Í hverri ferð mælir Ökuvísir:...
- Upplýsingar um snjalltæki: nafn tækis, stýrikerfi, númer, batterísstöðu, hvort kveikt eða slökkt á skjánum, hvort tækið er læst eða ólæst, hvort símtal eigi sér stað í handfrjálsum búnaði eða ekki, hvort síminn sé tengdur við bluetooth og hvort það sé verið að spila tónlist í gegnum bluetooth.
- Staðsetningargögn sem safnað er á sekúndu fresti við akstur: Aksturslengd í km, aksturstími í mín, dagsetning, tímasetning, hraði, hemlun, snöggar beygjur, hröðun og GPS hnit á korti.
- Upplýsingar um möguleg umferðarlagabrot: Í hverri ferð mælir smáforritið hraða og upplýsingar um símanotkun við aksturs. Þær upplýsingar geta falið í sér upplýsingar um möguleg umferðarlagabrot.
...
- Að öðru leyti verður persónuupplýsingum ekki miðlað til þriðja aðila, nema að lög kveði á um að skylt sé að miðla slíkum upplýsingum, t.d. til lögregluyfirvalda, dómstóla eða eftirlitsaðila.
...
- Upplýsingar um mælingar, þ.e. hrágögn sem safnað er um akstur þinn og aksturseinkunn byggir á, eru varðveitt í 2 ár.
- Eru upplýsingar um aksturslag mitt notaðar í einhverjum öðrum tilgangi en Ökuvísi t.d. í tjónamálum?
Nei, við notum þær ekki í neinum öðrum tilgangi en til að reikna út aksturseinkunn og veita þjónustu sem fylgir því að vera í Ökuvísi.
Hafið samt í huga að þetta er stefna sem einhliða er sett fram af VÍS, þ.e. VÍS getur breytt skilmálum með einfaldri tilkynningu.
Með þessu er verið að setja alla ábyrgð yfir á einstaklinginn að hann hafi vöktunina virka og honum er refsað ef hann gleymir því.