Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 85
- Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
- Reputation: 26
- Staða: Ótengdur
Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Nú er Epli að auglýsa 50þ. króna afslátt á 16" MacBook Pro vélinni. Á þessu magnaða tilboði er vélin á aðeins 450þ. krónur.
Þá er hún bara 80þ. yfir þýska Amazon (komin heim með sendingu og vaski) í stað 130þ. venjulega.
Og m.a.s. held ég að þeir séu að ofrukka vaskinn þarna um 30þ. kall sem þeir endurgreiða alltaf svo Epli sé 110þ. krónum dýrari með þessu sértilboði sínu.
Skakkiturn er auðvitað með einokun eða því sem næst á að flytja þessar vörur til landsins en þessi aukaálagning þeirra er alveg úr öllu hófi komin. Margur tölvubúnaðurinn er dýr á Íslandi en Skakkiturn hlýtur að vera með þeim kræfari. Fyrirtæki fá að vísu eitthvað eins og 10% afslátt hjá þeim en þrátt fyrir þann afslátt værirðu að borga langt yfir Amazonverðinu.
Vildi vekja athygli á þessu núna þegar Apple var að tilkynna nokkrar nýjar vörur sem einhverjir hérna eru eflaust spenntir fyrir. Ég mæli eindregið gegn því að styðja við þetta óforskammaða okur og grípa þetta allt á Amazon eða annars staðar. Sakar ekki heldur að vörurnar koma venjulega fyrr þangað en í búðirnar heima.
Þá er hún bara 80þ. yfir þýska Amazon (komin heim með sendingu og vaski) í stað 130þ. venjulega.
Og m.a.s. held ég að þeir séu að ofrukka vaskinn þarna um 30þ. kall sem þeir endurgreiða alltaf svo Epli sé 110þ. krónum dýrari með þessu sértilboði sínu.
Skakkiturn er auðvitað með einokun eða því sem næst á að flytja þessar vörur til landsins en þessi aukaálagning þeirra er alveg úr öllu hófi komin. Margur tölvubúnaðurinn er dýr á Íslandi en Skakkiturn hlýtur að vera með þeim kræfari. Fyrirtæki fá að vísu eitthvað eins og 10% afslátt hjá þeim en þrátt fyrir þann afslátt værirðu að borga langt yfir Amazonverðinu.
Vildi vekja athygli á þessu núna þegar Apple var að tilkynna nokkrar nýjar vörur sem einhverjir hérna eru eflaust spenntir fyrir. Ég mæli eindregið gegn því að styðja við þetta óforskammaða okur og grípa þetta allt á Amazon eða annars staðar. Sakar ekki heldur að vörurnar koma venjulega fyrr þangað en í búðirnar heima.
Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Var einmitt að byrja að finna mér Macbook tölvu fyrir skólann
Síðast breytt af Ghost á Fim 08. Sep 2022 22:24, breytt samtals 1 sinni.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
- Viðhengi
-
- AE3EB7DA-70E3-4068-B220-FCED169E8EEB.jpeg (1.06 MiB) Skoðað 4670 sinnum
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Held að ég sé nokkuð viss, miðað við það sem ég heyrði frá nokkuð áræðanlegum stað, að Macland og alveg örugglega Eldhaf líka eru ekki að nota Skakka Turn sem birgja lengur, það var þannig.
Annars hefur það reynst ágæt aðferð fyrir mig til að finna út Apple Dollarann er að taka Gengi(USD) x 1.24 (Skattur) x1.25 (álag). Fæ yfirleit verð sem er nálægt því sem varan er svo er á útúr búð hér heima, bara spurning um hvort þurfi að hækka í næstu 9990kr eða lækka.
Einna helst hefur verið undantekning hefur þó verið með grunntýpur
Dæmi iPad Air er á 599$ og svo á 125k hjá epli
599*140*1.24*1.25=133k, nokkuð nálægt
Annars hefur það reynst ágæt aðferð fyrir mig til að finna út Apple Dollarann er að taka Gengi(USD) x 1.24 (Skattur) x1.25 (álag). Fæ yfirleit verð sem er nálægt því sem varan er svo er á útúr búð hér heima, bara spurning um hvort þurfi að hækka í næstu 9990kr eða lækka.
Einna helst hefur verið undantekning hefur þó verið með grunntýpur
Dæmi iPad Air er á 599$ og svo á 125k hjá epli
599*140*1.24*1.25=133k, nokkuð nálægt
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Er M1 ekki gamla stöffið... er ekki von á clearance sale...
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
rapport skrifaði:Er M1 ekki gamla stöffið... er ekki von á clearance sale...
Þetta er apple, það er alltaf clearance sale.... Í veskinu hjá þér
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- Nörd
- Póstar: 130
- Skráði sig: Mið 12. Okt 2005 23:04
- Reputation: 7
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
rapport skrifaði:Er M1 ekki gamla stöffið... er ekki von á clearance sale...
Það er M1 pro í þessum 14" og 16" vélum, sem er talsvert öflugri en "venjulegi" M1 og M2 sem var að koma út, M2 pro er ekki thing ennþá
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2136
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Origo keypti 70% hlut í Eldhaf ehf í fyrra. Veit ekki betur en að Hörður eigi ennþá Macland. Annars þá hef ég stundum gert verðsamanburð á Apple vörum hjá þessum aðilum og það er nánast alltaf sama verðið upp á krónu.russi skrifaði:Held að ég sé nokkuð viss, miðað við það sem ég heyrði frá nokkuð áræðanlegum stað, að Macland og alveg örugglega Eldhaf líka eru ekki að nota Skakka Turn sem birgja lengur, það var þannig.
Reyndar finnst mér þess virði að borga meira fyrir tölvur með íslensku lyklaborði en það er bara ég.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Hvað er fólk að nota svona Apple Pro fartölvur í annað en að browsa netið og horfa á youtube myndbönd?
Kannski flottur örri og vinnsluminni en hvað er hægt að gera í þessum vélum sem Windows getur ekki gert, betur og á hagstæðara verði?
Er þetta ekki bara flott húsgagn? Leggja þetta á borðstofuborðið og flexa málminn sem er gagnslaus því það semur enginn gagnleg forrit á Arm örgjörva og MacOS nema þegar hann neyðist til þess.
Keypti M1 iPad og seldi hann, algjört borðstofuhúsgagn.
/flame off
Kannski flottur örri og vinnsluminni en hvað er hægt að gera í þessum vélum sem Windows getur ekki gert, betur og á hagstæðara verði?
Er þetta ekki bara flott húsgagn? Leggja þetta á borðstofuborðið og flexa málminn sem er gagnslaus því það semur enginn gagnleg forrit á Arm örgjörva og MacOS nema þegar hann neyðist til þess.
Keypti M1 iPad og seldi hann, algjört borðstofuhúsgagn.
/flame off
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2136
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Trihard skrifaði:Hvað er fólk að nota svona Apple Pro fartölvur í annað en að browsa netið og horfa á youtube myndbönd?
Kannski flottur örri og vinnsluminni en hvað er hægt að gera í þessum vélum sem Windows getur ekki gert, betur og á hagstæðara verði?
Er þetta ekki bara flott húsgagn? Leggja þetta á borðstofuborðið og flexa málminn sem er gagnslaus því það semur enginn gagnleg forrit á Arm örgjörva og MacOS nema þegar hann neyðist til þess.
Keypti M1 iPad og seldi hann, algjört borðstofuhúsgagn.
/flame off
Er að mörgu leiti sammála þér, það er mikið rangnefni að kalla þetta „Pro“.
Apple tölvurnar, hvort sem þær kallast Pro eða Air eru frábærar í alla almenna vinnslu eins og þú nefnir en eru ekki að gera neitt sem Windows getur ekki gert. Ástæðan fyrir því að ég valdi Air á sínum tíma er ecosystemið. Auðvitað er til Android-Windows ecosystem líka en þetta er bara val, fínar tölvur en ekkert pro við þær lengur nema nafnið.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Trihard skrifaði:Hvað er fólk að nota svona Apple Pro fartölvur í annað en að browsa netið og horfa á youtube myndbönd?
Kannski flottur örri og vinnsluminni en hvað er hægt að gera í þessum vélum sem Windows getur ekki gert, betur og á hagstæðara verði?
Er þetta ekki bara flott húsgagn? Leggja þetta á borðstofuborðið og flexa málminn sem er gagnslaus því það semur enginn gagnleg forrit á Arm örgjörva og MacOS nema þegar hann neyðist til þess.
Keypti M1 iPad og seldi hann, algjört borðstofuhúsgagn.
/flame off
Ég vinn við að forrita og Macbook Pro M1 breytti öllu.
Þessar Lenovo vélar sem annar hver maður er með í dag er algjört crap í samanburði.
Ég þurfti alltaf að hafa Lenovo P1 vélina mína í sambandi og þegar ég ræsti Chrome fór viftan á yfirsnúning.
Núna þegar vinnudagurinn minn er búinn á Macbook Pro eitthvað um 60% eftir af rafhlöðu.
Það er allt betra við þessa vél. Skjárinn, touchpad, ekkert viftuhljóð, minni hiti, betri hátalarar, betra touch id, betra stýrikerfi, betra integration við síma og heyrnartól osfrv.
Það að fara úr vél sem er smíðuð úr sama plasti og ryksugan þín yfir í svona build quality úr áli með skjá sem þú betur opnað með einum putta er frábært upgrade.
Þessi vél er svona 10x betri en Lenovo P1 vélin mín á 50% af verðinu.
Finnst svo fyndið hvað margir neita að sjá þetta.
Síðast breytt af Viktor á Lau 10. Sep 2022 10:16, breytt samtals 3 sinnum.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Ef að þið eruð samt að nota þessa vél við forritun eða bara almennt, alls ekki kaupa vél með 16gb sameiginlegu vinnsluminni.
32gb er algjört lágmark
32gb er algjört lágmark
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Viktor skrifaði:.
Þessi vél er svona 10x betri en Lenovo P1 vélin mín á 50% af verðinu.
Finnst svo fyndið hvað margir neita að sjá þetta.
Er algerlega sammála þessu, mín reynsla líka þegar kemur að þeirri vinnslu sem ég nota.
Það er oft þannig að finna sambærilegar vélar og tæki(tökum síma útúr þessu mengi) þá eru Apple vörur oft á betra verði. Ágætt dæmi eru skjáir frá þeim. Stúdíó Display er á 1600$ álíka skjáir frá mörgum öðrum slagar í 3000$
Fólk er því miður oft að bera saman hurðarhún og sófa þegar það tekur upp Apple rage
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Eðlilegra að bera Razer Blade og Macbook pro, báðar einskonar hobby vélar fyrir Power usera.
Ef þú kaupir í magni og ert að pæla í hentugri fyrirtækjavél þá tikkar Lenovo Thinkpad frekar í þau box sem fyrirtæki eru að reyna að leysa með að versla þær vélar(ég þoli samt ekki dokkunar þeirra btw).
Notið bara það verkfæri/tól sem hentar hverju sinni án þess að vera fanboy
Ef þú kaupir í magni og ert að pæla í hentugri fyrirtækjavél þá tikkar Lenovo Thinkpad frekar í þau box sem fyrirtæki eru að reyna að leysa með að versla þær vélar(ég þoli samt ekki dokkunar þeirra btw).
Notið bara það verkfæri/tól sem hentar hverju sinni án þess að vera fanboy
Just do IT
√
√
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2136
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
En talandi um „Pro“.
Var að lesa þetta um nýja iPone 14 „Pro“
Ég er svo sammála þessum:
https://forums.macrumors.com/threads/4k ... tion_score
Var að lesa þetta um nýja iPone 14 „Pro“
4K ProRes Video Recording on iPhone 14 Pro Still Requires at Least 256GB Model. ProRes video recording is limited to 1080p at 30 frames per second on iPhone 14 Pro models with a 128GB storage capacity. To record ProRes video in 4K at 30 frames per second, a model with a 256GB, 512GB, or 1TB storage capacity is required.
Ég er svo sammála þessum:
If the device can’t handle the pro features, it should be removed from the pro lineup. Start Pro lineups with 256GB!
https://forums.macrumors.com/threads/4k ... tion_score
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2136
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
elv skrifaði:Þetta var lika svona með Iphone 13 Pro
Já ég sá það í greininni, var bara svo hissa á þessu.
Horfði bæði á Apple kynninguna í fyrra og núna og man ekkert eftir því að það hafi verið minnst einu orði á að Pro síminn væri ekki Pro nema þú keypti auka geymslupláss, að þú fengir bara hluta af virkninni með tækinu ef þú tækir base-model.
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Trihard skrifaði:Hvað er fólk að nota svona Apple Pro fartölvur í annað en að browsa netið og horfa á youtube myndbönd?
Kannski flottur örri og vinnsluminni en hvað er hægt að gera í þessum vélum sem Windows getur ekki gert, betur og á hagstæðara verði?
Er þetta ekki bara flott húsgagn? Leggja þetta á borðstofuborðið og flexa málminn sem er gagnslaus því það semur enginn gagnleg forrit á Arm örgjörva og MacOS nema þegar hann neyðist til þess.
Keypti M1 iPad og seldi hann, algjört borðstofuhúsgagn.
/flame off
Two tabs at the same time!
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Viktor skrifaði:Ég vinn við að forrita og Macbook Pro M1 breytti öllu.
Þessar Lenovo vélar sem annar hver maður er með í dag er algjört crap í samanburði.
Ég þurfti alltaf að hafa Lenovo P1 vélina mína í sambandi og þegar ég ræsti Chrome fór viftan á yfirsnúning.
Núna þegar vinnudagurinn minn er búinn á Macbook Pro eitthvað um 60% eftir af rafhlöðu.
Er ekki óþægilegt að vinna við forritun á einum pínulitlum skjá?
Spyr bara af því ég vinn við það sama og myndi ekki geta þetta. Verð að hafa tvo stóra skjái að minnsta kosti.
Alveg sammála því að Apple býr til lang bestu fartölvurnar samt. Enginn annar kemst nálægt þeim.
-
- Fiktari
- Póstar: 74
- Skráði sig: Lau 01. Maí 2021 08:58
- Reputation: 4
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
Skal gefa það að þetta er frekar gott find þar sem ég finn þessa vöru hvergi á þessu verði. (rétt verð er reyndar 381þús bara svona fyi - verður að taka visa gengi ekki seðlagengi)
En fyrir það fyrsta þarftu að sætta þig við þýskt lyklaborð, þú færð bara 1 ár í ábyrgð internationally. ef ábyrgðin er lengri verður það að vera þjónustað í þýskalandi og þarftu að senda tölvuna þangað (á þinn kostnað). ef þú ætlar að gera fair comparison taktu þá vél með applecare+ og sjáðu verðið eftir það.
Það ódýrasta sem ég fann með því var á um 500þús hingað komið. því myndi ég segja að verðið hjá þeim í epli er frekar fair. Fyrir utan það þá er gróðinn hjá þeim ekki stórkostlegur þar sem þau eru bundin samning við Apple sem Authorized Reseller og verða að fylgja verðum erlendis.
En fyrir það fyrsta þarftu að sætta þig við þýskt lyklaborð, þú færð bara 1 ár í ábyrgð internationally. ef ábyrgðin er lengri verður það að vera þjónustað í þýskalandi og þarftu að senda tölvuna þangað (á þinn kostnað). ef þú ætlar að gera fair comparison taktu þá vél með applecare+ og sjáðu verðið eftir það.
Það ódýrasta sem ég fann með því var á um 500þús hingað komið. því myndi ég segja að verðið hjá þeim í epli er frekar fair. Fyrir utan það þá er gróðinn hjá þeim ekki stórkostlegur þar sem þau eru bundin samning við Apple sem Authorized Reseller og verða að fylgja verðum erlendis.
Gamemax Spark White - ASRock B550M Steel Legend µATX AM4 - Ryzen7 5800X3D AM4 - GeForce RTX™ 2080 Super - G.Skill 32GB (2x16GB) TridentZ Neo 3600MHz DDR4 - Gamemax GX-850 Pro WT 850W - Deepcool AK620 White - 1TB Samsung 980 Pro m.2 Nvme - 2x4TB Toshiba N300
-
- Fiktari
- Póstar: 91
- Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
- Reputation: 52
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlagning á Apple vörum hjá Skakkaturni
ég nota Macbook pro í vinnu (I7) "gamla" - top vél, en langaði í borðvél heima.. Keypti mér ódýrustu M1 Mac mini reyndar bara með 8Gb RAM... sem er of lítið - held að ég borgaði 160þús. Er með Dell 4K skjá og auka HDMI tengdan skjá.. þessi vél bara rokkar - og ég klippi töluvert í Finalcut Pro - t.d. étur hún 50Gb Gopro 360 skrár... og hún er bara köld og ég er ekki einusinni viss að það sé vifta í henni.. þannig þetta M1 dót er alveg gamechanger.
---