Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf jonfr1900 » Lau 22. Jan 2022 05:18

Þessi hérna maður er í mjög slæmum mánum. Fyrrverandi kona hans er í sæmilegum málum, þó svo að hún þurfi að borga hluta af þessu rugli í manninum. Hann er bara með 100.000 kr í tekjur af örorku í dag og bitcoin er ekki traustar tekjur. Aldrei telja fram sameiginlega þó svo að fólk sé gift. Það er einnig það sem má lesa úr þessum úrskurði. Síðan á alltaf að svara svona bréfum, ég sé í úrskurðinum að því hefur ekki verið sinnt og því tapaðist málið að hluta hjá konunni. Síðan á alltaf að fá sér lögfræðing og endurskoðanda í svona málum. Það marg borgar sig.

Úrskurður Skattanefndar 222/2021

Skatt­krafa vegna Bitcoin-tekna fyrr­verandi eigin­manns ó­merkt að hluta (Vísir.is)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf GuðjónR » Lau 22. Jan 2022 11:07

Ef þú þarft að borga tekju eða fjármagnstekjuskatt af hagnaði rafmyntar, veitir tap þér þá skattaafslátt?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf rapport » Lau 22. Jan 2022 11:08

Já, þau virðast ekki hafa tekið þetta alvarlega. Mér sýnist á þessu að það sé óljóst að þetta séu tekjur vegna bitcoin, það eru engin gögn tiltekin í úrskurðinum sem styðja við þá fullyrðingu.

Að finna veskið sitt og finna út frá því hvenær maður eignaðist og seldi coin er auðvelt að rekja eða bara rekja millifærsluna, einhver gögn verða alltaf til.

Þarna sárvantaði þeim lögfræðing með sér og líklega best fyrir þau að fara með þetta fyrir dóm og fá gjafsókn.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf Dr3dinn » Lau 22. Jan 2022 11:56

GuðjónR skrifaði:Ef þú þarft að borga tekju eða fjármagnstekjuskatt af hagnaði rafmyntar, veitir tap þér þá skattaafslátt?


Reglan hefur alltaf verið að einstaklingar þurfa að bera tapið meðan félög/fyrirtæki/sjóðir geta notað tapið. Þ.e. tap er bara tap fyrir einstaklinga nema mjög hörðum skilyrðum uppfyltum sbr. b-lið, 1.mgr. 30. gr. laga um tekjuskatt (öll skilyrði uppfyllt)

Þetta telst sem fjármagnstekjur (22%) - af hagnaði ath ekki total fjárhæðinni.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf hagur » Lau 22. Jan 2022 13:32

jonfr1900 skrifaði: Aldrei telja fram sameiginlega þó svo að fólk sé gift.


Maður reyndar ræður engu um það ef maður er giftur. Hjón eru samsköttuð, alltaf. Enda bera þau jafna ábyrgð á fjármálum hvors annars.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf jonfr1900 » Lau 22. Jan 2022 13:56

hagur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði: Aldrei telja fram sameiginlega þó svo að fólk sé gift.


Maður reyndar ræður engu um það ef maður er giftur. Hjón eru samsköttuð, alltaf. Enda bera þau jafna ábyrgð á fjármálum hvors annars.


Það er fáránleg regla.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf GullMoli » Lau 22. Jan 2022 16:28

jonfr1900 skrifaði:
hagur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði: Aldrei telja fram sameiginlega þó svo að fólk sé gift.


Maður reyndar ræður engu um það ef maður er giftur. Hjón eru samsköttuð, alltaf. Enda bera þau jafna ábyrgð á fjármálum hvors annars.


Það er fáránleg regla.


Að mínu mati er heilbrigt að geta deilt fjárhag með maka, hvað þá þegar börn eru í myndinni. Þetta er samstarf að öllu leiti. Fer að vísu eftir aldri sambands og stöðu þess.

Magnað að fela svona fjármuni frá maka líkt og í fréttinni, engin furða að þetta gekk ekki.
Síðast breytt af GullMoli á Lau 22. Jan 2022 16:29, breytt samtals 1 sinni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf Dr3dinn » Lau 22. Jan 2022 17:50

jonfr1900 skrifaði:
hagur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði: Aldrei telja fram sameiginlega þó svo að fólk sé gift.


Maður reyndar ræður engu um það ef maður er giftur. Hjón eru samsköttuð, alltaf. Enda bera þau jafna ábyrgð á fjármálum hvors annars.


Það er fáránleg regla.


Fullkomlega eðlileg regla enda gengur margt í þjóðfélaginu út frá því að fólk sé gift. Svona reglur eru líka hugsar frá meirihlutanum sem borgar sínar skyldur og gjöld, ekki þeim sem verr standa eða þeim sem ætla að misnota kerfið.

Breytir tímar? Ekki spurning.... en ef menn ætla að nýta sér lagaformið "hjón", þá er sumt jákvætt og annað neikvætt (eiga allt saman, 50:50 og skulda það líka).

Mjög margir að gifta sig hjá sýslumanni þar sem rómantíkin er farin úr þessu concepti og í dag er þetta mjög mikilvægt fyrir fjölskyldur að fólk sé gift. (erfðamál, lífeyrismál, skattamál, peningamál osfr)

Samsköttun í dag er öðruvísi þar sem bæði kynin/aðilar eru að þéna/afl tekna og vonandi tekst okkur að vinna í burtu kynjamisrætti launa. Ef hinsvegar báðir aðilar eru með fín laun, skiptir samsköttun oft ekki miklu máli, en getur haft mikið að segja ef annar hvort sé tekjulágt.... annað en hér áður fyrr þar sem samsköttun með heimavinnandi maka var alveg eðlileg og munaði þá töluvert um samsköttun hjóna.
- þetta atriði er bara ekki jafn mikilvægt og erfðamál og lífeyrismál.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


isaaarn
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Þri 02. Júl 2019 14:32
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf isaaarn » Sun 23. Jan 2022 03:03

Dr3dinn skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ef þú þarft að borga tekju eða fjármagnstekjuskatt af hagnaði rafmyntar, veitir tap þér þá skattaafslátt?


Reglan hefur alltaf verið að einstaklingar þurfa að bera tapið meðan félög/fyrirtæki/sjóðir geta notað tapið. Þ.e. tap er bara tap fyrir einstaklinga nema mjög hörðum skilyrðum uppfyltum sbr. b-lið, 1.mgr. 30. gr. laga um tekjuskatt (öll skilyrði uppfyllt)

Þetta telst sem fjármagnstekjur (22%) - af hagnaði ath ekki total fjárhæðinni.


Það er leyfilegt að draga sölutap frá söluhagnaði af rafmyntum ef tapið og hagnaðurinn myndast af sömu tegund rafmynta (t.d. Bitcoin).
Ekki er leyfilegt t.d. að draga sölutap á Bitcoin frá söluhagnaði af Ethereum.

Heimild:
Eigi viðskiptin sér hins vegar stað utan atvinnurekstrar er óheimilt að draga tap af sölu þeirra frá skattskyldum fjármagnstekjum nema þær séu tilkomnar vegna söluhagnaðar af sömu tegund sýndarfjár.
https://www.althingi.is/altext/148/s/1343.html




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf Dr3dinn » Sun 23. Jan 2022 10:46

isaaarn skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ef þú þarft að borga tekju eða fjármagnstekjuskatt af hagnaði rafmyntar, veitir tap þér þá skattaafslátt?


Reglan hefur alltaf verið að einstaklingar þurfa að bera tapið meðan félög/fyrirtæki/sjóðir geta notað tapið. Þ.e. tap er bara tap fyrir einstaklinga nema mjög hörðum skilyrðum uppfyltum sbr. b-lið, 1.mgr. 30. gr. laga um tekjuskatt (öll skilyrði uppfyllt)

Þetta telst sem fjármagnstekjur (22%) - af hagnaði ath ekki total fjárhæðinni.


Það er leyfilegt að draga sölutap frá söluhagnaði af rafmyntum ef tapið og hagnaðurinn myndast af sömu tegund rafmynta (t.d. Bitcoin).
Ekki er leyfilegt t.d. að draga sölutap á Bitcoin frá söluhagnaði af Ethereum.

Heimild:
Eigi viðskiptin sér hins vegar stað utan atvinnurekstrar er óheimilt að draga tap af sölu þeirra frá skattskyldum fjármagnstekjum nema þær séu tilkomnar vegna söluhagnaðar af sömu tegund sýndarfjár.
https://www.althingi.is/altext/148/s/1343.html


Lögin gilda og ekki eitt orð um þetta í lögunum. Væri ágætt að vita ef einhver hefur látið reyna á þetta. Því rsk og fjármálaráðuneytið hafa alltaf verið grimm á að leyfa bara fyrirtækjum að nota tap. (þá sérstaklega með hlutabréf)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


isaaarn
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Þri 02. Júl 2019 14:32
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf isaaarn » Mán 24. Jan 2022 15:53

Dr3dinn skrifaði:
isaaarn skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ef þú þarft að borga tekju eða fjármagnstekjuskatt af hagnaði rafmyntar, veitir tap þér þá skattaafslátt?


Reglan hefur alltaf verið að einstaklingar þurfa að bera tapið meðan félög/fyrirtæki/sjóðir geta notað tapið. Þ.e. tap er bara tap fyrir einstaklinga nema mjög hörðum skilyrðum uppfyltum sbr. b-lið, 1.mgr. 30. gr. laga um tekjuskatt (öll skilyrði uppfyllt)

Þetta telst sem fjármagnstekjur (22%) - af hagnaði ath ekki total fjárhæðinni.


Það er leyfilegt að draga sölutap frá söluhagnaði af rafmyntum ef tapið og hagnaðurinn myndast af sömu tegund rafmynta (t.d. Bitcoin).
Ekki er leyfilegt t.d. að draga sölutap á Bitcoin frá söluhagnaði af Ethereum.

Heimild:
Eigi viðskiptin sér hins vegar stað utan atvinnurekstrar er óheimilt að draga tap af sölu þeirra frá skattskyldum fjármagnstekjum nema þær séu tilkomnar vegna söluhagnaðar af sömu tegund sýndarfjár.
https://www.althingi.is/altext/148/s/1343.html


Lögin gilda og ekki eitt orð um þetta í lögunum. Væri ágætt að vita ef einhver hefur látið reyna á þetta. Því rsk og fjármálaráðuneytið hafa alltaf verið grimm á að leyfa bara fyrirtækjum að nota tap. (þá sérstaklega með hlutabréf)


Það er rétt að það er ekki fjallað um þetta í lögunum en ég veit til þess að búið er að fá álit Ríkisskattstjóra á þessum málum.
Einstaklingar mega jú draga tap af sölu hlutabréfa frá hagnaði af sölu annarra hlutabréfa.
Mæli með þessari grein sem fjallar um skattlagningu rafmynta:
https://www.vb.is/skodun/skattlagning-balkakedjunnar/167001/?q=rafmyntir




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig á að verða gjaldþrota í einu skrefi

Pósturaf blitz » Fim 03. Feb 2022 08:51

Var að lesa þetta aftur - fannst þessi bútur dálítið skemmtilegur.

Kærandi hélt því fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010, þegar myntin hafði ekkert verðgildi, með því að leysa stærðfræðiþraut þar sem hann hafi verið forvitinn um hvort honum tækist að afla rafmyntarinnar. Myntarinnar hafi þannig ekki verið aflað í hagnaðartilgangi


Kærandi setur þetta fram eins og að hann hafi verið að leysa stærðfræðiþraut með blaði og penna.


PS4