Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf rapport » Fim 28. Sep 2023 12:21

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... _i_skolum/

„Þetta eru lög­in í land­inu. Fólk fór af stað án þess að hafa hlut­ina í lagi. Það er það sem við erum að kljást við,“ seg­ir Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, um tak­mörk­un á tölvu­notk­un við kennslu í grunn­skól­um.

Vantar ekki meiri áherlsu á lausnir, að Persónuvernd komi með lausnir líka, að PV sé skylt að veita leiðbeiningar?




forumgater
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 13. Sep 2023 07:38
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf forumgater » Fim 28. Sep 2023 13:09

Stutta svarið er bara: Nei.

Persónuvernd úrskurðar. Persónuvernd á ekki að þróa þetta fyrir Rvk.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf GuðjónR » Fim 28. Sep 2023 14:01

Fúsk...




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf wicket » Fim 28. Sep 2023 15:47

Það er einmitt vandamál hins opinbera. Sumar stofnanir eru svo undirmannaðar t.d. Persónuvernd og Samkeppniseftirlitið og þá ná og geta ekki með neinum hætti sinnt leiðbeiningarskyldu sinni og þannig hjálpað fyrirtækjum og öðrum stofnunum að fylgja laganna bókstaf. Bæði hafa t.d. ekki getað leiðbeint og sagt fyrirtækjum að prófa sig áfram og kannski endi það með kæru, ávítun eða ekki ](*,) ](*,)



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf rapport » Fim 28. Sep 2023 16:06

forumgater skrifaði:Stutta svarið er bara: Nei.

Persónuvernd úrskurðar. Persónuvernd á ekki að þróa þetta fyrir Rvk.


https://www.personuvernd.is/personuvern ... nuverndar/

Leyfisveitingar og fyrirmæli um ráðstafanir varðandi vinnslu persónuupplýsinga
Persónuvernd afgreiðir leyfisumsóknir og mælir, eftir því sem þurfa þykir, fyrir um ráðstafanir að því er varðar tækni, öryggi og skipulag vinnslunnar þannig að hún verði í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd.
Öryggisúttektir
Persónuvernd gerir úttektir á öryggi vinnslu persónuupplýsinga.

Almenn þróun á sviði persónuupplýsingaverndar
Persónuvernd fylgist með framvindu á sviðum tengdum persónuupplýsingavernd á innlendum og erlendum vettvangi.
Skilgreining og afmörkun þess hvar persónuvernd er hætta búin
Persónuvernd skilgreinir og afmarkar hvar persónuvernd er hætta búin og veitir ráð um leiðir til lausnar.

Leiðbeiningar til ábyrgðaraðila
Persónuvernd leiðbeinir þeim sem ráðgera að vinna með persónuupplýsingar eða þróa kerfi fyrir slíka vinnslu.


Ráðgjöf um lagasetningu og stjórnsýslu
Persónuvernd skal veita Alþingi, stjórnvöldum og öðrum aðilum ráðgjöf á sviði lagasetningar og stjórnsýslu sem tengist vernd einstaklinga við vinnslu persónuupplýsinga.

Umsagnir
Persónuvernd tjáir sig, samkvæmt beiðni eða að eigin frumkvæði, um álitaefni varðandi meðferð persónuupplýsinga og veitir umsagnir við setningu laga og annarra reglna sem þýðingu hafa fyrir persónuvernd..


Persónuvernd er ekki hugbúnaðarhús en að sjálfsögðu þá á PV að leiðbeina og benda á hvaða leiðir eru færar.

Annars væri þetta eins og Vegagerðin sýndi fólki bara kort af því hvaða vegir væri ófærir en ekki hvaða vegir væri færir.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf JReykdal » Fim 28. Sep 2023 16:06

wicket skrifaði:Það er einmitt vandamál hins opinbera. Sumar stofnanir eru svo undirmannaðar t.d. Persónuvernd og Samkeppniseftirlitið og þá ná og geta ekki með neinum hætti sinnt leiðbeiningarskyldu sinni og þannig hjálpað fyrirtækjum og öðrum stofnunum að fylgja laganna bókstaf. Bæði hafa t.d. ekki getað leiðbeint og sagt fyrirtækjum að prófa sig áfram og kannski endi það með kæru, ávítun eða ekki ](*,) ](*,)

Fyrirtæki eiga bara að kaupa þjónustu sérfræðinga til að uppfylla skyldur eins og í öðrum málum.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf natti » Fim 28. Sep 2023 16:53

Ok fyrir utan að fyrirsögnin á mbl.is er pínu clickbait og misvísandi.


rapport skrifaði:Vantar ekki meiri áherlsu á lausnir, að Persónuvernd komi með lausnir líka, að PV sé skylt að veita leiðbeiningar?

Að koma með leiðbeiningar er ekki það sama og að koma með lausn.
Þú ert að fara fram á að Persónuvernd vinni vinnuna sem þú(borgin/sveitarfélög/stofnanir/etc) átt að gera.

Persónuvernd getur vel bent á hluti eins og:
* Persónugögn [barna] ættu ekki að fara út fyrir EU
* Lausnin sem er notuð á ekki að innihalda auglýsingar
og whatnot.

En þegar þú ferð svo og velur þér lausn frá fyrirtæki utan EU, sem safnar meiri persónuupplýsingum en leyfilegt er skv evrópskri löggjöf, og geymir svo öll gögnin utan EU, og Persónuvernd segir "nei þetta má ekki", þá er það absúrd tilætlunarsemi að heimta að þá ætti Persónuvernd nú bara að fara í rannsóknarvinnu fyrir þína hönd að finna hvaða lausn hentar betur.

Það er klárt mál að persónuverndarlögin eru íþyngjandi, sérstaklega þegar kemur að börnum, og í mörgum tilfellum hamlar þetta framþróun og/eða þýðir að ekki er hægt að nota "bestu" lausnina í því sem er verið að gera.
En... það var vitað, og þær upplýsingar nokkuð aðgengilegar.
Og það fæst ekki betur séð en að Persónuvernd sé einmitt með flotta þjónustu ef þú nálgast stofnunina til að fá ráðgjöf, t.d. upplýsingar um hvaða spurningar þú þarft að spyrja viðkomandi birgja áður en ný lausn er innleidd.


Þessi [íslenska] nálgun að "þetta reddast" eða "gerum þetta bara og vonum að enginn spyrji út í neitt" er stærsta vandamálið í kringum þetta.
Þarfagreining og undirbúningur eru orð sem nánast þekkjast ekki í okkar samfélagi, af því að það kostar auka tíma og peninga.
Í ofanálag að við [íslendingar], sem og aðrar þjóðir, þurfum alltaf að finna upp hjólið upp á nýtt.
Væntanlega eru skólar innan annarra evrópuþjóða að spyrja sömu spurninga, og reyna að finna sömu lausnir.
Hvar er allt samstarfið?


rapport skrifaði:Annars væri þetta eins og Vegagerðin sýndi fólki bara kort af því hvaða vegir væri ófærir en ekki hvaða vegir væri færir.


Umkvörtunarefnið þitt hljómar meira eins og ef þú myndir búa til veg í leyfisleysi með ósamþykktum hráefnum að þér finnst að Vegagerðin ætti að laga hann fyrir þig eftir að upp kemst hvaða vitleysu þú ert að gera.


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf rapport » Sun 01. Okt 2023 18:16

natti skrifaði:Ok fyrir utan að fyrirsögnin á mbl.is er pínu clickbait og misvísandi.


Þegar aðstæður eru orðnar þannig að PV í DE bannar office 365 vegna þess að börn gætu sett upp hugbúnaðinn á annað tæki og ef það kæmi upp villa á því tæki og hugbúnaðurinn biði þeim upp á að senda villuna til Microsoft til frekari greiningar þá gæti þeim verið boðið að senda upplýsingar úr xskjalinu sem þau voru að vinna í og þær upplýsingar gæti verið persónugreinanlegar...

... er PV þá að seilast of langt eða er þetta bara allt í gúddí?



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf natti » Sun 01. Okt 2023 22:12

rapport skrifaði:
natti skrifaði:Ok fyrir utan að fyrirsögnin á mbl.is er pínu clickbait og misvísandi.


Þegar aðstæður eru orðnar þannig að PV í DE bannar office 365 vegna þess að börn gætu sett upp hugbúnaðinn á annað tæki og ef það kæmi upp villa á því tæki og hugbúnaðurinn biði þeim upp á að senda villuna til Microsoft til frekari greiningar þá gæti þeim verið boðið að senda upplýsingar úr xskjalinu sem þau voru að vinna í og þær upplýsingar gæti verið persónugreinanlegar...

... er PV þá að seilast of langt eða er þetta bara allt í gúddí?


Það má vel gagnrýna Persónuvernd fyrir fullt. Og það má einnig færa rök fyrir því að stofnunin, og systurstofnanir erlendis, seilist of langt.

Það breytir því þó ekki að það er ekki þeirra hlutverk að vinna annarra manna/fyrirtækja undirbúningsvinnu og finna lausnir fyrir fyrirtæki/stofnanir/sveitafélög.
Og það breytir því heldur ekki að eftir að sveitarfélag ákveður að innleiða lausn sem hefur áhrif á allt að 30 þúsund börn (~29þ í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins 2022 skv Hagstofu), að þegar það kemur á daginn að engra spurninga varðandi persónuvernd eða meðhöndlun persónuupplýsinga voru spurðar, að þá er það verulega ósanngjarnt að ætla að kasta öllum skítnum í Persónuvernd.

Upprunaleg gagnrýnin í þræðinum var á þann veg að ef að Persónuvernd bannar notkun á X, þá ætti stofnunin að eyða orku í að finna hvað má nota í staðinn.
Það er fráleitt.
Og ef þeim væri skylt að gera það, þá þyrfti ég ekki að fara í neina rannsóknavinnu á nýrri lausn, myndi bara byrja á að velja verstu lausnina sem brýtur flest persónuverndarlög, og biðja PV svo um lista yfir aðrar lausnir sem þeira telja betri.

Næsta gagnrýni var að PV væri ekki að leiðbeina.
En PV leiðbeinir fullt. Og fyrirbæri eins og stærsta sveitarfélag landsins á eflaust nokkuð greiða leið að leiðbeiningum og samstarfi.

Rantið mitt, sem ég missti kúlið í, snýst um það að fyrirtæki og stofnanir spyrja ekki spurningana til að byrja með, og leitast ekki eftir samstarfi við Persónuvernd nema eftir á.
Og þegar það kemur á daginn að lausn var valin sem stendst ekki grunnkröfur, að þá er skítnum hent í átt að PV.
Og sama hvað mér finnst um Persónuvernd, þá finnst mér þetta léleg og ósanngjörn gagnrýni á þeirra starfshætti.


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf rapport » Mán 02. Okt 2023 17:45

natti skrifaði:Það breytir því þó ekki að það er ekki þeirra hlutverk að vinna annarra manna/fyrirtækja undirbúningsvinnu og finna lausnir fyrir fyrirtæki/stofnanir/sveitafélög.


Það er ekki þeirra að bjóða úrval af compliant lausnum á "personuvernd.is" en hjá PV ætti að vera uppbygging á þekkingu um hvaða config er algjört no no og stofnunin ætti að deila því með aðilum á markaði.

natti skrifaði:Og það breytir því heldur ekki að eftir að sveitarfélag ákveður að innleiða lausn sem hefur áhrif á allt að 30 þúsund börn (~29þ í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins 2022 skv Hagstofu), að þegar það kemur á daginn að engra spurninga varðandi persónuvernd eða meðhöndlun persónuupplýsinga voru spurðar, að þá er það verulega ósanngjarnt að ætla að kasta öllum skítnum í Persónuvernd.


Hjá RVK eru um 15þ. nemendur. Ég þekki ekki mál SeeSaw en mig minnir að hugmyndin hafi verið að engar persónugreinanlegar upplýsingar færu skýið til þeirra því að iPad hjá borginni eru ekki skráðir á einstaka nemendur og þeir skrá sig ekki inn með notendanafni.

En Persónuvernd benti réttilega á að ef krakkar merkja sér verkefnin sem flæða í gegnum kerfið þá er það "persónugreinanlegt" þó að það sé í raun engin "vinnsla" hjá Reykajvíkurborg á upplýsingunum. En ein sog ég segi, þekki ekki það mál í þaula en hef heyrt marga kennara syrgja kerfið.

natti skrifaði:Upprunaleg gagnrýnin í þræðinum var á þann veg að ef að Persónuvernd bannar notkun á X, þá ætti stofnunin að eyða orku í að finna hvað má nota í staðinn.
Það er fráleitt.
Og ef þeim væri skylt að gera það, þá þyrfti ég ekki að fara í neina rannsóknavinnu á nýrri lausn, myndi bara byrja á að velja verstu lausnina sem brýtur flest persónuverndarlög, og biðja PV svo um lista yfir aðrar lausnir sem þeira telja betri. Næsta gagnrýni var að PV væri ekki að leiðbeina.
En PV leiðbeinir fullt. Og fyrirbæri eins og stærsta sveitarfélag landsins á eflaust nokkuð greiða leið að leiðbeiningum og samstarfi.


OP er -> Vantar ekki meiri áherlsu á lausnir, að Persónuvernd komi með lausnir líka, að PV sé skylt að veita leiðbeiningar?

Það var ekki markmiðið að PV færi að vera með app store, heldur gott samansafn af "best practises" og lágmarkskröfur um config capabilities fyrir kerfi sem sýsla með persónugreinanlegar upplýsingar.

PV þarf að leiðbeina öllum sem vinna með persónuupplýsingar, ekki bara tölvudeildum. Það er haugur af kennurum sem upplifa þetta ofríki hjá þeim sem argasta bull og vitleysu og skilja ekki þörfina OG það þarf fræðslu frá PV til að fólk skilji um hvað málið snýst. Fræðslu á mannamáli til almennings og aðila sem þurfa að vinna með persónuupplýsingar.

PV er bara virkilega fjarlæg almenningi og það er vandinn sem þarf að leysa með leiðbeiningu.

natti skrifaði:Rantið mitt, sem ég missti kúlið í, snýst um það að fyrirtæki og stofnanir spyrja ekki spurningana til að byrja með, og leitast ekki eftir samstarfi við Persónuvernd nema eftir á.
Og þegar það kemur á daginn að lausn var valin sem stendst ekki grunnkröfur, að þá er skítnum hent í átt að PV.
Og sama hvað mér finnst um Persónuvernd, þá finnst mér þetta léleg og ósanngjörn gagnrýni á þeirra starfshætti.


Virkilega rólegt rant, bara kjarngott spjall um mál sem skiptir máli.

Í gegnum tína hef ég líklega sent PV um 6-7 erindi sem einstaklingur og þurft að svara fyrir álíka mörg erfið mál tengdum vinnunni og upplifunin er að þarna sé fólk að detta of oft í löggu og bófa, og stofnunin hefur bara stífnað í seinni tíð = farin að veita minni þjónustu og loðnari svör.

Og ég er enn ósáttur við svar sem ég fékk frá þeim, líklega fyrir hátt í 10 árum um að það væri OK að Mentor, Námfús og Inna geymdu heilsufarsupplýsingar um nemendur = ítarlega veikindaskráningu, komment skólahjúkkunar o.þ.h. eða ADHD, OCD greiningar o.þ.h. sem námsráðgjafar vinna með... sem skólar hafa í raun ekkert með að gera og ætti að vera unnið á heilsugæslu eða félagsþjónustu og ef foreldri segir að barn sé veikt ófært um að mæta, þá á skólinn ekki rétt á frekari útskýringum til að skrá. (mín skoðun..)



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf rapport » Mán 09. Okt 2023 14:35




Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf rapport » Mið 06. Des 2023 16:41

Ekki búinn að ná að lesa þetta en í grófum dráttum Reykjavík best (2mills í sekt) og Kópavogur verst (3mills í sekt)
https://www.personuvernd.is/urlausnir/
Síðast breytt af rapport á Mið 06. Des 2023 16:41, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf rapport » Sun 04. Feb 2024 10:25

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... kun_barna/

Ég spyr eins og asni... af hverju þurfa krakkar að vera með símana sína í skólanum?

Finnst að allir símar ættu að fara í einhver hólf á meðan kennslu stendur. Skólarnir geta svo ekki leyft krökkunum að nota símana sína í skólastarfinu í skólanum því að skólinn getur ekki borið ábyrgð á gögnunum sem verða til á prívat tækjum t.d. myndum, en krakkarnir geta notað tækin heima og skilað inn gögnum til skólans, en þar er notkun tækjanna og umhverfi myndatöku o.þ.h. ekki á ábyrgð skólans.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Persónuvernd takmarkar tölvunotkun í skólum

Pósturaf rapport » Mán 05. Feb 2024 18:17

Síðast breytt af rapport á Mán 05. Feb 2024 18:17, breytt samtals 1 sinni.