Ég var að velta fyrir mér einu, nú er ég með lán til 30 ára sem ég er ca. hálfnaður með þeas eftir standa rúmlega 15 ár.
Eftirstöðvar af höfuðstólnum eru 1.2 milljónir og áfallnar verðbætur eru 1.2 milljónir líka.
Ég var að spá í að greiða allveg niður höfuðstólinn en hvernig virkar þetta með áföllnu verðbæturnar þegar það er verðbólga eins og núna, heldur lánið áfram að hækka ef ég myndi borga höfuðstólinn allveg niður ? Væri að koma verðbætur ofan á verðbætur ?
Að lækka höfuðstól verðtryggðs láns
Að lækka höfuðstól verðtryggðs láns
Síðast breytt af Hestur á Lau 21. Maí 2022 10:56, breytt samtals 1 sinni.
Re: Að lækka höfuðstól verðtryggðs láns
Verðbættur höfuðstóll (upprunalegur höfuðstóll + verðbætur á hann) er höfuðstóllinn núna. Ef þú greiðir inn á, lækkar nú-höfuðstóllinn. Lánið heldur bara áfam að bera vexti og verðbætur út frá lækkuðum nú-höfuðstól.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Að lækka höfuðstól verðtryggðs láns
Hestur skrifaði:Ég var að velta fyrir mér einu, nú er ég með lán til 30 ára sem ég er ca. hálfnaður með þeas eftir standa rúmlega 15 ár.
Eftirstöðvar af höfuðstólnum eru 1.2 milljónir og áfallnar verðbætur eru 1.2 milljónir líka.
Ég var að spá í að greiða allveg niður höfuðstólinn en hvernig virkar þetta með áföllnu verðbæturnar þegar það er verðbólga eins og núna, heldur lánið áfram að hækka ef ég myndi borga höfuðstólinn allveg niður ? Væri að koma verðbætur ofan á verðbætur ?
Þú borgar vexti á alla upphæðina (höfuðstól + uppsafnar verðbætur) síðan reiknast nýjar verðbætur á breyttan höfustól, þú ert sem sagt alltaf að borga vaxtavexti. Þegar þú greiðir inn á þá byrjar þú á því að borga niður áföllnu verðbæturnar.
Tæknilega séð mætti kalla þetta allt "höfuðstól", þ.e. höfuðstóllinn er 2.4 milljónir hann er bara sundurliðaður svona.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að lækka höfuðstól verðtryggðs láns
Borga þetta strax niður. Besta fjárfesting sem er í boði í dag
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1504
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Reputation: 38
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Að lækka höfuðstól verðtryggðs láns
Reiknast nátturulega bara á skuldina sem er núþegar
t.d setjum séreign inna verðtryggt lán + að greiða af því og það hækkar samt en ég tel það samt betra en að gera það ekki vegna þess að það reiknast auðvitað minni verðbætur ef verið að greiða inna það 50-60þ aukalega
t.d setjum séreign inna verðtryggt lán + að greiða af því og það hækkar samt en ég tel það samt betra en að gera það ekki vegna þess að það reiknast auðvitað minni verðbætur ef verið að greiða inna það 50-60þ aukalega