Moldvarpan skrifaði:
Já Jesús.
Að geta gengið inn í tölvuverslun hérna á landinu, fengið tæknimenn til að athuga vöruna og skipta henni út ef galli er staðfestur.
vs.
Senda kortið út, með tilheyrandi kostnaði og veseni fyrir marga, að hafa upp á þeim upplýsingum hvert á að leita. Það eru ekki allir með sömu kunnáttu og þú, verður að geta sett þig í spor annara.
Og ef að RMA er neitað eins og í tilfelli Emils, þá getur hann varla leitað til heimilistryggingana hjá sér þegar kortið er ekki lengur á landinu.
Þetta er bara ekki sami hluturinn fyrir average notanda.
Vá aldrei sé neinn ferkantaðri en þig, average notandi myndi vita fyrirfram hvort hann hafi keypt hlut í verslun hér heima eða erlendis og væri því ekki mikið að hafa áhyggjur af þessu er það nokkuð?? Jafnvel average notandi myndi pæla pínu í því ef hann væri að kaupa kort erlendis frá hvernig ábyrgðarmálum væri háttað. Hér á undan var verið að benda á að það eru margir söluaðilar erlendis sem eru með ágætis RMA ferli. Microsoft td sendir þér UPS miða, sótt heim að dyrum, sent erlendis í viðgerð/útskipti og sent heima að dyrum og ferlið getur í sumum tilvikum tekið innan við 5 daga. Reyndu að finna verkstæði hér á landi sem vill líta á hlutinn þinn innan 2-5 daga nema þú greiðir fyrir það sérstakt flýtigjald.