Sælinú.
Ég er hálffertugur grunnskólakennari en hef verið að íhuga að skipta um starfsvettvang tímabundið til að létta aðeins á hausnum.
Hef gaman af garðyrkju og vinnu með höndunum, unnið í bæjarvinnunni og slíkt en er ekki með neina iðnmenntun. Er líklegt að finna starf sem borgar svipað og grunnskólakennarinn (er með um 400þ útborgað eftir skatt) en felur í sér vinnu með höndunum. T.d. við hellulagnir, garðyrkju eða smíði?
Laun í "handavinnu"?
Re: Laun í "handavinnu"?
Ég mundi halda að komast að hjá rafvirkja eða pípara mundi skila þessu í vasann.
-
- Gúrú
- Póstar: 510
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Laun í "handavinnu"?
rapport skrifaði:Ég mundi halda að komast að hjá rafvirkja eða pípara mundi skila þessu í vasann.
Öll klassísku iðnstörfin, smíði, múrverk, pípulagnir, málun og rafvirkjun eru stórkostlega virðingarverð og ættu að geta skilað þokkalegri afkomu. Þetta eru líka störf sem hafa fengið einna mesta samkeppni að utan, þeas, innflytjendur manna tiltölulega stóran hluta þessara starfa í dag og það hefur sennilega haldið launum eitthvað niðri.
Re: Laun í "handavinnu"?
Myndi nú bara skoða með garðavinnu og jarðvegsvinnu (hellulagnir og þvíumlíkt) þar sem sumarið er komið. Nóg að gera næstu mánuði.
Ef þú ert góður í þínu starfi þá getur þú alveg fengið milljón á mánuði.
Það er enginn að fara borga þér fyrir að rækta lítil falleg blóm sem tala við þig.
Ef þú ert góður í þínu starfi þá getur þú alveg fengið milljón á mánuði.
Það er enginn að fara borga þér fyrir að rækta lítil falleg blóm sem tala við þig.
*-*
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Laun í "handavinnu"?
rapport skrifaði:Ég mundi halda að komast að hjá rafvirkja eða pípara mundi skila þessu í vasann.
Myndi veðja frekar á píparann ! Bara grunnlaunin hjá honum eru mikið hærri.
Ég sjálfur er rafvirkjameistari og vann í því fagi í rúmlega 8ár áður en ég fattaði að það væri engin framtíð í því fyrir einhvern sem vill hugsa sjálfstætt og prófa nýja hluti. Þetta er kerfisvætt fag þar sem þú vinnur almennt eftir staðli eða leiðbeiningum verkfræðistofu sem gerir þetta að færibandavinnu.
Re: Laun í "handavinnu"?
jonsig skrifaði:rapport skrifaði:Ég mundi halda að komast að hjá rafvirkja eða pípara mundi skila þessu í vasann.
Myndi veðja frekar á píparann ! Bara grunnlaunin hjá honum eru mikið hærri.
Ég sjálfur er rafvirkjameistari og vann í því fagi í rúmlega 8ár áður en ég fattaði að það væri engin framtíð í því fyrir einhvern sem vill hugsa sjálfstætt og prófa nýja hluti. Þetta er kerfisvætt fag þar sem þú vinnur almennt eftir staðli eða leiðbeiningum verkfræðistofu sem gerir þetta að færibandavinnu.
Við hvað vinnur þú núna
-
- Geek
- Póstar: 837
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 146
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Laun í "handavinnu"?
Þetta er aðallega spurning hvort að þú viljir vera ráðinn upp að öxlum eða ekki. Þú nærð þessum launum leikandi í hvaða iðnaðarstétt sem er ef þú nennir aðeins að leggja á þig. Ég er með alveg niður í 18 ára gutta (ófaglærða) í uppslætti sem hafa það betra en þetta.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Laun í "handavinnu"?
Cascade skrifaði:Við hvað vinnur þú núna
Ekki misskilja að mér sé illa við rafvirkjun eða þannig, en sú vinna hefur bara tendans að verða einhæf.
Núna tek ég í skorpum t.d. nokkrar vikur í Teledyne kerfum þá í dýpkunnar eða rannsóknarskipum, Trimble leiðsagnar og rafeindastýrðum kerfum og hef verið eitthvað viðráðin Wartsila ECDIS kerfi í frökturum þó ég sé að reyna losna við það útaf útlandaferðum.
Er ennþá svona óviljandi að lenda í rafvirkjaverkefnum með að gera upp rafmagnsmótora, setja upp upsa kerfi og tölvusamstæður.