Toppur og CCEP

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5613
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1057
Staða: Ótengdur

Toppur og CCEP

Pósturaf appel » Lau 23. Sep 2023 23:47

CCEP (áður Vífilfell) er búið að slátra ýmsum íslenskum drykkjum eða skipta út fyrir erlenda vöru, allt í nafni þess væntanlega að samræma vöruframboð alþjóðlega.

Svali horfinn
Trópí horfinn og minute maid komið í staðinn

En ég held samt að versta ákvörðunin hafi verið að fjarlægja Topp af markað og setja þetta Bon Aqua eða hvað sem þetta heitir.
Toppur var gríðarlega vinsæll á Íslandi og var með mikla markaðshlutdeild.
En ég hef tekið eftir í verslunum að þessi Bon Aqua drykkur sem átti að koma í staðinn er með MIKLU MINNA hillupláss en Toppur var með.
Toppur og Kristall voru með sambærilega mikið hillupláss, en núna er Bon Aqua með svona 1/10 af því sem Kristall er með tel ég.
Ég held að markaðshlutdeild CCEP með kolsýrt vatn (með og án bragðefna) hafi hrunið eftir að þeir skiptu Toppi út fyrir þetta Bon Aqua.

Heimskuleg ákvörðun tel ég.


*-*

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf Viktor » Sun 24. Sep 2023 10:16

Þetta eru sömu vörur ;)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf Danni V8 » Sun 24. Sep 2023 11:15

Keypti of epla topp í Hagkaup Skeifunni. Núna kaupa í epla Bon Aqua og get ekki sagt að ég taki eftir miklum mun á hilluplássi. Geymt á sama stað og það var með jafn mikið hillupláss og Epla bragðið alltaf jafn uppselt því það er eina sem er gott


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7631
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf rapport » Sun 24. Sep 2023 11:37

Maður sér það á strikamerkinu að BonAqua í dós er ekki framleitt á Íslandi, byrjar á 544 en ekki 569... en í plasti er enn íslenskt.

Fann gamlar eplatoppsdósir sem ég hafði falið (því það er líka barátta á heimilinu stundum, gosið er takmörkuð auðlind)... en gerði bragðtest og fann smá mun, fannst eins og búbblurnar í Toppinum væru stærri... if that makes sense... .



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5613
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1057
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf appel » Sun 24. Sep 2023 12:52

Viktor skrifaði:Þetta eru sömu vörur ;)

Nei, ekki ef ég kaupi ekki vöru B þegar ég keypti vöru A. "Vara" snýst ekki eingöngu um efni heldur um ímynd. Ég er ekki að fara kaupa erlent bóndapiss þegar Toppur var íslensk gæðavara. Íslendingar kaupa ekki "vatn" sem þeir telja vera útlenskt. Þetta enska heiti er alveg nóg til að koma í veg fyrir kaup.
Síðast breytt af appel á Sun 24. Sep 2023 12:53, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2593
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 486
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf Moldvarpan » Sun 24. Sep 2023 13:06

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta soldið fyndinn þráður...

Álíka eins og ömmurnar eiga eftir að hneykslast yfir JYSK í staðin fyrir Rúmfatalagerinn

Krúttlegt en partur af globalization. Sem mætti kenna internetinu um... svo hötum sjálf okkur?



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 694
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf Henjo » Sun 24. Sep 2023 13:15

Danni V8 skrifaði:Keypti of epla topp í Hagkaup Skeifunni. Núna kaupa í epla Bon Aqua og get ekki sagt að ég taki eftir miklum mun á hilluplássi. Geymt á sama stað og það var með jafn mikið hillupláss og Epla bragðið alltaf jafn uppselt því það er eina sem er gott


Passaðu samt að epla er með viðbættum sykri, margir átta sig ekki á þvi þegar þeir eru að þamba þetta, haldandi að þetta sé saklaust vatn.

Hef sjalfur lítinn áhuga að drekka þetta erlenda dósavatn, fekk eina dos um daginn með lime bragði eða eithv, algjör viðbjoður. Íslendingar eiga aldrei að samþykkja innflutt vatn.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf Viktor » Sun 24. Sep 2023 16:23

appel skrifaði:
Viktor skrifaði:Þetta eru sömu vörur ;)

Nei, ekki ef ég kaupi ekki vöru B þegar ég keypti vöru A. "Vara" snýst ekki eingöngu um efni heldur um ímynd. Ég er ekki að fara kaupa erlent bóndapiss þegar Toppur var íslensk gæðavara. Íslendingar kaupa ekki "vatn" sem þeir telja vera útlenskt. Þetta enska heiti er alveg nóg til að koma í veg fyrir kaup.


Dósirnar hafa verið fluttar frá Svíþjóð í talsverðan tíma, plastið er íslenskt. Sama varan með nýju prenti.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf JReykdal » Sun 24. Sep 2023 19:22

CCEP er algjörlega að gera í brækurnar hérna á landi. Dettur ekki í hug að versla innflutt vatn.

Skil ekki af hverju þjóðernisflokkar eins og Miðflokkurinn séu ekki gjörsamlega að tapa sér yfir þessu.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf CendenZ » Mán 25. Sep 2023 13:04

JReykdal skrifaði:CCEP er algjörlega að gera í brækurnar hérna á landi. Dettur ekki í hug að versla innflutt vatn.

Skil ekki af hverju þjóðernisflokkar eins og Miðflokkurinn séu ekki gjörsamlega að tapa sér yfir þessu.


Heyrðu, það eru 40.000 langreyðar við landið og aðrir 30-40.000 sem ferðast svo kringum landhelgina, áætlað í kringum 70.000 til 80.000 við "stofninn" Það er verið að skjóta 130 stykki sem er auðvitað bara brot af því en allt fer í vitleysu því þetta er svo slæm landkynning og popúlismarnir fara hamförum.

Það er svo verið að sigla svo með 3.000.000 kíló af vatni til landsins árlega en eins og sagt er, það bara bíttar ekki máli því við drekkum það öll :!: ;)



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5613
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1057
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf appel » Mán 25. Sep 2023 13:07

Já, ég skil ekki svona flutninga á vatnsdrykkjum milli landa m.t.t. að þessir flutningar losa jú CO2.
Ísland flytur einnig út vatnsdrykki einsog Icelandic Glacial, til landa þar sem er til nóg vatn. En við flytjum einnig inn vatnsdrykki, og klaka, ironían algjör.
Vona að íslendingar velji frekar vatnsdrykki og gosdrykkir sem eru framleiddir innanlands.
Síðast breytt af appel á Mán 25. Sep 2023 13:07, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2593
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 486
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf Moldvarpan » Mán 25. Sep 2023 14:38

Ég drekk mest þrjá drykki, 105 koffínvatn, BonAqua Epla og Dr.pepper(breska).

Það sem mér finnst vanta á íslenskan markað eru fleirri drykkir með skertu sykurmagni. Eins og t.d. breski Dr.pepper.
Hann er blandaður sætuefnum og sykri. 14gr af sykri í 330ml dós. Og 8.3gr sykur í BonAqua epla. En báðir innfluttir.

Drykkur eingöngu með sætuefnum valda mér mikilli uppþembu.



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf ekkert » Mán 25. Sep 2023 21:57

Klaki er framleiddur af Kalda á Árskógarsandi


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf einarhr » Þri 26. Sep 2023 17:22

Moldvarpan skrifaði:Ég drekk mest þrjá drykki, 105 koffínvatn, BonAqua Epla og Dr.pepper(breska).

Það sem mér finnst vanta á íslenskan markað eru fleirri drykkir með skertu sykurmagni. Eins og t.d. breski Dr.pepper.
Hann er blandaður sætuefnum og sykri. 14gr af sykri í 330ml dós. Og 8.3gr sykur í BonAqua epla. En báðir innfluttir.

Drykkur eingöngu með sætuefnum valda mér mikilli uppþembu.


Dr. Pepp Zero er oftast til í Nettó Mjódd


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf natti » Þri 26. Sep 2023 21:23

ekkert skrifaði:Klaki er framleiddur af Kalda á Árskógarsandi

Nei við flytjum inn klaka... as in frosið vatn, til að setja út í drykki.
Aðgengilegasti og ódýrasti klakapokinn í bónus er útlenskur.

Þannig að ef ég býð ykkur einhverntímann upp á kokteil, þá getiði gefið ykkur það að hann er hristur saman með útlenskum klaka. :D


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5613
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1057
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf appel » Mið 27. Sep 2023 09:13

natti skrifaði:
ekkert skrifaði:Klaki er framleiddur af Kalda á Árskógarsandi

Nei við flytjum inn klaka... as in frosið vatn, til að setja út í drykki.
Aðgengilegasti og ódýrasti klakapokinn í bónus er útlenskur.

Þannig að ef ég býð ykkur einhverntímann upp á kokteil, þá getiði gefið ykkur það að hann er hristur saman með útlenskum klaka. :D


"Klaki" er vöruheiti, hann er ekki að tala um ísmola.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf urban » Mið 27. Sep 2023 12:41

natti skrifaði:
ekkert skrifaði:Klaki er framleiddur af Kalda á Árskógarsandi

Nei við flytjum inn klaka... as in frosið vatn, til að setja út í drykki.
Aðgengilegasti og ódýrasti klakapokinn í bónus er útlenskur.

Þannig að ef ég býð ykkur einhverntímann upp á kokteil, þá getiði gefið ykkur það að hann er hristur saman með útlenskum klaka. :D


og hérna er hluti ástæðunnar fyrir því.
https://www.youtube.com/watch?v=Y3cSbcVXR2w

Annars minnir mig að krónan sé með íslenska klaka en ekki norska (einsog mig minnir að þessir í bónus séu)

Hvenær er svo mæting í kokteil ? :megasmile


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5613
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1057
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf appel » Mið 27. Sep 2023 13:18

urban skrifaði:
natti skrifaði:
ekkert skrifaði:Klaki er framleiddur af Kalda á Árskógarsandi

Nei við flytjum inn klaka... as in frosið vatn, til að setja út í drykki.
Aðgengilegasti og ódýrasti klakapokinn í bónus er útlenskur.

Þannig að ef ég býð ykkur einhverntímann upp á kokteil, þá getiði gefið ykkur það að hann er hristur saman með útlenskum klaka. :D


og hérna er hluti ástæðunnar fyrir því.
https://www.youtube.com/watch?v=Y3cSbcVXR2w

Annars minnir mig að krónan sé með íslenska klaka en ekki norska (einsog mig minnir að þessir í bónus séu)

Hvenær er svo mæting í kokteil ? :megasmile

Þessi kenning er algjör þvættingur.

Fiskur er t.d. helst fluttur með flugi.
Ál er flutt með sérstökum flutningaskipum á vegum álfyrirtækjanna, þessvegna eru jú hafnir við álverin. Álið fer ekki í gámaflutningaskipin í Sundahöfn!
Flest gámaflutningaskip flytja inn meira af vörum en þau flytja út.

En vissulega gæti verið ódýrara samt að flytja inn erlendan klaka en að vera með íslenskan klaka, en það er bara skekkja sem þarf að lagfæra.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf urban » Mið 27. Sep 2023 15:21

appel skrifaði:
urban skrifaði:
natti skrifaði:
ekkert skrifaði:Klaki er framleiddur af Kalda á Árskógarsandi

Nei við flytjum inn klaka... as in frosið vatn, til að setja út í drykki.
Aðgengilegasti og ódýrasti klakapokinn í bónus er útlenskur.

Þannig að ef ég býð ykkur einhverntímann upp á kokteil, þá getiði gefið ykkur það að hann er hristur saman með útlenskum klaka. :D


og hérna er hluti ástæðunnar fyrir því.
https://www.youtube.com/watch?v=Y3cSbcVXR2w

Annars minnir mig að krónan sé með íslenska klaka en ekki norska (einsog mig minnir að þessir í bónus séu)

Hvenær er svo mæting í kokteil ? :megasmile

Þessi kenning er algjör þvættingur.

Fiskur er t.d. helst fluttur með flugi.
Ál er flutt með sérstökum flutningaskipum á vegum álfyrirtækjanna, þessvegna eru jú hafnir við álverin. Álið fer ekki í gámaflutningaskipin í Sundahöfn!
Flest gámaflutningaskip flytja inn meira af vörum en þau flytja út.

En vissulega gæti verið ódýrara samt að flytja inn erlendan klaka en að vera með íslenskan klaka, en það er bara skekkja sem þarf að lagfæra.


Veistu, þú mátt alveg reyna að halda því fram að fiskur sé helst fluttur með flugi.
Þú hefur rangt fyrir þér með það, en þú mátt alveg reyna að halda því fram.

Nú er það bara þannig að ég er búin að vinna við höfnina hérna í eyjum frá því að ég byrjaði að vinna einhvern tíman á síðasta áratug síðustu aldar.
Hjá fiskvinnslum, flutningafyrirtæki (á gámasvæði og gámalyftara við að afgreiða gámaskip) og fiskmarkaði, í gegnum vinnuna á fiskmarkaðinum núna þá er ég í reglulegum samskiptum við stærstu útflytjendur á fiski, þannig að ég veit um hvað ég er að tala um í þessum málum.

Vissuleg fer töluvert magn af ferskum fiski út með flugi, þá flökuðu einna helst, en að halda því fram að það sé megnið af fiskútflutningi er bara svo langt frá sannleikanum að það er alveg magnað.

Ekki gleyma því að fiskur er mikið meira en bara ferskur flakaður þorskur og ýsa.
Makríll, ekkert af honum fer með flugi, ekki heldur af síld og loðnu, vissulega ekki nærrum því allt með gámaskipunum, en það er oftar en ekki vegna þess að það er einfaldlega ekki pláss í þeim, þannig að það koma aðrir fraktarar að sækja það.
Sama með má segja um saltfisk, nær ekkert af honum fer með flugi, bara VSV hérna í eyjum flytja út nokkur þúsund tonn á ári af honum.


Bara í dag veit ég að það var t.d. verið að fylla 3 gáma af saltfiski og sjálfsagt 3-6 gáma að af frosnu, reikna með því að það sé síld eða makríll, þetta er bara það sem að ég varð var við á meðan að ég var úti við í vinnunni, það má vel vera að það hafi verið töluvert meira.

Þetta með álið, vissulega misstu Samskip t.d. útflutninginn frá Reyðarfirði, en nei, álið fer nefnilega ekki í skipin í Sundahöfn en skipin hjá Samskip sem að sigldu vikulega á evrópu komu til RVK, voru tæmd, siglt Á Grundartanga þar sem að það var skellt áli í botninn á þeim, aftur til RVK til að ná í aðrar vörur og svo hingað til eyja og frá eyjum og út.
Þessi skip fóru nær alltaf á merkjum, semsagt full hlaðin frá eyjum.
Sé það einmitt að þetta er ennþá siglingarleiðin hjá þeim.
https://www.samskip.is/siglingaaaetlani ... stu-vikna/
Efast stórlega um að þeir séu að leika sér að því að sigla upp í Grundartanga til þess að skoða Hvalfjörðinn.

Fyrir utan skipafélögin tvö, þá eru Smyrilline að sigla með 3 skip frá Þorlákshöfn, veit ég það fyrir víst að óhemju hellingur af því sem að fer í þau skip er fiskur, einfaldlega vegna þess að ég afgreiði reglulega fisk auka ísaðan sem að á að fara beint þangað, síðast áðan einmitt.

Þannig að þetta með að fiskur fari helst með flugi er alveg gríðarlega langt frá sannleikanum.
Það að skipin flytji meira inn en út grunar mig (án þess að hafa tölur um það) að sé líka þvæla, þau koma vissulega full lestuð til landsins oft á tíðum, það er, allar stæður fullar, en það er að stórum hluta tómir gámar, sem að þau væru glöð með að hafa meiri flutning í.
En vissulega er meira flutt inn til landsins í krónum talið en frá því (enda oftar en ekki neikvæður vöru og þjónustuskiptajöfnuður.
En það tengist ekki bara gámaskipunum.

Má vel vera að þessi kenning sé þvættingur, en ekkert af því sem að þú sagðir ýtir undir það að þetta sé þvættingur.

Enda, afhverju í ósköpunum ættum við íslendingar að fá ódýrari klaka frá þjóð sem að hefur hærri rafmagnskostnað og hærri laun en við Íslendingar ef að það væri svona óhagstætt að flytja það í þokkabót ?
við erum jú ekki að flytja inn klaka frá láglaunaþjóðum, þetta kemur frá Noregi (eða gerði það allavega)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


orn
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf orn » Mið 27. Sep 2023 20:03

appel skrifaði:CCEP (áður Vífilfell) er búið að slátra ýmsum íslenskum drykkjum eða skipta út fyrir erlenda vöru, allt í nafni þess væntanlega að samræma vöruframboð alþjóðlega.

Fyrir utan þessa ákvörðun, þá finnst mér þetta fyrirtæki algjörlega glatað bara með það að vera að flytja inn gos í stað sýróps.

Það vill svo til að mér þykir Kristall umtalsvert betri en Toppur þ.a. þetta hefur takmörkuð áhrif á mig, en jafnvel þó mér líkaði Toppur betur myndi ég líklega frekar kaupa af Ölgerðinni þ.s. þeir eru a.m.k. enn duglegir við að framleiða hluti hérlendis.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf JReykdal » Fim 28. Sep 2023 16:08

orn skrifaði:
appel skrifaði:CCEP (áður Vífilfell) er búið að slátra ýmsum íslenskum drykkjum eða skipta út fyrir erlenda vöru, allt í nafni þess væntanlega að samræma vöruframboð alþjóðlega.

Fyrir utan þessa ákvörðun, þá finnst mér þetta fyrirtæki algjörlega glatað bara með það að vera að flytja inn gos í stað sýróps.

Það vill svo til að mér þykir Kristall umtalsvert betri en Toppur þ.a. þetta hefur takmörkuð áhrif á mig, en jafnvel þó mér líkaði Toppur betur myndi ég líklega frekar kaupa af Ölgerðinni þ.s. þeir eru a.m.k. enn duglegir við að framleiða hluti hérlendis.

Ég kaupi Klaka. Finnst hann bestur.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki

vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf ekkert » Þri 05. Des 2023 09:44

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu

Markaðurinn er ekki hrifinn af breytingunni.

Annars var mér gefið ropvatnstæki í afmælisgjöf og er mjög sáttur við það. Sé ekki fram á neinar flöskuferðir á næstunni.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5613
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1057
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf appel » Þri 05. Des 2023 10:40

Ágætt að það sem maður verður áskynja sé raunveruleikinn, þ.e. að með þessari Toppur yfir í Bonaqua breytingu hafi þeir stútað markaðshlutdeild sinni.
Ég fílaði Topp mikið á sínum tíma, keypti hann oft, en líka kristal og klaka, en núna kaupi ég aldrei bonaqua.
Eina leiðin fyrir þetta fyrirtæki að ná aftur markaðshlutdeild er einfaldlega að hætta með bonaqua og koma aftur með bang á markaðinn með Topp.
Síðast breytt af appel á Þri 05. Des 2023 10:41, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7631
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf rapport » Þri 05. Des 2023 10:59

appel skrifaði:Ágætt að það sem maður verður áskynja sé raunveruleikinn, þ.e. að með þessari Toppur yfir í Bonaqua breytingu hafi þeir stútað markaðshlutdeild sinni.
Ég fílaði Topp mikið á sínum tíma, keypti hann oft, en líka kristal og klaka, en núna kaupi ég aldrei bonaqua.
Eina leiðin fyrir þetta fyrirtæki að ná aftur markaðshlutdeild er einfaldlega að hætta með bonaqua og koma aftur með bang á markaðinn með Topp.


Ég er farinn að kaupa miklu meira af epla bonaqua en ég keypti nokkurntíman af Toppi...

Og ég skil ekki afhverju... mjög skrítin tilfinning... ætli þeir hafi sett eitthvað ávanabindandi í þetta?




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Toppur og CCEP

Pósturaf Orri » Þri 05. Des 2023 11:07


Hef ekki aðgang að allri greininni þannig ég veit ekki hvort það voru einhver gögn til að sýna fram á þetta, en ég ætla að fá að vera smá skeptískur á yfirlýsingar samkeppnisaðila með svona mikla hagsmuni að gæta :-k


appel skrifaði:Ágætt að það sem maður verður áskynja sé raunveruleikinn, þ.e. að með þessari Toppur yfir í Bonaqua breytingu hafi þeir stútað markaðshlutdeild sinni.

Áhugavert að þegar urban linkaði í Half as Interesting video hér að ofan þá varstu fljótur í "Þessi kenning er algjör þvættingur", en svo þegar það er linkað á eitthvað sem hentar þinni skoðun betur þá fær það ekki sömu gagnrýni :)

Aftur, hef ekki aðgang að allri greininni - en það að þetta komi frá sölustjóra einn helsta samkeppnisaðila þá finnst mér eins og við ættum að taka því með a grain of salt.