ragnarok skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Ég hef séð (en man ekki hvar) fréttir um að öryggisráð Íslands hefði verið að funda í einhverju öryggisbyrgi sem er í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Eitthvað sem NATO krafðist að væri á Íslandi (mjög líklega). Hef ekki fundið miklar upplýsingar um þetta í fréttum.
Á gömlu herstöðinni í Keflavík voru tvær byggingar sem uppfylltu skilyrði þess tíma, önnur þeirra er nú innan öryggissvæðisins og nýtt sem aðgerðastjórn LHG, hin byggingin er utan öryggissvæðisins (á Ásbrú) og stendur auð enda meira og minna gagnslaus í aðra notkun (var fjarskiptamiðstöðin). Eina byggingin sem ég veit um utan þeirra og var hönnuð m.v. staðla þess tíma er kjallarinn á Bústaðakirkju, en þar voru klókir stjórnarmenn í byggingarnefnd sóknarinnar sem náðu sér í styrk frá ríkinu til þess að kjallarinn væri nýtanlegur sem "kjarnorkubyrgi". Byrgið í kjallaranum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu uppfyllti aldrei neinar kröfur sama hvað menn hafa haldið fram.
Ekki er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona byrgjum, hús á Íslandi eru flest það vel byggð að öllum ætti að duga að vera sem næstu miðju húsi í nokkrar klukkustundir eftir sprengingu.
Það er best að vera í alveg niðurgröfnum kjallara, sem er ekki með neina glugga, og jú steinsteyptu húsi.
Ekki mörg hús sem eru þannig, með alveg lokaðan kjallara.
Þarft að vera í allavega sólarhring, jafnvel lengur, hver veit.