Íslenska útgáfan af Windows (YouTube)

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Íslenska útgáfan af Windows (YouTube)

Pósturaf jonfr1900 » Fim 28. Sep 2023 23:38

Hérna er sagan af íslenska Windows 98 og goðsagnir í kringum það.




Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Íslenska útgáfan af Windows (YouTube)

Pósturaf appel » Fös 29. Sep 2023 04:02

Bull.


*-*


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenska útgáfan af Windows (YouTube)

Pósturaf jonfr1900 » Fös 29. Sep 2023 10:35

appel skrifaði:Bull.


Þessi maður hannaði mikið af Windows stýrikerfinu alveg fram að Windows XP. Þetta er samt fínt að fara yfir þessa goðsögn um Windows á íslensku.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Íslenska útgáfan af Windows (YouTube)

Pósturaf appel » Fös 29. Sep 2023 14:53

Veit ekki afhverju þessi maður er að reyna eigna sér tilvist íslenskunnar í Windows stýrikerfinu. Ég notaði windows þegar það var í útgáfu 3.11 og þar á eftir windows 95. Íslenskan, þ.e. íslenskir sérstafir, voru til þá. Jafnvel IBM PC tölvur um 1980's voru með íslenska sérstafi.
Aðalhetjurnar eru íslenskar sem náðu að sannfæra einhverja í BNA um að koma íslenskum sérstöfum inn í ASCII. Við vorum bara það meðvituð nógu snemma að við náðum að koma inn beiðni um eitthvað sem þótti lítilvægt á þeim tíma en væri ómögulegt í dag.
Ég man þegar íslensk stjórnvöld gerðu samning við Microsoft um að reyna koma í veg fyrir piracy á Windows, og betra integration hvað íslensku varðar var hluti af því. Þannig að nei, það er enginn einn einstaklingur sem er einhver ofurhetja þetta eru margir hlutir sem áorkuðu þessu öllu að íslenskan er tiltæk og nothæf í tölvum í dag.


*-*

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Íslenska útgáfan af Windows (YouTube)

Pósturaf CendenZ » Fös 29. Sep 2023 15:20

appel skrifaði:........... Þannig að nei, það er enginn einn einstaklingur sem er einhver ofurhetja þetta eru margir hlutir sem áorkuðu þessu öllu að íslenskan er tiltæk og nothæf í tölvum í dag.


Reyndar.... Örn Kaldalón náði með frekju og heimtusemi að koma íslensku stöfunum inn í IBM við þróun á ritvélum sem notaðar voru við verkfræðiskýrslur eða læknaskýrslur (eða eitthvað svoleiðis gagnavinnsludót þegar ritvélar voru að verða úreltar) og það fyrir 40-50 árum. Það má því segja að það er einn einstaklingur sem er ofurhetja í þessu máli. Það voru svo einhverjir þjóðverjar/svisslendingar sem unnu að stafagerð/leturgerð og tóku saman alla stafi sem til voru á þeim tíma - inn í þeim voru m.a. íslensku stafirnir og bjuggu til stafa/letur gagnagrunn. Þannig fékk íslenska stafrófið að fljóta með án athugasemdar. Þetta var til og því ekki að nota vinnuna ? :lol:



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Íslenska útgáfan af Windows (YouTube)

Pósturaf appel » Fös 29. Sep 2023 15:51

Akkúrat, reyndi að googla hann en fann ekki nafnið, Örn Kakdalón, hann ætti að fá fálkaorðuna á hverju ári.


*-*

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Íslenska útgáfan af Windows (YouTube)

Pósturaf depill » Fös 29. Sep 2023 20:03

appel skrifaði:Veit ekki afhverju þessi maður er að reyna eigna sér tilvist íslenskunnar í Windows stýrikerfinu.


ég missti alveg af því að hann gerði það ? Hann talaði um hvernig windows er þýtt og talaði um að annað fólk gerði það og kom kem áhugaverða sögu um uppruna orðsins “Skjár” sem ég skal játa að ég hafði litla hugmynd um