appel skrifaði:Svona róbótar geta bara sinnt einstökum specialized störfum sem þeir eru hannaðir fyrir og eru ekki generalized, þú getur ekki sagt róbótanum að skúra gólfið, en manneskja gæti það.
Auðvitað er þetta ekki 100% lausn fyrir öll störf heimsins.
En málið er bara að þetta þarf ekki að vera það.
Ef að róbótinn er hannaður og þörf á honum í starf, þá á hann ekki að leysa önnur störf, hann á að vinna sitt starf 24/7
T.d. einsog þetta með að geta ekki sagt róbótanum að skúra gólfið, hann er svo hannaður fyrir starfið sem að hann átti að gera.
Það eru töluverðar líkur á því að það þurfi að skúra gólfið útaf því að manneskja missti eitthvað.
Fyrir utan, það er hægt að kalla í skúringaróbót í þetta.
Þetta er framtíðin sem að er nú þegar mætt í óhemju mörg störf.
Bara spurning um hvað róbótar og AI eiga eftir að taka yfir stóran hluta starfa.
Hvernig finnst mér það.
Ömurlegt á meðan að eitthvað álíka og UBI er ekki komið.
Verður auðvitað að fara að skattleggja framleiðslu en ekki bara laun starfsfólks, capitalisminn á eftir að snarfækka störfum á næstu 20 árum með róbótum og AI á kostnað vinnandi fólks.
Auðvitað koma einhver ný störf í staðin, en það er alveg öruggt mál að óhemju mikill fjöldi starfa á eftir að hverfa á næstu áratugum.