dadik skrifaði:GuðjónR skrifaði:Það subbulega og ógeðslega í þessu öllu saman er hvernig stjórnvöld og bankarnir blanda séreignasparnaði fólks í þessa svikamyllu, fyrst er ungu fólki ráðlagt af bönkum og fjármálastöfnunum að leggja til hliðar séreignarsparnað, þú færð meira að segja skattaafslátt í boði ríkissins. Svo er þér boðinn svona fjármálagjörningur þar sem fjármálaelítan sópar til sín öllum þínum sparnaði. Og þér er talið trú um að þetta sé mjög gott fyrir þig af því að þú ræðir við afborgunina, amk. í augnablikinu.
Slakaðu nú aðeins á samsæriskenningunum. Verðtryggingin er einfaldlega leið til að veita lán til þeirra sem eru með litla greiðslugetu. Þróun afborgana og þróun höfðstóls er ekkert leyndarmál - þetta er allt mjög vel útskýrt í lánareiknum bankanna.
1 - Verðtryggð lán greiðast niður á endanum, þótt að höfuðstóllinn geti hækkað á fyrri hluta tímabilsins.
2 - Þú færð ekki skattaafslátt ef þú borgar í séreignasjóð. Þú frestar bara staðgreiðslunni þangað þú ferð að taka lífeyri.
3 - Það er engin "fjármálaelíta" sem er að sópa til sín einu eða neinu í þessu samhengi.
Lokapunktur - verðtryggð lán er dýr af því að þau eru yfirleitt til langs tíma með mjög lítilli greiðslubyrði. Verðtryggt lán er samt alltaf betra en að vera á leigumarkaði. Það er alltaf einhver eignamyndun hjá lántakandanum - sá sem er á leigumarkaði sér aldrei neina eignamyndun.
Ég stend við hvert orð sem ég segi.
Veist þú skilgreininguna á „samsæriskenningu“?
Samsæriskenningar eru kenningar um að að baki atburðum eða atburðarás liggi samsæri einstaklinga eða hópa. Almennt er hugtakið notað yfir kenningar sem almennt eru taldar vafasamar eða ósannar en það má einnig nota um kenningar sem margir telja trúverðugar en eru enn ósannaðar.
Auðvitað greiðast öll lán niður á endanum, ég hef aldrei haldið öðru fram, líka verðtryggð og það er alveg rétt að yfirleitt er greiðslubyrgðin á þeim léttari en vaxtabyrgðin er margfalt hærri og því bætist stór partur þeirra við höfuðstólinn. Ég myndi alltaf mæla með öllum lánsformum fram yfir það að leigja því í enda dags þá hækkar húsnæði nú yfirleitt hraðar en verðbóta og eða vaxtahluti lánsins og þú ert alltaf að eignast eitthvað. Hitt er annað mál að ef þú ert með lán í kringum 20 milljónir þá er greiðslubyrgðin ekki það há að óverðtryggð lán eru no-fucking-brainer....
Það er rétt hjá þér að staðgreiðslan á séreignalífeyrissjóði frestast þangað til þú tekur lífeyrinn, þ.e. þó með þeirri „tímabundnu“ undantekningu að þú getur fengið að nota X upphæð inn á lánið þitt mánaðarlega „skattfrjálst".
Og jú, auðvitað er „fjármálaelítan“ að sópa til sín, heldur þú að lántakendur og lánveitendur sitji við sama borð?
Sjálfur hef ég verið með verðtryggð lán lengst af og veit því vel hvað ég er að tala um. Tók tvö slík lán árið 2007. Annað var 4 milljónir og hitt var 18.
10 árum síðar var afborgun af lægra láninu var í kringum 40 þúsund og 125 þúsund af því hærra, þá greiddi ég upp lægra lánið og uppgreiðslan var 6.2M
2019 greiddi ég svo upp stóra lánið sem ég var búinn að greiða af 100-125k á mánuði í 12 ár + 100k mánaðarleg aukagreiðsla í 2 ár og fá „leiðréttingu“ upp á rúmar 3 milljónir samt var uppgreiðslan var 24.6 milljónir. Þannig að á þessu 10-12 ára tímabili borgaði ég upphaflegan höfuðstól tvöfalt til baka.
Staðan á óverðtryggða láninu sem ég tók í desember 2019 er 20.2M en var 24.7M
Lánið hefur lækkað um 4.5M væri ég ennþá með gamla lánið þá væri staðan líklega 4 millljónum verri en hún er í dag.
Svo mikið fyrir þær samsæriskenningarnar.