Það er mikið búið að vera fjalla um verðbólgu, hversu dýrt húsnæði er o.s.frv.
Það hefur lengi pirrað mig, eftir ða hafa heyrt hvernig hlutum er háttað í DK hvernig stéttafélög á Íslandi veita sáralitla þjónustu og beint aðhald gagnvart vinnuveitendum.
Dæmi.. trúnaðarmaður í DK er starfsmaður stéttafélags og heimsækir vinnustaði, fer yfir aðstæður og ýtir á eftir úrbótum. Á Íslandi er kannski trúnaðarmaður ef einhver þorði að bjóða sig fram í verkið.
En þar sem ég er í BHM þá kíkti ég á hvernig málum er háttað þar.
https://www.bhm.is/adalfundur2023
Að reka félagið kom út í tapi 2022, tekjur voru 533 milljónir en það kostaði 552 að reka félagið, þar af 388 í laun og 108 í annan kostnað... félagið á samt 297 milljónir af handbæru fé.
Orlofssjóðurinn fékk 387 milljónir í framlög og 388,5 í leigutekjur og skilaði 207,5 milljónum í hagnað. Borgaði 80 milljónir í laun (ekki mikið).
Starfsmenntasjóður fékk 320 milljónir í tekjur. greiddi út 235 milljónir í styrki og skilaði 43 milljónum í tekjur umfram gjöld. (laun voru 1,1 milljón)
Styrktarsjóður fékk 878 milljónir í tekjur, greiddi út 1.020 milljónir og var 197 milljónir í tapi.
Sjúkrasjóður fékk 454 milljónir, greiddi út 344 og skilaði 75 í kassann.
Starfsþróunarsetur fékk 675 milljónir, greiddi út 703 og var 111 í tapi
Gleymdi að KVH er þarna líka - https://www.kjarafelag.is/wp-content/up ... signed.pdf
En þau fengu 126 milljónir í tekjur og þar af fóru bara 28 til rekstur skrifstofu BHM, enduðu árið með 35 í kassann.
Punkturinn er...
Þarna eru gríðarlegir fjármunir, c.a. 2% af tekjum allra fyrir skatt... 10þ. af hverjum 500þ.
Það eru líklega margir/flestir sem borga minna í hita og rafmagn en til stéttafélagsins.
Þarna eru sjóðir sem safnast upp og ef þið kíkið í ársreikninga þessara sjóða þá er verðmæti þeirra í það heila tæpir 5 milljarðar með tekjur upp á 3+ milljarða á ári (vantar öll önnur stéttafélög í BHM, þarna er bara KVH).
Ef BHM mundi ráða 10 trúnaðarmenn með 1000 á mánuði (með gjöldum) = 120 milljónir á ári og hver og einn gæti farið í eina heimsókn í fyrirtæki/stofnun á dag og komið þeim málum sem hann uppgötvar í farveg = 200 virkir vinnudagara á ári x 10 starfsmenn = 2.000 heimsóknir.
Ég mundi vilja fá þetta effort á vinnumarkaðinn, að stéttarfélög væru miklu virkari í að gæta hagsmuna sinna félagsmanna.
Held að tilkostnaðurinn væri lítill og gróðinn mikill + aukið gegnsæi og samræming á milli vinnustaða.
Þó ekki væri nema til að tryggja að önnur kerfi t.d. jafnlaunavorttunin væri virt, að vinnuvernd (hiti, raki, hávaði) væri OK... og auðvitað miðla fræðslu til starfsfólks sem er nýtt á vinnustað eða bara nýtt á vinnumarkaði.
Hulinn kostnaður í samfélaginu
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2112
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
Minnir mig á þetta:
- Viðhengi
-
- 10Kweb.png (546.7 KiB) Skoðað 2661 sinnum
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7514
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1177
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
Nkl. þetta er pælingin.
Ég varð bara svo pirraður að heyra að íslensk stéttarfélög rukka meira en gera minna en þau á Norðurlöndunum.
Þetta er svo auðvelt fix, að skaffa trúnaðarmenn...
Ég varð bara svo pirraður að heyra að íslensk stéttarfélög rukka meira en gera minna en þau á Norðurlöndunum.
Þetta er svo auðvelt fix, að skaffa trúnaðarmenn...
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
Í Danmörku þarf fólk að skrá sig í A-kasse til að fá þjónustu. Ég held að það sé ekki þannig á Íslandi en annars er þetta allt sama spillingardæmið á Íslandi eins og flest annað.
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
2000 manns í verkfalli með 500.000 úr verkfallssjóði kosta BHM 1 milljarð á mánuði.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7514
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1177
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
sigurdur skrifaði:2000 manns í verkfalli með 500.000 úr verkfallssjóði kosta BHM 1 milljarð á mánuði.
Þetta eru ekki verkfallssóður/sjóðir sem eru þarna
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
rapport skrifaði:sigurdur skrifaði:2000 manns í verkfalli með 500.000 úr verkfallssjóði kosta BHM 1 milljarð á mánuði.
Þetta eru ekki verkfallssóður/sjóðir sem eru þarna
Hvar eru þeir í bókhaldinu?
-
- 1+1=10
- Póstar: 1181
- Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
- Reputation: 408
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
Já flott að verkalýðsfélögin hafi svona "kommisar" inni á öllum vinnustöðum svona eins og Sovétið og Kína eru með fulltrúa frá "flokkinum" til að passa upp á verkafólkið og kippa rulginu í lag, frábrar fyrirmyndir og hefur líka gefið svona frábær samfélög og lífsgæði. Verðum að gæta þess að svona kommisars hafi nú örugglega enga reynslu sjálfir í rekstri svona eins og þú aðrir opinberir starfsmenn sem lifa á skattgreiðendum svo að þeir fái nú engar ranghugmyndir um eins og einstaklingsfrelsi og kannski að launafólk ætti að halda meira af eigin launum sjálft. Efast ekki um að það verði mikil eftirsókn hjá fólki að stofna fyrirtæki í svona andrúmslofti og nýsköpun ríkur upp.
--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7514
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1177
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
Templar skrifaði:Já flott að verkalýðsfélögin hafi svona "kommisar" inni á öllum vinnustöðum svona eins og Sovétið og Kína...
Þetta er þjónusta sem stéttarfélög ættu að bjóða uppá EÐA fara rukka miklu minna, þau eru í bullandi gróða og eru ekki einusinni að ná að ráðstafa tekjum sínum í uppbyggingu og innviði fyrir sitt félagsfólk.
Það er því til $$$ fyrir þessu.
Og já... við sem vinnum hjá hinu opinbera erum bara afætur...
Það er vel hægt að fokka upp í opinberum rekstri og auðveldasta leiðin til að spotta "stjórnunarvanda", það er að kíkja í útboðin sem stofnun auglýsir.
Stofnanir þar sem stjórnendur geta ekki lýst þörfum sínum með orðum... það segir sig þá sjálft að þær vita almennt ekki hvað þær eru að gera eða hvað skiptir þær máli til að þær nái árangri.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
rapport skrifaði:[...]stéttafélög á Íslandi veita sáralitla þjónustu og beint aðhald gagnvart vinnuveitendum.
Dæmi.. trúnaðarmaður í DK er starfsmaður stéttafélags og heimsækir vinnustaði, fer yfir aðstæður og ýtir á eftir úrbótum. Á Íslandi er kannski trúnaðarmaður ef einhver þorði að bjóða sig fram í verkið.
Finnst þér stéttarfélög vera í þeirri stöðu að geta gert eitthvað sem skiptir máli?
Ertu bara að horfa til stéttarfélaga fyrir starfsfólk opinberra stofnanna, eða líka stéttarfélög á "almennum markaði" ?
Ég hef séð það "first hand" hversu máttlaus stéttarfélög eru gagnvart vinnuveitendum sem borga umfram einhverja taxta-töflu.
Nýlega var t.d. verið að kjósa um trúnaðarmenn á mínum vinnustað, og satt best að segja á ég erfitt að átta mig á hvaða hlutverki þeir gegna.
Mkay.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7514
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1177
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
natti skrifaði:rapport skrifaði:[...]stéttafélög á Íslandi veita sáralitla þjónustu og beint aðhald gagnvart vinnuveitendum.
Dæmi.. trúnaðarmaður í DK er starfsmaður stéttafélags og heimsækir vinnustaði, fer yfir aðstæður og ýtir á eftir úrbótum. Á Íslandi er kannski trúnaðarmaður ef einhver þorði að bjóða sig fram í verkið.
Finnst þér stéttarfélög vera í þeirri stöðu að geta gert eitthvað sem skiptir máli?
Ertu bara að horfa til stéttarfélaga fyrir starfsfólk opinberra stofnanna, eða líka stéttarfélög á "almennum markaði" ?
Ég hef séð það "first hand" hversu máttlaus stéttarfélög eru gagnvart vinnuveitendum sem borga umfram einhverja taxta-töflu.
Nýlega var t.d. verið að kjósa um trúnaðarmenn á mínum vinnustað, og satt best að segja á ég erfitt að átta mig á hvaða hlutverki þeir gegna.
nkl. þess vegna væri betra ef trúnaðarmaðurinn væri ekki starfsmaður fyrirtækisins, bara stéttarfélagsins
-
- Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 474
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
Ég sé ekki hvernig það á að minnka hulinn kostnað samfélagsins. Fólk verður líka að geta staðið í eigin lappir. Og óskað eftir aðstoð sé hennar þörf.
En þetta er minnsti parturinn af vandamálinu. Eins og myndin sem Guðjón bendir á.
Hlutverk stéttarfélaga hefur breyst mikið, þessi réttindi sem barist hefur verið fyrir eru orðin lögbundin réttindi.
En þetta er minnsti parturinn af vandamálinu. Eins og myndin sem Guðjón bendir á.
Hlutverk stéttarfélaga hefur breyst mikið, þessi réttindi sem barist hefur verið fyrir eru orðin lögbundin réttindi.
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
Það eru svakalega margir á ríkisspenanum á Íslandi, almenningur skattpíndur fyrir vikið.
Maður sér í hverjum einasta fréttatíma að það eru alltaf einhverjir að væla yfir því að þá vantar pening frá ríkinu, bregst ekki.
Maður sér í hverjum einasta fréttatíma að það eru alltaf einhverjir að væla yfir því að þá vantar pening frá ríkinu, bregst ekki.
*-*
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16511
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2112
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
Svo er ekk hægt að tala um hagstjórn, alveg sama hvað við fáum margar auðlindir upp í hendurnar við töpum á öllu, rafmagn, ál, fiskur, ferðaþjónusta alltaf skulum við hafa háa vexti, verðbólgu, vöruverð og lélega gjaldmiðli sem er í frjálsu falli þessa stundina.
- Viðhengi
-
- IMG_3210.png (537.28 KiB) Skoðað 1696 sinnum
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7514
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1177
- Staða: Ótengdur
Re: Hulinn kostnaður í samfélaginu
Ég startaði þessari umræðu kannski ekki á því sem er alvarlegast.
En á móti kemur að 2% af öllum þínum launum er mikið.
Ef við berum þetta saman við 40 ára húsnæðislán.
480 mánuðir = 9,6 = á þessum 40 árum þá fær stéttafélagið andvirði 9,6 mánaðarlauna.
En húsnæðislán kosta, á föstu verðlagi:
Af heildartekjunum þínum fer um 50% í skatta og önnur gjöld.
Ef þú greiðir svo 50% af ráðstöfunartekjunum þínum í afborganir af húsnæðisláni með 4,8% vöxtum þá er hlutfallstala kostnaðar um 5,5%.
5,5% af 25% af heildartekjum fólks er 1,38% af heildartekjum.
Niðurstaðan er því sú að á föstu verðlagi þá kosta stéttafélögin fólkið í landinu 50% meira en vaxtagreiðslur af húsnæðislánum EF greiðslubirði lána er 50% af ráðstöfunartekjum.
Þetta er ástæðan fyrir því að ég segi að þetta sé hulinn kostnaður, þessi stéttafélagsgjöld eru virkilega mikill kostnaður m.v. margt annað, veit í raun ekki um neina aðra þjónustu sem er dýrari.
p.s.
Ef einhver ætlar að taka dæmið um 500þ. reikninginn með 490þ. vaxtagreiðslu, þá er það ekki á föstu verðlagi, það er með verðbótum og vöxtum á verðbótum og á jafngreiðsluláni... á jafngreiðsluláni þá fara fyrstu árin í að borga vextina og seinniárin í að borga höfuðstólinn. Að endurfjármagna jafngreiðslulán og sérstaklega að lengja í því = afhenda bönkunum peningana sína.
En á móti kemur að 2% af öllum þínum launum er mikið.
Ef við berum þetta saman við 40 ára húsnæðislán.
480 mánuðir = 9,6 = á þessum 40 árum þá fær stéttafélagið andvirði 9,6 mánaðarlauna.
En húsnæðislán kosta, á föstu verðlagi:
Af heildartekjunum þínum fer um 50% í skatta og önnur gjöld.
Ef þú greiðir svo 50% af ráðstöfunartekjunum þínum í afborganir af húsnæðisláni með 4,8% vöxtum þá er hlutfallstala kostnaðar um 5,5%.
5,5% af 25% af heildartekjum fólks er 1,38% af heildartekjum.
Niðurstaðan er því sú að á föstu verðlagi þá kosta stéttafélögin fólkið í landinu 50% meira en vaxtagreiðslur af húsnæðislánum EF greiðslubirði lána er 50% af ráðstöfunartekjum.
Þetta er ástæðan fyrir því að ég segi að þetta sé hulinn kostnaður, þessi stéttafélagsgjöld eru virkilega mikill kostnaður m.v. margt annað, veit í raun ekki um neina aðra þjónustu sem er dýrari.
p.s.
Ef einhver ætlar að taka dæmið um 500þ. reikninginn með 490þ. vaxtagreiðslu, þá er það ekki á föstu verðlagi, það er með verðbótum og vöxtum á verðbótum og á jafngreiðsluláni... á jafngreiðsluláni þá fara fyrstu árin í að borga vextina og seinniárin í að borga höfuðstólinn. Að endurfjármagna jafngreiðslulán og sérstaklega að lengja í því = afhenda bönkunum peningana sína.