appel skrifaði:Heyrði að snjómokstursaðilarnir fá greitt þó það sé enginn snjómoksturs, væntanlega kallað einskonar "retainer" gjald, og fá þá greiddan bónus þegar það loksins snjóar.
Svo er spurning hvort það séu ekki einhver samlegðaráhrif með sorphirðudeildinni og snjómokstursdeildinni. Því sorphirða er stopp þegar allt er ófært og erfitt. Er þá ekki ráð að nota þá starfsmenn í snjómokstur einhvern?
Nú vinn ég á skotbómulyftara, vill þannig til að hann er nýr og ég veit að hann kostaði ca 13 milljónir, þetta tæki er notað til vinnu sem að tengist snjómokstri akkúrat ekki neitt, við mokum vissulega fyrir okkur þegar að við þurfum, en tækið er annars tilbúið til vinnu í fyrirtækinu sem að ég vinn hjá.
Myndir þú vilja láta 13 milljóna króna tæki standa ónotað tilbúið til vinnu og fá ekkert borgað fyrir það ?
Vinnan mín nefnilega gengur fyrir, alveg sama þó svo að það þurfi að moka snjó uppí bæ, þá get ég unnið á tækinu mína vinnu.
EF að þetta tæki ætti að vera notað til snjómoksturs, þá þyrfti fyrirtækið að eiga annan til að nota til vinnu og vera með annan mann til að vinna á því tæki.
Flest tæki sem að notuð eru til snjómoksturs eru þó mun stærri og dýrari en þessi skotbómulyftari sem að ég vinn á, ætli það séu ekki 15 - 30 milljóna tæki.
Eðlilega þarf að greiða mönnum fyrir að hafa tæki og fólk tilbúið til snjómoksturs þegar að það snjóar, vegna þess að annars væru þessi tæki og þessir menn bara í öðrum störfum.
Þetta með ruslið og snjómoksturinn, eiga þeir þá að moka eina götu, sækja svo ruslabílinn og hirða rulsið þar og moka svo næstu götu ?
Eða ætti bara að vera að moka fram að jólum og sækja ruslið einhvern tíman seinna ?
Eitthvað myndi heyrast í fólki ef að það væri ekki tæmt fyrir jól.
Það þarf einfaldlega að vera fólk í báðum störfum, vegna þess að um leið og það er hægt að sækja í einhverri götu, þá þarf líka að vera hægt að moka í hinu hverfinu.