Lekaliði að slá út.

Allt utan efnis

Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Peacock12 » Fös 18. Ágú 2023 08:57

Fann betri skýringarmynd: Hann er AC. Það er merki með sínus-bylgju á honum og fann það á fleiri en einni síðu að það táknar AC (sú sem ég fann í gær talaði um B en ég er ekki að finna neitt sem staðfestir það).

Ætla að skipta í A og sjá hvað gerist.

Hef prófað að mæla hverja grein fyrir sig. Geri það með því að smella AliExpress Clampmælinum um L og N við lekaliðann. Þegar allt er inni er ég með að jafnaði 12-14 mA (lekaliðin slær út við 25-30). Þegar ég síðan slæ út öllum öryggjunum mæli ég 0, og hef síðan slegið inn einu og einu og mælt breytinguna. Samkvæmt því er mestur leki í lögninni í kjallarann (8-9 mA), lögninni að spanhelluborðinu (2-3 mA) og lögninni að uppþvottavélinni (2-3 mA).
Í kjallaranum eru flest LED ljós, leikjatölva, sjónvarp og fullt af öðru dóti sem "á" að leka smá.

Furðulega er að báðir rafvirkjarnir - báðir góðir fagmenn - hafa skoðað þennan lekaliða og sagt hann réttan.
Líka furðulegt að það var að slá út nokkuð reglulega í maí, síðan alveg friður þar til fyrir fjórum dögum síðan. Eftir það hefur slegið út 1-2 á dag. Var alveg þurrt úti til gærdagsins (17).



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf jonsig » Fös 18. Ágú 2023 12:31

Sýnist þú ekki alveg hafa þekkinguna í þetta og ættir að láta þetta eiga sig. Þessi útleiðsluvarnartæki geta komið í veg fyrir mjög asnalegan dauðdaga.

Eina sem þú færð útúr A týpu RCD er að hann rýfur einnig útleiðslu sem nútíma rafeindabúnaður getur sent inná kerfið heima hjá þér.(Hálfbylgju púlsandi bylgjuform, með jafnstraums gildi.) Svo tækinlega séð getur hann aðeins orðið skilvirkari.

En þetta sem þú kallar lekaliða (bilunarstraumsrofi/lekastraumsrofi) geta orðið næmari með tímanum.
FYI: Skrattinn er í smáaletrinu og ekki fyrir amatöra að skilja, rofi er ekki sama og liði.

Síðan með mælirinn,,, myndi kannski nota svona Ali express græju í eitthvað gróft, þar sem +\- 100mA skipta ekki máli. Mælarnir verða dýrari eftir því sem þú færist nær núllinu í mælingum.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf arons4 » Fös 18. Ágú 2023 12:51

Eina leiðin til að finna rót vandans er að megga N og L á móti jörð á öllum greinum í húsinu og finna tækin sem eru að hleypa út, nánast alltaf er grein eða greinar á "nippinu" og þá þarf ekki stóra sveiflu til að slá út lekaliða en það er mjög auðvelt að finna það með megger.

Það að setja annan lekaliða sem slær ekki út lagar ekki undirliggjandi vandann þótt hann lækni einkennin.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2858
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf CendenZ » Fös 18. Ágú 2023 14:21

Þetta er meiri súpan af veseni sem þú ert kominn með.

Ég mæli með að fá einhvern í verkið sem hefur meiri þekkingu en þessir sem hafa aðstoðað þið. Hann Ásgeir hjá Eflu hefur hjálpað mér, hann er rarfvirki og með BS í rafmagni. Hann sjænaði töfluna mína sem var í algjörri steik (eftir fyrri DIY eiganda og rafvirkja) á einhverjum hálftíma 40 mín og henti upp hleðslustöð.

Ef þessir gaurar sem þú ert búinn að fá geta ekki leyst málið þá eru þeir að horfa á þetta of einfaldlega, og ég myndi bara senda á Ásgeir og útskýra að þarna eru rafvirkjar búnir að koma og finna enga lausn á vandanum. Í versta falli færðu "nei, en talaðu við þennan" og í besta falli "ok kíki á þetta"



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf jonsig » Fös 18. Ágú 2023 15:34

Þarf Bsc til að laga einfalda útleiðslu í dag ?

FIY varð ég ekki mikið betri rafvirki eftir ágætis helling af viðbótarmenntun í rafmagni.
Margir sem kalla sig rafvirkja án þess að hafa klárað grunndeild



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2858
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf CendenZ » Fös 18. Ágú 2023 16:19

jonsig skrifaði:Þarf Bsc til að laga einfalda útleiðslu í dag ?

FIY varð ég ekki mikið betri rafvirki eftir ágætis helling af viðbótarmenntun í rafmagni.
Margir sem kalla sig rafvirkja án þess að hafa klárað grunndeild


Nei það þarf ekki, sagði það bara aldrei. Ef þetta væri bara einfalt dæmi hljóta þessir sem hafa áður kíkt á leyst málið eins og hendi væri veifað. En það virðist ekki vera. Einnig þá fá menn varla vinnu á verkfræðistofu við svona full time nema vera með slatta á milli eyrnanna og geta leyst fullt af tilfellum.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Viktor » Fös 18. Ágú 2023 16:38

Fáðu bara rafvirkja til að setja annan lekaliða á kjallarann og málið leyst ;)

Þá slær allavega bara kjallarninn út eða þú ert búinn að útiloka hann ef hinn slær út.

Mögulega lagar það þetta vandamál bara.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Peacock12 » Fös 18. Ágú 2023 22:11

Hef tekið það fram að þrátt fyrir að vera sæmilega duglegur DIY þá læt ég töfluna algjörlega í friði. Alveg sammála þeim sem kurteislega segja mig ekki vita nóg.
Setti þetta inn hér meira í örvæntingu en í leit af töfralausn – er búinn að vera að bíða eftir rafvirkja (tveimur) í talsverðan tíma. Vandinn er ekki síst hvað þetta er svo svakalega random – t.d. nú er að slá út 1-3 á dag frá síðasta mánudag, en þar áður ekki síðan miðjan maí. Sem sagt: ekkert í 3 mánuði og svo núna reglulega. Hef sennilega ekki pressað þá nóg á þá til að mæta.
Núna er annar búinn að hafa samband og kemur (vonandi) í næstu viku.

Ég væri hissa ef þetta er bara lekaliðinn. Hef miklu meiri trú að einhverstaðar er brot í leiðslu eða ónýtt tengi eða eitthvað slíkt. Kannski tengt ljósi (enn rökkur í byrjun maí og byrjað að rökkva í ágúst).

Samt gaman að lesa sig til um hvernig þetta allt sama virkar. Væri t.d. áhugavert að athuga kostnað við að setja RCBO á allt, eða í það minsta sér lekaliða á kjallarann og þá jafnvel útiljós.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Hlynzi » Fös 18. Ágú 2023 23:51

Peacock12 skrifaði:Hef tekið það fram að þrátt fyrir að vera sæmilega duglegur DIY þá læt ég töfluna algjörlega í friði. Alveg sammála þeim sem kurteislega segja mig ekki vita nóg.
Setti þetta inn hér meira í örvæntingu en í leit af töfralausn – er búinn að vera að bíða eftir rafvirkja (tveimur) í talsverðan tíma. Vandinn er ekki síst hvað þetta er svo svakalega random – t.d. nú er að slá út 1-3 á dag frá síðasta mánudag, en þar áður ekki síðan miðjan maí. Sem sagt: ekkert í 3 mánuði og svo núna reglulega. Hef sennilega ekki pressað þá nóg á þá til að mæta.
Núna er annar búinn að hafa samband og kemur (vonandi) í næstu viku.

Ég væri hissa ef þetta er bara lekaliðinn. Hef miklu meiri trú að einhverstaðar er brot í leiðslu eða ónýtt tengi eða eitthvað slíkt. Kannski tengt ljósi (enn rökkur í byrjun maí og byrjað að rökkva í ágúst).

Samt gaman að lesa sig til um hvernig þetta allt sama virkar. Væri t.d. áhugavert að athuga kostnað við að setja RCBO á allt, eða í það minsta sér lekaliða á kjallarann og þá jafnvel útiljós.


Ef það eru einhverjar spar perur (flúr draslið þarna) þá getað þær verið með vesen líka í útleiðslu sem erfitt er að mæla.

En myndi aftengja allt frá greinum og fá rafvirjann til að megga þær, þeir mælar senda út 600V og geta mælt útleiðslu sem er svona bara stundum.
Síðast breytt af Hlynzi á Fös 18. Ágú 2023 23:52, breytt samtals 1 sinni.


Hlynur


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf arons4 » Sun 20. Ágú 2023 20:38

Peacock12 skrifaði:Samt gaman að lesa sig til um hvernig þetta allt sama virkar. Væri t.d. áhugavert að athuga kostnað við að setja RCBO á allt, eða í það minsta sér lekaliða á kjallarann og þá jafnvel útiljós.

Lekaliðasjálfvör kosta ca 10þkr +vsk á meðan venjulegt öryggi er rétt um 1þkr +vsk. Svo þarf að vera nægur slaki á öllum núllunum sem er alls ekki öruggt ef núllskinnan er efst í töflunni.




Höfundur
Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Lekaliði að slá út.

Pósturaf Peacock12 » Mán 21. Ágú 2023 10:35

Það var skipt um lekaliða á laugardagsmorgni. Hefur ekki slegið út síðan, en þar sem þetta var svo handahófskennt þá er ekkert að marka næstu vikur. Var þó að slá út 1-3 á dag síðustu viku.

Gamli var AC og skipt í A. Er mátulega bjartsýnn: báðir rafvirkjarnir sem hafa skoðað þetta töldu gamla lekaliðan réttan (AC – bara með sínusbylgju iconið).

Var eitthvað að gúggla þetta í gær og fann m.a. síðu sem vísaði í handbókina fyrir nýlegar Siemens þvottavélar (er með eina svoleiðis). Þar er tekið fram að þurfi A lekaliða (eins og Hlynzi benti á).
Fór þá að leggja saman 2 og 2 og tengi þennan útslátt við þegar önnur þvottavél var tengd í kjallarann og um mánuði seinna öllum ljósum í kjallaranum og pallinum skipt út fyrir LED. Það er stuttu eftir það sem byrjar að slá út.

Þetta eru allt-í-allt 12 öryggi sem þyrfti að skipta út fyrir RCBO. Skoða það ef heldur áfram að slá út (ásamt þá að láta megg-mæla).