Þetta verður furðulegra og furðulegra. Lögbrot framin og fólk verðlaunað með feitum starfslokasamningum sem ekki má tala um.
Íslandsbanki með tryggingu vegna tjóns sem hann gæti orðið fyrir vegna „mistaka“ starfsmanna. Halda menn að mistök starfsmann jafngildi glæpsamlegum stjórnunarháttum æðstu yfirmanna?
Síðan hvenær hafa tryggingar bætt ásetningsbrot?
Og af hverju er ekki búið að handtaka neinn?
Menn hafa verið settir í steininn fyrir lægri upphæðir.
Íslandsbanki skrifaði:Íslandsbanki hefur keypt stjórnendatryggingar til þess að mæta mögulegu tjóni sem forsvarsmenn bankans kunna að valda. Enn liggur ekki fyrir hvort þær tryggingar nái yfir 1,2 milljarða króna sekt sem bankinn hefur greitt í ríkissjóð vegna lögbrota sem hann hefur gengist við.
Bankinn fremur ekki lögbrot, starfsmennirnir gera það.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... ryggingar/Bankinn hlýtur að fara í skaðabótamál gegn þessum lögbrjótum, ég sem hluthafi hlýt að eiga rétt á því að bankinn standi vörð um hagsmuni sína og mína sem eiganda hans. Eða trompa hagsmunir stjórnenda hagsmuni eigenda? Þessi gjörningur snarfelldi gengi bankans og minnkaði eign mína, einnig mun þetta hafa áhrif á arðgreiðslur næsta árs.