Ég er mikið að pæla í að fara í einhverja af þessum undirbúningsdeildum fyrir háskóla, þ.e. Keilir, Háskólagrunn eða Háskólagátt. Er einhver hérna sem hefur reynslu af þeim og hvernig gekk að fara í áframhaldandi nám?
Sýnist að bæði Keilir og Háskólagáttin bjóði uppá fjarnám en Háskólagrunnur sé staðnám, er það rétt?
Svo önnur spurning, hvaða vefsíður og/eða bækur eru bestar til að læra stærðfræðina?
Undirbúningur fyrir háskóla
Re: Undirbúningur fyrir háskóla
Ég tók frumgreinadeild THÍ sem er í dag HR, þurfti ekki að klára alla áfangana til að komast inn, aldur og starfsreynsla taldi eitthvað.
Konan fór í Keili, staðnám og við vorum frumbyggjar á svæðinu þegar Keilir opnaði, það gekk virkilega vel.
Þekki líka til fólks sem hefur farið í raunfærnimat, minnir hjá Mími og komist beint inn í HR í kjölfarið og er að ace-a sitt nám þar án þess að vera með stúdentspróf.
Konan fór í Keili, staðnám og við vorum frumbyggjar á svæðinu þegar Keilir opnaði, það gekk virkilega vel.
Þekki líka til fólks sem hefur farið í raunfærnimat, minnir hjá Mími og komist beint inn í HR í kjölfarið og er að ace-a sitt nám þar án þess að vera með stúdentspróf.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Undirbúningur fyrir háskóla
Ég er einmitt að klára Menntastoðir hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (svipað og Mímir) og hefur gengið bara mjög vel hingað til. Þannig að nú er maður að pæla í næsta skrefi. Bý á Suðurnesjunum þannig að Keilir er næstur mér en ég vil fara í undirbúningsdeild sem gefur mér mesta möguleikana.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Undirbúningur fyrir háskóla
Ég tók frumgreinadeild í HR áður en ég fór í verkfræðinám í Danmörku.
Þegar ég lít til baka þá var þetta mjög góður undurbúningur og get ekki mælt meira með frumgreinadeildinni í HR.
Þegar ég lít til baka þá var þetta mjög góður undurbúningur og get ekki mælt meira með frumgreinadeildinni í HR.
Electronic and Computer Engineer
Re: Undirbúningur fyrir háskóla
Ef þú vilt sjá hvaða stærðfræði er verið að tala um, þá held ég að þetta gefi ágæta mynd af því (svona amk ef þú ert að hugsa um verkfræði-/raungreinanám):
https://edbook.hi.is/undirbuningur_stae
Þetta er svo kennt í fyrsta áfanganum í HÍ
https://edbook.hi.is/stae104g
https://edbook.hi.is/undirbuningur_stae
Þetta er svo kennt í fyrsta áfanganum í HÍ
https://edbook.hi.is/stae104g
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Undirbúningur fyrir háskóla
bezzen skrifaði:Ef þú vilt sjá hvaða stærðfræði er verið að tala um, þá held ég að þetta gefi ágæta mynd af því (svona amk ef þú ert að hugsa um verkfræði-/raungreinanám):
https://edbook.hi.is/undirbuningur_stae
Þetta er svo kennt í fyrsta áfanganum í HÍ
https://edbook.hi.is/stae104g
Takk fyrir þetta.
Re: Undirbúningur fyrir háskóla
Þegar ég skráði mig í frumgreinanámið í HR var talað um að það væri hægt að taka þetta nánast án þess að mæta. Svo voru sumir kennarar sem vildu það alls ekki og maður varð að mæta til að ná áföngunum. Mjög kjánalegt verð ég að segja þar sem það er ekki erfitt að setja þetta upp sem fjarnám.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Undirbúningur fyrir háskóla
Ghost skrifaði:Þegar ég skráði mig í frumgreinanámið í HR var talað um að það væri hægt að taka þetta nánast án þess að mæta. Svo voru sumir kennarar sem vildu það alls ekki og maður varð að mæta til að ná áföngunum. Mjög kjánalegt verð ég að segja þar sem það er ekki erfitt að setja þetta upp sem fjarnám.
Það er mjög góður kostur ef það er hægt að taka námið í fjarnámi þar sem ég geri ráð fyrir að vinna með námi.
Re: Undirbúningur fyrir háskóla
falcon1 skrifaði:Ghost skrifaði:Þegar ég skráði mig í frumgreinanámið í HR var talað um að það væri hægt að taka þetta nánast án þess að mæta. Svo voru sumir kennarar sem vildu það alls ekki og maður varð að mæta til að ná áföngunum. Mjög kjánalegt verð ég að segja þar sem það er ekki erfitt að setja þetta upp sem fjarnám.
Það er mjög góður kostur ef það er hægt að taka námið í fjarnámi þar sem ég geri ráð fyrir að vinna með námi.
Einmitt sama hugsun og hjá mér. Mæli ekki með HR fyrir það.