Vandamál með gólfhitakerfi (aftur!)

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf DoofuZ » Fim 28. Mar 2013 01:04

Kristján Gerhard skrifaði:Taktu lokahausinn (termóstatið) af innsprautunarlokanum með því að losa hlaupróna sem er undir lokahausnum. Lokinn sjálfur verður eftir í kistunni.

Kristján Gerhard skrifaði:Ef að pinninn er fastur og lokinn í lokaðri stöðu þá kemur ekki nýtt heitt vatn inná kerfið til að bæta upp fyrir kólnun vatnsins í slaufunni. Taktu um pinnann með töng og hreyfðu hann varlega inn og út, væri óvitlaust að setja einn dropa af olíu með leggnum á lokanum ef hann er stirður (matarolía er fín).

Ok, ég er búinn að reyna þetta oftar en einu sinni síðustu daga og sama hvað ég hef reynt að hreyfa hann inn og út þá bifast hann ekki :| Hef líka prófað að tosa hann upp með smá afli en það virkar ekki heldur.

Svo fékk ég reyndar hita á gólfið um daginn en hann var mjög dreyfður og kom aðallega bara í svotil beinni línu frá kerfinu og inní eldhúsið og svo eitthvað meðfram nokkrum veggjum. Eftir mikið fikt í kerfinu komst ég að því að ef ég skrúfa stillinguna sem er fyrir ofan litla hitamælinn alveg niður í núll þannig að mótorinn slekkur á sér að þá fer mælirinn uppí 60 gráður, framrásin verður vel heit (er oftast bara smá volg) og þá kemur þessi litli hiti í gólfið en sama hversu lengi ég læt það vera svoleiðis verður restin af gólfinu aldrei heit. Er vandamálið áfram fasti pinninn eða eitthvað meira en bara hann?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 28. Mar 2013 01:39

Ef þú nærð ekki að liðka pinnann undir lokanum og hann bifast ekki þótt þú smyrjir hann þá þarftu að skipta lokanum út fyrir nýjann.

Btw: passaðu að beygja ekki pinnann þá getur vatn farið að sprautast út um allt :sleezyjoe


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf DoofuZ » Lau 30. Mar 2013 01:37

Ok, þetta er bara ekkert að ganga hjá mér með pinnann, athuga með að fá pípara til að skipta lokanum út fljótlega. En samt ein spurning varðandi pinnan, hvað er málið með þennan ferhyrnda part neðst á þessu? Ég get auðveldlega skrúfað það í báðar áttir, á ég að herða það? Í hvaða átt þá, hægri? Á ég kannski að láta það vera? 8-[
Mynd


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Garri » Lau 30. Mar 2013 01:43

Afhverju teiknar þú ekki mynd af kerfinu eins og þú heldur að það sé?

Spurning hvort það eru redor kranar á þessu kerfi. Ef pinnar undir svona hitastillum eru fastir, þá virka ekki kranarnir. Oftast fastir lokaðir.

Ég hef notað töng með rákum í kjafti til að losa um svona pikkaða pinna. Tek þéttingsfast um pinnan og reyni að toga hann út með því að snúa honum og umleið tosa. Gætir prófað að gera þetta en samt varlega og allavega standa klár á hvernig eigi að loka fyrir kerfið ef þú eyðileggur kranann. Lítið mál svo sem að skipta um hann ef þú eyðileggur og hann ónýtur hvort sem er.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf DoofuZ » Fim 24. Mar 2016 21:59

Jæja, ég þarf víst að vekja þennan gamla þráð aftur þar sem mig vantar aðstoð við að leysa nýtt vandamál með þetta kerfi. En ég vil samt byrja á því að þakka öllum sem hjálpuðu mér hér síðast, eftir að ég hafði tosað nokkru sinnum í pinnan undir hausnum á innsprautunarlokanum þá lagaðist allt saman, veit samt ekki hvort pinninn hafi verið aðal vandamálið, þar sem ég fiktaði líka á milli í stillingunum á kerfinu, en það er frekar líklegt :sleezyjoe

Svo fyrir ekki svo löngu síðan kom upp annað vandamál þar sem ég hætti að fá heitt vatn inná kerfið og þegar ég athugaði það nánar þá kom í ljós að það var líka ekkert heitt vatn að koma inná ofnana hjá mér en samt var alveg hægt að fá heitt vatn í vöskum og sturtu. Ég hélt að eitthvað mikið væri að og átti von á manni í heimsókn til að skoða þetta betur, hann taldi líklegt að það þyrfti bara að tosa í pinnana hjá ofnunum og á endanum nennti ég ekki að bíða eftir að hann kæmi, keypti sexkantasett (til að losa hausana af innspítingarlokunum á ofnunum) og eftir smá tos og bank í pinnana þá flæddi heita vatnið á ný :)

En svo gerðist það fyrir stuttu að ég fór að taka eftir því að það var farið að vera ansi heitt loft í íbúðinni og hitamælirinn sýndi oftast í kringum 24-25 gráður þrátt fyrir að ég væri búinn að senda á kerfið að ég vildi lækka hitann niður í 20 gráður. Þegar ég fór síðan að skoða þetta vandamál betur þá tók ég eftir að þessi mælir á framrásinni er óvenjulega hátt stiltur og sama hvað ég fikta í kerfinu og sama hvað ég set stillinguna þarna ofaná á þá breytir það engu á mælinum, er það kannski eðlilegt að hann sé svona hátt stiltur?
20160323_230430.jpg
20160323_230430.jpg (247.57 KiB) Skoðað 4620 sinnum

Svo sýnir þessi mynd hvað af kerfinu er heitt og hvað ekki
20160324_210331.jpg
20160324_210331.jpg (235.38 KiB) Skoðað 4620 sinnum

Að lokum er síðan hér mynd af hitamælunum neðst á kerfinu, er allt eðlilegt þarna?
20160323_223439.jpg
20160323_223439.jpg (253.98 KiB) Skoðað 4620 sinnum


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Myro
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 27. Okt 2011 18:45
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Myro » Fim 24. Mar 2016 23:34

Hiti inn á gólfhita kerfið ætti að vera 37-40 gráður. Líklegast er hitaneminn á lokanum(innsprautunarlokinn) of hátt stilltur. Hann gæti líka setið illa á loknum eftir að hafa verið tekinn af.
Prófaðu að festa hitanemann aftur ef hann situr ekki rétt og stilla hann á 2-2.5.(ef mér sýnist þetta vera týpa sem ég hef notað þá er það ca rétt ) Skoðaðu svo eftir 10 mín hvað hitinn er kominn niður í.
Hitinn inn og út af kerfinu lítur fínt út. Á hefðbundnu ofnakerfi er hitatap uppá 40c° það sem yfirleitt er reynt að ná.
Svo get ég líka kíkt á þetta fyrir þig ef þú vilt :p



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf DoofuZ » Sun 17. Apr 2016 19:01

Myro skrifaði:Hiti inn á gólfhita kerfið ætti að vera 37-40 gráður. Líklegast er hitaneminn á lokanum(innsprautunarlokinn) of hátt stilltur. Hann gæti líka setið illa á loknum eftir að hafa verið tekinn af.
Prófaðu að festa hitanemann aftur ef hann situr ekki rétt og stilla hann á 2-2.5.(ef mér sýnist þetta vera týpa sem ég hef notað þá er það ca rétt ) Skoðaðu svo eftir 10 mín hvað hitinn er kominn niður í.

Ég prófaði að taka hann af og stillti svo á 2 eftir að hann var kominn aftur á en það gerði ekkert. Tók líka eftir því að á meðan hann var ekki á þá breyttist ekkert, er þá pinninn undir honum kannski enn eitthvað fastur?

Myro skrifaði:Hitinn inn og út af kerfinu lítur fínt út. Á hefðbundnu ofnakerfi er hitatap uppá 40c° það sem yfirleitt er reynt að ná.
Svo get ég líka kíkt á þetta fyrir þig ef þú vilt :p

Ef það kostar mig ekkert þá þigg ég það með þökkum ef þú eða einhver hér sem er klár í svona kerfum nennir að kíkja á þetta, ef ég hefði efni á því myndi ég reyna að finna einhvern fagmann í svona kerfum 8-[ Vil samt helst leysa þetta sjálfur, efast um að þetta sé eitthvað flókið mál, læri líka mest á því að gera hlutina sjálfur :)

Annars hefur þetta svosem ekki verið neitt svo slæmt undanfarið, hitinn fer núna ekki mikið yfir 24 gráður og ef mér finnst vera eitthvað þungt loft eða heitt þá opna ég bara svaladyrnar, líka ágætt að lofta reglulega út og svona :sleezyjoe

En er það pottþétt bara þessi hitastilling sem hefur áhrif á hitamælinn þarna fyrir ofan? Hvað nákvæmlega er þetta dót sem er ofaná rörinu með mælinum og haldið föstu með keðju utanum rörið? Á það ekki frekar að hafa áhrif á hitann sem mælirinn sýnir þar sem það er á sama rörinu? Og hvað með koparvírinn sem liggur þarna frá stillingunni niðri uppí rörið uppi? Segir það hitastillingunni niðri kannski til um hver hitinn er í rörinu að ofan og stýrir þannig hitanum?

Langar að læra betur á kerfið.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf DoofuZ » Sun 01. Maí 2016 22:36

Enginn hérna sem kann vel á svona kerfi og veit hvaða tilgangi allt á því gegnir? Langar helst að vita hvað þetta sem er ofaná rörinu er og hvað það gerir, er það ekki rétt há mér að það stjórni hitanum í rörinu einhvernveginn? Hvernig næ ég hitanum niður? :dontpressthatbutton
20160323_223439.jpg
20160323_223439.jpg (253.98 KiB) Skoðað 4493 sinnum

Vandamálið er svosem ekki það slæmt þar sem ég held hitanum í íbúðinni yfirleitt niðri með því að vera með alla glugga opna og ágæta rifu á svaladyrunum en þetta er eflaust að kosta mig örlítið meira hjá hitaveitunni en það ætti að gera.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Hallipalli » Fös 17. Des 2021 12:56

Bara forvitnast komst einhver lausn á þetta?

Er i svipuðu veseni og þú lýsir á annari hæði

Gólfhiti og 2x ofnar virka ekki (nýlegri ofnarnir)

2x Eldri ofnar virka fint á sömu hæð

Allir "tittlingar" virka buin að taka allt af

Dæla dælir og þrýstingur á kerfi

Bara kemur ekki hiti



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf DoofuZ » Þri 13. Sep 2022 12:15

Hallipalli skrifaði:Bara forvitnast komst einhver lausn á þetta?

Er i svipuðu veseni og þú lýsir á annari hæði

Já og nei, ég leysti þetta á endanum (komin alveg 6 ár síðan þar sem ég póstaði síðast um þetta, 2016) og hjá mér var aðalvesenið það að það þurfti bara að skipta um batterí í hitamælinum/hitastillinum sem hangir á vegnum inní stofu. En það hjálpaði eflaust að taka mótorlokana af og fikta í "tittlingunum" og eitthvað svoleiðis. Í gegnum árin þá hef ég alveg í nokkur skipti lent í því að kerfið hefur ekki verið að hita og oftast hefur bara þurft að skipta um batterí í hitastillinum en það er erfitt að sjá að þess þurfi á mínum þar sem hann gefur það ekki skýrt til kynna og það er eins og hann virki því kerfið tekur við skipunum frá honum en ég held að þegar það er farið að verða lítið eftir af batteríinu þá sé kannski hitastigsupplýsingar ekki að berast almennilega í kerfið og þess vegna hiti það ekki.

Hallipalli skrifaði:Dæla dælir og þrýstingur á kerfi

Bara kemur ekki hiti

Ég er einmitt að lenda í þessu núna, varstu búinn að finna lausn hjá þér?

Ég er búinn að skipta um batterí í hitastillinum svo að þessu sinni er hann ekki vandamálið. Ég var að láta taka baðið í gegn hjá mér og í þeim framkvæmdum þá var bætt við hitalögn undir gólfið þar en sama hvað ég hef fiktað og tekið bæði mótorloka og ofnhitaneman af og þrýst á pinnana þar þá kemur bara ekkert heitt vatn inná kerfið. Hér eru nokkrar nýlegar myndir af kerfinu eins og það er núna:

20220910_041316.jpg
20220910_041316.jpg (2.43 MiB) Skoðað 3110 sinnum
Kerfið í heild

20220910_041250.jpg
20220910_041250.jpg (2.65 MiB) Skoðað 3110 sinnum
Flæðiglösin og mótorlokarnir

20220910_041239.jpg
20220910_041239.jpg (2.6 MiB) Skoðað 3110 sinnum
Inn- og útflæðimælar

Fyrsta flæðiglasið þarna vinstra megin er fyrir gólfið inná baði og það var í núll þar til ég losaði aðeins tappann svo pinninn undir opnaði fyrir flæði en það var fyrst þá sem ég heyrði alveg vel í vatni gutla og flæða um kerfið, samt ekkert heitt vatn. Öll rör sem ég þreifa á á öllu kerfinu eru köld, líka þar sem heita vatnið á að koma inn niðri. Svo opnar bara mótorlokinn í miðjunni fyrir flæði en hinir ekki og ef ég tek þá alla af þá opnast flæðið alveg á þeim öllum nema bara ekkert er heitt.

Framkvæmdirnar á baðinu eru búnar að taka nokkra mánuði og á meðan var alveg slökkt á kerfinu, getur það hafa gert kerfið verra eða er þetta eitthvað annað? Gerði píparinn einhver mistök? Þegar píparinn var búinn þá gat hann ekki sett kerfið í gang þar sem tenglarnir hjá kerfinu voru dauðir, svo hann fór bara og skildi það eftir svoleiðis. Síðan var rafmagnið lagað og þá þurfti ég að setja kerfið í samband og koma því aftur í gang sem gekk bara svona rosalega vel #-o

Ég vil helst ekki þurfa að kalla aftur á píparann nema ég sé nokkuð viss um að þetta sé honum að kenna eða amk. eitthvað sem bara pípari getur lagað, baðið er búið að vera nógu stór hausverkur til þessa og hefur kostað nógu andskoti mikið :knockedout


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi (aftur!)

Pósturaf DoofuZ » Mið 14. Sep 2022 16:03

Hvað segiði, þarf ég að kalla í píparann eða er eitthvað sem ég get gert til að fá heitt vatn til að koma á kerfið? Ég er með ofn inní svefnherbergi sem er heitur svo það er ekki lokað á heita vatnið hjá mér. Þarf ég kannski bara að juðast meira í pinnanum undir ofnhitanemanum, kemur heita vatnið kannski upp við það? :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi (aftur!)

Pósturaf Halli25 » Þri 20. Sep 2022 10:28

Er allt kerfið kalt þá? Ég lenti í því í sumar að frárennsli af ofnakerfinu stíflaðist og þá kom bara heitt í smá tíma og svo bara kalt. Þurfti pípara til að bilanagreina, var líka fullt af skít í sigtum sem hjálpaði ekki til.


Starfsmaður @ IOD


Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi (aftur!)

Pósturaf Hallipalli » Þri 20. Sep 2022 14:18

Ég er í sama pakka með mjög svipað setup og þú

Lenti í því í fyrra vetur að það var allt kalt (gólfhiti og 2x ofnar) allir aðrir (eldri ofnar) virkuðu

Var að bilast, prufaði allt, var að fara bóka pípara þá bara BOOM fór það í gang

Viti menn þetta er byrjað aftur.

Tengdi í fyrsta skipti við nágranna fyrir neðan sem var að gera upp íbúð og husanlega skrúfað fyrir eitthvað.

Það er ekki loft á ofnum

Það er rennsli en bara kalt

Hitastýring virkaði og þetta var líka svona síðast svo flaug þetta í gang án þess að ég gerði neitt

Ég er alveg patt



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi (aftur!)

Pósturaf DoofuZ » Fös 30. Sep 2022 21:01

Já, ég veit sjálfur lítið hvað við getum gert annað en að fikta bara í kerfinu, prófa svona hitt og þetta og bara bíða og sjá hvað gerist.

Nú kemur hiti í inntaksrörið neðst hjá mér en það fer ekki áfram inní kerfið þó ég taki stýrislokann af og hamast í pinnanum. Ætti ekki heita vatnið að flæða óhindrað um kerfið ef ég tek stýrislokann og alla mótorlokana bara af? Ef ég tek amk. mórorlokana alla af þá opnar það alveg flæðið en heita vatnið bara fer ekki inní kerfið af einhverri ástæðu :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi (aftur!)

Pósturaf brain » Lau 01. Okt 2022 09:24

Tékkaðu á Rabba pípara eða Sigurjóni pípara

Rabbi 6609596

Sigurjón 8211040

held að svona vandamál sé erfitt að "fikta" í lag.




Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi (aftur!)

Pósturaf Hallipalli » Mán 03. Okt 2022 15:19

Leyst hjá mér

Einhver hafði fiktað í þrýstijafnara í sameign sem orsakaði of lítinn þrýsting á kerfinu hjá mér

Eftir að það var lagað fór hitinn í gang



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi (aftur!)

Pósturaf DoofuZ » Þri 04. Okt 2022 07:18

brain skrifaði:Tékkaðu á Rabba pípara eða Sigurjóni pípara

Ég er reyndar búinn að láta gaurinn sem stjórnaði breytingunni á baðinu vita og hann ætlar að mæta með píparann í vikunni til að laga þetta og klára loksins það litla sem er eftir af verki sem átti upphaflega að taka um 6 vikur en er komið í rúmlega 6 mánuði :shock: Takk samt :)

Hallipalli skrifaði:Leyst hjá mér

Einhver hafði fiktað í þrýstijafnara í sameign sem orsakaði of lítinn þrýsting á kerfinu hjá mér

Eftir að það var lagað fór hitinn í gang

Gott að heyra. Já, ég gæti trúað því uppá þessa menn að hafa fiktað í þrýstijafnara í kjallaranum hjá mér því ég heyrði frá nágrönnum eftir að píparinn var búinn að gera sitt að það var eitthvað vesen á heita vatninu, þegar fólk var í sturtu þá kom stundum smá kallt vatn öðru hverju.

En vonandi laga þeir þetta í vikunni svo þetta klárist loksins 8-[


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]