Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf emmi » Mán 12. Jún 2023 15:06

Sælir, veit einhver hér til þess að kennarar í Íslenskum skólum séu að nota Discord við kennslu og samskipti við nemendur?

Hvernig myndi það samræmast persónuverndarlögum haldið þið?




sundhundur
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf sundhundur » Mán 12. Jún 2023 15:19

Samskipti við nemendur? Já, veit til þess (háskólastig)

Kennslu? Nei þekki engin dæmi um það.

En þegar þú spyrð um skóla, áttu við einhver sérstök skólastig eða bara öll?



Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf emmi » Mán 12. Jún 2023 15:23

Framhaldsskóla/Háskólastig.

Ég er aðallega bara að velta því fyrir mér hvort þetta sé leyfilegt útfrá persónuverndarlögum séð. Ég þekki Discord ekki neitt, en ég sé að þeir biðja um netfang, notandanafn og afmælisdag við skráningu sem telst varla við viðkvæmra persónuupplýsinga? Eru þeir að safna fleiri upplýsingum mögulega?
Síðast breytt af emmi á Mán 12. Jún 2023 15:26, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf rapport » Mán 12. Jún 2023 15:53

Er ekki regla að skólinn á að útvega allan hugbúnað og vista eða bera ábyrgð á vistun allra gagna sem verða til við kennsluna?

Það er í grunnurinn að vandamálum grunnskóla að þeim er óheimilt að leyfa fyrirtækjum úti í heimi að fá upplýsingar um nemendurna.

Framhaldsskóli eða háskóli má heldur ekki gera kröfu á að nemendur verði að vera með account hjá einhverju ákveðnu fyrirtæki, skólinn á að útvega og bera ábyrgð á öllum upplýsingum sem notaðar eru og verða til við kennsluna... NEMA að það sé tiltekið í þaula áður en námið hefst... s.s. að nemendur hafi samþykkt eitthvað áður en nám hófst.

Í grunn og framhaldsskóla bætist við flækjustig því nemendur eru ekki lögráða og geta ekki samþykkt leyfisskilmála o.þ.h. nema í samráði og samvinnu við foreldra.




sundhundur
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf sundhundur » Mán 12. Jún 2023 16:05

Það er nú alls konar sem viðgengst í þessum málum.

Ég hef aldrei séð kennara nota Discord til kennslu en ég hann hefur haft aðgang að Discord nemenda. Ég hef hins vegar verið í áfanga þar sem kennarinn notaði Slack.

Þeir sem hafa tekið eðlisfræði hafa allir verið skyldaðir til að kaupa leyfi fyrir Mastering Physics sem ég er nokkuð viss um að HÍ hefur ekkert með að gera (nema sú ráðstöfun sé ekki lengur við lýði). Það eru til aðrar útgáfur af þessu eins og Mastering Chemistry og Mastering Engineering (?) en ég hef bara heyrt um MP. Þess utan þá eru til minni síður sem ég veit til þess að kennarar hafa notað til þess að "sjá um heimavinnuna fyrir sig". Aðgangur að slíkum síðum er gegn gjaldi, sem fellur á nemendur.

En þessi þráður er um Discord og persónuvernd en ekki HÍ og löngutöng hans.

Hvað afmælisdagana varðar þá grunar mig að þeir séu einvörðungu þarna til þess að halda 13 ára krökkum og yngri í burtu.

Hvað verður um discord þjónana eftir að þeim er eytt? Hver veit.

Best að skrifa sem minnst og reikna með að allt sem þú skrifir verði notað gegn þér fyrir rétti þegar þar að kemur.



Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf emmi » Þri 13. Jún 2023 09:15

Hvað segið þið um þá staðhæfingu um að ef að netþjónar umrædds þjónustuaðila, í þessu tilviki Discord, séu hýstir í USA þá sé sjálfkrafa óleyfilegt að leyfa notkun á þjónustunni séð útfrá Persónuverndarlögum?

Nú segir Discord að þeir séu "compliant with the EU’s General Data Protection Regulations (GDPR)", gefur það ekki að skilja að það sé þá leyfilegt að leyfa notkun á þessu?

Hversu margir skólar, hvort sem það eru framhalds- eða háskólar nota Youtube til að hýsa ýmisskonar kennslumyndbönd sem þið vitið um?
Síðast breytt af emmi á Þri 13. Jún 2023 09:17, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf rapport » Þri 13. Jún 2023 10:02

emmi skrifaði:Hvað segið þið um þá staðhæfingu um að ef að netþjónar umrædds þjónustuaðila, í þessu tilviki Discord, séu hýstir í USA þá sé sjálfkrafa óleyfilegt að leyfa notkun á þjónustunni séð útfrá Persónuverndarlögum?

Nú segir Discord að þeir séu "compliant with the EU’s General Data Protection Regulations (GDPR)", gefur það ekki að skilja að það sé þá leyfilegt að leyfa notkun á þessu?

Hversu margir skólar, hvort sem það eru framhalds- eða háskólar nota Youtube til að hýsa ýmisskonar kennslumyndbönd sem þið vitið um?


Það er ekki sjálfkrafa óleyfilegt að nota þjónustu í USA bara því að GDPR er komið.

Það er EKKI kerfið eða hugbúnaðurinn sem þarf að samþykkja og leyfa skv. lögum, það er vinnsla upplýsinga.

Ef þjónustan í USA þarf að geyma auðkennið, póstfangið, nafn, símanúmer ofl. og getur þannig rakið beint notkun niður á persónu = líklega óleyfilegt.

Ef notandi auðkennir sig með einhverskonar þjónustu sem hýst er í EU og þjónustan í USA fær ekki að vita allt metadatað um notandann = þá er notendaumsjónin líklega OK.

Þá er spurningunni ósvarað, hvaða gögn flæða um kerfið þegar búið er að logga sig inn.

Ef það eru persónugreinanlegar upplýsingar um einhvern annan en þann sem er skráður inn í kerfið = vinnsla persónuupplýsinga um þriðja aðila... þá þarf kerfið líklega að vera innan EU. (allar vinnslur eiga að vera skráðar pr. kerfi, einfalt að gera með "eignaflokkum" / attributes í CMDB.)

En þá skiptir líka öllu máli að hafa notendaskilmála á kerfinu 100% að ef einhver notandi asnast til að setja persónugreinanlegar upplýsingar í kerifð þá sé það til skráð að það sé ekki "kerfisgalli" það sé "notendavandamál".

Ef að það á að meta öll kerfi út frá þeim möguleika að það fari inn í þau allra viðkvæmustu gögn, þá verða öll kerfi fok dýr og harðlæst.

Það verður að miða kröfur til kerfa út frá ætlaðri notkun.

Ef Discord á bara að vera spjall milli nemenda um námsefnið = þá er það hið eðlilegasta mál að kennari setji það inn í syllabus að allir þurfi að nota Discord (samt kjánalegt ef það er ekki official samskiptatól skólans). En er í raun lýsandi dæmi um shadow IT, að einhver einn kennari vilji ráða hvaða tól er notað en ekki nota það sem stofnunin útvegar.



Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf emmi » Þri 13. Jún 2023 10:06

Takk fyrir þessi svör. :)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf rapport » Mið 06. Des 2023 16:40

Líklega mikið hægt að læra um þessar ákvarðanir sem birtar voru í dag https://www.personuvernd.is/urlausnir/




ABss
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Tengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf ABss » Mið 06. Des 2023 19:53




Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf Stuffz » Mið 06. Des 2023 22:50

ABss skrifaði:


ég var einmitt að horfa áþetta fyrir nokkrum dögum.

first, flest stuff sem er nógu sýnilegt hefur eitthver svona videó um sig, samt athyglisverðir punktar, flest allir sem ég hef kynnst á netinu og eru með discord eru í tengslum við leiki sem ég spila, eða hobbý, enda byrjuðu þeir sem chat fyrir símaleiki einsog fruit ninja, ég myndi ekki persónulega velja þennan platform ég hef t.d. séð emoji sem gætu verið túlkaðar sem persónuniðrandi inná sumum svæðum og svo geta efnameiri slegið meira um sig þarna inni, og líka kannski af því Midjourney er þarna þá er þetta álitlegt fyrir sumum.
Síðast breytt af Stuffz á Mið 06. Des 2023 22:51, breytt samtals 1 sinni.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


ABss
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Tengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf ABss » Fim 07. Des 2023 07:31

Stuffz skrifaði:
ABss skrifaði:


ég var einmitt að horfa áþetta fyrir nokkrum dögum.

first, flest stuff sem er nógu sýnilegt hefur eitthver svona videó um sig, samt athyglisverðir punktar, flest allir sem ég hef kynnst á netinu og eru með discord eru í tengslum við leiki sem ég spila, eða hobbý, enda byrjuðu þeir sem chat fyrir símaleiki einsog fruit ninja, ég myndi ekki persónulega velja þennan platform ég hef t.d. séð emoji sem gætu verið túlkaðar sem persónuniðrandi inná sumum svæðum og svo geta efnameiri slegið meira um sig þarna inni, og líka kannski af því Midjourney er þarna þá er þetta álitlegt fyrir sumum.


Jamm, margt í mörgu. Sá þetta einmitt líka um daginn og vífli fleygja því inn í umræðuna.

En að upprunalega póstinum, þá var þetta aðeins notað í HR þegar ég var þar. Bæði að uppástungu/tilmælum kennara og svo var myndaðar rásir af nemendum í vissum áföngum.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Notkun Discord við kennslu í Íslenskum skólum?

Pósturaf gRIMwORLD » Fim 07. Des 2023 20:27

Nokkur atriði um discord sem fólk kannski gerir sér ekki grein fyrir.

1. Samskipti eru geymd*
3. Ef þú ert með þinn eigin server þá getur þú moderate'að samskiptin og hverjir eru á honum. Sem server owner/admin getur þú eytt út óviðeigandi skilaboðum, en líka geymt þau, til eru allskonar bot'ar sem geta loggað samskiptin, jafnvel yfir á aðra servera.
2. DM samskipti á discord eru einnig geymd og engin leið til að losna við chat sögu af account nema eyða accounti*
3. "Blocked" viðmælendur er svo líka sér capítuli en Discord setur Blocked notendur á sama stall og aðra notendur í main viðmóti. Þekki mörg dæmi um þar sem einstaklingar hafa lent í miður skemmtilegum samræðum og viljað helst bara blocka og losna við viðkomandi út úr tilverunni en þarna bíða þessir blocked notendur og samskiptin þeirra poppa upp um leið þeir eru unblocked, engin leið til að eyða samskiptunum nema eyða accounti.
4. Bottar eru margir og mismunandi, þú getur keyrt þína eigin eða notað einhhverja aðra public eða private botta. Passa þarf þó að skoða vel réttindi sem bot krefst því stundum eru þeir illa skilgreindir og vilja admin réttindi þegar þess þarf ekki. Þá er einnig ekkert því til fyrirstöðu að slíkur bot gæti verið að logga samskiptin út fyrir serverinn.

*Hægt er að eyða eigin skilaboðum í DM og ekkert sem bannar það hjá Discord, þeir gera það hins vegar mjög erfitt fyrir fólk því þú þarf að eyða hverju skilaboði ONE by ONE. Það eru til tól til að massa eyða eigin skilaboðum úr DM en það er "bannað" samkvæmt notendaskilmálum Discord að nóta slík tól. En það er ekkert sem hjálpar þér að eyða óviðeigandi skilabilaboðum sem einhver annar sendir þér nema að eyða þínum eigin accounti. Að blocka viðkomandi felur bara skilaboðin á meðan hann er blockaður. Besta vonin er að reporta og fá viðkomandi bannaðan og skilaboðum eytt.


IBM PS/2 8086