rapport skrifaði:Tbot skrifaði:Búinn að bíða eftir commenti frá rapport, um að það sé allt svo flott hjá Reykjavíkurborg.
Ef að það væri allt flott þá værum við ekki að ströggla við að reyna koma breytingum í gegn.
Ef þú ferð yfir fundargerðir Stafræna ráðsins og skoðar t.d. https://fundur.reykjavik.is/sites/defau ... liti_0.pdf
Þá sést að borgin er með langan lista af aðgerður sem nauðsynlegt er að ráðast í til þess eins að troða marðvaðann í upplýsingaöryggi.
Varðandi mannréttindamál þá þarf að huga að þeim vel svo að borgarkerfið og þjónusta borgarinnar sé sannarlega aðgengilegt öllum sem þurfa en ekki bara einhverjum steríótýpum.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu flókið það er að vera foreldri fatlaðs eða þroskaskerts einstaklings sem verður 18 ára og hvaða ferli fara af stað til að þú getir fengið umboð til að tryggja viðkomandi áframhaldandi þjónustu ofl. ofl.
Mannréttindamálin smitast í fræðslu til starfsmanna um t.d. eineltismál, áreitni, framkomu ofl. ofl.
Borgin er líka eina sveitafélagið sem hefur bolmagn í ýmsa þróun og nýjungar sem eru copy/paste notaðar hjá öðrum sveitafélögum = borgin niðurgreiðir þjónustuþróun annarra.
Bara rúlla rólega í gegnum starfsstaðina - https://reykjavik.is/stadir
Og velta fyrir sér hversu fjölbreytt starfsemi borgarinnar er...
Það er nú enginn að gera lítið úr umfangi starfsemi borgarinnar - en ekki má gleyma að á bak við starfsemina er stór hluti tekna þriðjungs þjóðarinnar. Það er líka ekki eins og borgin hafi verið stofnuð fyrir 5 árum - það er komin ansi löng rekstrarsaga og flestar breytur því þekktar.
Umfangið er að því sögðu eitthvað sem verður greinilega að skoða þegar tap er komið í svona gríðarlegar fjárhæðir. Borgin er að standa í ýmsum rekstri sem er ansi langt frá kjarnastarfseminni en allur rekstur dregur til sín tíma, þekkingu og fjármagn. Svo eru deildir innan borgarinnar eins og mannréttindaráð sem ætti að mínu viti að vera bara eitt af mörgum hlutverkum mannauðsstjóra (og þá yfirstjórn þegar aðgengi að heildarkerfi er skoðað).
Ég stoppaði stutt við í grasslættinum sem unglingur og svo hefur konan unnið ýmis störf sem tengjast frístund og skólastarfsemi. Það er eiginlega hreint ótrúlegt að upplifa það hve slæmur mórall er innan margra þessa stofana, mikið um veikindi, lítið um markmið sem unnið er markvisst eftir og bara lítill metnaður hreint yfir. Launaliðurinn er eðlilega stærsti kostnaðarliður borgarinnar og þar er (af minni reynslu af þessum stofnunum innan kerfisins) mesta tækifærið til þess að hagræða.
Færsla yfir í stafrænt umhverfi þar sem gögn eru sýnilegri og aðgengi stjórnenda að lykilupplýsingum verður betra á að auka hagkvæmni alveg gríðarlega - tala nú ekki um ef að verkefni er hægt að sjálfvirknivæða. Þessi aukna hagkvæmni virðist að því sögðu ekki vera að duga til þess að halda rekstrinum í góðu lagi og þegar tapið er svona gríðarlegt þá þarf verulegar og hraðar breytingar - ekki ráðningarstopp sem er svona semi stopp en samt ekki.
Annað sem er svo lúmskar nagari að ég held eru þessar endalausu kjaraviðræður og skítkastið í kringum þær - endalaust fjallað um hvað farið er illa með starfshóp X og hvað viðkomandi hópur á að fá svo miklu meira eftir svelt og yfirkeyrslu. Ég held að svona endalaus flutningur veiki opinberu kerfin gríðarlega með því að skaða vinnustaðamóral og sé hluti af ástæðunni fyrir sífelldri stækkun þess - lausnin að því sögðu ekki einföld og ekki innan míns þekkingarsviðs.