Sælir!
Veit einhver um stað sem ég get pantað Herman Miller stól og fengið hann sendan til Íslands?
Búinn að skoða hjá Amazon US og Uk, svo einhverjar aðrar breskar búðir. Heimasíða Herman Miller bendir á Pennann, en að borga 312k (Aeron Remastered) og 373k (Embody) fyrir stóla sem kosta úti svona $1200-1600 er frekar mikil álagning, þótt það yrði 100k í sendingarkostnað og VSK!
Annars, er að leita af góðum stól sem er góður fyrir bakið, er alltaf að drepast í mjóbakinu eftir að hafa setið í einhvern tíma, einhverjir aðrir stólar sem þið mynduð mæla með?
Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 299
- Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Og já, einhver sem hefur persónulega reynslu af Aeron og Embody stólunum frá Herman Miller? Þá sérstaklega uppá sársauka í mjóbakið eftir lengri tíma í þeim.
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Man að Kostur var að selja þá og þá frá Costco
Þetta er eitt af því fáa sem ég hef verið að vonast til að sjá ódýrt í Costco hér heima
Nú er flokkurinn bara tómur...
https://www.costco.com/herman-miller-office-chairs.html
Þetta er eitt af því fáa sem ég hef verið að vonast til að sjá ódýrt í Costco hér heima
Nú er flokkurinn bara tómur...
https://www.costco.com/herman-miller-office-chairs.html
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Var í svipuðum pælingum fyrir ekki svo löngu, m.a. útaf slæmu baki. Fann engan stað sem gat sent þessa stóla til Íslands án þess að það væri óheyrilegt vesen.
Eftir að hafa lesið verulega mikið um stóla í þessum kalíber þá voru Steelcase stólarnir að koma mjög vel út, þá sérstaklega Steelcase Gesture. Miðað við verð átti hann að vera litlu síðri en Herman Miller stólarnir. Athuga að Aeron stóllinn fær mjög misjafna dóma fyrir fólk með slæmt bak, Embody stóllinn á að vera töluvert betri þar.
Ég fór í InnX sem hefur umboðið með þessum Steelcase stólum á Íslandi virðist vera, og endaði á að kaupa mér Gesture eftir að hafa prófað hann. Hann er með verulega öflugan (og færanlegan) mjóbaksstuðning sem var m.a. einn af stóru plúsunum. Verðið á honum er líka töluvert betra en á Herman Miller stólunum.
Mæli með að prófa hann ef þú ert að leita að "alvöru" stól.
Eftir að hafa lesið verulega mikið um stóla í þessum kalíber þá voru Steelcase stólarnir að koma mjög vel út, þá sérstaklega Steelcase Gesture. Miðað við verð átti hann að vera litlu síðri en Herman Miller stólarnir. Athuga að Aeron stóllinn fær mjög misjafna dóma fyrir fólk með slæmt bak, Embody stóllinn á að vera töluvert betri þar.
Ég fór í InnX sem hefur umboðið með þessum Steelcase stólum á Íslandi virðist vera, og endaði á að kaupa mér Gesture eftir að hafa prófað hann. Hann er með verulega öflugan (og færanlegan) mjóbaksstuðning sem var m.a. einn af stóru plúsunum. Verðið á honum er líka töluvert betra en á Herman Miller stólunum.
Mæli með að prófa hann ef þú ert að leita að "alvöru" stól.
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Ég pantaði Embody af Amazon (OfficeDesigns búðin) og lét senda í gegnum MyUS. Komið 1,5 ár síðan minnir mig en það gekk allt eins og smurt og kom vel út. Var að panta ýmislegt annað smálegt (stóllinn var stærsti hluturinn) og mig minnir að ég hafi borgað um 180k fyrir stólinn með dýrasta áklæðinu (minnir að Penninn sé ekki með það?) og öllum gjöldum eftir að hafa skipt sendingarkostnaði niður á hluti. Skoðaði líka Aeron en leist mun betur á Embody. Ég skoðaði líka Steelcase en fór ekki langt með það.
Gamechanger að fá alvöru stól í staðinn fyrir draslið sem ég hafði notað fram að því og fann strax fyrir miklum mun. Fyrir fólk sem situr mikið er vel þess virði að fjárfesta í alvöru grip sem endist og ég sé ekki eftir stakri krónu. Ég hefði reyndar ekki borgað 370 fyrir stólinn. Hefði frekar skoðað Steelcase (sem hafa verið að koma vel út eins og valdij minntist á) betur ef innflutningur hefði ekki verið í boði.
N.B. ég lét MyUS opna kassann sem stóllinn kom í og ljósmynda allt í bak og fyrir til að ganga úr skugga um að allt væri óskemmt og eins og það átti að vera.
Gamechanger að fá alvöru stól í staðinn fyrir draslið sem ég hafði notað fram að því og fann strax fyrir miklum mun. Fyrir fólk sem situr mikið er vel þess virði að fjárfesta í alvöru grip sem endist og ég sé ekki eftir stakri krónu. Ég hefði reyndar ekki borgað 370 fyrir stólinn. Hefði frekar skoðað Steelcase (sem hafa verið að koma vel út eins og valdij minntist á) betur ef innflutningur hefði ekki verið í boði.
N.B. ég lét MyUS opna kassann sem stóllinn kom í og ljósmynda allt í bak og fyrir til að ganga úr skugga um að allt væri óskemmt og eins og það átti að vera.
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 299
- Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Valdij:
Hljómar mjög vel, kíki á InnX til að prófa slíkan! Og já, sá einmitt svipað um Aeron með bak vesen, að Emobdy væri hentugri. Takk fyrir ábendingarnar!
Frappsi:
Ok, þarf að kíkja á þetta MyUS þá aðeins. Einhverjir aðrir með reynslu af slíkum síðum?
Hljómar mjög vel, kíki á InnX til að prófa slíkan! Og já, sá einmitt svipað um Aeron með bak vesen, að Emobdy væri hentugri. Takk fyrir ábendingarnar!
Frappsi:
Ok, þarf að kíkja á þetta MyUS þá aðeins. Einhverjir aðrir með reynslu af slíkum síðum?
-
- Vaktari
- Póstar: 2586
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Mjög góður stóll, fékk einn svona á 28k í costco.
Síðast breytt af Moldvarpan á Lau 23. Júl 2022 14:10, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Ég fór í Pennann um daginn að hugsa um að uppfæra minn Herman Miller Areon, reyna að fá eitthvað betra verð en þetta absúra verð sem er í gangi, ég nefni þar Bandaríkin á nafn og tala um verðið þar og afhverju það muni svona miklu. Starfsmaður Pennanns sagði þá að stólarnir í USA væru drasl og þeir væru með mikið betri stóla frá Evrópu.
Ég hef allavegana ekki ennþá keypt þennan í Pennannum, tja þó svo hann eigi að vera svona margfallt betri. Fæ að fylgjast með USA ferlinu hérna.
Ég hef allavegana ekki ennþá keypt þennan í Pennannum, tja þó svo hann eigi að vera svona margfallt betri. Fæ að fylgjast með USA ferlinu hérna.
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Ég keypti minn Herman Miller Mirra II í Pennanum fyrir tæpum þrem árum. Þegar ég labbaði inn um hurðina var sölukonan búinn að bjóða mér afslátt, endaði á því að versla stólinn þar á mjög sanngjörnu verði.
Löglegt WinRAR leyfi
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 299
- Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Fyrir þann sem vildi fylgjast með.. uppá hvort ég næði að panta að utan.. þá er ég ekki búinn að skoða það ennþá.
Prófaði stól sem heitir Capisco (https://www.skrifstofa.is/stolar/vinnustolar-hair-og-heilsuvaenir/hag-capisco-8106), svona hnakka stóll. Hann var mjög þæginlegur uppá bakið, neyðir þig til að sitja réttan, og meira svona fyrir standandi borð, því þú ert sitjandi hátt uppi og með lappirnar meira í svona 45° beygju í stað 90° eins og á venjulegum stólum. Hann er ætlaður til að skipta um stöðu reglulega.. hægt að sitja á honum á hlið og svo afturábak, sem sagt liggjandi á bakinu á stólnum sjálfum. Örugglega ótrúlega góður í vinnu.. en ég var að nota hann heima.. svo ég var að nota þetta í leiki og stundum til að glápa á video.. fannst ég ekki geta slakað á í honum.. sem sagt hallað mér aftur og tjillað.. svo hann hentaði mér ekki.. því miður. En ef einhver ætlar að prófa hann.. þá vill ég vara við eitt.. ef þú hefur ekki hjólað í mörg ár.. þá á þér eftir að vera illt í svæðinu milli púngsins og rassins (rassisins?) í svona 2-3 daga
En ég fékk einkaskilaboð frá einum sem var með nýjan Herman Miller Aeron Remastered fyrir mig.. sem hann fékk að utan einmitt og þá á góðu verði fyrir mig.. er að nota hann núna (keypti þennan Capisco með skilyrði að ég gæti skilað honum eftir viku ef hann hentaði mér ekki).. sótti hann bara í gær kvöldi og ekki komin nein reynsla ennþá að viti til að segja eitthvað um hann.
Læt vita ef hann hentar mér ekki og ég fer í annan.. yrði þá þessi Steelcase Gesture sem Valdij mældi með.. og eftir það Herman Miller Embody stóllinn. Kemur í ljós!
Prófaði stól sem heitir Capisco (https://www.skrifstofa.is/stolar/vinnustolar-hair-og-heilsuvaenir/hag-capisco-8106), svona hnakka stóll. Hann var mjög þæginlegur uppá bakið, neyðir þig til að sitja réttan, og meira svona fyrir standandi borð, því þú ert sitjandi hátt uppi og með lappirnar meira í svona 45° beygju í stað 90° eins og á venjulegum stólum. Hann er ætlaður til að skipta um stöðu reglulega.. hægt að sitja á honum á hlið og svo afturábak, sem sagt liggjandi á bakinu á stólnum sjálfum. Örugglega ótrúlega góður í vinnu.. en ég var að nota hann heima.. svo ég var að nota þetta í leiki og stundum til að glápa á video.. fannst ég ekki geta slakað á í honum.. sem sagt hallað mér aftur og tjillað.. svo hann hentaði mér ekki.. því miður. En ef einhver ætlar að prófa hann.. þá vill ég vara við eitt.. ef þú hefur ekki hjólað í mörg ár.. þá á þér eftir að vera illt í svæðinu milli púngsins og rassins (rassisins?) í svona 2-3 daga
En ég fékk einkaskilaboð frá einum sem var með nýjan Herman Miller Aeron Remastered fyrir mig.. sem hann fékk að utan einmitt og þá á góðu verði fyrir mig.. er að nota hann núna (keypti þennan Capisco með skilyrði að ég gæti skilað honum eftir viku ef hann hentaði mér ekki).. sótti hann bara í gær kvöldi og ekki komin nein reynsla ennþá að viti til að segja eitthvað um hann.
Læt vita ef hann hentar mér ekki og ég fer í annan.. yrði þá þessi Steelcase Gesture sem Valdij mældi með.. og eftir það Herman Miller Embody stóllinn. Kemur í ljós!
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Hver er staðan á þessu í dag. Sýndist herman miller ekkert orðinn ódýrari. Ekkert bang for the buck álíkur stóll ?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
https://www.skrifstofa.is/vorur/hag-futu-1100-netbak/
Norskur stóll með 10 ára ábyrgð 114.900kr og er ódýrari hér en í Noregi, er mjög ánægður með hann, mjög þægilegt að sitja í honum upprétt, miklu mýkri seta og bak en t.d. að sitja í bílsætis gamer stól.
Spáði sjálfur í HM en mér finnst þessi Herman Miller Aeron vera of vinsæll og dýr til að vera góð fjárfesting, óþarfi að vera féflettur um ca. 285 þús kall.
Svo eru aðrir mjög góðir stólar á undir 200 þús kall sem eru ábyggilega betri en þessi Håg stóll, maður verður eiginlega að prófa að setjast á þá alla til að fá tilfinningu fyrir þeim.
Norskur stóll með 10 ára ábyrgð 114.900kr og er ódýrari hér en í Noregi, er mjög ánægður með hann, mjög þægilegt að sitja í honum upprétt, miklu mýkri seta og bak en t.d. að sitja í bílsætis gamer stól.
Spáði sjálfur í HM en mér finnst þessi Herman Miller Aeron vera of vinsæll og dýr til að vera góð fjárfesting, óþarfi að vera féflettur um ca. 285 þús kall.
Svo eru aðrir mjög góðir stólar á undir 200 þús kall sem eru ábyggilega betri en þessi Håg stóll, maður verður eiginlega að prófa að setjast á þá alla til að fá tilfinningu fyrir þeim.
Síðast breytt af Trihard á Lau 23. Júl 2022 09:23, breytt samtals 3 sinnum.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Keypti notaðan á ebay.co.uk í vetur. Sér ekki á honum. Kominn hingað á innan við viku.
ps5 ¦ zephyrus G14
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Tók á sínum tíma þátt í að gera útboð þar sem verið var að meta skrifborðsstóla, sjúkraþjálfari, smiður ofl. mátu stólana út frá ýmsum þáttum.
Mesta "bang for the buck" voru stólar frá Hirzlunni sem vögguðu smá (styrkja mjóbakið), sterkir og stillanlegir og auðvelt var að þrífa.
Skipti um vinnustað en fékk mer svoleiðis stól þegar tækifærið gafst.
https://hirzlan.is/vara/ergomedic-100-2/
en svo hafa þessi reynst þrusu vel líka og eru praktískur.
https://hirzlan.is/vara/enjoy-project-m-hofudpuda/
Mesta "bang for the buck" voru stólar frá Hirzlunni sem vögguðu smá (styrkja mjóbakið), sterkir og stillanlegir og auðvelt var að þrífa.
Skipti um vinnustað en fékk mer svoleiðis stól þegar tækifærið gafst.
https://hirzlan.is/vara/ergomedic-100-2/
en svo hafa þessi reynst þrusu vel líka og eru praktískur.
https://hirzlan.is/vara/enjoy-project-m-hofudpuda/
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Nýtti mér tækifærið og keypti Aeron stólinn í Pennanum um black friday í fyrra, það var einhver 80k-100k afsláttur ef ég man rétt
Síðast breytt af ElvarP á Lau 23. Júl 2022 14:09, breytt samtals 1 sinni.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Herman Miller sendan til Íslands? Aðrir ergonomic stólar sem þið mælið með?
Það væri geðveikt að fá þetta sent með sjófrakt, þá væri þetta notað á líklega kúk á kanil.
Verst að IKEA selur bara stóla sem eru hannaðir fyrir 65kg manneskjur. Ég er rokkandi milli 90-100 og stundum 120kg
Verst að IKEA selur bara stóla sem eru hannaðir fyrir 65kg manneskjur. Ég er rokkandi milli 90-100 og stundum 120kg
Síðast breytt af jonsig á Lau 23. Júl 2022 14:12, breytt samtals 1 sinni.