Í raun er bara baðherbergi á milli þvottaherbergis og rýmisins sem ég er með tölvuna í, og gæti lagt rör undir baðkarið eða meðfram því og kaplana þar í gegn, það er bara um 180cm leið.
Maður er bara svona að spöglera um þetta, vildi allavega skoða kosti/galla. Það eru svona ýmsar ástæður fyrir þessari pælingu, aðallega skipulagsbreyting á íbúðinni þar sem þetta fyrirkomulag myndi henta betur.
Aðalkostirnir kannski sem ég er með í huga er að maður losnar við viftuhljóðið í tölvunni, losna við heita loftið sem kemur úr henni.
Þá er hugsunin að maður sé bara með display port kapal og USB kapal og svo USB höbb á borðinu (einsog ég er með bara í dag). Þetta eru einu tveir kaplarnir sem ég þyrfti.
Er hægt að fá kapla þessa leið án vandræða? Og er þetta nokkuð einhver vitleysa í mér
