Ökuvísir og Verna

Allt utan efnis
Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Revenant » Mán 17. Okt 2022 17:53

Ef þið skoðið persónuverndarstefnu VÍS þá kemur þetta fram:

Í hverri ferð mælir Ökuvísir:

  • Upplýsingar um snjalltæki: nafn tækis, stýrikerfi, númer, batterísstöðu, hvort kveikt eða slökkt á skjánum, hvort tækið er læst eða ólæst, hvort símtal eigi sér stað í handfrjálsum búnaði eða ekki, hvort síminn sé tengdur við bluetooth og hvort það sé verið að spila tónlist í gegnum bluetooth.
  • Staðsetningargögn sem safnað er á sekúndu fresti við akstur: Aksturslengd í km, aksturstími í mín, dagsetning, tímasetning, hraði, hemlun, snöggar beygjur, hröðun og GPS hnit á korti.
  • Upplýsingar um möguleg umferðarlagabrot: Í hverri ferð mælir smáforritið hraða og upplýsingar um símanotkun við aksturs. Þær upplýsingar geta falið í sér upplýsingar um möguleg umferðarlagabrot.
...
  • Að öðru leyti verður persónuupplýsingum ekki miðlað til þriðja aðila, nema að lög kveði á um að skylt sé að miðla slíkum upplýsingum, t.d. til lögregluyfirvalda, dómstóla eða eftirlitsaðila.
...
  • Upplýsingar um mælingar, þ.e. hrágögn sem safnað er um akstur þinn og aksturseinkunn byggir á, eru varðveitt í 2 ár.
...
  • Eru upplýsingar um aksturslag mitt notaðar í einhverjum öðrum tilgangi en Ökuvísi t.d. í tjónamálum?
    Nei, við notum þær ekki í neinum öðrum tilgangi en til að reikna út aksturseinkunn og veita þjónustu sem fylgir því að vera í Ökuvísi.


Hafið samt í huga að þetta er stefna sem einhliða er sett fram af VÍS, þ.e. VÍS getur breytt skilmálum með einfaldri tilkynningu.

Með þessu er verið að setja alla ábyrgð yfir á einstaklinginn að hann hafi vöktunina virka og honum er refsað ef hann gleymir því.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Trihard » Mán 17. Okt 2022 20:28

Ég skil ekki hvað men eru að panikka um njósnir, það stendur í smáa letrinu þeirra hjá VÍS að þeir safna ekki upplýsingum um ferðirnar þínar. Samt eru allir tilbúnir með samsæriskenningar gegn þeim því það er meira spennandi að halda því fram að einhvern vegin þá eru menn að reynað svindla úr þér peninginn þegar þú lendir í slysi.

Ég notaði allavega Ökuvís þegar rúðan mín brotnaði og það var ekki einu spurt mig út í neitt frá þeim, ég mun vera áfram tryggður hjá þeim enda miklu ódýrara og maður er líka slakari í umferðinni.
Meth-headarnir mega halda áfram að bruna á götunum og borga 30 þús kalli meira á ári mér er slétt.
Síðast breytt af Trihard á Mán 17. Okt 2022 20:34, breytt samtals 3 sinnum.




BO55
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf BO55 » Mán 17. Okt 2022 22:51

Trihard skrifaði:Ég skil ekki hvað men eru að panikka um njósnir, það stendur í smáa letrinu þeirra hjá VÍS að þeir safna ekki upplýsingum um ferðirnar þínar. Samt eru allir tilbúnir með samsæriskenningar gegn þeim því það er meira spennandi að halda því fram að einhvern vegin þá eru menn að reynað svindla úr þér peninginn þegar þú lendir í slysi....


Lestu persónuverndar stefnu Vís. Þar stendur svart á hvítu að þeir fylgjast með hvar þú ert staðsettur, á sekúndu fresti, ásamt ýmsu öðru og geyma allar þessar upplýsingar í tvö ár. Ég held að þetta kallist ekkert annað en pjúra njósnir, er stórhættulegt og býður upp á gríðarlega misnotkun.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Minuz1 » Þri 18. Okt 2022 06:21

Trihard skrifaði:Ég skil ekki hvað men eru að panikka um njósnir, það stendur í smáa letrinu þeirra hjá VÍS að þeir safna ekki upplýsingum um ferðirnar þínar. Samt eru allir tilbúnir með samsæriskenningar gegn þeim því það er meira spennandi að halda því fram að einhvern vegin þá eru menn að reynað svindla úr þér peninginn þegar þú lendir í slysi.

Ég notaði allavega Ökuvís þegar rúðan mín brotnaði og það var ekki einu spurt mig út í neitt frá þeim, ég mun vera áfram tryggður hjá þeim enda miklu ódýrara og maður er líka slakari í umferðinni.
Meth-headarnir mega halda áfram að bruna á götunum og borga 30 þús kalli meira á ári mér er slétt.


Við viljum endilega lækka hjá þér heimilistryggingarnar, setjum upp myndavélar í öll herbergi hjá þér eða við hækkum allar tryggingar um 500 þús á ári.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf natti » Þri 18. Okt 2022 08:36

Trihard skrifaði:Ég skil ekki hvað men eru að panikka um njósnir, það stendur í smáa letrinu þeirra hjá VÍS að þeir safna ekki upplýsingum um ferðirnar þínar.

Eins og BO55 bendir á, þá stendur einmitt í smáa letrinu að þeir eru að safna upplýsingum t.a.m. um möguleg umferðarlagabrot.
Aðal málið er söfnun á mögulega viðkvæmum gögnum, sem GPS hnit geta sannarlega verið, ásamt öðrum gögnum sem er safnað.
Ég tel að það ætti að vera prinsippmál að berjast á móti slíkri söfnun gagna en ekki að "normalísera" slíkt.
Því það þarf svo lítið til áður en gögnin eru notuð í öðrum tilgangi en bara að veita ökuskor.
Það er ekki að ástæðu lausu að við höfum samtök eins og EFF og persónuverndarstofnanir að berjast fyrir friðhelgi einkalífs og að persónugreinaleg gagnasöfnun sé ekki sjálfsögð. Enda kemur í ljós af og til að þess er verulega þörf að sporna gegn slíku.
Bæði þar sem fyrirtæki nota gögnin í vafasömum tilgangi, eða starfsfólk sem hefur aðgang að gögnum misnotar aðganginn í eigin þágu.

Trihard skrifaði:Samt eru allir tilbúnir með samsæriskenningar gegn þeim því það er meira spennandi að halda því fram að einhvern vegin þá eru menn að reynað svindla úr þér peninginn þegar þú lendir í slysi.

Þú þarft ekki annað en að tala við einhvern sem hefur lent í tjóni til að átta þig á að það er lítið um samsæriskenningar, heldur að trygginafélög eru til í að ganga frekar langt í að losna við eða takmarka tryggingafjárhæð.
Annarsvegar er massíft "victim-shaming" í gangi, því ef þú gleymdir að læsa eða varst með opinn glugga til að lofta út, þá ertu alltíeinu ekki lengur tryggð(ur) fyrir innbroti.
Svo hef ég dæmi sem stendur mér nærri þar sem ákveðið trygginafélag reyndi að halda því fram fyrir héraðsdómi að einstaklingur sem lenti í slysi ætti að vita meira um framvinnslu breinbrota en bæklunarskurðlæknirinn með 30 ára reynslu sem var að meðhöndla viðkomandi.
(Dómarinn átti eiginlega ekki orð og dæmdi einstaklingnum í hag.)
Þannig að já, við skulum 100% gera ráð fyrir að tryggingafélagið reyni að svindla á þér þegar þú lendir í slysi, því það er reynsla margra.


Mkay.

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1859
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 218
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Nariur » Þri 18. Okt 2022 08:50

Black skrifaði:
Pandemic skrifaði:
Baldurmar skrifaði:
Pandemic skrifaði:Ég veit svosem ekki hvernig VÍS er með þetta en Verna nýtir ekki þessar upplýsingar. Fá bara heildar ökuskorið og niðurbrot á því til sín.


Nýtir ekki eða GETUR EKKI nýtt þetta, stóóór munur þar á.


Ég velti því fyrir mér hvað þú heldur að appið skili sem ekki er hægt að fá á einfaldari hátt með öðrum leiðum.
Hraði?. Hraðan er hægt að sækja í bíltölvuna rétt fyrir árekstur eða einfaldlega reikna hann útfrá bremsuförum.
Ölvun/fíkniefni? Veit ekki til þess að appið geti mælt það.
Ætli þetta séu ekki svona meginástæður fyrir tjónum sé hafnað.


Sé bara fyrir mér
"miðað við hvernig aksturslagið hjá honum hefur verið seinasta árið, þá sést að hann er mjög lélegur og óvarkár bílstjóri og það var klárlega honum að kenna að hafa..."


Það gerir það mun auðveldara að týna eitthvað saman til að hafna kröfu ef það var eitthvað á mörkunum.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Trihard » Þri 18. Okt 2022 18:19

BO55 skrifaði:
Trihard skrifaði:Ég skil ekki hvað men eru að panikka um njósnir, það stendur í smáa letrinu þeirra hjá VÍS að þeir safna ekki upplýsingum um ferðirnar þínar. Samt eru allir tilbúnir með samsæriskenningar gegn þeim því það er meira spennandi að halda því fram að einhvern vegin þá eru menn að reynað svindla úr þér peninginn þegar þú lendir í slysi....


Lestu persónuverndar stefnu Vís. Þar stendur svart á hvítu að þeir fylgjast með hvar þú ert staðsettur, á sekúndu fresti, ásamt ýmsu öðru og geyma allar þessar upplýsingar í tvö ár. Ég held að þetta kallist ekkert annað en pjúra njósnir, er stórhættulegt og býður upp á gríðarlega misnotkun.


Settu nú á þig gleraugun og lestu persónuverndarstefnuna einu sinni enn, það stendur hvergi á svart hvítu að þeir fylgist með Staðsetningunni þinni á sekúndna fresti, það stendur að þeir séu að mæla aksturslengd og tímabil á sekúndna fresti einfaldlega til að mæla hraðann og hröðun ökutækisins, það eru því miður engir töfrar í því að mæla aksturslag, einhvern veginn verða þeir að safna þessum gögnum.

90% af fólki keyrir ekki eins og fávitar og fyrir þennan meirihluta er þetta frábær kostur að geta greitt minna í tryggingar.
Síðast breytt af Trihard á Þri 18. Okt 2022 18:22, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf pattzi » Þri 18. Okt 2022 18:54

Trihard skrifaði:
BO55 skrifaði:
Trihard skrifaði:Ég skil ekki hvað men eru að panikka um njósnir, það stendur í smáa letrinu þeirra hjá VÍS að þeir safna ekki upplýsingum um ferðirnar þínar. Samt eru allir tilbúnir með samsæriskenningar gegn þeim því það er meira spennandi að halda því fram að einhvern vegin þá eru menn að reynað svindla úr þér peninginn þegar þú lendir í slysi....


Lestu persónuverndar stefnu Vís. Þar stendur svart á hvítu að þeir fylgjast með hvar þú ert staðsettur, á sekúndu fresti, ásamt ýmsu öðru og geyma allar þessar upplýsingar í tvö ár. Ég held að þetta kallist ekkert annað en pjúra njósnir, er stórhættulegt og býður upp á gríðarlega misnotkun.


Settu nú á þig gleraugun og lestu persónuverndarstefnuna einu sinni enn, það stendur hvergi á svart hvítu að þeir fylgist með Staðsetningunni þinni á sekúndna fresti, það stendur að þeir séu að mæla aksturslengd og tímabil á sekúndna fresti einfaldlega til að mæla hraðann og hröðun ökutækisins, það eru því miður engir töfrar í því að mæla aksturslag, einhvern veginn verða þeir að safna þessum gögnum.

90% af fólki keyrir ekki eins og fávitar og fyrir þennan meirihluta er þetta frábær kostur að geta greitt minna í tryggingar.


Maður á samt ekki að þurfa einhvað app til þess að borga minna eða kubb.....Ég segi bara neii við þá og sagðist bara fara annað fékk góða lækkunn og bara svipað og ég væri með ökuvísi

Eða borga c.a 20-130þ kr á stk af bíl sem ég á fyrir árið... er með 5 bíla svo ekki alveg sama notkunin á þeim öllum

myndi aldrei fá lækkunn með ökuvísi á aðalbílanna enda keyrðir 700km+ á viku svo þeir eru bara suga á peninga heimilisins :-k
Síðast breytt af pattzi á Þri 18. Okt 2022 19:08, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1859
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 218
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Nariur » Þri 18. Okt 2022 22:57

Trihard skrifaði:
BO55 skrifaði:
Trihard skrifaði:Ég skil ekki hvað men eru að panikka um njósnir, það stendur í smáa letrinu þeirra hjá VÍS að þeir safna ekki upplýsingum um ferðirnar þínar. Samt eru allir tilbúnir með samsæriskenningar gegn þeim því það er meira spennandi að halda því fram að einhvern vegin þá eru menn að reynað svindla úr þér peninginn þegar þú lendir í slysi....


Lestu persónuverndar stefnu Vís. Þar stendur svart á hvítu að þeir fylgjast með hvar þú ert staðsettur, á sekúndu fresti, ásamt ýmsu öðru og geyma allar þessar upplýsingar í tvö ár. Ég held að þetta kallist ekkert annað en pjúra njósnir, er stórhættulegt og býður upp á gríðarlega misnotkun.


Settu nú á þig gleraugun og lestu persónuverndarstefnuna einu sinni enn, það stendur hvergi á svart hvítu að þeir fylgist með Staðsetningunni þinni á sekúndna fresti, það stendur að þeir séu að mæla aksturslengd og tímabil á sekúndna fresti einfaldlega til að mæla hraðann og hröðun ökutækisins, það eru því miður engir töfrar í því að mæla aksturslag, einhvern veginn verða þeir að safna þessum gögnum.

90% af fólki keyrir ekki eins og fávitar og fyrir þennan meirihluta er þetta frábær kostur að geta greitt minna í tryggingar.


Ah. Já. Gömlu góðu "ef þú hefur ekkert að fela" rökin. Ekkert hættulegt við svoleiðis hugsanagang.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


agust1337
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf agust1337 » Mið 19. Okt 2022 12:02

GuðjónR skrifaði:Sá einmitt umræðu um þetta í Faceboook grúppu í gær, vona að það sé í lagi höfundinum þar sé sama að ég hendi inn skjáskoti hingað:


Þetta var fljótt að koma á fjölmiðla :lol:

https://hringbraut.frettabladid.is/fret ... ulltruans/
Síðast breytt af agust1337 á Mið 19. Okt 2022 15:24, breytt samtals 1 sinni.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf urban » Mið 19. Okt 2022 12:50

Trihard skrifaði:Meth-headarnir mega halda áfram að bruna á götunum og borga 30 þús kalli meira á ári mér er slétt.


Eru menn semsagt methheads ef að þeir vilja ekki láta gps finna út nákvæmlega hvar og hvernig þú keyrir ?

Trihard skrifaði:90% af fólki keyrir ekki eins og fávitar og fyrir þennan meirihluta er þetta frábær kostur að geta greitt minna í tryggingar.


Ertu viss um að þetta sé svona há tala ?
Ég held að hún sé mikið lægri reyndar.

En þetta með að borga minna í tryggingar.
Hvað með að lækka bara tryggingar hjá þeim sem að eru og hafa verið tjónalausir jafnvel alla sína tryggingasögu ?
Hvað með að sleppa því bara að þurfa að fylgjast með þeim ?
Hvað með að sleppa því bara að hækka hjá þeim tryggingarnar.

En hey ekkert mál, þér finnst þetta ekkert mál.
Kemur þér líka til með að þykja ekkert mál þegar að tryggingarfélagið vill fylgjast með heima hjá þér ?
Skella upp myndavélum þar ef að þú ert með heimilistryggingu.

Þér finnst það sjálfsagt fáránlegt að mér detti það til hugar en afhverju ættu þeir ekki vilja að gera það til að fylgjast með því sem að þeir eru að tryggja einsog þeir fylgjast með því hvernig þú keyrir bílinn hjá þér.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1250
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 66
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf demaNtur » Mið 19. Okt 2022 13:15

Held að við getum allir verið sammála um að þetta er hættuleg þróun.
Ætli tryggingarfélögin keyri ekki verðið upp hjá öllum þeim sem notast ekki við slík öpp til að geta komist í allar þessar upplýsingar?

Ég persónulega tek það ekki í mál að gefa leyfi á appi í símanum mínum að fylgjast með staðsetningu minni á hverri stundu, hvert ég keyri, hvernig ég keyri eða hvað sem tengist mínum persónulegu erindum dags daglega.
Mun frekar borga dýrari tryggingar.
Mér finnst alveg sama hvar ég tryggi - ég kem allstaðar út í svipuðum kostnaði á mánuði með tvo/þrjá bíla (einn með keppnisviðauka), hund, heimili og sjúkratryggingu.

Kannski vert að skoða að fá sér tryggingar hjá erlendu trygginarfélagi, spurning hvort það sé "löglegt" hér heima.



Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Ghost » Mið 19. Okt 2022 14:36

Væri til í að sjá hvernig þetta app fer með fólk sem keyrir hættulega hægt og illa miðað við aðstæður. Maður hefur séð mikið af eldra fólki í umferðinni sem er stórhættulegt þó að þau keyri kannski ekki hratt.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf mikkimás » Mið 19. Okt 2022 16:04

Ghost skrifaði:Væri til í að sjá hvernig þetta app fer með fólk sem keyrir hættulega hægt og illa miðað við aðstæður. Maður hefur séð mikið af eldra fólki í umferðinni sem er stórhættulegt þó að þau keyri kannski ekki hratt.

Muna þessi öpp nema fólk sem dólar á vinstri, til dæmis?



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Revenant » Mið 19. Okt 2022 18:31

Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir þeim freistnivanda sem svona gagnasöfnum hefur í för með sér. Þrátt fyrir loforð um takmarkað aðgengi og eftirliti með því þá er alltaf sú hætta að þau séu misnotuð (samanber t.d. LÖKE málið, leki úr sjúkraskrám o.fl).

Það er ekki bara freistnivandi fyrir fyrirtækið heldur einnig yfirvöld og eftirlitsstofnanir sem geta nálgast þarna með einföldum hætti allar ferðir viðkomandi.

P.s. Verna geymir akstursgögn í lágmarki 4 ár.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Trihard » Mið 19. Okt 2022 19:35

urban skrifaði:
Trihard skrifaði:Meth-headarnir mega halda áfram að bruna á götunum og borga 30 þús kalli meira á ári mér er slétt.


Eru menn semsagt methheads ef að þeir vilja ekki láta gps finna út nákvæmlega hvar og hvernig þú keyrir ?

Trihard skrifaði:90% af fólki keyrir ekki eins og fávitar og fyrir þennan meirihluta er þetta frábær kostur að geta greitt minna í tryggingar.


Ertu viss um að þetta sé svona há tala ?
Ég held að hún sé mikið lægri reyndar.

En þetta með að borga minna í tryggingar.
Hvað með að lækka bara tryggingar hjá þeim sem að eru og hafa verið tjónalausir jafnvel alla sína tryggingasögu ?
Hvað með að sleppa því bara að þurfa að fylgjast með þeim ?
Hvað með að sleppa því bara að hækka hjá þeim tryggingarnar.

En hey ekkert mál, þér finnst þetta ekkert mál.
Kemur þér líka til með að þykja ekkert mál þegar að tryggingarfélagið vill fylgjast með heima hjá þér ?
Skella upp myndavélum þar ef að þú ert með heimilistryggingu.

Þér finnst það sjálfsagt fáránlegt að mér detti það til hugar en afhverju ættu þeir ekki vilja að gera það til að fylgjast með því sem að þeir eru að tryggja einsog þeir fylgjast með því hvernig þú keyrir bílinn hjá þér.


Ég var vanur að borga 11-12 þús á mánuði hjá Ökuvís, í seinasta mánuði lækkaði tryggingin niður í 8200kr. þannig að einhver verðlækkun hefur átt sér stað, hvort það hafi eitthvað að gera með samkeppnina frá Verna það veit ég ekki.

Það er einfaldlega hægt að segja á svart-hvítu að fólk keyri eins og menn þegar það eru til gögn til að sanna það, í staðinn að einblína bara á njósna vandann þá felur þessi þjónusta í sér meiri hagræðingu fyrir almenning, bæði verður umferðin öruggari, það fækkar öllum tjónum og viðgerðarreikningum.

Win-win fyrir almenning og tryggingafyrirtækin, tölfræðin lýgur ekki. Ísland er ekki eina landið sem er að innleiða þetta, einhvers staðar fengu tryggingarfyrirtækin hugmyndina að þessu, Tesla selur bílatryggingar í BNA. Þarft engan kubb hjá þeim ef þú keyrir Teslu þeir vita allt um þig hvort sem er.

Undirritaður keyrir Teslu :8) og vonar bara að Tesla bjóði upp á tryggingar á Íslandi á samkeppnishæfu verði, segjum 5 þús á mánuði þá verð ég hæstánægður.



Skjámynd

Höfundur
rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf rickyhien » Mið 19. Okt 2022 19:51

Trihard skrifaði:
urban skrifaði:
Trihard skrifaði:.
Trihard skrifaði:.
.


Ég var vanur að borga 11-12 þús á mánuði hjá Ökuvís, í seinasta mánuði lækkaði tryggingin niður í 8200kr. þannig að einhver verðlækkun hefur átt sér stað, hvort það hafi eitthvað að gera með samkeppnina frá Verna það veit ég ekki.

Það er einfaldlega hægt að segja á svart-hvítu að fólk keyri eins og menn þegar það eru til gögn til að sanna það, í staðinn að einblína bara á njósna vandann þá felur þessi þjónusta í sér meiri hagræðingu fyrir almenning, bæði verður umferðin öruggari, það fækkar öllum tjónum og viðgerðarreikningum.

Win-win fyrir almenning og tryggingafyrirtækin, tölfræðin lýgur ekki. Ísland er ekki eina landið sem er að innleiða þetta, einhvers staðar fengu tryggingarfyrirtækin hugmyndina að þessu, Tesla selur bílatryggingar í BNA. Þarft engan kubb hjá þeim ef þú keyrir Teslu þeir vita allt um þig hvort sem er.

Undirritaður keyrir Teslu :8) og vonar bara að Tesla bjóði upp á tryggingar á Íslandi á samkeppnishæfu verði, segjum 5 þús á mánuði þá verð ég hæstánægður.


sammála,
og er soldið að heillast að Ökuvísi frekar en Vernu núna, mér finnst 2 mælikvarðar hjá Vernu eitthvað mjög skrýtið (skiljanlegt en skrýtið), það er Mýkt og Tími dags....ég fæ ALDREI fulla einkunn þar alveg sama hvernig ég keyri...á sama tíma fæ ég 5/5 hjá Ökuvísi..
og svo getur maður valið bílrúðutryggingu en sleppa kaskó í Ökuvísi en þarf að taka bæði í Vernu...
Síðast breytt af rickyhien á Mið 19. Okt 2022 19:52, breytt samtals 1 sinni.




agust1337
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf agust1337 » Mið 19. Okt 2022 20:26

Ég hef samt tekið eftir einu með Ökuvisir og að nota ACC (adaptive cruise control) er að ég fæ helvíti oft 4/5 stjörnur fyrir hemlun ef ég nota það


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf urban » Mið 19. Okt 2022 20:50

Trihard skrifaði:Ég var vanur að borga 11-12 þús á mánuði hjá Ökuvís, í seinasta mánuði lækkaði tryggingin niður í 8200kr. þannig að einhver verðlækkun hefur átt sér stað, hvort það hafi eitthvað að gera með samkeppnina frá Verna það veit ég ekki.

Það er einfaldlega hægt að segja á svart-hvítu að fólk keyri eins og menn þegar það eru til gögn til að sanna það, í staðinn að einblína bara á njósna vandann þá felur þessi þjónusta í sér meiri hagræðingu fyrir almenning, bæði verður umferðin öruggari, það fækkar öllum tjónum og viðgerðarreikningum.

Win-win fyrir almenning og tryggingafyrirtækin, tölfræðin lýgur ekki. Ísland er ekki eina landið sem er að innleiða þetta, einhvers staðar fengu tryggingarfyrirtækin hugmyndina að þessu, Tesla selur bílatryggingar í BNA. Þarft engan kubb hjá þeim ef þú keyrir Teslu þeir vita allt um þig hvort sem er.

Undirritaður keyrir Teslu :8) og vonar bara að Tesla bjóði upp á tryggingar á Íslandi á samkeppnishæfu verði, segjum 5 þús á mánuði þá verð ég hæstánægður.


Það að vera tjónlaus í jafnvel tugi ára ætti nú líka að vera alveg þokkalega örugg gögn fyrir tryggingafélagið.

þetta með að einblína ekki á njósnavandann vegna þess að það gæti verið eitthvað gott.

Njósnavandinn er bara mikið meira en nægilega stór til þess að vilja ekki sjá þetta.
Það að treysta fyrirtækjum fyrir að misnota þetta ekki er í raun alveg ótrúlegt finnst mér.

Það má vel vera að það sé sagt hitt og þetta í skilmálum.
Skilmálarnir geta breyst á morgun til hins verra fyrir þig.

Þá er aftur á móti gríðarlegar líkur á að fólk horfi frekar á peningana en ekki þennan litla njósnavanda.

Þessi njósnavandi er nefnilega bara mikið meira en nógu stór til þess að bara einblína á hann og ekkert annað.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf rickyhien » Mið 19. Okt 2022 20:54

agust1337 skrifaði:Ég hef samt tekið eftir einu með Ökuvisir og að nota ACC (adaptive cruise control) er að ég fæ helvíti oft 4/5 stjörnur fyrir hemlun ef ég nota það

cruise control algorithm er mjög mismunandi eftir bílum hef ég tekið eftir
í Mazda hjá mér er þetta mjög mjúk keyrsla og maður finnur lítið fyrir þegar bíllinn hægir á sér eða gefur í
en í SsangYong hjá mömmu var þetta eins og maður stígur óvart á bensíngjöf xD




agust1337
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf agust1337 » Mið 19. Okt 2022 21:19

rickyhien skrifaði:
agust1337 skrifaði:Ég hef samt tekið eftir einu með Ökuvisir og að nota ACC (adaptive cruise control) er að ég fæ helvíti oft 4/5 stjörnur fyrir hemlun ef ég nota það

cruise control algorithm er mjög mismunandi eftir bílum hef ég tekið eftir
í Mazda hjá mér er þetta mjög mjúk keyrsla og maður finnur lítið fyrir þegar bíllinn hægir á sér eða gefur í
en í SsangYong hjá mömmu var þetta eins og maður stígur óvart á bensíngjöf xD


Ég er reyndar með Skoda Superb, þarf sennilega að stilla eitthvað það betur eða eitthvað


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Ökuvísir og Verna

Pósturaf Trihard » Mið 19. Okt 2022 23:08

urban skrifaði:
Trihard skrifaði:Ég var vanur að borga 11-12 þús á mánuði hjá Ökuvís, í seinasta mánuði lækkaði tryggingin niður í 8200kr. þannig að einhver verðlækkun hefur átt sér stað, hvort það hafi eitthvað að gera með samkeppnina frá Verna það veit ég ekki.

Það er einfaldlega hægt að segja á svart-hvítu að fólk keyri eins og menn þegar það eru til gögn til að sanna það, í staðinn að einblína bara á njósna vandann þá felur þessi þjónusta í sér meiri hagræðingu fyrir almenning, bæði verður umferðin öruggari, það fækkar öllum tjónum og viðgerðarreikningum.

Win-win fyrir almenning og tryggingafyrirtækin, tölfræðin lýgur ekki. Ísland er ekki eina landið sem er að innleiða þetta, einhvers staðar fengu tryggingarfyrirtækin hugmyndina að þessu, Tesla selur bílatryggingar í BNA. Þarft engan kubb hjá þeim ef þú keyrir Teslu þeir vita allt um þig hvort sem er.

Undirritaður keyrir Teslu :8) og vonar bara að Tesla bjóði upp á tryggingar á Íslandi á samkeppnishæfu verði, segjum 5 þús á mánuði þá verð ég hæstánægður.


Það að vera tjónlaus í jafnvel tugi ára ætti nú líka að vera alveg þokkalega örugg gögn fyrir tryggingafélagið.

þetta með að einblína ekki á njósnavandann vegna þess að það gæti verið eitthvað gott.

Njósnavandinn er bara mikið meira en nægilega stór til þess að vilja ekki sjá þetta.
Það að treysta fyrirtækjum fyrir að misnota þetta ekki er í raun alveg ótrúlegt finnst mér.

Það má vel vera að það sé sagt hitt og þetta í skilmálum.
Skilmálarnir geta breyst á morgun til hins verra fyrir þig.

Þá er aftur á móti gríðarlegar líkur á að fólk horfi frekar á peningana en ekki þennan litla njósnavanda.

Þessi njósnavandi er nefnilega bara mikið meira en nógu stór til þess að bara einblína á hann og ekkert annað.


Lykillinn að þessu öllu saman er farsíminn þinn. Án farsímans er kubburinn bara hröðunarmælir sem ber saman útreikningana sína við útreikningana úr farsímanum.

Það er 10-15 árum of seint að vera að spá í njósnasamsæriskenningum núna þegar öll tæknifyrirtækin sem eru búin að flokka þig í markhóp til að selja þér auglýsingar eru ljósárum á undan, öpp sem deila staðsetningargögnum gætu hafa selt staðsetningargögn til fyrirtækja á Íslandi sem áframselja þau til einhverra annarra fyrirtækja sem vita þá allt um hvert þú ferð dags daglega.

Tæknifyrirtækin finna holur í réttarkerfinu til að halda peningaflæðinu áfram, enda erum við að tala um milljarða dollara dagsveltu. Svo ef þú samþykkir ekki að deila upplýsingum með einhverju appi þá eru samt einhverjar líkur á að annað app slapp í gegn.

En eins og kaup á farsíma er val þá er kaup á tryggingum líka val, það eru kostir og gallar við að búa úti í skógi fjarri rafmagni og njósnum, það er bara hvorki hagkvæmt né nytsamlegt.