Væntanlega hafa menn lengi fylgst með fréttum um það að stjórnvöld og Seðlabankinn vilji koma upp innlendri "greiðslumiðlun". Það er ýmist í nafni samkeppni eða þjóðaröryggis.
Fyrir mitt leyti vil ég koma upp innlendri greiðslumiðlun, án tafar. Það er einfaldlega fáránlegt og órökrétt að styðja sig við erlenda aðila um að geta borgað í bakaríiunu fyrir snúðana.
Ég man vel eftir 2008 og upplifði þessar hörmungar þá. Landið var einu skrefi við að lenda í matvælaaðstoða SÞ. Held fáir átti sig á þessu hversu nálægt allsherjarhruni við vorum. En hérna var samt greiðslumiðlun innanlands, og það var hægt að redda hlutum, ég gat notað debetkortið eða kreditkortað úti í búð. En ef sama ástand væri nú og þá, þá væri það ekki hægt.
Auk þess var lokað á Ísland erlendis, þannig að segjum að einn viðskiptabanki færi á hausinn í dag, þá gæti það vel gerst að ENGIN kort á Íslandi virkuðu vegna þess að allir vildu lágmarka áhættuna útaf Íslandi, og loka á Ísland. Nota bene, þú kaupir ekki kanilsnúð neinsstaðar með korti.
Þannig að ég vel þjóðaröryggi.
Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
Re: Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
Jam afhverju ekki, ekki eins og þetta Rapyd dæmi sé eithva rosalega áreiðnalegt. Það er alltaf eithv að bila.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
Ef rapyd er alltaf að bila. Hvernig verður þá ríkis rekna ruslið ?
Bara því miður, þetta yrði svona 1000x meira klúður en að snjall greiðsluvæða strætó. Og skattgreiðendur auðvitað þeir sem tapa.
Bara því miður, þetta yrði svona 1000x meira klúður en að snjall greiðsluvæða strætó. Og skattgreiðendur auðvitað þeir sem tapa.
Re: Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
Í Afríku þar sem allir eru underbanked notast fólk við öpp á símum en ekki posa.
Form greiðslumiðlunar getur verið allt öðruvísi en þetta gamla góða kort og posi.
Indó er svo að gera eitthvað öðruvísi því þeirra kerfi þarf minni samskipti fram og til baka (skildist mér) til að fá heimild fyrir greiðslu, eitthvað finnskt módel ef ég man rétt.
Form greiðslumiðlunar getur verið allt öðruvísi en þetta gamla góða kort og posi.
Indó er svo að gera eitthvað öðruvísi því þeirra kerfi þarf minni samskipti fram og til baka (skildist mér) til að fá heimild fyrir greiðslu, eitthvað finnskt módel ef ég man rétt.
Re: Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
jonsig skrifaði:Ef rapyd er alltaf að bila. Hvernig verður þá ríkis rekna ruslið ?
Bara því miður, þetta yrði svona 1000x meira klúður en að snjall greiðsluvæða strætó. Og skattgreiðendur auðvitað þeir sem tapa.
Þetta þarf ekki að vera binary, við þurfum ekki að útiloka allt annað þó svo við gerum okkar eigið. Þetta er vonandi ekki eins og með strætó, þar sem fólkið sem tekur ákvarðarnir þar og stjórna öllu eru ekki einusinni að nýta sér þjónustu fyrirtækisins.
Re: Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
Er einhver með yfirsýn hvernig kerfið virkar í dag? Fara allar greiðslur sem eru ekki reiðufé í gegnum einn aðila? Er búnaðurinn sem vinnur greiðslurnar staðsettur erlendis?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5590
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1051
- Staða: Ótengdur
Re: Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
Hizzman skrifaði:Er einhver með yfirsýn hvernig kerfið virkar í dag? Fara allar greiðslur sem eru ekki reiðufé í gegnum einn aðila? Er búnaðurinn sem vinnur greiðslurnar staðsettur erlendis?
Kerfið er í útlöndum. Ef þú kaupir þér skyrdollu með kreditkorti eða debetkorti þá sendir posinn greiðslufyrirspurnina til útlanda. Ef það tekst ekki þá geturu ekki keypt þér skyrdolluna og sveltir þann dag.
Fer ekki meirihluti kortafærslna í gegnum fyrirtæki í Brasilíu og Ísrael?
Vandamálið er auðvitað hvað ef sæstrengir slitna, Ísland missir samband við umheiminn. Pútín er líklegur til alls í þeim efnum.
Svo erum við lítið land sem er auðvelt að ráðskast með, sbr. þegar Bretland beitti hryðjuverkalögum gagnvart Íslandi 2008. Ekki halda að slíkt geti ekki gerst aftur, sérstaklega af hendi landa sem eru ekkert vinir okkar (Ísrael) og landa einsog Brasilíu sem er hluti af þessu BRICS dæmi, svolítið concern að reiða sig á velvilja þeirra klíku.
Síðast breytt af appel á Fim 14. Des 2023 11:45, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
Hvað er til fyrirstöðu fyrir fyrirtæki að nýta tækifærið og koma upp íslensku greiðslumiðlunar kerfi sem er hýst hérlendis ?
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
vesley skrifaði:Hvað er til fyrirstöðu fyrir fyrirtæki að nýta tækifærið og koma upp íslensku greiðslumiðlunar kerfi sem er hýst hérlendis ?
Þetta er einfaldlega tímafrekt og dýrt. Þarft að fara í gegnum 1001 öryggisvottun til að koma þessu í loftið. Kannski ekki margir spenntir fyrir svona verkefni.
https://blikk.tech/ - þessir eru reyndar að koma með lausn fyrir íslenska markaðinn
ps5 ¦ zephyrus G14
Re: Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
IKEA hefur skipt um greiðslumiðlara,
fóru frá rapyd til teyja
hverju breytir það? er þetta ennþá gert í útlöndum?
https://www.visir.is/g/20232503042d/ike ... ki-politik
fóru frá rapyd til teyja
hverju breytir það? er þetta ennþá gert í útlöndum?
https://www.visir.is/g/20232503042d/ike ... ki-politik
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5590
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1051
- Staða: Ótengdur
Re: Ríkisgreiðslumiðlun eða alþjóðagreiðslumiðlun?
Hizzman skrifaði:IKEA hefur skipt um greiðslumiðlara,
fóru frá rapyd til teyja
hverju breytir það? er þetta ennþá gert í útlöndum?
https://www.visir.is/g/20232503042d/ike ... ki-politik
Teya Solutions Ltd. er félag með takmarkaðri ábyrgð og skráð lögheimili að Third Floor, 20 Old Bailey, London, EC4M 7AN, Bretlandi, með skráningarnúmerið 12271069. Teya Iceland hf. er með starfsleyfi frá og undir eftirliti Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.
https://teya.com/is/home
breskt fyrirtæki.
*-*