falcon1 skrifaði:Lækkaði landið um næstum 3 cm í Svartsengi þegar kvikan hljóp undan? Fellur úr +90mm í -250mm miðað við síðusta grafið.
30cm right?
falcon1 skrifaði:Lækkaði landið um næstum 3 cm í Svartsengi þegar kvikan hljóp undan? Fellur úr +90mm í -250mm miðað við síðusta grafið.
Stuffz skrifaði:Má nokkuð fara inní Grindavík enn sem komið er?
jonfr1900 skrifaði:Þenslan er orðin mjög mikil í Svartsengi. Ekki alveg búið að ná sömu stöðu og fyrir 10. Nóvember en það nálgast mjög hratt. Hraði þenslunnar virðist hafa aukist síðasta sólarhringinn.
SENG-plate-90d-svd-24.11.2023.png
jonfr1900 skrifaði:Það er hafin jarðskjálftahrina við Sundahnúka og Sundhnúkagíga (hófst um klukkan 23:55, þann 26. Nóvember). Þessi jarðskjálftahrina virðist vera svipuð og þeirri jarðskjálftahrinu sem hófst um sólarhring áður en kvikan hljóp þann 10. Nóvember. Líklega verður atburðarrásin hraðari núna, þar sem jarðskorpan er öll brotin á þessu svæði. Núna eru þetta kröftugir litir jarðskjálftar og þegar þetta er skrifað, þá hafa engir stórir jarðskjálftar komið fram. Það kann að breytast.
Mesta virknin nærri Sýlingarfelli og Hagafelli
Um miðnætti hófst jarðskjálftahviða og mældust um 170 skjálftar, einn mældist 3,0 að stærð.
Uppfært 27. nóvember kl. 15:40
Jarðskjálftavirkni var nokkuð stöðug síðustu daga og mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð. Skjálftavirknin var mest á um 3 – 5 km dýpi.
Út frá aflögunargögnum frá GPS mælum og gervitunglum sést að þensla heldur áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. Þó mældust engar breytingar á GPS mælingum í tengslum við jarðskjálftahrinuna í nótt. Bæði skjálfta- og aflögunargögn benda til þess að innflæði kviku haldi áfram bæði undir Svartsengi og í miðju kvikugangsins. Skjálftahrinan í nótt gæti verið vísbending um aukinn þrýsting í ganginum.
Í ljósi þessa og samtúlkun nýjustu gagna eru áfram taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á meðan innflæði kviku heldur áfram. Mesta hættan á að kvika komi upp er áfram á svæðinu milli Hagafells og Sýlingarfells. Hættumatskort sem Veðurstofan gaf út 22. nóvember er enn í gildi.
Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði.