Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar(annað en hér)....
Síðast breytt af pungalo á Mið 05. Apr 2023 23:26, breytt samtals 1 sinni.
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
Íslensk "spjallborð" eru virkilega sjaldgæf. Vaktin er líklega elsta spjallborðið á Íslandi myndi ég giska á, allavega elsta og virkasta. Megnið hefur færst í facebook grúppur.
*-*
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
ok vildi bara vita oftast eru umræður á svona síðum mun betri en annað
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
malefnin.com er víst opin og einhver notkun þar, rosa steypa sem að er póstað þar reglulega og ég nenni ekki að skoða það.
Þannig að það er bara þetta sem að eitthvað vit er í.
Þannig að það er bara þetta sem að eitthvað vit er í.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
Ég er bara hér og á r/iceland.
Veit ekki hvernig Málefnin eru í dag, en Trumpistarnir eyðilögðu þau á sínum tíma.
Veit ekki hvernig Málefnin eru í dag, en Trumpistarnir eyðilögðu þau á sínum tíma.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1251
- Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
- Reputation: 68
- Staðsetning: 192.168.1.254
- Staða: Ótengdur
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
Síðast breytt af demaNtur á Fim 06. Apr 2023 15:22, breytt samtals 1 sinni.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
demaNtur skrifaði:https://www.bmwkraftur.is/spjall/index.php
Ekki vissi ég að krafturinn væri enn á lífi
Alveg ótrúlegt hvað það var gaman að fylgjast með bílunum hjá Þórði ONNO þarna (minnir að hann heiti bimmer þar (og gott ef að hann var ekki hérna líka einhvern tíman))
Já og bílunum hjá fart líka.
Síðast breytt af urban á Fim 06. Apr 2023 17:06, breytt samtals 1 sinni.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
demaNtur skrifaði:https://www.bmwkraftur.is/spjall/index.php
bmwkraftur.png
Ekkert sérlega virkt spjallborð.
Síðasti póstur: at 10. Dec 2022 23:00
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
Bara Íslenska r/Iceland á Reddit en það eitt stk brennandi ruslahaugur.
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
Er þetta ekki eins og að biðja makann um að stinga upp á viðhaldi?
Go to bland.is !!!
Go to bland.is !!!
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 986
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
Var áður fyrr mjög virkur á mbclub og svolítið á BMWkrafti og líka Blýfóts spjallinu, það hefur allt saman færst yfir á facebook grúppur sem er hálfgerð synd þar sem þær virka/haga sér allt öðruvísi heldur en spjallborðs síðurnar. Núna nennir enginn að skrifa langa ýtarlega pósta um t.d. viðgerðir og þekkt vandamál, hvað þá svara þeim - vegna þess að þetta hverfur í hýtina og er nær ómögulegt að nota eina verstu leitarvél internetsins. Svo einu póstarnir eru 1-2 setningar, jafnvel nokkrar myndir og það verður ALDREI nein umræða á facebook nema fólk fari að rífast...það er eina leiðin til að algorithminn ýti póstinum upp síðuna.
Málefnin.com voru á köflum ágæt, það líka er orðin hálfgerð eyðimörk.
Reddit r/Iceland er eitthvað sem ég kíki stundum á - mest til skemmtunar (er ekki frá því að commenta kerfið á DV hafi smitast þar inn), en þar er oft umræðan hörmung, fáránleg rök...ef meirihlutinn er ekki sammála þér ertu down-votaður til óbóta, sama hversu vandað og rökstutt þitt svar er. Svo eru notendur eins og 11MHz sem minnir á krakka úr háskólapólítíkinni sem heldur að hann sé voðalega snjall.
Málefnin.com voru á köflum ágæt, það líka er orðin hálfgerð eyðimörk.
Reddit r/Iceland er eitthvað sem ég kíki stundum á - mest til skemmtunar (er ekki frá því að commenta kerfið á DV hafi smitast þar inn), en þar er oft umræðan hörmung, fáránleg rök...ef meirihlutinn er ekki sammála þér ertu down-votaður til óbóta, sama hversu vandað og rökstutt þitt svar er. Svo eru notendur eins og 11MHz sem minnir á krakka úr háskólapólítíkinni sem heldur að hann sé voðalega snjall.
Hlynur
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
rapport skrifaði:Er þetta ekki eins og að biðja makann um að stinga upp á viðhaldi?
Go to bland.is !!!
[LOL]
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
Djöfull var Krafturinn (BMWkraftur) það sem hélt manni gangandi á sínum tíma.
Fer einstaka sinnum þangað inn ennþá bara upp á nostalgíuna. Fróðleikurinn sem var miðlað þar var endalaus og gaman að fylgjast með Bílum meðlima sem og halda sínum þræði up to date þar.
Sorgleg þróun að forumin séu að deyja út!
Fer einstaka sinnum þangað inn ennþá bara upp á nostalgíuna. Fróðleikurinn sem var miðlað þar var endalaus og gaman að fylgjast með Bílum meðlima sem og halda sínum þræði up to date þar.
Sorgleg þróun að forumin séu að deyja út!
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eru önnur íslenks spjallborð sem fólk hér skoðar.
Ég mundi í dag aldrei nota málefnin spjallborðið. Það er komið undir öfga-hægrimenn og síðan er síðan svo óörugg og illa uppfærð að það er örugglega búið að stela öllum gögnum þar mörgum sinnum í viku.