jonsig skrifaði:JReykdal skrifaði:"dyggðarskreytana", "kommúnista", "áróðursskrifstofu ""RÚV"" (RÚV í gæsalöppum hvorki meira né minna).
Þarf ekki að segja meira.
Samblandan af Kímni og vandlætingu er hugmynd af comeback, en því miður gangslaus ef útfærslan af henni er gömul og þreytt.
Það væri fínt að þegar ég og rapport erum að rífast að við fengum frið frá fólki sem hefur nákvæmlega ekkert að segja.
Við erum ekki að rífast.
Þó ég fái ekki samviskubit yfir að kíkja á vaktina á vinnutíma, þá gat ég það ekki í dag. Ég var loksins að komast heim úr vinnunni og fékk lítið greitt fyrir þessa auka 25% viðveru í dag. Opinberir starfsmenn fá almennt ekki yfirvinnu greidda nema um útkall sé að ræða og eru oft í hálfgerðu akkorði þegar álag er á vinnustaðnum.
Það sem einkennir opinbera geirann í grunninn að fólk er tilbúið að drulla yfir vinnubrögð og þjónustu því það ber þau saman við fyrirtækjarekstur.
Fyrirtækjarekstur er svo easy, þá færðu tekjur inn á móti gjöldum frá degi til dags, getur hagnýtt tekjurnar þínar til að vaxa og dafna á þann hátt sem þér hentar svo lengi sem þú ferð ekki í þrot, þú færð endurgreiddan VSK og getur farið í allskonar leiki til að tryggja að allt gangi smooth.
Opinberi geirinn virkar ekki svona. Enginn inn/útskattur þó VSK af vinnu sérfræðinga a.k.a. háskólamenntaðra sé endurgreiddur.
Í ágúst/sept er unnin fjárhagsáætlun fyrir næsta ár út frá útgjöldum þessa árs og áætluðum breytingum (heilmikill rökstuðningur og útreikningur).
Áætlunin fer svo fyrir æðstu stjórnendur sem leggja saman áætlanir allra eininga og komast án undantekningar að því að fjárheimildir/fjárlög duga ekki fyrir áætluðum útgjöldum. Þá er hafist handa við að skera niður út frá forgangsröðun og áherslum þessara æðstu stjórnenda, því þeir geta ekki stækkað fjárhaginn.
Í fyrirtæki yrði ráðist í markðassetningu, nýjar vörur settar í sölu og aukinna tekna aflað eða tekið lán... en það væri vitað frá upphafi að annað hvort keppir fyrirtækið og stækkar eða fer í þrot.
Opinberir aðilar eru í raun oft orðnir eins og hálfgerð þrotabú því ferlar, verklag, tækin og tólin hafa ekki náð að halda í við nútímann... því að peningarnir fóru í að reyna að halda einhverri þjónsutu gangandi en ekki þróast.
Einfalt dæmi er LSH. Þessi gríðarlega fjárfesting, stærsta fjárfesting ríkisins ever... er í raun uppgjör á hátt í 40 ára "þrotabúi" Landspítala sem átti aldrei pening til að byggja sig upp og varla til að veita fullnægjandi þjónustu.
Hjá hinu opinbera er engir fámennur hópur "hluthafa" með einfaldar þarfir sem þarf að fullnægja, heldur er það er fjölbreyttur hópur ótal hagsmunaaðila sem hafa ólikar skoðanir á hvað telst ásættanlegur árangur. Sumir vilja lág útgjöld, aðrir vilja lúxus þjónustu, aðrir vilja ítök en nánast allir hafa skoðun og "skrútinæsa" hið opinbera í döðlur án þess að nenna að fara djúpt í málin.
En til að fara yfir þessi mál:
- Borgarlína
Loksins samgönguinnviðir sem löngu tímabært var að fjárfesta í. Ég hefði persónulega vilja fá sporvagna/léttlestar og sjá uppbyggingu á lestakerfi um allt land.
- Byggingareglugerð
Ég bý í húsi byggt 2016/2017 og það er á skjön við núgildandi byggingareglugerð en er skv. þeirri byggingareglugerð sem var í gildi þegar teikningar voru samþykktar.
Að sjá brot á byggingareglugerð er mjög algengt því fólk breytir ofteignum án samráðs við yfirvöld. Þá er byggingareglugerð hugsuð út frá rýmum og hver ætluð not eru við hönnun. Ef einhver notar geymslu innan íbúðar sem herbergi, þá er það ekki samkvæmt byggingareglugerð "hönnunarforsendum" en það er ekki lögbrot, þetta er þín eign og þú mátt nota hana eins og þú vilt án þess að skapa hættu eða ama.
- Byggingafulltrúi
Fólk er fólk, það eru alltaf einhverjir sem haga sér ekki. En getur verið að þessar athugasemdir hafi samt verið málefnalegar?
- Sorpa
Skil ekki hvernig þeim tókst að klúðra þessu svona svakalega.
- Strætó (úr fyrra svari)
Þetta er ekki svo flókinn rekstur en það virðist sem að vanfjármögnun sé viðvarandi. Stætó kostar 9 milljarða á ári = 9.000 milljónir... en það eru bara 24,7 milljónir á dag fyrir 29 leiðir sem sumar keyra ekki alla daga en max frá 6:30 til miðnættis.
En hver leið er keyrð af 2-4 vögnum = c.a. 100 vagnar í akstri = hver vagn kostar 250þ. á dag með öllu inniföldu ef vagn keyrir í 12,5 tíma að meðaltali á dag 7:30-20:00 þá er þetta 20þ. pr. klst.
Er það lélegur rekstur? Er strætó úti að skíta ?
- Dæmisögur
Ég þekki ótal dæmisögur um hvernig fyrirtækin í landinu standa sig í að koma sér á spenann... t.d. snjómokstursverktakana sem vissu ekki að þeir ættu að ræsa út allt sitt lið til að moka snjóinn í burtu...
Opinberir aðilar virðast ekki geta treyst á efndir samninga en eru skammaðir fyrir að hjóla í að fá févíti frá þessum kúkalöbbum.
- Kynjakvótar
Hef aldrei heyrt um að kynjakvóti sé notaður við ráðningar á þeim vinnustöðum sem ég hef unnið á. LSH er náttúrulega 70% konur en samt líklega um 50/50 kyn í stjórnendastöðum, svipað hjá borginni.
- PC heilkennið
Já, það er krafa á opinbera aðila að vera ekki að mismuna fólki og geta rökstutt sínar ákvarðanir málefnalega.
- Báknið blásið út.
Rámar í að á Íslandi sé töluvert lægra hlutfall opinberra starfsmanna en í USA, samt er allt heilbrigðiskerfið okkar opinbert, allt skólakerfið okkar opinbert, háskólar opinberir og allflest söfn opinber (herinn er ekki talinn með í tölum USA).
"Báknið" á Íslandi er minna en í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við.