Mig vantar orðið góðar göngubuxur sem ég gæti notað í haust og vetur.
Ég er að ganga daglega 3-5km, á allt nema góðar buxur. Ég þarf XXL eða XXXL og finnst soldið erfitt að finna stórar stærðir.
Hvort ætti ég að reyna finna fóðraðar buxur eða föðurland+einhverjar buxur yfir það? Þarf það að vera hardshell yfir föðurlandið eða er nóg jogging buxur? Veit ekki hversu hlýtt föðurlandið er, hef aldrei notað slíkt.
Hvaða búðir mæliði með fyrir stóra menn sem hafa gaman af göngum?
Er alveg lost.
Göngubuxur
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2586
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 481
- Staða: Ótengdur
-
- spjallið.is
- Póstar: 418
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Reputation: 42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Göngubuxur
Þegar ég veit ekkert í hverju ég lendi:
Merino ull, flís, skel.
Blaut innanbæjarganga:
Merino ull/flís, skel.
Þurr innanbæjarganga:
Merino ull, flís/soft shell
Róleg ganga með stoppum:
Snjóbrettabuxur
Var einmitt að hjálpa vini að leita að XXXL síðasta vetur og endaði á að grípa fyrir hann snjóbuxur frá Columbia í ameríkuhreppi, fundum ekkert hérna á klakanum.
Merino ull, flís, skel.
Blaut innanbæjarganga:
Merino ull/flís, skel.
Þurr innanbæjarganga:
Merino ull, flís/soft shell
Róleg ganga með stoppum:
Snjóbrettabuxur
Var einmitt að hjálpa vini að leita að XXXL síðasta vetur og endaði á að grípa fyrir hann snjóbuxur frá Columbia í ameríkuhreppi, fundum ekkert hérna á klakanum.
Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 961
- Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
- Reputation: 71
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Göngubuxur
Spurning með Regatta út á Granda.
LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |
Re: Göngubuxur
Ég er búinn að eiga eldri týpuna af þessum (held ég) í 10+ ár - https://www.mountainhardwear.com/p/mens ... _color=209
Þær eru hlýjar einar og sér t.d. í léttar gönguferðir, jafnvel í frosti, en ef þú ert að fara svitna t.d. moka snjó eða vera úti í vondu veðri, þá fer maður í eitthvað innanundir.
Minnti að Ellingsen væri með þetta eðal merki en fann það ekki á síðunni þeirra. Á létta jakka frá þeim fyrir göngur, hjól og skokk + hnausþykka dúnúlpu Mountain Hardware Titanium sem er líklega hugsuð fyrir K2, maður stiknar alltaf í henni en blessunarlega er hægt að renna frá og opna hliðarnar undir handakrikunum.
Þær eru hlýjar einar og sér t.d. í léttar gönguferðir, jafnvel í frosti, en ef þú ert að fara svitna t.d. moka snjó eða vera úti í vondu veðri, þá fer maður í eitthvað innanundir.
Minnti að Ellingsen væri með þetta eðal merki en fann það ekki á síðunni þeirra. Á létta jakka frá þeim fyrir göngur, hjól og skokk + hnausþykka dúnúlpu Mountain Hardware Titanium sem er líklega hugsuð fyrir K2, maður stiknar alltaf í henni en blessunarlega er hægt að renna frá og opna hliðarnar undir handakrikunum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Göngubuxur
Það er oft hægt að finna gæðavörur í þessum flokki í Costco.
Happ og glapp hvort það sé eitthvað til samt og í réttri stærð, en oft eru gönguföt og vörur þar að detta inn á ýmsum tímum.
Happ og glapp hvort það sé eitthvað til samt og í réttri stærð, en oft eru gönguföt og vörur þar að detta inn á ýmsum tímum.
Re: Göngubuxur
Hversu mikið viltu eyða í þessu?
Maður sem hefur gengið mikið út um alt þá mæli ég með ef þú ert alltaf "labbandi" og ert ekki mikið kyrr þá velja skél án foðringu, meira seiga hitastig sem nálgast -10 getur það orðið mjög heitt undir fötin og þu vilt rifa föt af, hinsvegar kólnar fljótt ef þú ert mikið kyrr eða mikið vindkæling og þú ert kyrr.
Annað er að ekki velja íslensk ull, meira kláða föt er nánast ekki hægt að finna, Merino er mýkra og klár ekki eins mikið, mæli með tufte undir og skel yfir ef veðrið er ekki of slæmt.
Jakki og buxur þá mæli með Norröna sem peliton eru að selja en það er efstu hillu en verðinn þar eftir líka. Annað er arteryx og helly Hansen góð föt líka.
Maður sem hefur gengið mikið út um alt þá mæli ég með ef þú ert alltaf "labbandi" og ert ekki mikið kyrr þá velja skél án foðringu, meira seiga hitastig sem nálgast -10 getur það orðið mjög heitt undir fötin og þu vilt rifa föt af, hinsvegar kólnar fljótt ef þú ert mikið kyrr eða mikið vindkæling og þú ert kyrr.
Annað er að ekki velja íslensk ull, meira kláða föt er nánast ekki hægt að finna, Merino er mýkra og klár ekki eins mikið, mæli með tufte undir og skel yfir ef veðrið er ekki of slæmt.
Jakki og buxur þá mæli með Norröna sem peliton eru að selja en það er efstu hillu en verðinn þar eftir líka. Annað er arteryx og helly Hansen góð föt líka.
Síðast breytt af bigggan á Fim 21. Sep 2023 08:57, breytt samtals 1 sinni.
Re: Göngubuxur
Almennt séð er betra að vera með lagskiptan klæðnað þ.a. þú getur valið í hvað þú ferð eftir aðstæðum.
"Föðurland" úr Merino ull er staðalbúnaður undir göngubuxur í miklum kulda. Þær eru ekki ódýrar í útivistarbúðunum en ég hef séð svoleiðis á fínum verðum í veiðibúðum (t.d. Vesturröst).
Buxur geta annars vegar verið þunnar, léttar og þægilegar sem duga í flestar aðstæður (með Merino buxunum undir). Hins vegar getur þú fengið þér þykkari buxur sem eru hlýrri og slitsterkari. Svoleiðis buxur eru oft með styrkingar á rassi og hnjám upp á að geta sest niður án þess að skemma þær. Ég á bæði en myndi kjósa þessar þykkari ef ég ætti að kaupa einar. Ég hef átt svoleiðis buxur frá Fjallreven í mörg ár.
Svo ef þú ætlar að ganga í rigningu eða slyddu þarftu utanyfirskel úr GoreTex (eða sambærilegt). Í frosti þarftu ekki oftast ekki vatnsheld föt og bara verra að vera í svoleiðis upp á að leyfa líkamshita/svita að gufa upp. Fjallreven buxurnar mínar er vaxbornar og þola létta rigningu og snjó og ég hef ekki oft þurft að taka skelbuxur úr bakpokanum.
Í þessu eins og öðru er merkjavaran dýr en oftast eru dýr föt = góð föt. Hins vegar myndi ég eyða hóflega og kaupa svo dýrari för/búnað þegar þú ert orðinn sjóaður göngugarpur.
Útivistarbúðirnar eru oft með fínar útsölur og það getur borgað sig að bíða eftir þeim. Eins ef þú ert í einhverju útivistarfélagi eða í gönguprógrammi þá eru oft afslættir í búðunum í gegnum það.
"Föðurland" úr Merino ull er staðalbúnaður undir göngubuxur í miklum kulda. Þær eru ekki ódýrar í útivistarbúðunum en ég hef séð svoleiðis á fínum verðum í veiðibúðum (t.d. Vesturröst).
Buxur geta annars vegar verið þunnar, léttar og þægilegar sem duga í flestar aðstæður (með Merino buxunum undir). Hins vegar getur þú fengið þér þykkari buxur sem eru hlýrri og slitsterkari. Svoleiðis buxur eru oft með styrkingar á rassi og hnjám upp á að geta sest niður án þess að skemma þær. Ég á bæði en myndi kjósa þessar þykkari ef ég ætti að kaupa einar. Ég hef átt svoleiðis buxur frá Fjallreven í mörg ár.
Svo ef þú ætlar að ganga í rigningu eða slyddu þarftu utanyfirskel úr GoreTex (eða sambærilegt). Í frosti þarftu ekki oftast ekki vatnsheld föt og bara verra að vera í svoleiðis upp á að leyfa líkamshita/svita að gufa upp. Fjallreven buxurnar mínar er vaxbornar og þola létta rigningu og snjó og ég hef ekki oft þurft að taka skelbuxur úr bakpokanum.
Í þessu eins og öðru er merkjavaran dýr en oftast eru dýr föt = góð föt. Hins vegar myndi ég eyða hóflega og kaupa svo dýrari för/búnað þegar þú ert orðinn sjóaður göngugarpur.
Útivistarbúðirnar eru oft með fínar útsölur og það getur borgað sig að bíða eftir þeim. Eins ef þú ert í einhverju útivistarfélagi eða í gönguprógrammi þá eru oft afslættir í búðunum í gegnum það.
Síðast breytt af Hauxon á Fim 21. Sep 2023 16:01, breytt samtals 3 sinnum.
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Göngubuxur
Ég hef yfirleitt fundið eitthvað á mig í Ellingsen.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180