Íslendingar eru vanir háu þjónustustigi

Allt utan efnis

jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf jonfr1900 » Lau 13. Maí 2023 00:50

sundhundur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Það er dýrt að halda opinni tómri verslun. Ég hef farið í sumar verslanir yfir daginn, og þær eru galtómar. Hvaða þjónustustig er það? Fyrir hvern? Þessar verslanir eru mannaðar sama fólki og í "rush hour" milli 5-6. Kannast ekki við að það sé þjónustustig að hafa galtóma verslun full mannaða. Ég kalla það klikkun.

Það eru of margar verslanir. Það eru að ég held fimm Bónus verslanir á Akureyri. Flestar eru tómar yfir daginn. Það dugar ein fyrir alla Akureyri, enda er bærinn ekki nema um 20.000 manns (allt talið).


Það eru þrjár Bónus verslanir síðast þegar ég taldi. Í aldursröð.
1. Undirhlíð
2. Naustahverfi
3. Austursíðu


Þess utan opnaði Krónan í vetur sem leið.
Nettó er með tvær verslanir
Samkaup er með tvær
Iceland er með eina (allavega)
Hagkaup

Fleiri get ég ekki talið upp.


Það er samt tveimur verslunum of mikið hjá Bónus. Síðan bætist samkeppnin við og allar þær verslanir.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf appel » Lau 13. Maí 2023 01:01

Þessi stóru fyrirtæki carpet bomba svæði með verslunum til að tryggja að það sé engin samkeppni.
Þú sérð tvær Bónus verslanir með kílómetramillibili. Hagkaup og Bónus í sömu byggingu.

Eftirlit samkeppniseftirlits er ekkert auðvitað, enda aðaláhugasviðið hefur verið fjarskiptamarkaður eiginlega frá upphafi.

Kannski að við við sjáum samkeppniseftirlitið huga að bankamarkaðnum. Efast um það.


*-*


sundhundur
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf sundhundur » Lau 13. Maí 2023 01:20

Þegar batterýið sem á Bónus keypti Olís þá varð að loka nokkrum Bónus verslunum vegna þess að þá var sami eigandi með of mikla "dreifingu".

Bónus var lokað á Smiðjuvegi og á Hallveigarstíg. Í staðinn kom Rema1000 minnir mig sem var rekið af Sigurði sem er sonur Ingibjargar Pálmadóttur.

Rema rúllaði á hausinn fljótlega. Núna er pólskur markaður á Smiðjuvegi og Krónan er komin á Hallveigarstíg í staðinn fyrir Bónus.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf appel » Lau 13. Maí 2023 01:45

sundhundur skrifaði:Þegar batterýið sem á Bónus keypti Olís þá varð að loka nokkrum Bónus verslunum vegna þess að þá var sami eigandi með of mikla "dreifingu".

Bónus var lokað á Smiðjuvegi og á Hallveigarstíg. Í staðinn kom Rema1000 minnir mig sem var rekið af Sigurði sem er sonur Ingibjargar Pálmadóttur.

Rema rúllaði á hausinn fljótlega. Núna er pólskur markaður á Smiðjuvegi og Krónan er komin á Hallveigarstíg í staðinn fyrir Bónus.


Einmitt. Samkeppniseftirlitið í sjálfsblekkingu. Risa Bónus verslun núna í Skeifunni. Algjör vanhæfni. tm ísland.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf urban » Lau 13. Maí 2023 02:02

jonfr1900 skrifaði:
sundhundur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Það er dýrt að halda opinni tómri verslun. Ég hef farið í sumar verslanir yfir daginn, og þær eru galtómar. Hvaða þjónustustig er það? Fyrir hvern? Þessar verslanir eru mannaðar sama fólki og í "rush hour" milli 5-6. Kannast ekki við að það sé þjónustustig að hafa galtóma verslun full mannaða. Ég kalla það klikkun.

Það eru of margar verslanir. Það eru að ég held fimm Bónus verslanir á Akureyri. Flestar eru tómar yfir daginn. Það dugar ein fyrir alla Akureyri, enda er bærinn ekki nema um 20.000 manns (allt talið).


Það eru þrjár Bónus verslanir síðast þegar ég taldi. Í aldursröð.
1. Undirhlíð
2. Naustahverfi
3. Austursíðu


Þess utan opnaði Krónan í vetur sem leið.
Nettó er með tvær verslanir
Samkaup er með tvær
Iceland er með eina (allavega)
Hagkaup

Fleiri get ég ekki talið upp.


Það er samt tveimur verslunum of mikið hjá Bónus. Síðan bætist samkeppnin við og allar þær verslanir.


Afhverju er þetta 2 bónus verslunum of mikið?
Helduru virkilega að þeir væru ekki búnir að loka ef svo væri?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf urban » Lau 13. Maí 2023 03:05

appel og jonfr
Haldiði í alvörunni að fyrirtæki séu að borga starfsfólki laun ef að þau þurfa þess ekki ?
Haldiði í alvörunni að fyrirtækjaeigendur séu að eyða peningnum til einskins ?
Haldiði að það væri hægt að fá menntað/þjálfað starfsfólk til þess að vinna bara á rush hour og bíða heima hjá sér kauplaust á meðan fyrirtækin þarf þau ekki?
Afhverju eruði ekki að reka fyrirtæki hérna á íslandi úr því að t.d. Bónus sem að er yfir 30 ára gamalt vita ekkert hvað þeir eru að gera ?
Síðast breytt af urban á Lau 13. Maí 2023 03:09, breytt samtals 3 sinnum.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf jonsig » Lau 13. Maí 2023 07:39

rapport skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/11/buid_ad_venja_islenska_neytendur_a_gifurlega_hatt_t/

Íslendingar eru vanir háu þjónustustigi? Er það rétt?

Neytendavernd hér heima er lítil sem engin og þá er bara nærtækast að skoða fasteignamál, haugur af gölluðum eignum sem neytendur þurfa að greiða viðgerðir á því að hús eru illa hönnuð og illa byggð og úr lélegum efnum sem verktakar jafnvel flytja inn sjálfir frá löndum utan EU án nokkurrar staðfestingar á gæðum o.þ.h.

+ Ég vann hjá 10-11 þegar allt varð 24/7 og... hvað eru margar 10-11 búiðir til í dag?

Held að það sé alveg ljóst að þar var t.d. ekki verið að elta "þörf" neytenda, fyrirtækið var bara í einhverju missioni.


Varst þú ekki EU fan no.1 ? Við erum í EES.. samræmt regluverk. Ég á að geta flutt inn það sem mér sýnist innan EU, þetta byggingaefni er líklega mjög endingargott á Spáni.

Síðan skil ég ekki hvernig VERKFRÆÐISTOFURNAR eru ósýnilegar í þessu samhengi, þó þær séu með nefið ofaní gjörsamlega öllu sem þær hafa áhuga á að sinna og fá greitt fyrir eftirlitsvinnu sem þær sinna ekki. Þessi 6ár sem ég vann í byggingavinnu þá sá ég aldrei fulltrúa verkfræðistofanna á staðnum til að fylgjast með einu eða neinu. Stærðin á verkinu skipti ekki máli. Hugsanlega mætti einhver bara rétt svo til að koma með nýjar teikningar eða mæta í góðu veðri með verkkaupanum til að fá sér smá freyðivín á þakinu á blokkinni og grobba sig hvað verkið er allt að heppnast vel þökk sé þeim (alls ekki verktökunum að þakka).

En FYI : Allir verktakar og verkfræðistofur sem gera hlutina eftir bókinni eru farnar á hausinn. Kerfið bara hylgir þeim sem stytta sér leið og taka enga ábyrgð á neinu.
Síðast breytt af jonsig á Lau 13. Maí 2023 08:25, breytt samtals 3 sinnum.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf jonfr1900 » Lau 13. Maí 2023 11:44

urban skrifaði:
Afhverju er þetta 2 bónus verslunum of mikið?
Helduru virkilega að þeir væru ekki búnir að loka ef svo væri?


Ég hef séð hvernig þetta er gert í Þýskalandi og Danmörku. Þar sem er mun meiri umferð um búðir en ég hef séð á Íslandi á svæðum með svipaðan fjölda íbúða. Helsti munurinn er að í Þýskalandi er búðum komið fyrir þannig að það er göngufæri í þær fyrir fólk, því eru fleira um minni búðir en þekkist á Íslandi. Þetta er einnig gert í Danmörku en mis mikið eftir bæjarfélögum. Það eru nærri því engar hverfisbúðir á Íslandi svo að ég sjái.
Síðast breytt af jonfr1900 á Lau 13. Maí 2023 16:13, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf urban » Lau 13. Maí 2023 12:56

jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:
Afhverju er þetta 2 bónus verslunum of mikið?
Helduru virkilega að þeir væru ekki búnir að loka ef svo væri?


Ég hef séð hvernig þetta er gert í Þýskalandi og Danmörku. Þar sem er mun meiri umferð um búðir en ég hef séð á Íslandi á svæðum með svipaðan fjölda íbúða. Helsti munurinn er að í Þýskalandi er búðum komið fyrir þannig að það er göngufæri í þær fyrir fólk, því eru fleira um minni búðir en þekkist á Íslandi. Þetta er einnig gert í Danmörku en mis mikið eftir bæjarfélögum. Það eru nærri því engar hverfisbúðir á Íslandi svo að ég sjái.

Þetta quote er reyndar frá mér en ekki appel :)

En hérna, sérðu ekki villuna í þessari hugsun hjá þér ?
Annar staðar er rétt að era með fleiri búðir en þær eru víst of margar hér.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf rapport » Lau 13. Maí 2023 14:26

Vá, missti af haug af innleggjum.

Sýnist að appel er á svipaðri skoðun og ég og kom með góðan punkt:

appel skrifaði:Eitt vil ég samt bæta við, "þjónustustig" er ekki það sama og "þjónustulund".


Ég er að hugsa þetta út frá opnunartíma v.s. hvernig verslanir skipuleggja sinn rekstur og að þjónustustigið hér á Íslandi sé í raun ekki svo hátt, en ég gæti verið einn af þessum sem er svo góðu vanur :sleezyjoe

Þegar ég var hjá 10-11 árið 2002 þá fórum við að opna 8 og loka 24 vegna HM í fótbolta sem var í asíu, til að færa opnunartímann nær áhorfinu.

Það sem við lærðum var að iðnaðarmenn mættu oft á slaginu 8 í flestar verslanir og vildu morgunkaffi + hellingur af fólki á leið til vinnu eða nýlega mætt í vinnu (oft bílstjórar), að fá sér banana og jógúrt.

appel skrifaði:Það er dýrt að halda opinni tómri verslun. Ég hef farið í sumar verslanir yfir daginn, og þær eru galtómar. Hvaða þjónustustig er það? Fyrir hvern? Þessar verslanir eru mannaðar sama fólki og í "rush hour" milli 5-6. Kannast ekki við að það sé þjónustustig að hafa galtóma verslun full mannaða. Ég kalla það klikkun.


Verslun í miðbæ RvK, t.d. Vinnufatabúðin

Mánaðrlegur kostnaður )gróft)
3,5 milljónir í leigu (3 fyrir verslun + 0,5 í lager)
6 milljónir í laun á mánuði = 6 stöðugildi og það er opið 10-18
25 milljónir bundnar í birgðum og birgðahaldskostnaður með rýrnun, þjófnaði, akstri o.þ.h. = 10% = 2,5 milljónir.
= 12 milljónir í kostnað alls.

Segjum að veltuhraði birgða sé 6 = árs sala á kostnaðarverði sé 150 milljónir og meðalálagning sé 100% = framlegðin er aðrar 150 milljónir = heildarvelta 300 milljónir.

Með því að breyta vinnutíma allra í 11-19 og það er 40% álag á þennan eina tíma eftir 18 þá hækkar heildarlaunakostnaður um 300 þ. (5%)

Ef þeir breyta bara vinnutíma 3 af sex starfsmanna í 11-19 þá lengist opnunartíminn um 12,5% og laun hækka um 150þ. á mánuði. (2,5%)

Ef þeri breyta vinnutíma þessara þriggja í 12-20 þá lengist opnunartíminn um 25% en laun hækka um 5%.

Þetta dæmi er líklega ekki fjarri sanni nema... það vinna líklega færri í Vinnufatabúðinni og álagning er oftast nær hærri í fatageiranum.


Það er ekki dýrt að halda úti tómri verlsun ef að manneskjan í búðinni er að vinna fyrir verlsunina hvort sem er. Líkt og í 10-11 dæminu hér að ofan um HM,.. verslanastjórinn var hvort sem er mættur kl.8, af hverju þurfti hann tvo tíma í prepp... af hverju er ekki bara opnað strax og preppað með búðina opna?

Að hafa verlsun opna snýst líka um að hafa vörumóttökuna opna, vörurnar vaxa ekki í hillunum.

urban skrifaði:Þær eru reyndar 3 og ég get alveg lofað þér því að Bónus er ekki að halda búðum opnum þar af tilgangslausu, ef að einhver þeirra væri ekki að reka sig, þá myndu þeir loka versluninni strax, eigendur bónus


Ég gerði ritgerð um þetta í viðskiptafræðinni c.a. 2005 og þá kom svolítið í ljós að samkeppni á matvörumarkaði og hjá bensínstöðvum var ekki háð með eðlilegum hætti, hún var háð í skipulagsmálum = hvaða keðja keypti upp verslanahúsnæðið í nýjum hverfum.

Sagan um Nóatún/Krónuna í Grafarholti er t.d. dæmi um það, þar átti aldrei að vera verslun og Hagar áttu húsnæðið uppá hæðinni sem var skipulagt sem verslunin í hverfinu.

Eða Seltjarnarnes þar sem fyrirséð var að Bónus þyrfti að loka þannig að 10-11 opnaði risa búð sem aldrei gæti borið sig, bara til að tryggja Bónus framtíð... sem fór svo út á Granda því Krónan tók samkeppnina þangað.

Man að þetta var ein heimildin í ritgerðinni - https://www.samkeppni.is/media/skyrslur ... la2001.pdf

jonsig skrifaði:Varst þú ekki EU fan no.1 ? Við erum í EES.. samræmt regluverk. Ég á að geta flutt inn það sem mér sýnist innan EU, þetta byggingaefni er líklega mjög endingargott á Spáni.


Ég var að benda á að verktakar hafa verið að flytja inn beint í sínar byggingar og stórir verktakar eru með hönnunarstofurnar í vasanum og breyta byggingarefnum og hönnuðir breyta teikningum eftirá til samræmis (er að standa í slíku gallamáli í mínu húsfélagi)
Síðast breytt af rapport á Lau 13. Maí 2023 14:26, breytt samtals 1 sinni.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf jonfr1900 » Lau 13. Maí 2023 16:18

urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:
Afhverju er þetta 2 bónus verslunum of mikið?
Helduru virkilega að þeir væru ekki búnir að loka ef svo væri?


Ég hef séð hvernig þetta er gert í Þýskalandi og Danmörku. Þar sem er mun meiri umferð um búðir en ég hef séð á Íslandi á svæðum með svipaðan fjölda íbúða. Helsti munurinn er að í Þýskalandi er búðum komið fyrir þannig að það er göngufæri í þær fyrir fólk, því eru fleira um minni búðir en þekkist á Íslandi. Þetta er einnig gert í Danmörku en mis mikið eftir bæjarfélögum. Það eru nærri því engar hverfisbúðir á Íslandi svo að ég sjái.

Þetta quote er reyndar frá mér en ekki appel :)

En hérna, sérðu ekki villuna í þessari hugsun hjá þér ?
Annar staðar er rétt að era með fleiri búðir en þær eru víst of margar hér.


Þetta eru litlar verslanir. Á Íslandi eru þetta mjög stórar búðir og fátt fólk þar inni. Ég reikna með að þetta leysist af sjálfu sér í næstu efnahagskreppu.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf Klemmi » Lau 13. Maí 2023 18:35

jonfr1900 skrifaði:Þetta eru litlar verslanir. Á Íslandi eru þetta mjög stórar búðir og fátt fólk þar inni. Ég reikna með að þetta leysist af sjálfu sér í næstu efnahagskreppu.


Sem er núna?




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þetta finnst mér ekki alveg rétt

Pósturaf jonfr1900 » Lau 13. Maí 2023 20:32

Klemmi skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þetta eru litlar verslanir. Á Íslandi eru þetta mjög stórar búðir og fátt fólk þar inni. Ég reikna með að þetta leysist af sjálfu sér í næstu efnahagskreppu.


Sem er núna?


Efnahagskreppan er ekki byrjuð. Þetta er bara smá óstjórn á fjármálum núna.




Omerta
has spoken...
Póstar: 151
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingar eru vanir háu þjónustustigi

Pósturaf Omerta » Sun 14. Maí 2023 23:23

Hef mest unnið þjónustustörf síðustu 20 ár og mikið til á sama staðnum, í frekar litlu útibúi hjá einu stærsta fyrirtæki landsins. Reglulega skoðum við hvort opnunartími sé of langur eða of stuttur og aðlögum okkur eftir þörfum. Sömuleiðis styttum við eða lengjum prepp tíma fyrir opnun. Ef salan gefur ekki til kynna að það sé nauðsynlegt að mæta svona snemma, þá förum við að mæta seinna. Allt til að halda niðri launakostnaði, sem er mjög pirrandi. Það kemur alltaf sá tími þar sem traffíkin er að aukast og ég upplifi okkur sem undir mönnuð eða ekki nógu vel undirbúin. Í þessu tilfelli finnst mér það lúkka asnalega að fyrirtæki sem veltir svakalegum upphæðum sé stöðugt að skerða tíma starfsfólks og bjóða upp á lakari þjónustu bara til að spara eitthvað smotterí. Ég hef bókstaflega fylgst með þjónustuni sem er í boði fara versnandi hjá okkur stöðugt frá hruni (átti ekki von á að nefna hrunið hérna, en there you go).

Það eru ekki margar verslanir að halda opnu á tímum þar sem salan er engin, allavega endist það ekki lengi. Allir eru með sölukerfi sem getur brotið niður sölu og veltu by the hour og fylgjast með því. Afhverju að vera að borga starfsfólki fyrir að manna verslun sem enginn kemur í? Þetta með Kringluna og S4S er svo spurning fyrir rekstrarfélag Kringlunar, en það er furðulegt og tregt battery.

Systir mín býr í Hollandi, bróðir bjó á Spáni og konan er norsk. Konan saknar reglulega Noregs í þessu samhengi og þegar ég heimsæki Holland þá reglulega upplifi ég ,,sénsinn að þú fengir þessa þjónustu á Íslandi". Mín upplifun er sú að þjónusta á Íslandi sé oftast arfa slök og að hún fari stöðugt versnandi. Langir biðtímar erlendis? Það þekktist vel að út á landi gastu bara bankað upp á hjá bankastjóra, engar tímapantanir. Nú loka þeir útibúum hægri vinstri og auglýsa bætta þjónustu. Síðusutu tvö símtöl sem ég hef átt við Arion hafa farið eins. Starfsmaðurinn reyndi að hjálpa en viðurkennir svo að hann viti hreinlega ekki svörin við mínum spurningum, þetta sé ekki hans deild, og ég bið um að fá að tala við ráðgjafa. Það er eftir haug af svörum sem hafa svo komið í ljós að voru bara röng. Fæ loforð um símtal þar sem það séu allir svo uppteknir. Svo hringir enginn. Er að bilast á þessu rusl þjónustuveri Arion banka.

Sömuleiðis er stór hluti sölumanna í sérvöruverslunum algjörlega vanhæfur. Raftækjaverslanir eru sérstaklega slæmar með þetta, eins og vaktarar þekkja. Þetta tengi ég allt við lág laun, lítinn markað og lélega stjórnun.

Það ert enginn skortur á fólki og verslunum sem geta selt þér eitthvað, en góð þjónusta frá heiðarlegum fagmönnum er vand fundin hérlendis. Opnunartímar eru heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir, rétt eins og bjór þyrstir túristar brenna sig á reglulega.
Síðast breytt af Omerta á Sun 14. Maí 2023 23:27, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Íslendingar eru vanir háu þjónustustigi

Pósturaf rapport » Mán 15. Maí 2023 19:59

Omerta skrifaði:Sömuleiðis er stór hluti sölumanna í sérvöruverslunum algjörlega vanhæfur. Raftækjaverslanir eru sérstaklega slæmar með þetta, eins og vaktarar þekkja. Þetta tengi ég allt við lág laun, lítinn markað og lélega stjórnun.


Sammála og þetta er kannski kjarninn í málinu að "þjónustustig" og "þjónustulund" eru gæði sem skortur er á á íslandi... opnunartími og aðgengi að vörum og vöruúrvali er svo allt annað og kannski betra hér en annarstaðar.