Það er orðið varasamt að nota Google Drive, One Drive og fleiri slíkar þjónustur. Þar sem núna eru gögn skönnuð á móti höfundarréttar gagnagrunnum. Ég tel að þetta eigi einnig við um þjónustur sem bjóða upp á öryggisafrit af gögnum fólks. Þess vegna er ég hættur að nota þessar þjónustur að mestu leiti og er að vinna í að hætta að nota þær alveg.
Google Drive Flags Text Files With “1” or “0” As Copyright Infringements (Torrentfreak)
Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
Já, þetta er ekkert annað en orwellian (meina ekki poppkornið).
Næsta þróunin er líklega að browserar einsog Chrome fari að loka á ákveðnar vefsíður sem samrýmast ekki pólitískum rétttrúnaði, byrja að birta svona viðvaranir sem verður flókið að komast framhjá "This webpage has been flagged as potentially hazardous for your brain".
Næsta þróunin er líklega að browserar einsog Chrome fari að loka á ákveðnar vefsíður sem samrýmast ekki pólitískum rétttrúnaði, byrja að birta svona viðvaranir sem verður flókið að komast framhjá "This webpage has been flagged as potentially hazardous for your brain".
*-*
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
hmm ekki að fatta, ef maður færir fæla t.d sem maður hefur tekið upp af rúv eða sótt af torrentsíðum getur þá google drive farið að banna manni það og / gefa þeir info til rétthafa eða?
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
lyfsedill skrifaði:hmm ekki að fatta, ef maður færir fæla t.d sem maður hefur tekið upp af rúv eða sótt af torrentsíðum getur þá google drive farið að banna manni það og / gefa þeir info til rétthafa eða?
Mjög líklega bæði. Þetta er reyndar alltaf að breytast. Ef Google er ekki byrjað á þessu, þá er það bara spurning um tíma hvenær slík vöktun hefst.
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
Cascade skrifaði:Nota bara rclone og hafa þetta cryptað
hvað er rdone?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
lyfsedill skrifaði:Cascade skrifaði:Nota bara rclone og hafa þetta cryptað
hvað er rdone?
Rclone er command line tól sem þú getur tengst Google Drive Api og auðkennt þig við Google Drive aðganginn þinn og sýslað með skrár í Google drive accountinum þínum með Rclone skipunum.
https://rclone.org/
Það sem hann er að tala um er að notast við "Encryption-at-rest" sem þýðir að áður en þú uploadar gögnum í Google drive þá dulkóðaru gögnin með þeim switch í rclone sem gerir þér það kleift.
Just do IT
√
√
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 640
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
Þetta er óhugnanleg þróun, persónuvernd og frelsi einstaklingsins á mjög undir högg að sækja.
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
Hjaltiatla skrifaði:lyfsedill skrifaði:Cascade skrifaði:Nota bara rclone og hafa þetta cryptað
hvað er rdone?
Rclone er command line tól sem þú getur tengst Google Drive Api og auðkennt þig við Google Drive aðganginn þinn og sýslað með skrár í Google drive accountinum þínum með Rclone skipunum.
https://rclone.org/
Það sem hann er að tala um er að notast við "Encryption-at-rest" sem þýðir að áður en þú uploadar gögnum í Google drive þá dulkóðaru gögnin með þeim switch í rclone sem gerir þér það kleift.
ok er það einfalt að enkoða eða dulkóða, hvernig er það gert ?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
lyfsedill skrifaði:
ok er það einfalt að enkoða eða dulkóða, hvernig er það gert ?
Þetta útskýrir hvernig er hægt að framkvæma þetta með rclone ef ég man rétt.
https://www.youtube.com/watch?v=KBr_qf5G4CY&t=251s
Just do IT
√
√
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
jonfr1900 skrifaði:Það er orðið varasamt að nota Google Drive, One Drive og fleiri slíkar þjónustur. Þar sem núna eru gögn skönnuð á móti höfundarréttar gagnagrunnum. Ég tel að þetta eigi einnig við um þjónustur sem bjóða upp á öryggisafrit af gögnum fólks. Þess vegna er ég hættur að nota þessar þjónustur að mestu leiti og er að vinna í að hætta að nota þær alveg.
Google Drive Flags Text Files With “1” or “0” As Copyright Infringements (Torrentfreak)
Á meðan þú hefur áhyggjur af þessu þá hafa öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sett upp eftirlitsmyndavélar sem taka upp mynd af þér og farartæki þínu í umferðinni og gefa þér enga viðvörun eða því nærri.
Við eigum að njóta friðhelgi einkalífs þar, ekki á google drive.
Hringtorg við Reykjanesbraut í Hafnarfirði(N1 stöð) er fínt dæmi, þar eru engin skilti sem vara þig við.
Óháð því hvernig þetta kerfi hefur verið uppbyggt með fyrirlitningu á persónuvernd, þá skil ég hreinlega ekki hvernig löggæslumyndavélar eru með tugi metra viðvörunarskiltum þar sem þér er tilkynnt að framundan sé myndavél sem tekur mynd af þér EF þú brýtur af þér.
En þegar það er verið að taka mynd af þér og þínu farartæki og það geymt þó engin glæpur hafi sannast á þig þá þarf ekki að tilkynna þér um að það sé von á eftirliti framundan?
Síðast breytt af Minuz1 á Lau 29. Jan 2022 23:16, breytt samtals 1 sinni.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
Minuz1 skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Það er orðið varasamt að nota Google Drive, One Drive og fleiri slíkar þjónustur. Þar sem núna eru gögn skönnuð á móti höfundarréttar gagnagrunnum. Ég tel að þetta eigi einnig við um þjónustur sem bjóða upp á öryggisafrit af gögnum fólks. Þess vegna er ég hættur að nota þessar þjónustur að mestu leiti og er að vinna í að hætta að nota þær alveg.
Google Drive Flags Text Files With “1” or “0” As Copyright Infringements (Torrentfreak)
Á meðan þú hefur áhyggjur af þessu þá hafa öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sett upp eftirlitsmyndavélar sem taka upp mynd af þér og farartæki þínu í umferðinni og gefa þér enga viðvörun eða því nærri.
Við eigum að njóta friðhelgi einkalífs þar, ekki á google drive.
Hringtorg við Reykjanesbraut í Hafnarfirði(N1 stöð) er fínt dæmi, þar eru engin skilti sem vara þig við.
Óháð því hvernig þetta kerfi hefur verið uppbyggt með fyrirlitningu á persónuvernd, þá skil ég hreinlega ekki hvernig löggæslumyndavélar eru með tugi metra viðvörunarskiltum þar sem þér er tilkynnt að framundan sé myndavél sem tekur mynd af þér EF þú brýtur af þér.
En þegar það er verið að taka mynd af þér og þínu farartæki og það geymt þó engin glæpur hafi sannast á þig þá þarf ekki að tilkynna þér um að það sé von á eftirliti framundan?
Í Kópavogi sem dæmi þá eru skilti sem tilkynna að kópavogur er vaktað sveitarfélag, held það sé ekki við hvert einasta myndavélamastur en pottþétt við allar innkeyrslur í bæinn.
Er ekki svoleiðis við innkeyrslur í Hafnarfjörð?
Annars er þetta samstarfsverkefni sveitarfélaganna, neyðarlínunnar og lögreglurnar, löggan hýsir upptökurnar og það þarf sérstakt leyfi/dómaraúrskurð til að sækja efni í kerfið.
Einnig þarf að sækja leyfi til persónuverndar fyrir uppsetningu.
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
Minuz1 skrifaði:
Hringtorg við Reykjanesbraut í Hafnarfirði(N1 stöð) er fínt dæmi, þar eru engin skilti sem vara þig við.
Þessar vélar sem þú nefnir þarna og eru t.d. líka í Engidalnum milli Hfj og Gbæ eru ekki reknar af bæjarfélögum. Þetta er Vegagerðin sem er með þær til að fylgjast með umferð á þjóðvegum. Þær eru útum allt
Reyndar þegar ég skoða Vegagerðina þá er þessi sem þú nefnir í kringum N1 ekki á vefnum þeirra, samt er verið að fylgjast með þjóðvegi þar og því spurning hvort þær séu í þeirra rekstri. Engidalurinn er þarna inni. Hef nefnilega ekki séð myndavélar annarsstaðar í Hafnarfriði nema í Engidal og við N1
-
- 1+1=10
- Póstar: 1179
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Þetta með Google Drive, One Drive osfv.
russi skrifaði:Minuz1 skrifaði:
Hringtorg við Reykjanesbraut í Hafnarfirði(N1 stöð) er fínt dæmi, þar eru engin skilti sem vara þig við.
Þessar vélar sem þú nefnir þarna og eru t.d. líka í Engidalnum milli Hfj og Gbæ eru ekki reknar af bæjarfélögum. Þetta er Vegagerðin sem er með þær til að fylgjast með umferð á þjóðvegum. Þær eru útum allt
Reyndar þegar ég skoða Vegagerðina þá er þessi sem þú nefnir í kringum N1 ekki á vefnum þeirra, samt er verið að fylgjast með þjóðvegi þar og því spurning hvort þær séu í þeirra rekstri. Engidalurinn er þarna inni. Hef nefnilega ekki séð myndavélar annarsstaðar í Hafnarfriði nema í Engidal og við N1
Eftir Birnu Brjánsdóttir málið þá tók ég eftir að allar leiðir á milli sveitarfélaga og út úr sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fengu myndavélar sem er bara flott.
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold