Gamlir afruglarar (áhugamál)

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf jonfr1900 » Fös 21. Júl 2023 23:33

Ég hef það áhugamál að vilja vera með gamla afruglara og senda sjónvarpsmerki í gegnum þá og fá þá til að virka. Það hefur ekki tekist hingað til. Þar sem Stöð 2 var að nota Discret 12 (Wikipedia á Frönsku) kerfið til ársins 1996 og síðan eitthvað annað kerfi eftir það en sama myndrugl.

Það sem ég er að spá hérna er að hvort að einhver hér hafi einhverjar tækniupplýsingar um þessa afruglara. Bæði elstu týpuna sem var í notkun frá 1986 til 1989 og síðan nýrri týpuna sem var í notkun frá 1989 til 1996. Síðasta hliðræna gerðin af þessum afruglurum var í notkun frá 1996 til 2008 eða svo þegar Digital Ísland byrjaði.

Ég ætla einnig að reyna, einhverntímann að smíða ruglara sem getur ruglað merki í rauntíma og þannig að það virki með öllum þeim afruglurum sem ég hef af þessari gerði.

Ég er einnig að leita eftir svona tækjum ef einhver á í geymslunni hjá sér. Ég er að fara að flytja til Íslands og því er hægt að senda þetta til mín fljótlega.

Þetta er svo gamalt að það er næstum því ekkert um þetta á internetinu.



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf zetor » Lau 22. Júl 2023 19:37

Ef þú hefur áhuga á gömlum afruglurum, þá er þetta vídeó hér skylduáhorf, þessi maður er snillingur: https://youtu.be/lhbSD1Jba0Q




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf jonfr1900 » Lau 22. Júl 2023 20:26

zetor skrifaði:Ef þú hefur áhuga á gömlum afruglurum, þá er þetta vídeó hér skylduáhorf, þessi maður er snillingur: https://youtu.be/lhbSD1Jba0Q


Þetta er stafræn kerfi sem eru í dag orðin svo flókin að nærri vonlaust er að brjóta þau upp. Ég er að reyna að læra á þetta hérna.

https://youtu.be/f1NvNDzTi-w




Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf Cikster » Lau 22. Júl 2023 21:11

Upprunalegi sem stöð 2 var að nota var Philips Tudi 12 ef ég man rétt.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf jonfr1900 » Lau 22. Júl 2023 21:24

Cikster skrifaði:Upprunalegi sem stöð 2 var að nota var Philips Tudi 12 ef ég man rétt.


Það var á milli 1989 og til 1993 (eða 1996. Ég veit ekki hvenær skiptin fóru fram). Síðan var því skipt út fyrir annað kerfi sem ég veit ekki hvað er. Mjög líklega discret 14 eða aðra útagáfu af discret 12 (Tudi 12).

Hérna er frétt um þetta á Tímarit.is. Þetta er frétt frá árinu 1993.




Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf Cikster » Lau 22. Júl 2023 21:52

jonfr1900 skrifaði:
Cikster skrifaði:Upprunalegi sem stöð 2 var að nota var Philips Tudi 12 ef ég man rétt.


Það var á milli 1989 og til 1993 (eða 1996. Ég veit ekki hvenær skiptin fóru fram). Síðan var því skipt út fyrir annað kerfi sem ég veit ekki hvað er. Mjög líklega discret 14 eða aðra útagáfu af discret 12 (Tudi 12).

Hérna er frétt um þetta á Tímarit.is. Þetta er frétt frá árinu 1993.


Það komu nýjir afruglarar í staðinn fyrir Tudi 12 en ég held að hafi verið nákvæmlega sama kerfi notað.

Stöð 2 seldi fólki Tudi 12 afruglarana þannig að fólk fór að fá þá "hakkaða" þannig að þyrfti ekki að kaupa áskrift. Þegar nýju komu þá var það bara að ef þú varst með áskrift fékkstu afruglara "að láni" þannig að var ólöglegt að breyta þeim þar sem þú áttir hann ekki.

Eftir að nýju komu var hægt að fá gömlu Tudi 12 til að afrugla með að lóða stilliviðnám (man ekki hvort þurfti að gera eitthvað meira en man vel að þurfti að hand stilla það ef maður skipti um stöð).




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf jonfr1900 » Lau 22. Júl 2023 22:15

Ég á svona Tudi 12 afruglara. Líklega er hann alveg upprunalegur og sýnir ekki af sér neina óvenjulega hegðun þegar ég keyri merki í gegnum hann. Þessi afruglari einnig alveg í lagi enda líklega svo til alveg ónotaður þegar ég fékk hann og búinn að vera inn í skáp í áratugi.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf Moldvarpan » Lau 22. Júl 2023 23:47

Þetta er einhvað einkennilegasta áhugamál sem ég hef heyrt um.

Ekkert ósvipað bara og að pissa í trekt, og sjá hvort það flæði nokkuð upp fyrir.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf JReykdal » Sun 23. Júl 2023 22:46

Moldvarpan skrifaði:Þetta er einhvað einkennilegasta áhugamál sem ég hef heyrt um.

Ekkert ósvipað bara og að pissa í trekt, og sjá hvort það flæði nokkuð upp fyrir.

Það fer allt eftir flæðinu sko....


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf jonfr1900 » Þri 25. Júl 2023 14:18

Alveg óvart (ég var að prófa myndbandstæki). Þá tókst mér að láta afruglara (tudi 12) rugla hjá mér. Þetta er gömul upptaka af Stöð 2 stillimynd, þessari upprunalegu frá 1990 (eitthvað svoleiðis).




Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf Televisionary » Þri 25. Júl 2023 15:13

Allir hressir hérna. Þetta með að pissa í trektina. Ef hún er nógu langt í burtu og hornið er rétt þá rennur þetta allt í gegn án þess að stoppa.

En að meginmáli.

Fréttatíminn í gær:
Mynd



Ekki DeLorean en þetta verður að duga!
Mynd




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf jonfr1900 » Þri 25. Júl 2023 17:21

Hvaða forrit ertu að nota í þetta? Ég hef verið að nota CryptImage.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf jonfr1900 » Þri 25. Júl 2023 20:39

Hérna sést hvernig þetta virkar. Afhverju þetta virkar veit ég ekki. Þetta virðist eins og er bara virka á þessari útsendingu en ekki öðrum sem ég hef.





Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf Televisionary » Mið 26. Júl 2023 10:24

Jón þú hittir naglann á höfuðið. Þetta er CryptImage sem ég er að nota.


jonfr1900 skrifaði:Hvaða forrit ertu að nota í þetta? Ég hef verið að nota CryptImage.



Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Reputation: 52
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf mort » Mið 26. Júl 2023 11:14

ég man þegar ég og nokkrir félagar smíðuðum afruglara fyrir stöð2. (úff..og núna vinn ég basically á stöð2...)

Ruglunin var einföld, ég man ekki nákvæm gildi en hægt að lýsa þessu ef þú klippir mynd í strimla og hliðrar þeim random, 0cm, 1cm, 2cm til hægri.. Til að "afrugla" ferð þú í gegnum strimlana og ýtir þeim til hægri 1cm eða 2cm (eða 0cm ef hann er alveg til hægri) þannig ertu búinn að shifta myndinni, basically jafnar hana til hægri. Ef ég man rétt voru þetta bara tvær seinkanir.

Þetta var í árdögum internetssins, þannig það var ekkert hægt að googla þetta, en það var birt grein í frönsku raf-grúskara tímariti sem lýsti þessu og það var IC rás sem gerði þetta. svo þurfti bara að smíða í kringum hana fyrir video merkið/sync/klukku etc.
Við pöntuðum rásina - (sendum FAX til verksmiðjuna og gengum 10 sample) - þóttumst vera startup fyrirtæki sem værum að fara í framleiðslu.


---


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf jonfr1900 » Mið 26. Júl 2023 11:55

mort skrifaði:ég man þegar ég og nokkrir félagar smíðuðum afruglara fyrir stöð2. (úff..og núna vinn ég basically á stöð2...)

Ruglunin var einföld, ég man ekki nákvæm gildi en hægt að lýsa þessu ef þú klippir mynd í strimla og hliðrar þeim random, 0cm, 1cm, 2cm til hægri.. Til að "afrugla" ferð þú í gegnum strimlana og ýtir þeim til hægri 1cm eða 2cm (eða 0cm ef hann er alveg til hægri) þannig ertu búinn að shifta myndinni, basically jafnar hana til hægri. Ef ég man rétt voru þetta bara tvær seinkanir.

Þetta var í árdögum internetssins, þannig það var ekkert hægt að googla þetta, en það var birt grein í frönsku raf-grúskara tímariti sem lýsti þessu og það var IC rás sem gerði þetta. svo þurfti bara að smíða í kringum hana fyrir video merkið/sync/klukku etc.
Við pöntuðum rásina - (sendum FAX til verksmiðjuna og gengum 10 sample) - þóttumst vera startup fyrirtæki sem værum að fara í framleiðslu.


Ég hef mikið séð vísað í þá grein sem þú talar um en ég hef ekki fundið greinina í enskri útgáfu. Ég held að franska útgáfan sé á kannski á internetinu.



Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Reputation: 52
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gamlir afruglarar (áhugamál)

Pósturaf mort » Mið 26. Júl 2023 12:56



---