appel skrifaði:Her er ekki bara her, og tölur á blaði skipta engu máli. Ég meina að ef her Rússlands er 100%, þá er aðeins 20% af því þessar úrvalshersveitir, svo 50% svona hefðbundnar, svo rest bara botnskrap. Þannig að þessi 20% eru í raun kannski 50-60% af bardagagetu alls hersins. Ef úrvalshersveitirnar gufa upp þá er eftir verr þjálfaðar hersveitir, með verri útbúnað og vopn.
Fjöldi hermanna skiptir engu máli. Sjáðu bara Persaflóastríðið (fyrra Íraks-stríð). Tölur á blaði skiptu engu máli, Írak sigraði það stríð, með fleiri hermenn og allt, en betri hersveitir rúlluðu þeim upp. Þetta er einsog að stilla saman úrvalsliði úr ensku deildinni að spila á móti 5. deildar liði.
Áhugavert.
Raunveruleikinn virðist vera að birgðir hjá nato og usa af búnaði sem er verið að senda til Úkraínu er að þurrkast upp.
Best þjálfaði mannskapurinn hjá þeim með mestu reynsluna hefur "gufað upp" eins og þú bendir á bara verr þjálfaðar hersveitir eftir, botnskrap.
Ég var að benda á að mesta mannfallið hjá rússum hefur verið í mannskap frá LPR og DPR. Ef ég skil þig rétt þá viltu meina að besti hluti Rússneska hersins hafi "gufað upp" Ég hins vegar held að hann hafi aldrei verið sendur til Úraínu.
Ég er bara að horfa hlutlaust á þetta. Eins og staðan virðist vera núna þá eru Rússar að senda þaulvanar sveitir frá Sýrlandi og þessa 50þús sem voru að æfa með kínverjum til Úkraínu. 200 af þessum 300 þús. herkvæddu eru í þjálfun eins og er. 70 þús. í viðbót sem hafa farið og skráð sig. þannig að miðað við nýjustu upplýsingar þá búast þeir við næstum 450 þús. manns. Ég held að þeir verði ekki sendir til Úkraínu nema að hluta til, þeir verða sendir hingað og þangað í afleysingar á meðan þeir sem eru í standandi hernum fara til Úkraínu. Og þessir herkvæddu eru full þjálfaðir hermenn og þurfa oft ekki meira en 3 vikur í þjálfun.
Ef einhver trúir að þetta sé að klárast á næstu vikum og að Úkraína sé að fara að vinna þá held ég að það sé óskhyggja sem á enga stoð í raunveruleikanum.