Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 13. Apr 2022 21:21

Hérna er áhugavert kort. Ef það verður eldgos þarna þá fer ekki mikið undir hraun talið í húsum. Þar sem langt er á milli þeirra ef það eru þá einhver hús til að byrja á svæðinu.

Einu húsin sem ég veit af á Reykjanestá eru Reykjanesviti og síðan eitthvað íbúðarhús þar nærri. Ég held að fleiri hús séu þar ekki til staðar.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 18. Apr 2022 19:59

Nýjustu fréttir af eldfjallamálum á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga.

Helmings líkur á eldgosi á eða við Reykjanes á árinu (Rúv.is)




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 19. Apr 2022 17:32

Það eru áhugaverðir tímar á leiðinni.

Allt eins líklegt að gos verði á mörgum stöðum samtímis (Rúv.is)




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 28. Apr 2022 02:44

Það er kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall á 16 km dýpi eða grynnra. Þessi kvikusöfnun eykur líkunar á því að það gjósi aftur í Fagradalsfjalli fljótlega.

Mikilvægt að vakta áfram virkni á Reykjanesskaganum (Veðurstofan)




eythor95
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Þri 09. Okt 2018 07:25
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf eythor95 » Lau 30. Apr 2022 12:24

jonfr1900 skrifaði:Það er kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall á 16 km dýpi eða grynnra. Þessi kvikusöfnun eykur líkunar á því að það gjósi aftur í Fagradalsfjalli fljótlega.

Mikilvægt að vakta áfram virkni á Reykjanesskaganum (Veðurstofan)


Hafði einmitt lesið þetta. Greinanleg GPS merki sem og INSAR færslur eru mjög óvenjulegar á svo miklu dýpi í eldstöðvakerfum án kvikuþróar. Sýnir að þessi atburðarrás sem líklega hefur staðið yfir síðan í september 2020 er langt frá því að vera lokið. Spurning hvar þetta kemur upp, kannski bara á sama stað? :-k




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 01. Maí 2022 00:37

eythor95 skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Það er kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall á 16 km dýpi eða grynnra. Þessi kvikusöfnun eykur líkunar á því að það gjósi aftur í Fagradalsfjalli fljótlega.

Mikilvægt að vakta áfram virkni á Reykjanesskaganum (Veðurstofan)


Hafði einmitt lesið þetta. Greinanleg GPS merki sem og INSAR færslur eru mjög óvenjulegar á svo miklu dýpi í eldstöðvakerfum án kvikuþróar. Sýnir að þessi atburðarrás sem líklega hefur staðið yfir síðan í september 2020 er langt frá því að vera lokið. Spurning hvar þetta kemur upp, kannski bara á sama stað? :-k


Mjög líklega þar sem gígurinn(anir) er núna í Fagradalsfjalli. Þar er bein leið. Það er einnig spurning hvort að þetta ferli er að búa til eldstöð með kvikuhólfi sem gýs reglulega. Í Fagradalsfjalli hefur ekki verið neitt slík eldfjall síðan Reykjanesskagi myndaðist fyrir um 15 milljón árum (?) síðan. Það gæti verið að breytast og þarna að myndast eldstöðvarkerfi svipað og Reykjanes og Krýsuvík*.

*Veðurstofan og aðrir sérfræðingar flokka Fagradalsfjall sem hluta af eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur-Trölladyngju. Ég er stöðugt meira á þeirri skoðun að þarna sé annað ferli á ferðinni og þessi virkni tengist ekki á neinn hátt eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur. Ég er semsagt, ekki sammála sérfræðingum og því sem er sett fram þar varðandi Fagradalsfjall og tengsl þess við eldstöðina Krýsuvík.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 04. Maí 2022 20:43

Það virðist eitthvað vera í gangi núna. Ég er ekki alveg hvað er í gangi núna en jarðskjálftavirknin er að aukast hratt núna í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 04. Maí 2022 23:51

Það er mjög líklega farið af stað kvikuinnskot í eldstöðinni Krýsuvík í Kleifarvatni. Það eru ágætar líkur á því að þetta endi með eldgosi. Hinsvegar er alltaf möguleiki á því að þetta stöðvist áður en eldgos hefst. Jarðskjálftavirkni er vaxandi.




Mencius
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 02:03
Reputation: 6
Staðsetning: 221 hfj
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Mencius » Fim 05. Maí 2022 00:16

jonfr1900 skrifaði:Það er mjög líklega farið af stað kvikuinnskot í eldstöðinni Krýsuvík í Kleifarvatni. Það eru ágætar líkur á því að þetta endi með eldgosi. Hinsvegar er alltaf möguleiki á því að þetta stöðvist áður en eldgos hefst. Jarðskjálftavirkni er vaxandi.


Var einmitt að finna einn skjálfta hérna á völlunum fyrir nokkrum mín


ASUS PRIME Z490M - Intel Core i5-10600 - 16gb CORSAIR Vengeance LPX 16GB 3600mhz - Kingston Digital 240GB SSDNow V300 - Samsung 840evo 500gb ssd - EVGA 1070gtx FE - 24" ASUS VG248QE 1ms 144Hz Gaming - Evga 750w - Phanteks


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 05. Maí 2022 00:17

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni hérna á Raspberry Shake stöðvum sem eru á Íslandi. Því miður hef ég ekki efni á þessum búnaði ennþá.

Raspberry Shake stöðvar á Íslandi.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf dadik » Fim 05. Maí 2022 14:15

Ertu ekki kominn út? Er hægt að nota svona í Danaveldi?


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 05. Maí 2022 18:24

dadik skrifaði:Ertu ekki kominn út? Er hægt að nota svona í Danaveldi?


Ég fer frá Íslandi í lok Maí. Jarðskjálftamælar eru alveg ágætir í Danmörku. Ég mun væntanlega mæla mjög stóra jarðskjálfta á Íslandi og síðan mun ég mæla mjög stóra jarðskjálfta í Miðjarðarhafinu þegar þeir verða.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf urban » Fim 05. Maí 2022 20:39

jonfr1900 skrifaði:Einu húsin sem ég veit af á Reykjanestá eru Reykjanesviti og síðan eitthvað íbúðarhús þar nærri. Ég held að fleiri hús séu þar ekki til staðar.


Þá veistu greinilega ekki nóg um svæðið þar
Það er ekki nema "smá" virkjun þarna líka t.d. :)

https://www.hsorka.is/um-okkur/starfsem ... esvirkjun/
https://www.map.is/base/@317830,373468,z7,0
Síðast breytt af urban á Fim 05. Maí 2022 20:51, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 06. Maí 2022 00:02

urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Einu húsin sem ég veit af á Reykjanestá eru Reykjanesviti og síðan eitthvað íbúðarhús þar nærri. Ég held að fleiri hús séu þar ekki til staðar.


Þá veistu greinilega ekki nóg um svæðið þar
Það er ekki nema "smá" virkjun þarna líka t.d. :)

https://www.hsorka.is/um-okkur/starfsem ... esvirkjun/
https://www.map.is/base/@317830,373468,z7,0


Eins gott að þeir sem eiga þetta hafi varaáætlun um það um rafmagn á Reykjanesi. Vegna þess að þessi virkjun mun fara undir hraun. Það er bara spurning um tíma. Eldgosasaga Reykjanes segir að þegar eldgos hefjast í þeirri eldstöð. Þá verði þau með 1 til 50 ára fresti í rúmlega 70 ár.

Það sama gildir um eldstöðina Krýsuvik-Trölladyngja. Þar verða eldgosin með 1 til 30 ára fresti í rúmlega 200 ár.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 06. Maí 2022 19:41

Það er vaxandi jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Krýsuvík og Reykjanes. Þetta gæti orðið talsverð virkni núna.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 08. Maí 2022 00:25

Þegar það fer að styttast í eldgos á Reykjanesskaga á ný. Þá mun koma ný jarðskjálftahrina sem verður svipuð þeirri og varð áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli. Þangað til verður þessi jarðskjálftavirkni í svona smáhrinum.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 08. Maí 2022 14:58

Fólk sem er í Grindavík ætti að fylgjast mjög vel með jarðskjálftahrinum norðan við bæinn. Þar sem þar er möguleiki á að eitthvað fari að gerast án þess að stór jarðskjálftavirkni verði undanfari eins og á öðrum svæðum sem þarna eru.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 09. Maí 2022 21:15

Það er jarðskjálftavirkni á nýjum stað (rauðu punktanir) í eldstöðinni Reykjanes og mig grunar að þessi jarðskjálftavirkni boði vandræði og kannski eldgos. Þessir jarðskjálftar hafa einnig verið sæmilega stórir á þessu svæði.

220509_2100.png
220509_2100.png (23.82 KiB) Skoðað 3937 sinnum




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 10. Maí 2022 02:43

Jarðskjálftavirknin sem er ekki langt frá Hafnir heldur áfram að aukast og stærstu jarðskjálftar hafa náð stærðinni Mw3,0 hingað til. Þarna gæti orðið eldgos.


220510_0235.png
220510_0235.png (24.01 KiB) Skoðað 3876 sinnum




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 10. Maí 2022 02:57

Miðað við jarðskjálfta sem ég sá á Raspberry Shake kortinu þá tel ég yfirgnæfandi líkur á því að þarna verði eldgos fljótlega. Þetta er hugsanlega spurning um daga frekar en vikur.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 11. Maí 2022 13:22

Mér lýst mjög illa á alla þessa jarðskjálftavirkni við Grindavík. Þessi jarðskjálftavirkni er stöðug og beint við Bláa lónið og síðan undir Grindavík.


220511_1315.png
220511_1315.png (24 KiB) Skoðað 3748 sinnum


220511_1315_trace.png
220511_1315_trace.png (18.6 KiB) Skoðað 3748 sinnum
Síðast breytt af jonfr1900 á Mið 11. Maí 2022 13:22, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf GuðjónR » Mið 11. Maí 2022 15:31

jonfr1900 skrifaði:Mér lýst mjög illa á alla þessa jarðskjálftavirkni við Grindavík. Þessi jarðskjálftavirkni er stöðug og beint við Bláa lónið og síðan undir Grindavík.


220511_1315.png

220511_1315_trace.png

Ég myndi ekki gráta það þó tappinn yrði tekinn úr lóninu :evillaugh



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6376
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf worghal » Fös 13. Maí 2022 11:34

GuðjónR skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Mér lýst mjög illa á alla þessa jarðskjálftavirkni við Grindavík. Þessi jarðskjálftavirkni er stöðug og beint við Bláa lónið og síðan undir Grindavík.


220511_1315.png

220511_1315_trace.png

Ég myndi ekki gráta það þó tappinn yrði tekinn úr lóninu :evillaugh

en við skulum horfa framan í þær staðreyndir að þeir munu dæla öllum fjármunum úr fyrirtækinu og láta svo ríkið baila sig út :pjuke


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 13. Maí 2022 22:19

GPS gögn benda til þess að kvika sé farin að leita upp í nágrenni við Eldvörp á Reykjanesskaga. GPS gögnin er hægt að skoða hérna.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Lau 14. Maí 2022 01:26

Síðan bætist við kvikusöfnun við Fagradalsfjall sem er einnig að valda jarðskjálftum á stóru svæði á Reykjanesskaga.

Kvikusöfnun á miklu dýpi veldur skjálftum á stóru svæði (Víkurfréttir)