ríkisins (s.s. tekjuskattar + VSK + tryggingargjald = 75,3% af öllum tekjum ríkisins.
Eignatekjur s.s. arðgreiðslur frá Landsvirkjun, vextir af kröfum og leigutekjur = 6,9% af tekjum ríkisins.
Sala á vörum og þjónustu "eftrilitsgjöld", "innritunargjald í háskóla" o.þ.h = 3,0 % af tekjum.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Kíkti á gjöldin líka... málaflokka og ráðuneyti.
Heilbrigðisráðuneytið 28%, þar af LSH 7,4%, Sjúkratryggingar 5,3% og Öldrunarstofnanir 3,6%.
Félagsmálaráðuneytið 24%, þar af Lífeyristrygging (tekjutrygging) 13,9%, félagsleg aðstoð 3,3%, atvinnuleysistryggingasjóður 2,8% og fæðingaorlofssjóður 1,8%
Fjármála og efnahagsráðuneytið fær svo 10,2% og strærsti kostnaðarliðurinn þeirra er Almennur varasjóður 3,3%, Lífeyrirsskuldbindingar 2,9% og barnabætur 1,2%
Innviðaráðuneytið er með 8,1% og þar af Vegagerðin með 3,0%, Jöfnunarsjóður sveitafélaga 2,4%, Húsnæðisbætur 0,7%
Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti er með 5,9% og þar er HÍ efstur á blaði með 1,8% og næst kemur styrkir til nýsköpunarfyrirtækja 1,1%, Menntasjóður með 0,5%, HR með 0,4%
Dómsmálaráðuneytið með 4,6% og þar er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stærst með 0,6%
Önnur ráðuneyti sem deila með sér restinni (<20%) eru Mennta- og barnamálaráðuneyti (PISA), Umhverfis, orku og loftlagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið, Menningar og viðskiptaráðuneytið, Utanríukisráðuneytið, Æðsta stjórn ríkisins og svo forsætisráðuneytið.
Það kemur ekkert á óvart en það virðist sem að ríkið gæti sparað sér háar fjárhæðir með því að einfalda reksturinn sinn og einfalda öllum í landinu lífið.
Skjalið telur um 380 línr af kostnaðarlíðum, líklega 370 sem ekki eru safnliðir.
Ódýrustu 108 liðirnir eru = 1% af útgjöldunum og þarna er tækifæri til að sameina.
Ódýrustu 147 eru = 2% af útgjöldunum og 172 = 3%.
Sumir þessara liða eru reyndar tilkomnir vegna bókhalds sbr. "Sorgarleyfi" og "Greiðslur til samtaka höfunarréttarhafa fyrir ljósritun á vernduðu efni" 124 milljónir. (WTF)... Vegna ljósritunar á höfunavörðu efni?