Sælir
Það var þráður fyrir nokkrum árum um sláttuorf, langar til að fá update á hann.
Langar til að kaupa mér bensín sláttuorf ( á Ryobi rafmagns 18v, sem er ekki alveg að duga þegar punturinn er kominn af stað). þarf að fara með svona 8 x 5 ampera rafhlöður í brekkuna.
Er að hugsa um td. þetta ORF TEXAS BC358D vs ORF AL-KO BC330B 32,6CCM - 113758
fjórgengis vs tvígengis á svipaðan pening milli 40k og 50k, en fjórgengis hefur það fram yfir hitt að það er með axlar belti.
Sýnist að ég þurfi í 3x dýrara ef ég fer í fjórgengis hjá td. Byko UMK425 UE
Er Honda orfið hjá byko 3x betra en þessi hjá Húsa ? Er google að svíkja mig og ég er að missa af einhverjum kosta boðum ?
Hafa einhverjir pantað sláttuorf að utan og þá hvaðan ?
Öll hjálp og ráð vel þegin.
Sláttuorf v2
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sláttuorf v2
Það er líka hægt að fá stærri rafhlöður. Veit að Rafgeymasalan hefur eitthvað verið í svona.
Svo virka allar 18-20V rafhlöður með öðrum tækjum, DeWalt er til dæmis með 15ah rafhlöðu.
Svo bara 10$ breytistykki á milli.
Svo virka allar 18-20V rafhlöður með öðrum tækjum, DeWalt er til dæmis með 15ah rafhlöðu.
Svo bara 10$ breytistykki á milli.
- Viðhengi
-
- Screenshot 2023-07-09 at 10.40.12.png (66.63 KiB) Skoðað 6552 sinnum
-
- Screenshot 2023-07-09 at 10.44.33.png (386.55 KiB) Skoðað 6552 sinnum
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 300
- Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rvk.
- Staða: Ótengdur
Re: Sláttuorf v2
Jú, en aðal vandamálið við Ryoby orfið er að það er ekki nógu öflugt. Ég hugsa að 18v séu of takmarkandi og kanski þess vegna sem öflugri tæki eru gjarnan 36V eða meira.
Og þá er maður kominn í dýrari pakka.
Og þá er maður kominn í dýrari pakka.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sláttuorf v2
Það er líka dýrt að viðhalda svona bensíndóti
Sleppur við mikinn kostnað með því að hafa þetta rafmagns.
Sleppur við mikinn kostnað með því að hafa þetta rafmagns.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Fiktari
- Póstar: 52
- Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Sláttuorf v2
Viktor skrifaði:Það er líka dýrt að viðhalda svona bensíndóti
Sleppur við mikinn kostnað með því að hafa þetta rafmagns.
Hljómar svolítið eins og þú sért að bera saman bensínbíl og rafmagnsorf.
Sláttuvélar eru eins einfaldur búnaður og hugsast getur. Það þarf eiginlega að leggja sig fram um það að skemma þetta til þess að þurfa að gera við þetta.
Þú gefur þessu að drekka, smyrð þetta og skiptir um kerti mögulega. Svaka flókið.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sláttuorf v2
Ég myndi amk alltaf taka fjórgengis, nema þú hafir gaman af hávaða, bláum reyk og að blanda bensín og olíu.
-
- Geek
- Póstar: 833
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 141
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Sláttuorf v2
fedora1 skrifaði:Jú, en aðal vandamálið við Ryoby orfið er að það er ekki nógu öflugt. Ég hugsa að 18v séu of takmarkandi og kanski þess vegna sem öflugri tæki eru gjarnan 36V eða meira.
Og þá er maður kominn í dýrari pakka.
Þetta er rétt, ég á 54v dewalt orf og það virkar í hvað sem er en kostar líka slatta. Mér fannst það þess virði vegna þess að ég átti hvort sem er batteríin í það.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Re: Sláttuorf v2
Ég er með sláttuvél og orf frá Ego
https://thor.is/product-category/gardur ... o-fjolorf/
Rafhlöðurnar eru 56V
Ég er mjög ánægður með þetta
Hægt að fa rafhlöður í öllum stærðum
Alveg upp í að það sé orðið að bakpoka
https://thor.is/product-category/gardur ... o-fjolorf/
Rafhlöðurnar eru 56V
Ég er mjög ánægður með þetta
Hægt að fa rafhlöður í öllum stærðum
Alveg upp í að það sé orðið að bakpoka
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 300
- Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rvk.
- Staða: Ótengdur
Re: Sláttuorf v2
Ég á erfitt með að réttlæta að fjárfesta í 150k + fyrir alvöru rafmagns orf, þó það væri þægilegast.
Líklega er fjórgengis rafmagns orf best, bæði upp á hávaða og auðveldara að koma í gang (segir internetið). Einnig verður hægt að henda bensíninu á bílin í lok sumars þar sem það er ekki blandað tvígengis olíu.
Þá er húsasmiðju orfið eina sem ég finn undir 100k.
Líklega er fjórgengis rafmagns orf best, bæði upp á hávaða og auðveldara að koma í gang (segir internetið). Einnig verður hægt að henda bensíninu á bílin í lok sumars þar sem það er ekki blandað tvígengis olíu.
Þá er húsasmiðju orfið eina sem ég finn undir 100k.
Re: Sláttuorf v2
Ef þú ert að slá einhvern slatta, þá þarftu belti.Gerir verkið mun auðveldara og gefur jafnari slátt, ef þú stillir það vel á þig.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1824
- Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
- Reputation: 8
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sláttuorf v2
Ég er með ódýrt tvigengis orf úr húsasmiðjunni sem er fjögra ára og er orðið ónýtt eftir litla notkun 3.5 sumur. Ég ætla allavega persónulega að fara næst í snúru eða batterís. Hef margt betra að gera við tímann minn en að fikta í ónýtu orfi yfir sumarið
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 300
- Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rvk.
- Staða: Ótengdur
Re: Sláttuorf v2
frr skrifaði:Ef þú ert að slá einhvern slatta, þá þarftu belti.Gerir verkið mun auðveldara og gefur jafnari slátt, ef þú stillir það vel á þig.
Já, það er eiginlega must, þetta er líka í brekku er amk. 2-3 tíma að slá þetta. Ryoby orfið er með belti, en er með grannan vír og ekki alveg að duga í þessum punt/sinu rudda sem er í brekkunni.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sláttuorf v2
Snorrmund skrifaði:Ég er með ódýrt tvigengis orf úr húsasmiðjunni sem er fjögra ára og er orðið ónýtt eftir litla notkun 3.5 sumur. Ég ætla allavega persónulega að fara næst í snúru eða batterís. Hef margt betra að gera við tímann minn en að fikta í ónýtu orfi yfir sumarið
Er með batterísorf til að skera kantinn og nota á hluta af lóðinni, og svo snúru-tengda sláttuvél sem ég nota í allt "slétta svæðið".
Ef ég væri ekki svona nískur á þessi verkfæri væri ég löngu búinn að kaupa nýja sláttuvél, því guðminngóður hvað ég hata að vera með f.kn* snúru.
Á síðastliðnum 5 árum hef ég bara einusinni keyrt yfir hana, en það er töluvert effort sem fer í að halda snúrunni frá.
Því maður er ýmist að passa upp á að snúran verði ekki fyrir, og/eða að sveifla snúrunni frá eftir því hvernig maður snýr, sem þýðir að það er "auðvelt" að beita sér ekki rétt á sláttuvélina sjálfa og maður endar með asnalegar harðsperrur og vöðvabólgu.
Ef að grasbletturinn þinn er passlega stór, ekki fá þér neitt snúrutengt.
Svo er annar vinkill... maður er að sjá verð niður í 15þ per slátt fyrir "stóran garð", og innifalið er að grasið sé tekið og fargað fyrir þig líka, og ég hef nýlega skoðað garð sem var sleginn á þessu verði með aðkeyptri þjónustu og hann leit bara nokkuð vel út.
Ef ég ætti að leggja eitthvað verðmat á minn tíma + kostnað við að endurnýja þessi sláttuverkfæri þá borgar sig að kaupa þjónustuna ef ég finn einhvern í mínum bæjarhluta á þessu verði.
Mkay.
Re: Sláttuorf v2
Það er mjög skynsamleg fjárfesting að læra lágmarkið á það hvernig sláttuorf og tvígengismótorar virka. Þetta eru mjög einfaldar græjur sem er ótrúlega einfalt að viðhalda og gera við ef maður sinnir bara réttu viðhaldi. Margir kaupa sér bensínorf, nota það í nokkur sumur og gera ekkert af því sem er nauðsynlegt til að viðhalda græjunni, þrátt fyrir að það sé mjög einfalt. Svo bilar þetta auðvitað og fólk þarf að kaupa sér nýtt orf.
Það sem þarf að hafa í huga:
- Það er kerti í sláttuorfi sem mun þurfa að skipta um á einhverjum tímapunkti. Tekur 2 mínútur að skipta um og kostar 1500 kall úti í búð.
- Sömuleiðis er loftsía sem gæti hugsanlega þurft að skipta um einhverntíman en gæti verið nóg að þrífa hana. Oft hægt að búa til úr einhverjum svampi eða kaupa fyrir lítinn pening frá framleiðandanum
- Með tíð og tíma gætu safnast óhreinindi og vatn í bensíntankinum sem berast síðan í blöndunginn og valda gangtruflunum eða orfið fer ekki í gang. Til að laga það þarf bara að þrífa blöndunginn sem er mjög lítið mál. Þarfnast engra sérstakra verkfæra fyrir utan þetta hefðbundna og tekur kannski 20-30 mínútur ef maður hefur ekki gert það áður. Allar leiðbeiningar á YouTube.
- Eftir því hvernig orf þetta er gæti verið að það þurfi að setja smurefni í hausinn á orfinu, sem er líka mjög einfalt. Kaupir líklega bara ódýra túpu af "lithium grease" á bensínstöð og sprautar á réttann stað.
Annað sem stendur í leiðbeiningunum með sláttuorfi og fólk gerir ekki:
- Þegar maður startar orfinu verður að hafa í huga að það sé gert í samræmi við leiðbeiningarnar með orfinu. Ég held að það sé mjög algengt vandamál að fólk er reyna og reyna að starta með allt opið og fyllir allt af bensíni - sem verður til þess að það verður ekki hægt að koma orfinu í gang. Þrátt fyrir þetta er auðvelt að laga.
- Í tvígengismótor þarf að blanda eldsneytið með tvígengisolíu (fæst fyrir lítið á öllum bensínstöðvum). Ef maður sleppir því þá er mótorinn augljóslega að fara að skemmast.
- Þú átt ekki að geyma bensín í orfinu eða öðrum sambærilegum tækjum yfir veturinn.
Það sem þarf að hafa í huga:
- Það er kerti í sláttuorfi sem mun þurfa að skipta um á einhverjum tímapunkti. Tekur 2 mínútur að skipta um og kostar 1500 kall úti í búð.
- Sömuleiðis er loftsía sem gæti hugsanlega þurft að skipta um einhverntíman en gæti verið nóg að þrífa hana. Oft hægt að búa til úr einhverjum svampi eða kaupa fyrir lítinn pening frá framleiðandanum
- Með tíð og tíma gætu safnast óhreinindi og vatn í bensíntankinum sem berast síðan í blöndunginn og valda gangtruflunum eða orfið fer ekki í gang. Til að laga það þarf bara að þrífa blöndunginn sem er mjög lítið mál. Þarfnast engra sérstakra verkfæra fyrir utan þetta hefðbundna og tekur kannski 20-30 mínútur ef maður hefur ekki gert það áður. Allar leiðbeiningar á YouTube.
- Eftir því hvernig orf þetta er gæti verið að það þurfi að setja smurefni í hausinn á orfinu, sem er líka mjög einfalt. Kaupir líklega bara ódýra túpu af "lithium grease" á bensínstöð og sprautar á réttann stað.
Annað sem stendur í leiðbeiningunum með sláttuorfi og fólk gerir ekki:
- Þegar maður startar orfinu verður að hafa í huga að það sé gert í samræmi við leiðbeiningarnar með orfinu. Ég held að það sé mjög algengt vandamál að fólk er reyna og reyna að starta með allt opið og fyllir allt af bensíni - sem verður til þess að það verður ekki hægt að koma orfinu í gang. Þrátt fyrir þetta er auðvelt að laga.
- Í tvígengismótor þarf að blanda eldsneytið með tvígengisolíu (fæst fyrir lítið á öllum bensínstöðvum). Ef maður sleppir því þá er mótorinn augljóslega að fara að skemmast.
- Þú átt ekki að geyma bensín í orfinu eða öðrum sambærilegum tækjum yfir veturinn.
Síðast breytt af thrkll á Þri 11. Júl 2023 14:04, breytt samtals 2 sinnum.