Jæja þá gott fólk, nú hef ég alltaf verið mjög stoltur af okkur Íslendingum með rafræn skilríki og að geta haft centralized auðkenningu fyrir svona governmental ID, alveg þangað til ég byrjaði að nota þetta fyrir utan Ísland.
Ég er semsagt búinn að vera að ferðast síðustu 2 ár, mest megnis um Evrópu og nota rafræn skilríki fyrir bankann, island.is og signet (þjónusta til að skrifa undir gögn tengt vinnu)
Þetta hefur alt verið að virka nokkuð vel þá þegar ég er innan evrópusambandsins en ég lenti þó í þvílíku brasi í Macedonia og sá þá virkilega hversu slæm þessi þjónusta er fyrir okkur íslendinga.
Tek saman hér nokkur dæmi fyrir neðan en hérna er sagan:
Ég var semsagt í Macedonia í um 2 mánuði, allt í lagi og ekkert vesen, þar sem ég hef aðra leið inná bankann og ísland.is er ekkert sem þarf reglulega að nota, en þá kom að því að ég þurfti að skrifa undir pappíra rafrænt.
Rafræn skilríki vildu ekki virka með þeim ISP sem ég tengist í Macedonia, ég ræddi málið við Símann og við Auðkenni og fékk þær leiðbeiningar að:
1. Restarta símanum
2. Hringja í íslenskt númer
3. Reyna auðkenningu aftur
Þetta gerði ég sennilega um 40 sinnum án þess að ná nokkrum árangri.
Þar sem ég þurfti að skrifa undir þessa pappíra var næsta val að keyra inn í EU og tengjast þaðan, en ræddi þó við pabba og hann fer í eitthvað super syian Karen mode og fer á milli staða hjá Auðkenni og Símanum til að fá svar við þessu.
Það er hægt að setja upp appið en það hjálpar ekki ef þú ert farinn frá Íslandi áður en þú ákveður það.
Eftir bilanagreiningu frá mér náði ég að manually tengjast öðrum ISP í Macedonia og náði þá auðkenningu í gegn og náði að skrifa undir samninginn svo ekkert mál á endanum, hinsvegar eru hérna nokkur atriði sem ég komst að í þessum vandræðum:
1. Þú ert screwed ef enginn ISP í landinu sem þú ert í nær að taka við auðkenningunni frá auðkenni, hefði þurft að fara inn í EU ef þessi auka ISP hafði ekki verið á staðnum
2. Við vorum með backup plan að græja auka síma á Íslandi, Pabbi fékk löggilt umboð frá mér til að sækja um nýtt simkort fyrir mig, ekkert mál hann gat það....eeen auðkenni segir að umboð nægir ekki til að fá rafræn skilríki (þeas, jafnvel í gegnum löggilt umboð getur enginn annar sótt um rafræn skilríki fyrir þig)
3. Með bilanagreiningum frá Auðkenni endaði ég með tæpan 40.000 reikning frá símanum fyrir þessi símtöl. (Ég hefði átt að vita betur, en slappt að þetta sé official debug leiðin frá þeim)
4. Ekki hægt að setja upp auðkenni appið án þess að vera á landinu, jafnvel ef það sé hægt þá skylst mér að þú getur ekki notað það allstaðar þó ég hafi ekki reynslu af því
5. Íslensk sendiráð geta ekkert hjálpað þér...skiljanlegt að eitthverjir sendirráðs-starfsmenn á vegum Íslands geti ekki útbúið simkort og configgað þau
En in short, þá ef þú ert íslendingur og notar rafræn skilríki sem er mjög oft eina leiðin og glatar símanum þínum eða þá ert tengdur ISP sem getur ekki tekið við þessum samskiptum þá ertu í raunverulega screwed.
Ef þú tapar símanum þá er eini möguleikinn að koma aftur til íslands
Ef rafræn skilríki virka ekki, þá er eini möguleikinn að koma til Íslands eða EU.
Flott þjónusta og allt það, en hvernig getur það verið í lagi að margar critical þjónustur fyrir íslendinga eru lokaðar ef þú glatar símanum þínum?
Það er einnig ekki hægt að fara í sendirráð og "auðkenna" þig í persónu með vegabréfi.
Erum í raun búin að búa okkur til skrilríki sem er sterkara en vegabréf fyrir okkur íslendinga, sem er tengt símanum og sendirráð geta ekki hjálpað með. Hugsaði enginn út í redundancy fyrir mikilvægustu skilríki okkar íslendinga?
/rant over
Rafræn skilríki utan Íslands
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 102
- Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
- Reputation: 27
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rafræn skilríki utan Íslands
Almennt séð myndi ég segja að rafræn skilríki séu mjög jákvæð, hafa breytt miklu, einfaldað hluti. Hvernig var þetta fyrir 20 árum eða 30 árum?
En það er rétt að þetta er ekki alveg þaulhugsað, ekki búið að leysa öll "jaðar-case".
Ef þú ert í útlandi, utan ESB, og týnir vegabréfinu þínu þá ertu alveg screwed líka sko. Spurning hvort maður þurfi ekki bara að græða í sig einhverskonar auðkennischip, held að hundar séu með þannig sumir hverjir.
Ég vil frekar þetta kerfi, rafræn skilríki fyrir okkur íslendinga, frekar en að vera með eitthvað svipað einsog í Bandaríkjunum þar sem auðkennisþjófnaður er daglegt brauð.
En það er rétt að þetta er ekki alveg þaulhugsað, ekki búið að leysa öll "jaðar-case".
Ef þú ert í útlandi, utan ESB, og týnir vegabréfinu þínu þá ertu alveg screwed líka sko. Spurning hvort maður þurfi ekki bara að græða í sig einhverskonar auðkennischip, held að hundar séu með þannig sumir hverjir.
Ég vil frekar þetta kerfi, rafræn skilríki fyrir okkur íslendinga, frekar en að vera með eitthvað svipað einsog í Bandaríkjunum þar sem auðkennisþjófnaður er daglegt brauð.
*-*
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 302
- Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Rafræn skilríki utan Íslands
Takk kærlega fyrir þennan póst, allur er varin góður
- Viðhengi
-
- Screenshot_20221208-131749_Aukenni.jpg (274.08 KiB) Skoðað 2518 sinnum
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 302
- Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Rafræn skilríki utan Íslands
ragnarok skrifaði:Það er líka til app "Auðkenni" fyrir bæði Android og iphone.
Þetta er einmitt auðkenni "appið" sem ég tók skjámynd af.
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Rafræn skilríki utan Íslands
Sam skrifaði:ragnarok skrifaði:Það er líka til app "Auðkenni" fyrir bæði Android og iphone.
Þetta er einmitt auðkenni "appið" sem ég tók skjámynd af.
Hvet fólk til að nota þetta app sem mest.. sem skapar þrýsting á sem flesta til að taka þetta upp. Mun sneggra en hitt SMS draslið, svo er líka ýmislegt þarna undir húddinuní þessu appi sem getur nýst manni. Ert samt jafn mikið í skrúfunni ef eitthvað hendir símann þinn.
Þekki það samt ekki, en myndi halda að þessi lausn gæti gefið manni tækifæri á að nota það í fleiri en einu tæki, bara spurning hvort það yrði leyft uppá öryggismál
Re: Rafræn skilríki utan Íslands
Þú getur bætt við eins mörgum tækjum eða SIM kortum og þú vilt á mitt.audkenni.is
Re: Rafræn skilríki utan Íslands
Rafræn skilríki á símkorti virka þannig að það eru send nokkur SMS á milli Auðkennis og forrits sem keyrir á símkortinu. Ég þekki það ekki nógu vel en ég geri ráð fyrir að þetta séu frekar "óvenjuleg SMS" þannig að það má vel vera að operatorar í sumum löndum hleypi þeim ekki í gegn. Svo náttúrulega getur þetta kostað fullt utan Íslands/EES því að þetta eru SMS sem þarf að senda fram og til baka og ég held að það sé bara rukkað fyrir þau eins og venjuleg SMS í reiki (kostar 100kr/SMS að senda SMS frá Norður-Makedóníu hjá Símanum).
Þannig að ef maður lendir í svona er líklegast best að reyna að prófa aðra operatora, ef það er hægt. En þetta er bara frekar shitty dæmi utan Íslands/EES og það er svo margt sem verður fáránlega erfitt að gera ef maður hefur ekki aðgang að rafrænum skilríkjum í dag.
Eins og þú bendir á er maður shit out of luck ef maður er ekki búinn að redda sér heima því að það þarf að fara í banka eða til símafyrirtækja til að setja upp þessu rafrænu skilríki og það þarf alltaf að vera maður sjálfur í persónu. Og það þarf að gera það eða nota rafræn skilríki á símkorti til að virkja Auðkennis appið sem er náttúrulega ekki eitthvað sem maður getur gert þegar maður er í basli við að nota símkortaleiðina til að auðkenna sig/undirrita.
Þannig að ef maður lendir í svona er líklegast best að reyna að prófa aðra operatora, ef það er hægt. En þetta er bara frekar shitty dæmi utan Íslands/EES og það er svo margt sem verður fáránlega erfitt að gera ef maður hefur ekki aðgang að rafrænum skilríkjum í dag.
Eins og þú bendir á er maður shit out of luck ef maður er ekki búinn að redda sér heima því að það þarf að fara í banka eða til símafyrirtækja til að setja upp þessu rafrænu skilríki og það þarf alltaf að vera maður sjálfur í persónu. Og það þarf að gera það eða nota rafræn skilríki á símkorti til að virkja Auðkennis appið sem er náttúrulega ekki eitthvað sem maður getur gert þegar maður er í basli við að nota símkortaleiðina til að auðkenna sig/undirrita.
-
- Gúrú
- Póstar: 510
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Rafræn skilríki utan Íslands
Varðandi undirritanir, þá eru rafræn skilríki oftast bara hrein viðbót í "undirritunarmöguleikum".
Þegar audkenni.is var troðið ofan í kokið á okkur var uþb enginn annnar möguleiki á undirritun. Þetta var þegar "leiðréttingin" var og hét. Krafa stjórnvalda þá um rafræna undirskrift var stjórnsýslulega og praktískt bara hreint bull. Tilgangurinn var augljóslega að nýta þetta sérstaka tækifæri til koma rafrænum skilríkjum inná sem allra stærstan hluta landsmanna.
Vandinn sem OP lýsir er ekki sá að erfiðara sé að undirrita frá útlöndum en áður. Fyrir rafrænt, þurfti að græja pappíra og/eða umboð með góðum fyrirvara. Vandi OP er að hann var farinn að treysta því að hann gæti vafningalaust nýtt sér undirritunarskilríkin sem endra nær.
Að því leyti er punktur OP réttur. Þegar fólk hefur semiréttmætar væntingar um að þetta virki bara hvar sem er í td Evrópu en grípur svo í tómt eru góð ráð dýr. Semsagt ég tek undir málflutninginn um að koma þurfi upp einhverjum skynsamlegum og sæmilega öruggum "neyðarútgangi" en hafna því að einhverskonar mikið klúður sé í innleiðingunni. Týndur eða stolinn sími er angi af þessu.
Þegar audkenni.is var troðið ofan í kokið á okkur var uþb enginn annnar möguleiki á undirritun. Þetta var þegar "leiðréttingin" var og hét. Krafa stjórnvalda þá um rafræna undirskrift var stjórnsýslulega og praktískt bara hreint bull. Tilgangurinn var augljóslega að nýta þetta sérstaka tækifæri til koma rafrænum skilríkjum inná sem allra stærstan hluta landsmanna.
Vandinn sem OP lýsir er ekki sá að erfiðara sé að undirrita frá útlöndum en áður. Fyrir rafrænt, þurfti að græja pappíra og/eða umboð með góðum fyrirvara. Vandi OP er að hann var farinn að treysta því að hann gæti vafningalaust nýtt sér undirritunarskilríkin sem endra nær.
Að því leyti er punktur OP réttur. Þegar fólk hefur semiréttmætar væntingar um að þetta virki bara hvar sem er í td Evrópu en grípur svo í tómt eru góð ráð dýr. Semsagt ég tek undir málflutninginn um að koma þurfi upp einhverjum skynsamlegum og sæmilega öruggum "neyðarútgangi" en hafna því að einhverskonar mikið klúður sé í innleiðingunni. Týndur eða stolinn sími er angi af þessu.