jonfr1900 skrifaði:Ég þarf ekki að réttlæta mig fyrir neinum hérna og ég ætla ekki að gera það.
Hinsvegar ætla ég að benda á þessa hérna frétt á Rúv frá því í dag. Það eru frekari umfjallanir um þetta í erlendum miðlum, þar er meðal annars talið að rússland sé að undirbúa (hvernig veit ég ekki) stór átök við vesturlönd og NATO.
Rússnesk skip talin undirbúa skemmdarverk (Rúv.is)
Auðvitað þarftu ekki að réttlæta neitt. Þér er velkomið að koma aftur til íslands.
En að því sögðu, þá skil ég samt ekki þína hlið og eflaust fleirri. Þess vegna varstu að fá spurningar.
Það eru margar góðar ástæður afhverju maður vill koma heim aftur, gott að komast í sitt tengslanet, hitta fjölskyldu og vini.
En okkur finnst erfitt að skilja að rússar og rafmagnsverð, sé að skipta þar sköpum.
Þú býrð til þennan þráð, og hefur gert fleirri, en svo þegar það er spurt þig út í þitt reasoning, þá virðistu ekki taka því vel.
Nýtt eldgosatímabil að hefjast, er rooosalega stór fullyrðing. Svona stórar fyrirsagnir eru notaðar sem clickbait víða í fjölmiðlum.
Svo ekki sé nefnt skemmd á ljósleiðara milli Færeyja og Skotlands þráðsins. Þar eru sumir ekki að drekka þitt coolaid og þú virðist fara í fýlu.
Ef maður setur framm þræði, þá finnst mér lámark að geta svarað einhverjum spurningum í sambandi við það.
Að kenna rússum um allt(margt) er ekki rétt nálgun finnst mér. Það er oft auðveldara að kenna eh öðru um en raunverulega "vandamálinu".
Það er rosalega gott fyrir mann að fara í sjálfskoðun. Ég þurfti einmitt sjálfur að gera það í fyrra og er enn að, fór á Reykjalund og byrjaði að takast á við vandamálin mín. Og líður í dag mikið betur. Það er alltaf erfiðara að takast á við vandamálin en ýta þeim á undan sér.
En ég ætla láta þetta vera lokaorðin hjá mér í þessum þræði. Hafðu það gott jonfr1900 og verður gaman að fá þig aftur til Íslands