Eldgosið í Fagradalsfjalli
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Það er óljóst hvaðan þessi mynd sem zetor birti er kominn. Þetta er ekki hefðbundin INSAR mynd samkvæmt sérfræðingum á Facebook (Veðurstofan, Náttúruvárhópur Suðurlands). Þegar raunveruleg INSAR mynd kemur, þá ætti að sjá betur hvar kvikugangur er að myndast.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
jonfr1900 skrifaði:Það er óljóst hvaðan þessi mynd sem zetor birti er kominn. Þetta er ekki hefðbundin INSAR mynd samkvæmt sérfræðingum á Facebook (Veðurstofan, Náttúruvárhópur Suðurlands). Þegar raunveruleg INSAR mynd kemur, þá ætti að sjá betur hvar kvikugangur er að myndast.
hún er fengin af hraun.vedur.is 2-3 Nov
Síðast breytt af zetor á Lau 04. Nóv 2023 22:04, breytt samtals 2 sinnum.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
appel skrifaði:Ég væri farinn í burtu nú þegar. Það ætti að a.m.k. flytja konur og börn í burtu.
Svona sexismi á ekki heima árið 2023.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Geggjuð auglýsing fyrir íslenska túristmann þegar hundrað túristar sjóðast í bláa lóninu.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
GPS gögnin sýna áframhaldandi mikla þenslu á svæðinu. Þessa stundina er kvikan að þenjast lóðrétt, frekar en lárétt og mun gera það þangað til að kvikan kemst ekki lengra í jarðskorpunni. Þá mun eldgos hefjast. Miðað við hraðan á þenslunni, þá mun þetta væntanlega taka einn til tvo daga í viðbót.
GPS gögn Veðurstofunnar.
GPS gögn Háskóla Íslands.
GPS gögn Veðurstofunnar.
GPS gögn Háskóla Íslands.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
zetor skrifaði:mikil læti núna, hvar er kvikan að troða sér upp núna?
Þetta eru brotaskjálftar. Þenslan er orðin svo mikil að jarðskorpan í kring tekur ekki lengur þrýstinginn af öllu þessu magni af kviku.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Hefði ekki verið hægt að bora eftir vara heitavatnsholu á Suðurnesjum til að nýta ef allt fer til fjandans í Svartsengi? Það er ekki eins og landrisið hafi verið að byrja í gær.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
falcon1 skrifaði:Hefði ekki verið hægt að bora eftir vara heitavatnsholu á Suðurnesjum til að nýta ef allt fer til fjandans í Svartsengi? Það er ekki eins og landrisið hafi verið að byrja í gær.
Eflaust er hægt að bora holu, en það þarf líka að leggja pípur þangað sem vatnið á að fara og tengja það núverandi kerfi, það er flóknara en það virðist. En engu að síður þá er sennilega kominn tími til að finna aðrar lausnir fyrir heitt vatn á Suðurnesjum, a.m.k. til vara ef allt fer á versta veg.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Manager1 skrifaði:falcon1 skrifaði:Hefði ekki verið hægt að bora eftir vara heitavatnsholu á Suðurnesjum til að nýta ef allt fer til fjandans í Svartsengi? Það er ekki eins og landrisið hafi verið að byrja í gær.
Eflaust er hægt að bora holu, en það þarf líka að leggja pípur þangað sem vatnið á að fara og tengja það núverandi kerfi, það er flóknara en það virðist. En engu að síður þá er sennilega kominn tími til að finna aðrar lausnir fyrir heitt vatn á Suðurnesjum, a.m.k. til vara ef allt fer á versta veg.
Já, líklega flókið mál en maður hefði haldið að það væri nú eitthvað komið í gang núna þegar landrisið og gos eru búin að vera í hvað 2 ár og sérfræðingarnir tala um að Suðurnesin verði í þessum ham næstu 100 árin eða svo.
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
falcon1 skrifaði:Hefði ekki verið hægt að bora eftir vara heitavatnsholu á Suðurnesjum til að nýta ef allt fer til fjandans í Svartsengi? Það er ekki eins og landrisið hafi verið að byrja í gær.
Það eru fleiri holur úti á Reykjanesi heldur en við svartsengi. Það er líka Reykjanesvirkjun. Ég er ekki 100% viss h ort heita vatnið þar sé hæft til að nota beint í húshitun. Ef vatnið sem kemur upp er heitur sjór þá er allt of mikið af salti og öðrum steinefnum, en það er einmitt eitt af vandamálunum á Reykjanesinu. Það fæðir sjór inn í hraunið, en einnig kemur hreint vatn frá yfirborðinu.
Ef vatnið sem kemur upp er ekki nothæft beint þyrfti varmaskipta, eins og gert er í Nesjavallavirkjun. Ein til að það gangi upp þarf helling af hreinu vatni.
Semsagt, heita vatnið sem við höfum er fáránlega dýrmæt auðlind sem við höfum litið á sem sjálfsagðan hlut. Þó þú hafir endalaust heitt berg undir þér eins og á Reykjanesinu þýðir ekki að það sé auðvelt að nýta það í húshitun.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Ég veit ekki hvort að þarna hafi verið hiti til að byrja með, þykir það ólíklegt miðað við gróður á svæðinu. Það er mjög stutt í eldgos þegar jörðin er farin að hitna undir stóru svæði.
Drónamyndir sýna hitann í Illahrauni (mbl.is)
Drónamyndir sýna hitann í Illahrauni (mbl.is)
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Þenslan í eldstöðinni Reykjanes frá árinu 2020 er farin að nálgast 200mm. Það er mjög mikil þensla.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
falcon1 skrifaði:Já, líklega flókið mál en maður hefði haldið að það væri nú eitthvað komið í gang núna þegar landrisið og gos eru búin að vera í hvað 2 ár og sérfræðingarnir tala um að Suðurnesin verði í þessum ham næstu 100 árin eða svo.
Það veit enginn hvað þetta gostímabil mun taka langan tíma og ég hef ekki séð neinn sérfræðing fullyrða neitt um það.
Endilega sýndu mér annað.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
appel skrifaði:Þetta er ekki á "góðum stað", ógnar bæði Bláa Lóninu og Svartsengjavirkjun, og einnig Grindavík.
Grindavík ekki í beinni hættu
Hann segir orkuverið í Svartsengi í mikilli hættu ef það gýs á þessu svæði sem og Bláa lónið en hann segir Grindavík ekki í beinni hættu.
„Það er mikilvægt að átta sig á því að ef það gýs norðvestan við Þorbjörn þá rennur það hraun ekki inn í Grindavík. Það getur farið til sjávar vestan við Grindavík miðað við þá atburðarrás sem nú er í gangi. Ef þyrfti að gera varnargarð sem héldi hraunrennslinu frá Grindavík ætti að gefast tími til þess sömuleiðis. Sjálf Grindavík er ekki í beinni hættu.“
- https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/11/06/kvikusofnun_hradari_og_meiri_en_adur_hefur_verid/
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2136
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Hver borgar brúsann við að verja þessa svokölluðu „innviði“ sem eru í einkaeigu?
Bláa lónið er í einkaeigu, HS orka er rétt ræplega 50% í einkaeigu fjárfesta og lífeyrissjóða í gegnum félagið HSV eignarhaldsfélag slhf áður Ursus I slhf sem var í eigu Hreiðars Guðjónssonar fyrrverandi eiganda Sýnar hf.
Það er verið að braska með innviðina, láta þá sem eiga þá sjá um að verja þá, ef þeir vilja það ekki þá láta þetta fara undir hraun eða taka eignarnámi. Þetta sannar bara að orkutengdir innviðir eins og vatns og rafmagnsveitur eiga ekki að vera í einkaeigu.
Það gengur ekki að vilja endalaust einkavæða hagnað af öllu en ríkisvæða tap og kostnað hvort sem það eru flensufaraldrar eða yfirvofandi náttúruhamfarir.
https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjask ... 4309130340
Bláa lónið er í einkaeigu, HS orka er rétt ræplega 50% í einkaeigu fjárfesta og lífeyrissjóða í gegnum félagið HSV eignarhaldsfélag slhf áður Ursus I slhf sem var í eigu Hreiðars Guðjónssonar fyrrverandi eiganda Sýnar hf.
Það er verið að braska með innviðina, láta þá sem eiga þá sjá um að verja þá, ef þeir vilja það ekki þá láta þetta fara undir hraun eða taka eignarnámi. Þetta sannar bara að orkutengdir innviðir eins og vatns og rafmagnsveitur eiga ekki að vera í einkaeigu.
Það gengur ekki að vilja endalaust einkavæða hagnað af öllu en ríkisvæða tap og kostnað hvort sem það eru flensufaraldrar eða yfirvofandi náttúruhamfarir.
https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjask ... 4309130340
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
mikkimás skrifaði:falcon1 skrifaði:Já, líklega flókið mál en maður hefði haldið að það væri nú eitthvað komið í gang núna þegar landrisið og gos eru búin að vera í hvað 2 ár og sérfræðingarnir tala um að Suðurnesin verði í þessum ham næstu 100 árin eða svo.
Það veit enginn hvað þetta gostímabil mun taka langan tíma og ég hef ekki séð neinn sérfræðing fullyrða neitt um það.
Endilega sýndu mér annað.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021 ... aer-300-ar
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
JReykdal skrifaði:mikkimás skrifaði:falcon1 skrifaði:Já, líklega flókið mál en maður hefði haldið að það væri nú eitthvað komið í gang núna þegar landrisið og gos eru búin að vera í hvað 2 ár og sérfræðingarnir tala um að Suðurnesin verði í þessum ham næstu 100 árin eða svo.
Það veit enginn hvað þetta gostímabil mun taka langan tíma og ég hef ekki séð neinn sérfræðing fullyrða neitt um það.
Endilega sýndu mér annað.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021 ... aer-300-ar
Ekki eitt orð í þessari frétt um hvað þessi hrina mun standa lengi.
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
jonfr1900 skrifaði:Þenslan er orðin mjög mikil, svo mikil reyndar að ég tel víst að þegar eldgosið í Svartsengi hefst þá verði það stærsta eldgosið hingað til og þetta gæti varað í nokkrar vikur, jafnvel einn til tvo mánuði.
Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofunni sagði ekkert benda til þess að mögulegt eldgos yrði stærra en síðustu gos.
- https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/11/06/ekki_rymt_nema_folk_se_i_haettu/
-
- Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
mikkimás skrifaði:JReykdal skrifaði:mikkimás skrifaði:falcon1 skrifaði:Já, líklega flókið mál en maður hefði haldið að það væri nú eitthvað komið í gang núna þegar landrisið og gos eru búin að vera í hvað 2 ár og sérfræðingarnir tala um að Suðurnesin verði í þessum ham næstu 100 árin eða svo.
Það veit enginn hvað þetta gostímabil mun taka langan tíma og ég hef ekki séð neinn sérfræðing fullyrða neitt um það.
Endilega sýndu mér annað.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021 ... aer-300-ar
Ekki eitt orð í þessari frétt um hvað þessi hrina mun standa lengi.
https://www.dv.is/frettir/2020/10/20/buast-ma-vid-sifelldum-eldgosum-300-ar/
Aftur á móti, ef við skoðum eldvirknina á Reykjanesskaga yfir síðustu 7 þúsund ár, þá benda gögnin til þess
að eldgos afmarkist við ákveðin gosskeið sem eru um 3-400 ára löng og aðskilin af 600 til 1200 ára löngum
goslausum tímabilum.
https://kjarninn.overcastcdn.com/documents/N%C3%A1tt%C3%BAruv%C3%A1Vogar.pdf
Síðast breytt af gnarr á Mán 06. Nóv 2023 17:23, breytt samtals 1 sinni.
"Give what you can, take what you need."
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
mikkimás skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Þenslan er orðin mjög mikil, svo mikil reyndar að ég tel víst að þegar eldgosið í Svartsengi hefst þá verði það stærsta eldgosið hingað til og þetta gæti varað í nokkrar vikur, jafnvel einn til tvo mánuði.Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofunni sagði ekkert benda til þess að mögulegt eldgos yrði stærra en síðustu gos.
- https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/11/06/ekki_rymt_nema_folk_se_i_haettu/
Þetta er ekki ein silla, þetta eru margar sillur og samanlögð þensla er komin í rúmlega 200mm. Þetta ferli hófst árið 2020 eða í lok árs 2019. Þannig að þarna er búin að safnast mikil kvika á þessum tíma. Það er mín skoðun að það sem sést núna er bara efsta lagið á kvikuhólfinu sem er þarna. Það er engin leið að vita hvað er á 15 til 25 km dýpi en þar gæti einnig verið talsvert kvikuhólf.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Hérna er GPS mæling síðan árið 2020 á þenslunni sem er þarna að eiga sér stað.
GPS gögnin eru fengin héðan.
GPS gögnin eru fengin héðan.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 200
- Skráði sig: Fös 16. Sep 2016 19:45
- Reputation: 24
- Staðsetning: Reykjanesbæ
- Staða: Ótengdur
Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli
kvikan virðist vera enþá undir 5km dýpi smkv veðurstofuni,
er kvikan eitthvað lengi að komast upp á yfirborð frá því 5km dýpi miða við hvernig hlutir lýta út?
er kvikan eitthvað lengi að komast upp á yfirborð frá því 5km dýpi miða við hvernig hlutir lýta út?
Örgjövi: AMD ryzen 7900x. Minni: 2x16GB 5600MHz. GPU: Palit GameRock 3080ti 12gb . HDDs&SSDs: 1.2TB HDD, 1TB HDD, 1tb m.2 SSD, 500gb 960 pro m.2 SSD. Móðurborð: ASRock X670E PRO RS. PSU: AX850W. skjáir: Asus 144Hz 3D 1080p 27", samsung g7 240hz 1440p qled 27", Samsung 144Hz 1440p 32".